Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 34
IL MIÐVIKUDAGUR 19. JULI2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Saga af smjörfjalli í KASTLJÓSI hinn 12. júlí sl. var brydd- að upp á þarfri um- ræðu um _ vandamál sem við Islendingar eins og aðrar Vestur- landaþjóðir eigum við að glíma en það er aukin offita, jafnt barna sem fullorð- inna. Til umræðunnar voru tilkvaddir sér- fræðingar á þessu sviði og komu fram -rýmsar góðar upplýs- ingar varðandi málið sem flestar voru þó vel þekktar áður, enda varla við öðru að búast í örstuttum sjónvarpsþætti. Eitt kom þó fram, sem ég hef aldrei áður heyrt getið og er tilefni þessarar greinar. Fríða Rún Þórð- ardóttir, næringarráðgjafi á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi, taldi í þeim þætti að einn af áhrifaþáttum í offituvandamálum þjóðarinnar væri sá að heimilisfræðikennarar flyttu smjörfjöll inn í skólana til neyslu fyrir börn og unglinga. Það væri erfitt verk ef satt væri því það er ekki fita sem börn og ungl- Jggar sækjast eftir, heldur er það sykur. Þótt þessi fullyrðing sé nánast ekki svara verð snertir hún persónulegan starfsheiður minn svo ég tel mig knúna til að fara um hana nokkrum orðum. Ég ber ábyrgð á uppfræðslu fjölda nem- enda á hollu mataræði og heil- brigðum lífsstíl, bæði í einum grunnskóla borgarinnar og einnig á námi kennaranema við Kennara- háskóla Islands sem valið hafa sér heimilisfræði sem valgrein í sínu kennaranámi. *■ Þetta er ómakleg aðför að heim- ilisfræðikennurum, því mér vitan- lega er ekki nokkur stofnun þjóð- félagsins sem vinnur jafn mikið að heilbrigðisfræðslu barna og ungl- inga sem grunnskólinn gerir og ég leyfi mér að segja að það séu ekki síst heimilisfræðikennararnir sem þar eru í fararbroddi enda er verksvið þeirra meira og minna í því fólgið. Út um allt land er fjöldi heimilisfræðikennara að verja lífs- þrekinu í það að kenna nemendum að velja sér holla fæðu, matreiða hana og neyta í réttum hlutföllum ásamt ýmsu öðru. Og heimilisfræðikennarar kenna ekki bara eitthvað. Þeim ber að Stefanía Valdís Stefánsddttir kenna samkvæmt að- alnámskrá grunnskóla sem segir þeim nán- ast nákvæmlega hvað þeir eiga að kenna. Sé hins vegar sú raunin að einhver eða ein- hverjir kennarar fari ekki að ákvæðum að- alnámskrár og jafnvel vinni gegn henni, eins og Fríða Rún gefur í skyn, er það alvarlegt brot í starfi og ber að meðhöndlast sem slíkt af fræðsluyfirvöldum. Um þetta hef ég enga hugmynd og veit ekki til þess að neinar rannsóknir hafi farið fram á fitu- notkun í kennslueldhúsum lands- ins. Svo lengi sem slíkar rannsóknir hafa ekki verið gerðar eru fullyrð- ingar eins og þær sem Fríða Rún bar fram fyrir þjóðina í fyrr- greindum þætti í besta falli fleipur en í versta falli rógur á stétt heim- ilisfræðikennara. Sérfræðingar sem vilja láta taka sig alvarlega verða að geta fundið fullyrðingum sínum stað. Ég tel að margar starfstéttir kannist við það fyrirbrigði að þeg- ar sumir ungir sérfræðingar koma heim til starfa eftir langt nám, bæði heima og erlendis, hendi á stundum að þeir leggi það helst til málanna að tala niður til þeirra sem starfað hafa á vettvangi, oft við misjafnar aðstæður og niður- skurð á fjárveitingum. I þessu samhengi skal upplýst að síðastlið- inn vetur voru smjörlíkiskaup til Ölduselsskóla í Breiðholti, þar sem undirrituð