Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðuneytisstjdri umhverfísráðuneytisins um formlegt álit Eftirlitsstofnunar EFTA Bjartsýnn á að fallist verði á sjónarmið stjórnvalda RÁÐUNEYTISSTJÓRI umhverfisráðuneytisins, Magnús Jóhannsson, kveðst bjartsýnn á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni fallast á afstöðu ís- lenskra stjómvalda, þegar þau hafa svarað áliti því sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Magnús segist telja að útgáfa starfsleyfis fyrir stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga hafi verið í samræmi við íslensk lög og að stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga hafi verið undan- þegin mati á umhverfisáhrifum, þar sem kveðið hafi verið á um þriðja og fjórða ofn verksmiðjunn- ar strax er samningar voru gerðir um byggingu hennar á sínum tíma. Þriggja mánaða svarfrestur ESA hefur gefið íslenskum stjómvöldum þrjá mánuði til að svara og gera athugasemdir við form- legt álit það sem stofnunin sendi frá sér í lok síð- ustu viku. Þar lýsti Eftirlitsstofnunin þeirri skoð- un sinni, að íslensk stjómvöld hafi með útgáfu starfleyfis fyrir stækkun járnblendiverksmiðjunn- ar á Gmndartanga brotið gegn tilskipunum Evrópska efnahagssvæðisins um mat á umhverfis- áhrifum og bmgðist þeirri skyldu sinni að kanna hvort stækkun jámblendiverksmiðjunnar úr tveimur ofnum í þrjá væri líkleg til að hafa um- talsverð áhrif á umhverfi sitt. Magnús benti á að um formleg álit væri að ræða frá Eftirlitsstofnuninni, en ekki dóm. „Það hefur alltaf verið skilningur íslenskra stjómvalda að framkvæmdir sem heimilaðar vom verið fyrir gild- istöku EES-samningsins væm undanþegnar lög- um um mat á umhverfisáhrifum." Magnús segir að íslensk stjórnvöld muni að sjálfsögðu svara áliti Eftirlitsstofnunarinnar og koma fram með skýringar og sjónarmið sín í þess- um efnum, enda sé ljóst um hvað ágreiningurinn snúist. Fyrsta stig málsmeðferðar hjá ESA Umhverfisvemdarsamtökin Sól í Hvalfirði sendu kæra til ESA í fyrra vegna útgáfuumhverf- isráðuneytisins á starfsleyfi og sagði Ólafur M. Magnússon, sem var formaður samtakanna þegar kæran var lögð fram, að álit Eftirlitsstofnunarinn- ar væri mikil viðurkenning á baráttu samtakanna og tekið væri undir þau gmndvallarsjónarmið sem samtökin hefðu sett fram. Formleg athugasemd eða formlegt álit frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er fyrsta stig málsmeð- ferðar hjá stofnuninni, en næsta stig á eftir nefnist rökstutt álit eða niðurstaða. Jónas Fr. Jónsson, framkvæmdastjóri þeirrar deildar ESA sem fer með frjálst flæði fólks, þjónustu og fjármagns, seg- ir að þetta sé álit Eftirlitsstofnunarinnar eins og mál standi núna og íslensk stjómvöld hafi nú þrjá mánuði til að bera fram athugasemdir og skýring- ar. Meira væri ekki um málið að segja á þessu stigi. Guðjón Guðjónsson, deildarsérfræðingur í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu sagði að málið hefði ekki enn komið inn á borð iðnaðaráðherra og því hefði ekki verið tekin afstaða til þess. Magnús Jóhannesson bendir hins vegar á að ný lög um mat á umhverfisáhrifum hafi tekið gildi sl. vor og hann telji ekki að uppi sé ágreiningur um hvort þau samræmist ekki tilskipunum Evrópu- sambandsins. Magnús segir ótímabært að vera með getgátur um framhald málsins. „Ég er bjartsýnn á að skýr- ingar okkar og sjónarmið muni breyta afstöðu Eft- irlitsnefndarinnar. Gerist það hins vegar ekki verður að taka á þeim málum þegar þar að kemur.