Morgunblaðið - 19.07.2000, Page 32

Morgunblaðið - 19.07.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Já og amen „guð huggi þá sem hrygðin slær hvort sem þeir eru fjœr eða nær; kristnina efli og auki við, yfirvöldunum sendi lið. “ Halldór Laxness: íslandsklukkan. Ef til yill er stjórn- málamönnum vork- unn. Að minnsta kosti sumum. Kannski er ekki nema von að stjórnmálamaður sem hefur frá blautu barnsbeini tilheyrt valdastéttinni eigi erfitt með að samþykkja - og skilja - önnur viðbrögð við orðum sínum en já og amen. Slíkur stjórnmálamaður hefur líklega alist upp við að orð hans og gerðir séu réttar, og þess vegna aldrei fundið nytsemdina í efanum og gagnrýninni, hvorki hjá sjálf- um sér né öðrum. Hann hefur tek- ið orðspor sitt í arf, fremur en áunnið sér það, og þess vegna hef- ur það í huga hans ætíð verið sjálfsagt líkt og vald konunganna í Evrópu forðum sem var afþeim VIÐHORF Eftlr Kristján G. Arngrímsson sjálfum og öðrum talið koma frá Guði. Það hefur löngum þótt mikil- vægt að valdamenn sæti gagnrýni fyrir störf sín, kannski ekki af því að það sé sjálfgefið að þeir ræki ekki þessi störf með sóma, heldur vegna þess að jafnvel vel unnin störf geta batnað og jafnvel hin fegursta sannfæring slípast og skerpist við gagnrýni - og maður öðlast þar að auki betri skilning á sinni eigin hugsun ef maður þarf að kljást við þá sem eru manni ósammála. Flestir stjórnmálamenn, að minnsta kosti á Vesturlöndum, láta í það skína við opinber tæki- færi að þeim þyki gagnrýni góðra gjalda verð og að þeir vilji sjálfir sæta henni. En oft læðist að manni sá grunur að þeir geri samt ekkert með hana og fari sínu fram í skjóli meirihlutaræðis. Og sumir stjórnmálamenn virð- ast beinlínis á móti því að vera gagnrýndir og vilja bara að fjallað sé um þá og gerðir þeirra á já- kvæðum nótum. Þetta á við um bæði innlenda og erlenda stjórn- málamenn, sem stundum virðast án tengsla við aðra en jábræður sína. Ófgafullt dæmi um þetta er að koma í ljós í Þýskalandi þar sem Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, hefur nú verið sviptur sinni pólitísku æru. Það er kannski í raun og veru að einhverju leyti öfundsvert hlut- skipti að geta verið án alls efa um eigin gjörðir, þótt ríkjandi rétt- hugsun kveði á um að sjálfsgagn- rýni sé af hinu góða. Hver myndi slá hendinni á móti því að verða einráður í litlu og sætu landi þar sem íbúarnir dýrka mann? Slíkur maður myndi taka opinberlega undir með þeim sem segðu gagnrýni nauðsynlega, en í huga sér myndi hann hafa þeirra sömu gagnrýni að engu og njóta lystisemda einræðisins. Og þá er stutt í að hann hætti að sjá mun á hlutlægum sannleika og eigin fordómum. Það er að segja, hans eigin sannfæring um rétt og rangt verður í huga hans eini möguleikinn á skilningi og túlkun veruleikans og þess vegna fara viðhorf annarra að hljóma eins og útrás íyrir fordóma og öf- undarhjal - og í versta falli kommúnistaáróður. Sá möguleiki, að hans eigin skoðanir og sannfæring kunni kannski að eiga sér rætur í ein- hverju öðru en hlutlægum sann- leika og raunverulegum atburðum hvarflar ekki að honum, enda virðist hann ekki gera sér grein fyrir því að allur skilningur manns á heiminum er að stórum hluta túlkun sem er óhjákvæmi- lega sprottin úr fyrirfram gefinni heimsmynd sem maður tekur í arf. Þess vegna eru fordómar óhjákvæmilegir, líka hjá æðstu ráðamönnum, og það er ekki vel gott þegar þeir fatta þetta ekki. Eða er