Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG LISTIR Tveir veitingastaðir og eitt kaffíhús í Ölfushreppi Heimur ævintýra Við rætur Ingólfsfjalls leynast tveir veitinga- staðir og eitt kaffíhús sem vert er að skoða. Hrönn Indriðadóttir heimsótti ævintýraheim þar sem nútíð og fortíð mætast. MITT á milli Hveragerðis og Sel- foss, við rætur Ingólfsfjalls, má finna tvo veitingastaði og eitt kaffi- hús sem eru í eigu hjónanna Bjöms Kristjánssonar og Svövu Gunnars- dóttur en þau hættu búskap á sín- um tíma og ákváðu þess í stað að fara út í veitingarekstur. Kaffihús þeirra hjóna var opnað í sumar og geta þau nú tekið á móti allt að 400 manns. „Eg byggði húsnæðið sem veit- ingahúsið Básinn er í ásamt föður mínum en upphaflega átti það að verða hlaða og fjós,“ segir Björn. „Kýr hafa aldrei komið þangað inn en ég var með kindur þar um hríð. Eftir að ég hætti að hugsa um bú- skap var ég vörubílstjóri um tíma og nýtti þá húsnæðið sem geymslu og bílskúr en það var síðan fyrir 15 árum að við hjónin ákváðum að gera það upp og opna veitingahús." Básinn rúmar allt að 200 manns og eru salirnir tveir, fjósið og hlað- an, ásamt koníaksstofu á efri hæð. „Við tökum á móti stórum sem smá- um hópum og hægt er að loka salina af ef þess er óskað. Við erum með fjölbreyttan matseðil og vínveiting- ar, allt eftir því sem viðskiptavin- irnir vilja en þess má geta að nauð- synlegt er að panta áður en komið er. Hér er tilvalið að halda árshátíð- ir, brúðkaup, fermingarveislur, jólahlaðborð og þorrablót.“ íslenskir nútíma landnámsmenn Pann 28. nóvember árið 1998 opnuðu Björn og Svava Ingólfs- skála en sú bygging er við hlið veit- ingahússins Básinn. „Nú rúmlega 1100 árum eftir að fyrsti landnámsmaður Islands, Ing- ólfur Arnarson, reisti skála sinn hér við rætur Ingólfsfjalls höfum við reist nýjan skála, Ingólfsskála. Við byggingu hans var reynt að fara sem mest eftir byggingastíl sem talinn er hafa einkennt víkingaskála Ingólfs en þess má geta að Erlend- ur Magnússon skar út allan viðinn.“ Þegar blaðamaður kemur inn í skálann er eins og hann fari tíu ald- ir aftur í tímann í annan heim, heim víkinga. í salnum er hægt að halda allt að 250 manna veislur í anda Ljósmynd/Ingþór Júlfusson Ingólfsskáli, Básinn og Básinn - kaffihús eru samtengd og mynda þannig eina heild. í Ingólfsskála er hægt að halda allt að 250 manna veislur í anda þeirra víkinga sem námu landið. Mynd af Ingólfi og Hallgerði er skorin út í hurð aðalinngangs. þeirra víkinga sem námu landið og greinilegt er að vandað hefur verið til allra verka. Hrafnarnir Huginn og Muninn vaka yfir gestum, mynd af Ingólfi og Hallgerði hefur verið skorin út í hurð aðalinngangsins, ljósakrónur eru úr hornum og þjón- arnir í víkingaklæðum til að skapa réttu stemmninguna. „Það sem breyst hefur hér inni frá því á vík- ingatímanum er að loginn í eldstæð- inu gengur nú fyrir rafmagni og komin eru hnífapör. Það má segja að við hjónin séum íslenskir nútíma landnámsmenn því þegar við fluttum hingað var hér ekkert nema mýri, rétt eins og þeg- ar Ingólfur var hér áður fyrr.“ Nýtt kaffilnís í sveitinni I sumar ákváðu hjónin svo að auka fjölbreytnina enn frekar og breyttu sólskálanum, sem er tengd- ur við veitingahúsið Básinn, í kaffi- hús sem fengið hefur heitið Básinn - kaffihús og tekur um 40 manns í sæti. „Kaffihúsið er opið frá klukk- an 15 og fram eftir kvöldi frá fimmtudegi til sunnudags, hingað getur fólk því komið í kyrrðina og fengið sér kaffi og kökur í fallegu umhverfi.“ Nánari upplýsingar og pantan- ir eru í síma 483-4160 og 483- 4666. Nýja grunnbókin fyrir sögu 103 í framhaldsskólum er skreytt litmynd- um og kortum á hverri blaðsiðu. Söguvefur opnaður Á Söguvef NB á Strik.is er að fínna margvíslegt ítarefni við nýjar kennslu- bækur í sögu fyrir framhaldsskóla. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði vefínn í gær að viðstöddum kennurum í sagnfræði og starfsmönnum Nýja 7 Bókafélagsins og Islandsnets. SÖGUVEFUR NB á Strik.is, sem notaður verður við sögukennslu í framhaldsskólum, var í gær opnaður formlega af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Athöfnin fór fram í bókasafni Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar fer um þessar mundir fram námskeið sögukenn- ara. Jafnframt afhenti Jakob F. Ás- geirsson útgáfustjóri Nýja bókafé- lagsins menntamálaráðherra nýjar kennslubækur í sögu-103, íslands- og mannkynssögu NB I og Smárit NB um sagnfræði. Bækumar eru unnar í samræmi við nýja aðalnám- skrá þar sem m.a. er mælst til þess að Islands- og mannkynssögu sé fléttað saman. Samvinna vefjar og bókar Þetta mun vera í fyrsta sinn sem námsefni fyrir framhaldsskólana er unnið með svo skipulegum hætti samhliða í bók og á vef. Ætlunin er að vefurinn og bækumar vinni sam- an við sögunámið og myndi eina heild í sögukennslu á framhalds- skólastigi. Nýja Bókafélagið, sem gefur út of- angreindar bækur, stendur að Sögu- vefnum í samvinnu við Islandsnet. Söguvefurinn - www.soguvefur.- strik.is - er í fyrstu einkum miðaður við sögukennslu á framhaldsskóla- stigi en verður með tímanum al- mennur upplýsingavefur um Is- lands- og mannkynssögu. Ritstjóri vefjarins er Jón Ingvar Kjaran sagn- fræðingur og mun hann sjá um að uppfæra vefinn ásamt starfsmönn- um Islandsnets. I tilefni af opnun vefjarins óskaði menntamálaráðherra aðstandendum hans og höfundum bókanna til ham- ingju. Hann sagði vefinn falla vel að markmiðum ráðuneytisins að stuðla Ein mynda Edwards Fuglo í bók Williams Heinesen Vængjað myrkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.