“ Minnstu munaði að flæddi yfir þjóðveginn vegna hlaupsins í Skaftá Land- skemmdir þegar orðnar töluverðar MINNSTU munaði að flæddi yfir þjóðveginn í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur í fyrrinótt vegna hlaupsins í Skaftá. Síðan hefur hlaupið rénað nokkuð og lækkaði vatnshæð á svæðinu um nokkra sentimetra á fáum klukkustundum fyrir hádegi í gær. Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, segir að þrátt fyrir vatnslækkunina sé hlaupið enn mjög mikið og landskemmdir þegar orðnar töluverðar. Hann á von á því að leir og sandur muni setja mark sitt á svæðið að hlaupinu loknu og verða til vandræða. Björgvin gagnrýnir mjög að vam- argarður í landi Holts og Skála hafi áhrif á stefnu hlaupsins og hann og nærsveitamenn þurfi að súpa seyðið afþví. „Veiðifélög í Landbroti settu þenn- an varnargarð upp sökum vatnsleys- is, en með því kalla þeir yfir okkur þessa óáran. Það er með ólíkindum að horfa upp á þessar landskemmdir, þegar haft er í huga það starf sem Landgræðslan vinnur til að reyna að græða landið," segir Björgvin. Vatn liggur yfir margra hektara Morgunblaðið/ Jónas Erlendsson Bjarni Jón Finnsson, starfsmað- ur vegagerðarinnar í Vík, mælir vatnshæðina við þjóðveginn. Mikið vatn liggur meðfram þjóð- vegi 1 í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. landsvæði á jörð Björgvins við Ytri- Dalsbæ, en Björgvin segir að komast mætti hjá geysilegum óþægindum með því að breyta farvegi Skaftár og beina henni fremur í Langasjó þar sem sé sandur fyrir og órækt og land færi fyrir vikið ekki til spillis. Slysalaus dagur 24. ág-úst Almenningur vakni til meðvitundar um sinn þátt LÖGREGLAN í Reykjavík boðar til umferðarátaks fimmtudaginn 24. ágúst. Er yfirskrift átaksins: „Slysa- laus dagur í umferðinni í höfuðborg- inni.“ Mun átakið ná til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Markmið átaksins er, að sögn Karis Steinars Valssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns, að vekja athygli ökumanna á þeirra eigin þætti í um- ferðaröryggismálum. Tímasetning átaksins er ekki til- viljun. í kjölfar tíðra alvarlegra slysa í umferðinni undanfarið þótti tilvalið að halda það nú. Karl Steinar leggur áherslu á að átakið sé ekki átak lög- reglunnar heldur almennings. Mun fyrst og fremst verða lögð áhersla á að ökumenn virði hámarkshraða og stuðli þannig að greiðari og farsælli umferð. Einnig bendir Karl Steinar á að of lítil fjarlægð á milli bfla sé stór orsakaþáttur varðandi árekstra. Lögreglan mun margfalda fjölda lögreglumanna, sem verða á vakt í umferðinni. Von lögreglunnar stend- ur þó tfl þess að almenningur muni taka virkan þátt í átakinu svo það komi til sem minnstra afskipta lög- reglunnar af ökumönnum. Brotið á náunganum Lögreglan hyggst senda bréf til stórra fyrirtækja, sem hafa stóran bflaflota á sínum snæmm, og virkja þau til samstarfs um ömggari akstur bflstjóra á þeirra vegum. Einnig stendur til að senda út tölvupóst frá öllum starfstöðvum lögi'eglunnar, þannig að hann dreifist sem víðast, til að minna á átakið og hvetja al- menning til að taka þátt í því. Eiður Eiðsson hjá forvarnadeild lögreglunnar segir það afar mikil- vægt að almenningur breyti hugsun- arhætti sínum gagnvart umferðar- lagabrotum. Það virðist vera ráðandi hugsunarháttur að