nauðsyn einarðrar mála- fylgni og stefnufestu svo mikil í stjórsjó pólitíkurinnar að hún úti- loki í raun og veru möguleikann á endurskoðun og gagnrýni? Er vonlaust að ná kjöri nema með því að hvika hvergi frá settu marki og fyrirfram lögðum leiðum, jafnvel þótt í ljós komi að þær séu vafa- samar? Með öðrum orðum, væri það pólitískt harakírí fyrir stjórn- málamann að skipta um skoðun? Það væri gaman ef einhver ís- lenskur ráðherra myndi útskýra hvernig hann tekur mark á gagn- rýni, og jafnvel nefna dæmi um það hvenær orð andstæðinga hans hafa haft þau áhrif á skoðanir hans að þær hafi breyst. Gæti ein- hver íslenskur ráðherra sagt frá þessu öðru vísi en með fullkom- lega abstrakt klisjum um að „heil- brigð gagnrýni" sé af hinu góða og allt það, og að hann sé að sjálf- sögðu „opinn fyrir heiðarlegri og málefnalegri gagnrýni"? Svona sautjándajúníklisjur eru ekki til þess fallnar að auka traust á stjórnmálamanni. Hvað ná- kvæmlega á hann við með „heið- arleg og málefnaleg gagnrýni"? Vilji menn í raun og veru ræða málin við þá sem eru þeim ósam- mála er ekki hægt að sitja fast við þann keip að fá sjálfur að skil- greina umræðugrundvöllinn. Svo lengi sem maður heldur slíkri kröfu til streitu stendur maður í vegi fyrir málefnalegum umræð- um. Hér einu sinni skipti öllu að vera af réttu slekti, bæði vegna þess að þá skein maður líkt og tungl í ljósi pabba og ættarinnar, og svo fékk maður sjálfkrafa tækifæri á vettvanginum sem pabbi manns stjórnaði. Þá skipti engu hvað maður sagði ogþví þá ekki að nota bara velslípaðar klisj- ur? En kannski trúa menn því blátt áfram að klisjurnar þeirra séu djúphugul orð úr viskubrunni ættgengrar stjómlistar. Guð er jú þeirra megin. Isköld hæðni Hall- dórs Laxness í „vessinu“ hér að ofan túlkar betur en nokkuð ann- að þessa innbyggðu sannfæringu valdastéttarinnar um að hún hafi jafnvel Guð almáttugan sín megin og því sé ekki bara óþarfi að efast, heldur beinlínis rangt. Og þá finnst mönnum kannski fullkomlega sjálfsagt að fjölmiðlar séu íyrst og fremst í því hlutverki að endurspegla tilfinningar þeirra sjálfra á jákvæðan hátt - og birta helst stórar myndir með. Allt ann- að er óeðlilegt og stafar auðvitað af síngirni vafasamra penna. Og þá finnst mönnum líka sjálfsagt að kirkjan þeirra sé ríkiskirkja, enda sjá þeir ekki allan mun á sjálfum sér og ríkinu. Frjáls verslun og fákeppni ÍSLENSKA krónan hefur verið sterk á síð- ustu árum og gengi evrópskra gjaldmiðla lækkað umtalsvert gagnvart henni. Það hefði að sjálfsögðu átt að leiða tO verulega lækkaðs verðs á inn- fluttum vörum. Þessi hluti góðærisins virðist ekki hafa skilað sér til landsmanna. Stórir inn- flutningsaðilar, ná- tengdir verslanakeðj- unum og nánast einráðir á matvæla- markaðnum, virðast ekki hafa séð ástæðu til þess að lækka vöruverðið og skila fólkinu í landinu þessum hagsbótum. Það er ansi hart. Ekki síst vegna þess að margt fólk tók á sig kjara- skerðingar á liðnum áratug til þess að tryggja stöðugleikann og skapa að- stæður til þess að þjóðin kæmist upp úr efnahagslægðinni. Þess má einnig geta að 7,3% lækkun krónunnar á árinu 1993 kom ekki fram í verðlagi. Þá var það efalaust samkeppnislegt aðhald sem réði. Samkeppnisaðilarnir urðu að standa sig betur en áður með hagkvæmari innkaupum og hagræðingu. Þetta er tryggingin sem frelsi í viðskiptum og frjáls samkeppni veitir. Henni var komið á smám saman og sú leið var ekki alltaf auðfarin í íslensku