Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 56
m
Heimavörn
SECURITAS
Sími: 580 7000
trgmttMnliili
Drögum næst
25. júlí
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTII
MIÐVIKUDAGUR 19. JULI2000
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK.
First Union-bankinn verður stærsti einkahluthafí í Landsbanka Islands
Fyrsta fjárfesting erlendra
aðila í íslenskum banka
SJÖTTI stærsti banki Bandaríkj-
anna, First Union National Bank,
mun eignast 4,2% hlut í Landsbanka
Islands og verður stærsti einkahlut-
hafi í bankanum. Þetta er í fyrsta
skipti sem erlendur banki eignast
stóran hlut í íslenskum banka sem
skráður er á Verðbréfaþingi íslands.
Fyrir hlutaféð fær Landsbankinn
70% eignarhlut í breska bankanum
The Heritable and General Invest-
ment Bank í London, fyrir sem svar-
-^ir til 2,3 milljarða króna.
Háð samþykki
hluthafaftindar
Bankaráð Landsbankans mun
leggja til við hluthafa að auka hlutafé
bankans um u.þ.b. 345 milljónir
króna, eða um 5,05%. Þar af hlýtur
First Union-bankinn 4,25%, en 0,8%
verða seld samstarfsaðilum Lands-
bankans.
Að fullu hefur verið gengið frá
samningum, með þeim einum fyrir-
_^vörum að viðskiptin hljóti samþykkt
• úluthafafundar Landsbankans og
fjármálaeftirlits Bretlands.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Islands, segir að
kaupin marki tímamót, þar sem er-
lendur aðili hafi ekki keypt svo stóran
hlut í viðskiptabanka fyjr. „Vissulega
er þetta mjög mikilvægur áfangi,
enda hefur ekki verið mikið um stóra
erlenda fjárfestingu í íslensku fjár-
Skipaolía mun ódýrari
í Færeyjum
Mismunur-
- innnærri
6 krónur
SKIPAOLÍA er tæpum 6 krónum
ódýrari í Færeyjum en á íslandi
og hefur skipstjóri þýska togarans
Yris ákveðið að hætta að landa
fiski á Islandi vegna þessa.
Skipstjórinn, Adolf Wefer, seg-
ist borga tæpar 23 krónur fyrir ol-
íulítrann á Islandi en aðeins rúmar
17 krónur í Færeyjum. Hann seg-
ist engar skýringar hafa fengið hjá
íslenskum olíufélögum á þessum
verðmun og því muni hann hér eft-
ir landa afla sínum í Færeyjum.
„Eg skil ekki hvers vegna það
munar svo miklu á verði í Evrópu
og á íslandi og þá sér í lagi milli
Færeyja og íslands," segir Wefer.
■ Landar ekkí/Cl
Maestro
málalífi til þessa,“ segir hann.
Samningarnir þýða að eignarhald
Heritable-bankans verður með þeim
hætti að Landsbanki íslands mun
eiga 65%, Landsbréf 5%, eignar-
haldsfélag First Union 25% og nú-
verandi stjómendur 5%. Sigurður
Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa,
segir fyrirtækið fyrst og fremst líta á
viðskiptin sem tækifæri til að útvíkka
og bæta þjónustu Landsbréfa. „Þar
er ég að tala um sérbankaþjónustu,
eignastýringu og verðbréfamiðlun.
Fyrir vorum við með mjög öfluga
miðlun erlendra verðbréfa og þessi
samningur mun styrkja okkur enn
frekar," segir hann.
Martin H. Young, núverandi for-
stjóri Heritable-bankans, mun gegna
því starfi áfram. Hann segir að starf-
semin muni ekM taka miklum breyt-
ingum eftir kaupin. „Seljendur meiri-
hlutans töldu það mikilvægt við
söluna að þetta yrði óbreytt. Auðvit-
að koma svo inn einhverjar nýjungar
með nýjum meirihlutaeiganda. Við
munum eflaust bæta við þjónustu-
þáttum og þar af leiðandi nýjum
starfsmönnum, m.a. frá Landsbank-
MiMl viðsMpti voru með hlutabréf
í Landsbankanum í gær, eða fyrir
rúmar 172 milljónir króna. Opnað
var fyrir viðsMpti með bréfin klukk-
an 12.30, en lokað hafði verið fyrir
þau fram að því vegna þessara tíð-
inda.
Gengið hækkaði um 5,9%; úr 4,55 í
4,82. A tímabili náði það 5,0. Utan-
þingsviðsMpti námu tæpum þremur
milljónum og endaði gengið þar í
4,52.
■ Ein stsrstu/28-29
Samstarf/18
Grjótskriða lokaði vegi í Vatnsdal í gær.
Morgunblaðið/Þorvaldur Böðvarsson
Grjótskriða féll á veg
Töluvert stór grjótskriða féil yfir
Vatnsdalsveg í fyrrinótt. Að sögn
Þorvalds Böðvarssonar hjá Vega-
gerðinni á Hvammstanga hefur
ekki fallið skriða þarna í ein
fimmtíu ár og sagði hann skrið-
una nokkuð stóra. Skriðan lokaði
veginum á milli bæjanna Hjalla-
lands og Hvamms í Vatnsdal, en
Vegagerðin náði að opna veginn
fyrir umferð rétt eftir klukkan
eitt í gær.