starfar að hluta, 75 grömm per nemanda á níu mánaða tímabili. En allt orkar tvímælis það gert er. Þetta á ekki síst við um skól- ana og enginn má taka orð mín svo að þeir séu hafnir yfir gagnrýni, öðru nær. Eitt af hlutverkum skól- ans er að flytja menningararf milli kynslóða ásamt því að kenna um þá nýjustu þekkingu sem hver kynslóð hefur aflað sér. Öll kennsla í heimilisfræði skal því samkvæmt aðalnámskrá grunn- skóla miðast við manneldismark- mið íslendinga sem miða að því að auka neyslu flókinna kolvetna á kostnað fitu og sykurneyslu. Það hefur því stundum veist mér mót- Offita Fjöldi heimilisfræði- kennara ver lífsþrekinu í að kenna nemendum að velja sér holla fæðu, segir Stefanía Valdfs Stefánsdóttir í athuga- semd við offituumræðu í Kastljósi 12. júlí sl. sagnakennt og jafnvel nokkuð erf- itt að eiga líka samkvæmt aðal- námskrá að kenna nemendum hefðbundinn gamaldags köku- bakstur sem er nánast fitu- og sykurblanda. Það eru þó rök sem mæla með því, sem ég virði, og reyni því að hafa þennan bakstur í lágmarki og fara bil beggja bæði sjálfrar mín og aðalnámskrár. Við höldum enn hátíðir með kökum og annarri óhollustu og hver vill vera án þess og hver hefur eitthvað við það að athuga? Hitt er annað mál að það sem við borðum á hátíðum og tyllidögum á ekkert erindi á hið daglega matarborð og í gegnum kökubaksturinn er einmitt ágætt að kenna að við verðum að læra að stjórna neyslunni og getum ekki leyft okkur að borða hvað sem er hvenær sem er. Annað kemur hér til sem hefur sín áhrif en það er að hveiti og korn er ódýrasta hráefnið sem við höfum til kennslu og við verðum stundum að nota það, beinlínis til að halda kostnaði niðri. Þótt skólabaksturinn sé mik- ið í formi gerbaksturs sem er nær sykur og fitulaus er ekki alltaf hægt að bjóða nemendum svo ein- lit verkefni. Að lokum skal þess getið að megnið af smjörlíkiskaup- um Ölduselsskóla í Breiðholti sl. vetur fór í bakstur og nálega allur baksturinn fór heim með nemend- unum þar sem hann átti að notast sem gjöf til pabba, mömmu og systkinanna. Tel ég að sjaldnast hafi hans verið neytt eingöngu af nemandanum einum. Höfundur er aðjúnt í heimilis- fræðum við Kennaraháskóla ísjands og heimiiisfræðikennari í Ölduselsskóia í Breiðholti. Fjarkennsla í skólum FOSTUDAGINN 14. júlí birtist frétt á blaðsíðu fjögur í Morgunblaðinu þar sem því var haldið fram að fjarkennslu- búnaður hafi í fyrsta skipti verið notaður í grunnskólum hér á landi á Hólmavík og í Broddanesi síðastlið- inn vetur. Það er gamall og góður siður að hafa það sem sannast reynist og skal þessi frétt því hér með leiðrétt og Þprsteinn tækifærið jafnframt Ólafsson nýtt til að greina frá stöðu verkefnis á vegum Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna (SKB) sem kallað hefur verið Rjúfum einangrunina. Benda má á frétt í Morgunblaðinu 5. febrúar 1998 neðangreindu til staðfesting- ar. Upphaf fjarkennslu í grunnskólum Eftir því sem best er vitað var fjarkennslu komið á í fyrsta skipti í grunnskólum þegar nemandi í grunnskólanum á Hellissandi hóf í byrjun febrúar 1998 að stunda nám með bekkjarfélögum sínum með aðstoð myndfundabúnaðar frá Barnaspítala Hringsins en grunn- skólinn þar tilheyrir Austurbæjar- skóla. Aðdragandi þessa var sá að SKB hafði gefið Barnaspítalanum myndfundabúnað 16. maí 1997 í þeim tilgangi að rjúfa einangrun