samfélagi á öldinni sem leið. Nú hefur það gerst að eink- um matvöruverslunin er komin á fárra hend- ur, samþjöppun orðin mikil og samkeppni virðist lítt gæta. Langt er síðan Pálmi í Hagkaup stofnaði það góða íyrirtæki og Jó- hannes í Bónus sitt. Þeir gerðu mikið fyrir íslenskt samfélag á sín- um tíma með hag- kvæmum innkaupum og lágu vöru- verði. Samband íslenskra samvinnufélaga og kaupfélögin voru ekki gallalaus þegar þau voru mark- aðsráðandi á stórum svæðum lands- ins. En fákeppnisvald stóru fyrir- tækjanna í dag er síst betra. Kaupfélögin færðu fjármuni milli greina í því skyni að byggja upp at- vinnu og halda uppi þjónustu. Sam- bandið gleymdi þvi hins vegar að það þyrfti að standast samkeppni, og hrundi. Verslunarrisum dagsins í dag væri hollt að rifja upp þá sögu. Þau væru þeim líka fróðleg lesning hin neikvæðu skrif um sveitamann norð- Verslun Eg held að tímabært sé að lýsa eftir nýjum aðil- um, segir Hjálmar Jóns- son, sem reisa ódýrt verslunarhúsnæði og hugsa um hag neytenda ásamt sínum eigin. an úr Skagafirði, Pálma Jónsson frá Hofi. Hann var sagður selja lélega vöru í aflögðu fjósi við Miklatorg í Reykjavík og ætti náttúrlega ekkert erindi í almennileg og ábyrg viðskipti. En Pálmi í Hagkaup byggði upp virt og gott fyrirtæki á grundvelli lágs vöruverðs. Það ræður úrslitum um vinsældir og gengi slíkra fyrirtækja. Eg held að tímabært sé að lýsa eft- ir nýjum aðilum, sem reisa ódýrt verslunarhúsnæði og hugsa um hag neytenda ásamt sínum eigin. Vissu- lega verður erfitt að keppa við þá sem fyrir eru í ljósi allrar þeirrar upp- byggingar og gróða sem þeir hafa tryggt stöðu sína með. Höfundur er alþingismaður. Hjálmar Jónsson Um rökvísi Jóhanns Sigun ónssonar OPINBER umræða undanfarnar vikur um brottkast afla í hafi hef- ur verið mér, sem þetta skrifa, nokkuð galli blandin skemmtun. Margar eru orðnar þær greinamar, sem ég hef birt hér á síðum Morg- unblaðsins, þar sem ég hef útlistað það eðli gildandi fiskveiðistjórn- ar að gera sjómönnum ómögulegt annað en fleygja fiski. Löggjöfin setur sjómenn í þá frá- leitu stöðu, að þeir geta fengið afla á skip, sem bæði er lögbrot að fleygja í hafið og að koma með í land. Við það bætist stórfellt fjárhagslegt tjón ef þeir koma með smáfisk að landi. Lög, sem eru svona vitlega snið- in, eru dæmd til að vera brotin. Ekki get ég gert upp við mig, hvort skemmtir mér betur í þessari um- ræðu, hversu víðtæk og hávær hún hefur orðið eða hitt, hvemig nú er af opinberri hálfu unnið að því að kæfa hana með hótunum við sjómenn um lögreglurannsóknir. Ráðagerðin rifj- ar upp yfirlýsingu Þorsteins Pálsson- ar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, 1996, sem var viðbragð við sams kon- ar umræðu þá. Ráðherrann sagði, að sjómenn, sem kasta fiski séu svikarar við þjóð sína. Boðskapurinn var skýr: Segið ekki írá því hvemig hlutirnir era eða hafið verra af. Þessi hótun hefur dugað til þess að halda umræð- unni í skefjum þar til nú. Nýjasta innleggið í umræðuna, þegar þetta er skrifað, er viðtal við Jó- hann Sigurjónsson, forstjóra Hafró, í Morgunblaðinu 14. júlí. í viðtalinu kemur svo sem ekkert fram, sem ekki hefur áður verið sagt í viðtölum út- varps við Jóhann, en viðtalið hefur valdð mér nokkrar hugrenningar, sem ég vil halda til haga. Áður en það er gert, vil ég leiðrétta misskilnmg, sem fram kemur í viðtal- inu og hefur áður birst í Morgunblað- inu, gott ef ekki var í leiðara. Sagt var, að