Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjárskuldbindingar heimila tengdar vísitölu neysluverðs samkvæmt lögum Ekki hægt að sleppa tóbaki úr neysluvísitölu TÓBAK er notað í vísitöluútreikn- ingum í öllum Evrópulöndum og samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Islands er ekki hægt að sleppa vörum úr útreikningi á vísi- tölu neysluverðs eftir því hvort var- an teljist holl eða æskileg neyslu- vara, það sé neyslumynstur þjóðarinnar sem ráði því hvaða vör- ur eru notaðar í vísitöluútreikn- inga. Hins vegar er ekkert sem segir að nota þurfi vísitölu neysluverðs til verðtryggingar á fjárskuldbind- ingum, þvi það er pólitísk ákvörðun hverju sinni hvemig því er háttað. Guðrún R. Jónsdóttir hjá vísi- töludeild Hagstofu íslands segir að krafan um að tóbak sé tekið út úr vísitölunni hafi oft komið á borð Hagstofunnar, eftir að tillaga frá heilbrigðisráðuneytinu um að hækka verulega tóbaksverð hafi borist fjármálaráðuneytinu. Sú til- laga hefur síðan verið send Hag- stofunni til álitsgerðar, þar sem svarið er ætíð það sama, að ekki komi til greina að sleppa neyslu- vöru út úr útreikningum á vísitölu neysluverðs. Vændi og dóp í hollenskum vísitöluútreikningum „Ef neysluverðsvísitalan á að vera trúverðug til þess að mæla breytingar á neysluvörum heimil- anna í landinu, þá getum við ekkert farið að meta hvað sé góð og slæm neysla og taka burt það sem er tal- in slæm neysla. Við gerum neyslu- könnun og þar kemur fram öll neysla heimilanna í landinu og það fer inn í vísitölugrunninn, hvort sem neyslan er æskileg eða ekki, þörf eða óþörf.“ Vægi tóbaks í vísitölunni í mars 2000 var 1,7% í vísitölu neyslu- verðs, sem þýðir að 1,7% af neyslu heimilanna í landinu fer í tóbak. Til samanburðar hefur áfengi 1,6% vægi og mjólk, ostar og egg 3,2% vægi. I mars 1995 vó tóbak 1,5% í vísitölu neysluverðs, þannig að hlutfallið hefur aukist á síðustu fimm árum, á meðan kannanir tób- aksvarnarnefndar benda til þess að reykingamönnum hafi fækkað ár- lega síðustu árin. Má verðtryggja með hverju sem er Að sögn Guðrúnar er ekkert sem segir að það verði að verðtryggja eftir heildarvísitölu, það megi verð- tryggja með hverju sem er og það séu einfaldlega lög sem kveði á um það með hverju fjárskuldbindingar skuli verðtryggðar. „Það er póli- tísk ákvörðun og árið 1995 var tek- in ákvörðun um að vísitala neyslu- verðs væri notuð á fjárskuld- bindingar og það er bundið í lög.“ Til þess að koma í veg fyrir að tóbakshækkanir hafi áhrif á skuld- ir heimilanna verða menn að líta til slíkrar lagasetningar, en ekki út- reiknings á vísitölu neysluverðs, að sögn Guðrúnar. „Því það mun aldrei koma til greina hjá okkur. Ekki ef við eig- um að reikna vísitölu neysluverðs og ætlum að gera sem besta mæl- ingu á neysluverðlaginu, þá kæmi aldrei til greina hjá okkur að fara að taka út einhverjar vörur.“ Guðrún bendir á að í Hollandi sé td. bæði vændi og dóp tekið inn í útreikninga á vísitölu neysluverðs. Ný líkamsræktar- stöð í Austurstræti TIL stendur að opnuð verði World Class líkamsræktarstöð á tveimur efstu hæðunum við Aust- urstræti 17. Að sögn Bjöms Leifs- sonar, eiganda World Class, er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist 1. september og stöðin taki til starfa um mánaðamótin sept- ember-október. Húsnæðið er 560 fermetrar. Á efri hæðinni verður tækjasalur en á hinni neðri verður afgreiðsla, lít- il kaffistofa, tveir ljósabekkir, snyrtistofa með tveimur snyrti- herbergjum, búningsherbergi með um 100 skápum og gufuböð. Bjöm segir stöðina fyrst og fremst til að þjóna þeim sem starfa á miðbæjarsvæðinu sem og íbúum þess. Opnunartíminn verð- ur frá sex á morgnana til klukkan átta á kvöldin. Takmarkaður fjöldi mun geta keypt kort í nýju líkamsræktar- stöðina. Reiknað er með að 500 manns geti átt þar kort í senn. Þeir sem eignast kort í nýju stöð- ina munu einnig geta sótt líka- msræktarstöð World Class við Fellsmúla. á fimmtudögum t.i 21:00 U P P l Ý S I H 8 8 5 i M I 5 8 ii 7 7 8 8 SKRIMNIfiMÍM) fiBB 3 ? B 0 I veitingaskálanum eru ýmsar veitingar í boði. Þriðju burstinni var bætt við skálann nú í sumar. Dýrin í Slakka bjóða fólk velkomið EFLAUST halda margir að hús- dýragarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík sé eini dýragarðurinn á landinu en svo er ekki. I Laugarási Biskupstungum hefur verið starf- ræktur dýragarður um sex ára skeið, Dýragarðurinn í Slakka, þar sem er að finna 14 dýrategundir. Hjdnin Björg Ólafsddttir og Helgi Sveinbjörnsson settu dýragarðinn á fdt og starfrækja hann samhliða rekstri garðyrkjustöðvar. Garður- inn er lítill en fallegur og dýrin eru afar spök; gestir fá að snerta dýrin og halda á þeim ef til vill, sem vekur mikla lukku hjá yngstu kynsldðinni. Jarðskjálftar settu strik í reikning'inn Það er ekki nema um stundar- akstur til Laugaráss eða hér um bil 100 kíldmetrar og segir Helgi að talsvert hafi verið um það að fyrir- tæki fari í fjölskylduferðir í garð- inn. í fyrra sdttu 17-18 þúsund manns Slakka heim og vonast Helgi vitanlega eftir enn auknum straumi gesta. Suðurlandsskjálffarnir í vor settu þd dvænt strik í reikninginn því aðsdkn datt niður í tvær vikur að sögn Helga. Var ætlunin upp- hafiega að Ioka garðinum 1. sept- ember en nú hyggjast Björg og Helgi reyna að hafa opið fram yfir fyrstu helgi í september ef veður verður viðunandi. Dýragarðurðinn í Slakka er opinn alla daga frá 10-18. ....... - ■ Séð yfir dýragarðinn í Slakka. Ekki væsir um fiðurfénaðinn frekar en aðrar skepnur eins og sjá má fremst á myndinni. Folaldið Gæfa lætur sér athygli barnanna vel líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.