Morgunblaðið/Hafdís
Veðrið hefur leikið við
Austfirðinga undanfarið.
Atlavík
eins og fjöl-
býlishús í
Breiðholti
HITABYLGJAN sem gengið
hefur yfir Austurland síðustu
daga hefúr laðað til sín ferðafólk
víða að af landinu. Öll tjaldstæði
voru fúll á Egilsstöðum í gær og
„menn lágu þar afvelta í hita-
sjokM“, að sögn Kristleifs Andr-
éssonar, lögreglumanns þai- í
bæ. „Ferðamennska Islendinga
er orðin þannig, að menn keyra
þangað sem veðrið er gott; það
er bara svo einfalt. Það voru um
500 manns í Atlavík í fyrrinótt
og tjaldstæðin á Egilsstöðum
voru alveg sneisafull. Ég veit
ekM nákvæmlega hver fjöldinn
var, en margir urðu frá að
hverfa vegna plássleysis. Það
eina óvænta sem gerðist var að
gasljós sprakk inni í fellihýsi, en
engin meiðsl urðu á fólM, sem
betur fer. En fellihýsið er senni-
lega ónýtt.“
Svipað ástand vai- á Seyðis-
firði, að sögn Einars Braga
Bragasonar, lögreglumanns
þar. „Hér er búið að vera gífur-
lega miMð af ferðafólM síðustu
daga, og tjaldsvæði vel full hér.
Og mér skilst að þetta sé eins
um alla Austfirði. Það kom t.d.
fólk hingað í gær, sem flúði úr
Atlavík; það sagði að hún væri
eins og fjölbýlishús í Breiðholti."
Mikil eftirspurn eftir deCODE á fyrsta viðskiptadegi á Nasdaq
Bréfín hækkuðu um
40% frá útboðsgengi
VIÐSKIPTI hófust með hlutabréf í
deCODE genetics Inc. á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðnum á Wall
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Street í Bandaríkjunum í gær. Út-
boðsgengi fyrir skráningu var 18
dalir á bréf og var margföld eftir-
spurn eftir þeim 8 milljónum bréfa
sem í upphafi átti að bjóða og var
útboðið stækkað í 9,6 milljónir
bréfa. Sé miðað við þann fjölda af
bréfum þá koma tæpir 13 milljarð-
ar króna í hlut deCODE við útboðið
en kostnaður vegna útboðsins nem-
ur 7% af útboðsgenginu. Heimild er
fyrir aukningu til viðbótar á bilinu
ein til tvær milljónir bréfa. Verði
þau bréf boðin út þá koma rúmlega
14 milljarðar króna í hlut deCODE.
Viðskipti á Nasdaq hófust á
genginu 29,5 og fóru þau hæst í
31,5 og lægst í 24,75. Lokagengi var
25,4375 og er það rúmlega 40%
hækkun frá útboðsgengi. Alls voru
viðskipti með 13.374.400 bréf í
deCODE á Nasdaq í gær. Fjöldi
hlutabréfa í félaginu er eftir útboð
rúmlega 40 milljónir og miðað við
lokaverð í gær er markaðsvirðið
tæpir 90 milljarðar íslenskra króna.
Verslað með fleiri bréf
en í útboðinu voru
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningar og útgáfu hjá
FBA, sagðist telja að athyglisverð-
ast við fyrsta viðskiptadag
deCODE sé hversu mikil velta hafi
verið með bréfin, en á markaðnum í
gær hafi verið verslað með fleiri
bréf en í útboðinu voru, sem þýði að
hvert bréf hafi að meðaltali skipt
oftar en einu sinni um hendur.
Þetta ásamt verðþróuninni sýnir að
hans áliti að mikil eftirspurn hafi
verið eftir bréfunum. Almar sagði
að ómögulegt væri að spá fyrir um
framhaldið, en fróðlegt yrði að sjá
hvernig Easdaq-markaðurinn í
Evrópu tæki við bréfunum sem þar
verða boðin til sölu í dag.
Þau bréf sem viðskipti verða með
þar eru sömu bréf og verslað er
með á Nasdaq í Bandaríkjunum,
þ.e.a.s. þau bréf sem voru í hluta-
fjárútboðinu nú. Þau bréf sem seld
hafa verið hér á landi má hins vegar
ekki eiga viðskipti með fyrr en eftir
allt að sex mánuði.
Bragi Smith hjá Búnaðarbankan-
um verðbréfum sagði að hækkunin
á deCODE-bréfunum í gær hafi
verið heldur minni en hann hafði
búist við, en hins vegar telji hann
þetta mjög gott og í raun jákvætt,
að bréfin skyldu ekki fara hærra.
Það hafi stundum gerst að gengi
bréfa hafi skotist hátt upp í byrjun
en svo fallið mikið á ný, og það sé
óheppileg þróun.