Fiskistofa hafi kynnt niðurstöður um mælingar á brott- kasti í Breiðafirði. Þetta mætti skilja sem svo, að Fiskistofa hafi átt eitt- hvert frumkvæði í þessu efni, en svo var ekki. Eg fylgist afar vel með út- varpi og heyrði þar hvemig þessi umræða fór af stað, þótt ekki kæmi annað til. Umræð- an byrjaði með svo- nefndum laufskálaþætti á þriðjudagsmorgni á rás 1, þar sem Guðjón Amar Kristjánsson, al- þingismaður, skýrði frá því, að hann hafi sótt þessar upplýsingar í hendur Fiskistofu og gerði meginefni þeirra uppskátt. Hluti þessa viðtals var síðan endurfluttur í svonefndum Kvótinn Hafró gengur út frá því, segir Jdn Sigurðsson, að brott- kast sé og hafi verið óbreytt frá ári til árs. auðlindarfréttaþætti í hádeginu þenn- an sama dag. Þá fór boltinn að rúlla, en án minnsta framkvæðis frá Fiski- stofu. Sú stofnun er búin að vita af þessu vandamáli áram saman, en hef- ur þagað, enda til þess ætlast af hálfu ráðuneytisins. En aftur til viðtalsins við Jóhann. Hann segir, að brottkast skipti ekki máli fyrir stofnstærðarmat Hafró, ef það er nokkum veginn jafnmiltið frá ári til árs. í útvarpsviðtali á dögunum orðaði hann þetta einhvem veginn svo, að þannig h'ti fiskifræðingamir á brottkastið sem hluta af hinum nátt- úralega dauða í stofninum. Þetta er svo sem við hæfi, því að um þennan náttúrulega dauða mun vera harla lít- ið vitað. Síðast það ég vissi var í út- reikningum Hafró notaður sami stuð- ull fyrir náttúralegan dauða eins og gert var fyrir 40 árum, þegar ég vann í sjávarútvegsráðuneytinu og fylgdist þaðan með fiskifræðingum. Þetta er þess vegna ein hinna lífseigustu ágisk- ana úr fortíðinni. Að leggja a, sem enginn veit, við b, sem enginn þekkir, til að fá út c, sem að sjálfsögðu enginn þekkir heldur, getur verið ágætis al- gebradæmi, en er ekki fullbratt að leggja það til grandvallar í vísinda- legri ráðgjöf um stærð fiskstofna? Hafró gengur sem sagt út frá því í útreikningum sínum, að brottkast sé og hafi verið óbreytt frá ári til árs. Þá er mér spum, hvemig það fær staðist rökhyggju Jóhanns Sigurjónssonar, að það breyti engu um brottkast þorsks síðustu tíu árin, að aflamark verður framleigjanlegt og leiguverðið stígur jafnt og þétt upp fyrir 100 kr. á þorskkflóið á sama tíma og markaðs- verðið í landi er kannski á bilinu 80- 180 kr. Mér er fyrirmunað að ná upp í rökvísi, sem gengur út frá því, að þessi þróun hafi engu breytt um brottkast og því skipti hún engu máli um mat á því, sem er drepið af þorski. Þeir menn, sem hafa sagt mér frá því, hvernig þeir hafa með óbragð í munni og sigg á samvisku sinni fleygt fyrir borð öðram hverjum þorski, sem þeir veiddu, eru fleiri en svo, að ég geti samþykkt, að þær gerðir skipti engu máli. Það er í-aunar fleira í rökvísi Jó- hanns Siguijónssonar, sem ég næ ekki upp til. Hann fullyrti i útvarps- viðtali fyrir nokkram rikum, að fisk- veiðistjórnin að ráðum Hafró hafi bor- ið góðan árangur. Mfldð væri fróðlegt ef Morgunblaðið tæki eitt langt og ítarlegt viðtal við Jóhann, þar sem hann gæti með tölum sannað þessa staðhæfingu sína fyrir árin frá 1990 eða helst frá 1984. Hvort tveggja era örlagaár fyrir fiskveiðistjómina. Þjóð- in yrði þá þeim mun fróðari um árang- ur þessa starfs stofnunarinnar. Yfir- lýsingar hennar sjálfrar einar sér um ágæti sitt era ekki alveg nógar, a.m.k. til að sannfæra mig. Höfundur er fyrrverandi framhvæmdastjóri. Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.