Morgunblaðið - 19.07.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 19.07.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 4% FÓLK í FRÉTTUM Sonic Youth er frægasta tiiraunarokksveit samtímans Erum bara að búa til tónlist Bandaríska sveitin Sonic Youth hefiir dvalið á jaðri rokktónlistarinnar frá upphafí og er óþreyt- andi á að leita nýrra leiða í list sinni. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við trymbillinn Steve Shelley um rokkheima og geima. Sonic Youth í blóma. Steve Shelley trommuleikari er annar frá vinstri. Af eigin sannfæringu SONIC Youth var eitt aðal- númerið á All Tomorrows Parties tónlistarhátíðinni, í Englandi í apríl. Það var kannski dæmigert fyrir þessa sveit að gefa áhorfendum ekki það sem þeir vildu, allir slagarar voru skildir eftir heima og þess í stað fengu áhorfendur nær einungis að heyra lög af nýjustu plötunni „NYC Ghosts and Flowers" sep var óút- gefin á þeim tíma. Áhorfendur voru á báðum áttum eftir tónleik- ana, sumir fúlir, aðrir snortnir, enn aðrir eitt stórt spurninga- merki. Sonic Youth mega eiga að þeir komu fram sem sannir lista- menn þetta kvöldið, virtu allt að vettugi fyrir utan innblásturinn. Trommuleikari Sonic Youth, Steve Shelley, var fremur trénað- ur er ég hitti hann fyrir seint á sunnudagskvöldi. En kurteis var hann fram í fingurgóma og viðmót- ið hlýlegt. Og sáttur við hátíðina. „Ég er mjög ánægður yfir því að við höfum komið hingað. Aðstand- endur hátíðarinnar buðu okkur að koma og okkur leist mjög vel á hinar hljómsveitirnar. Við heyrð- um líka að fyrirkomulagið á hátíð- inni væri flott. Krakkamir þyrftu ekki að sofa í tjöldum, liggja í drullu eða vera sólbrennd. Skipu- lagið er til sóma og ég kæmi aftur ef vilji væri fyrir hendi.“ Meðlimir Sonic Youth sinna ýmsu öðru en sveitinni, starfa að margs konar listiðn annarri og flest reka þau eigið útgáfufyrir- tæki. „Ég rek merki sem kallast Smells like records, Thurston [Moore, gítarleikari og söngvari] sér um merki sem heitir Ecstatic Peace og síðan eigum við öll sam- an merki sem heitir SYR eða Son- ic Youth Recordings.“ Það eru margir sem telja Sonic Youth vera með helstu rokksveit- um sem fram hafa komið. Shelley segir að það sé staðhæfing sem hann pæli ekki í. „Ég hugsa ekki um það,“ svarar hann snöggt. „Það sem ég hugsa um er að hitta band- ið, semja lög, fara í tónleikaferða- lög og slíkt. Við hugsum ekki um hvað aðrir segja, vinsældakeppnir og slíkt. Við erum bara aðbúa til tónlist og reynum að fýlgja eigin sannfæringu í því ferli.“ Stór merki / lítil merki Eitt af bitbeinum rokkhunda eru hinar eilífu vangaveltur hvað varð- ar risaútgáfur og óháðar. Það þótti sæta þó nokkrum tíðindum er Son- ic Youth, frummynd hinnar óháðu sveitar, ákvað að skrifa undir samning við Geffen útgáfurisann í upphafi síðasta áratugar. Margir voru að vonum áhyggjufullir og töldu nú vera líklegra en ella að hugsjónirnar færu fyrir bí. Hafa Sonic Youth lagt sig fram við að halda í þær? „Það er ekki rétt að orða þetta svona,“ seg- ir Shelley. „Við erum bara að gera það sem við erum aði^ gera. Okkur finnst gott að umgangast andans skylt fólk, ég kalla það ekki að vera að reyna að halda í einhver gildi. Við hugsuðum okkur vel um áður en við skrifuðum undir þennan samning og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri fyrir bestu.“ Shelley telur svona samn- inga þó ekki vera nauðsynlega forsendu fyrir hljómsveitir sem vilja ná langt. „Það er það alls ekki,“ segir hann. „Það er til fullt af góðum óháðum merkjum. Ég á t.d. ekki von á því að Sonic Youth verði á stóru merki allan sinn feril. Ástæðan fyrir því að við gerðum þennan samning var sú að við vorum að ferðast út um allan heim og stundum komum við á staði þar sem plöturnar okkar voru ekki fáanlegar. Það var erfitt fyrir þessi minni merki að halda í við vöxt hljómsveitarinnar þannig að okkur fannst upplagt á þeim tíma að ganga inn í samstarf við Geff- en.“ Shelley segist að lokum hafa séð blábyrjunina á tónleikum Sigur Rósar, en þeir léku einmitt á há- tíðinni, sama kvöld og Sonic Youth. „Ég sá fyrstu tvö lögin og þau voru góð. Mér fannst þetta fínt hjá strákunum." Ríkharður Jónsson heiðursfélagi Arsenalklúbbsins Ríkharð- ur Jóns- son heið- ursfélagi ARSENALKLÚBBURINN á ís- landi útnefndi á dögunum Rík- harð Jónsson, fyrrverandi knatt- spyrnuhetju frá Akranesi, heið- ursfélaga Arsenalklúbbsins á íslandi. Fyrir eru tveir heiðurs- félagar, Finnbogi Friðfinnsson frá Vestmannaeyjum og Bjarni Felixson íþróttafréttamaður. Ríkharður, sem á sinum tima lék og æfði með Arsenal, var út- nefndur á árshátíð Arsenal- klúbbsins. Arsenalklúbburinn er elsti stuðningsmannaklúbbur erlends knattspyrnuliðs á íslandi. Hann var stofnaður árið 1982 og telur nú um 1.300 virka meðlimi. í vor efndi klúbburinn til hópferðar á úrlitaleik Evrópukeppni félags- liða sem fram fór í Kaupmanna- höfn milli Arsenal og Galatasaray frá Tyrklandi. Um áttatíu gall- harðir stuðningsmenn skelltu sér í ferðina og skemmtu sér konung- lega þrátt fyrir að bikarinn færi til Tyrklands. Hluti hópsins góða sem fór á vegum Arsenalklúbbsins á úrshtaleikinn í Kaupmannahöfn. Stefán Sálarmaður Hilmarsson er fyrir miðri mynd. Studningsmannaklubbur Arsenal a Islandi ásamt Jóhanni Þór, Kjartani formanni og Haraldi. Vonbrigði íslensku Arsen- almannanna voru mikil þegar ljóst var að Galatas- aray hafði betur. NAIL VITAL Sterkar neglur á 2-3 vikum. Útsölustaðir: Lyf og heitsa - Apótek og helstu snyrtivöruverstanir Dreifiogaraðöi; Cosmic ehf., simi 588 6525 Raciet tjaldvagnar íf Sportbúð Titan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsiða: www.isa.is/titan Borgarferðir tn Prag í haust frá kr. 25.990 með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, í október og nóvember. í boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjómm Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem ______________. á engan sinn líka í Evrópu.. Fáðu bæklinginn sendan Verð kr. 25.990 M.v. 2 í herbergi, Ariston, 13. nóvember m. 8.000 kr afsl.. sem gildir fyrir brottfarir á sunnu- eða mánudegi. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.