grunnskólabarna sem þar dvelja langdvölum. í kjölfarið útvegaði SKB með aðstoð nokkurra fyrir- tækja öllum öðrum barnadeildum sjúkrahúsa landsins sams konar myndfundabúnað. Verkefnið hefur síðan einkum falið í sér að kynna yfrmönnum skóla þá möguleika sem myndfundabúnaður gefur kost á þegar alvarlega sjúk og slösuð börn eru annars vegar. Eins og gefur að skilja hefur áhersla verið lögð á þá skóla þar sem þörf hefur myndast. Einnig má geta þess að SKB á þrjú tæki sem lánuð eru inn á heimili barna með krabba- mein. Með því móti geta þau verið iiiiííl STEININGARLIM margir litin FLOTMÚR 6 tegundir ÚTIPÚSSIMIIMG margir litir - 3 tegundir IIMIMIPÚSSIMIIMG - RAPPLÖGUIM úti og inni ;j|§|| LETTIÐ uinnuna og MARGFALDIÐ afköstín með not* ELGO múrdælunnar *■ Traust íslensk múrefnl síSan 1972 Leitið tilboða! Vr I -V, I steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 5S7 2777 — Fax 567 271 í mynd- og talsam- bandi við bekk sinn að heiman eins og frá barnadeildinni þrátt fyrir veikindin en það hefur færst í vöxt að þau fái að dvelja heima á meðferðar- tímabilinu án þess þó að mega fara í skól- ann, einkum vegna sýkingarhættu. Jákvæð reynsla í fréttinni sem var kveikjan að þessum skrifum kemur fram að reynsla af notkun myndfundabúnaðar hafi verið mjög góð. Hið sama á við hvað Kennsla Verkefnið Rjúfum einangrunina, segir Þorsteinn Ólafsson, hefur m.a. vakið athygli skólayfirvalda á þörf framhaldsskólanema, sem veikjast eða slasast alvarlega, fyrir aðstöðu til fjarkennslu. varðar notkun myndfundabúnaðar til að rjúfa einangrun sjúkra og slasaðra barna. Til fróðleiks má geta þess að upphaflega var meg- inmarkmið með gjöfum SKB að auðvelda viðkomandi börnum að stunda nám. Reynslan hefur hins vegar sýnt að félagslegi þátturinn er sá hluti sem þyngst vegur. Fjarkennsla í framhaldsskólum Verkefnið Rjúfum einangrunina hefur auk ofangreinds falið í sér að vekja athygli skólayfirvalda á þörf framhaldsskólanema sem veikjast eða slasast alvarlega á þörf fyrir aðstöðu til fjarkennslu. Vinna sú er að baki liggur hefur meðal annars leitt til þess að menntamálaráðuneytið hefur heimilað aðgerðir til reynslu. Um- hyggju, sem líta má á sem samtök foreldrafélaga langveikra barna, hefur verið falið að hafa milli- göngu í því sambandi. Ástæða er til að hvetja forsvarsmenn for- eldrafélaganna, starfsfólk skól- anna og aðra hlutaðeigandi til að hafa þetta hugfast í haust þegar kennsla hefst eftir sumarfrí. Samskipti á milli landa Til að undirstrika fjölbreytni þeirra möguleika sem vinnast með útvegun myndfundabúnaðar má benda á að þegar börn þurfa að dvelja erlendis vegna meðferðar er hægt að koma á myndfundarsam- bandi á milli sjúkrastofu barnsins erlendis og ættingja þess hér heima. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um fullorðna. SKB hefur marg- sinnis nýtt þennan möguleika í þágu fjölskyldna innan félagsins og fleiri. I fyrsta skipti var það gert 11. maí 1998 og eftir því sem næst verður komist var þar um heimssögulegan viðburð að ræða. Frétt um þetta birtist í Morgun- blaðinu 12. maí 1998. Að lokum má geta þess að myndfundabúnaður- inn sem SKB gaf hefur meðal ann- ars verið nýttur í samskiptum á milli Barnaspítala Hringsins og barnadeildar Huddingesjúkrahúss- ins í Stokkhólmi. Höfundur er framkvstj. SKB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.