umferðarlög séu haldin í heiðri einungis til að forðast afskipti lögreglunnar. Fólk geri sér ekki grein fyrir að þegar það brýtur umferðarlögin er það að brjóta á ná- unga sínum en ekki lögreglunni. Al- menningui’ þurfi því einnig að vera vakandi fyrir umferðarlagabrotum og gera athugasemdir við þau ef hægt er. Líf og heilsa okkar allra er í húfi. Fyrirhugaðar útsendingar RÚV frá Ólympíuleikunum í Sydney Sérsambönd borga ferðakostnað tveggja sérfræðinga Finnlands- forseti til Islands FORSETI Finnlands, Tarja Halon- en, er væntanleg í opinbera heim- sókn til íslands í september. Verið er að ganga frá dagskrá heimsóknar- innar um þessar mundir. Tarja Halonen er væntanleg hing- að til lands með flugvél frá Finnlandi 19. september. Stendur heimsókn hennar fram á fimmtudagseftirmið- dag 21. september. Unnið er að skipulagningu heimsóknarinnar af hálfu forsetaembætta íslands og Finnlands og er ráðgert að dagskrá- in liggi fyrir í næstu viku. FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ís- lands og Sundsamband íslands greiða sjálf ferðakostnað fyrir Þrá- inn Hafsteinsson og Guðmund Harð- arson á Ólympíuleikana í Sydney í september til þess að þeir geti lýst atburðum frá keppni í sundi og frjálsum íþróttum ásamt íþrótta- fréttamönnum ríkissjónvarpsins. Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþróttadeildar Sjónvarps, sagði að enginn ágreiningur ríkti um þetta milli íþróttadeildar Sjónvarpsins og viðkomandi sérsambanda. Jónas Eg- ilsson, formaður Frjálsíþróttasam- bandsins, og Benedikt Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefðu verið himinlifandi yfir því að geta komið sínum mönnum að til að koma fram sem sérfræðingar í útsending- um frá Ólympíuleikunum. Hann hefði ekki heyrt orð um annað en að þeir væm ánægðir með þetta fyrir- komulag. Sjónvarpið borgaði gist- ingu, uppihald og laun, en sérsam- böndin flugfarið eða hluta af flugfari. Ingólfur sagði að upphaflega hefði verið búið að gera ráð fyrir að fimm manns fæm á vegum sjónvarpsins, en fækkað hefði verið í fjóra. íþróttafréttamennimir Samúel Örn Erlingsson, Geir Magnússon og Adolf Ingi Erlingsson fara til Sydn- ey ásamt tæknimanni. Eftir hefði þá staðið hótelher- bergi, sem þegar hefði verið pantað. Nú yrði úr að Guðmundur notaði þetta hótelherbergi meðan keppni í sundi stæði yfir og viki síðan fyrir Þráni þegar keppni í frjálsum íþrótt- um hæfist. Benedikt Sigurðsson sagði að Sundsambandið hefði falið sér að safna fé til að hægt yrði að senda Guðmund. Hann sagði að Sundsam- bandið hefði í tengslum við helstu mót reynt að fá einhvern úr sínum röðum til að vera fjölmiðla- eða upp- lýsingafulltrúi og hefði Guðmundur verið fenginn til að sinna því, enda ekki um það deilt að tæpast væri að- gangur að meiri þekkingu og yfirsýn annars staðar. Hann sagði að sam- bandið hefði aflað styrkja til að Guð- mundur gæti tekið þátt í kynningu og lýsingu á vettvangi í stað þess að vera í hljóðveri á íslandi. Hann kvaðst ekki geta svarað því hver hefði átt upptökin að þessu fyi’ir- komulagi, en von stjórnar Sundsam- bandsins væri að hægt yrði að koma á föstum samstarfssamningi við RUV um tiltekna umfjöllun þannig að hægt yrði að leita stuðnings og styrktaraðila til að kosta tilteknar útsendingar. Jónas Egilsson kvaðst ekki vilja ræða þessi mál í fjölmiðlum. J: M'. Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki HEIMILISLÍNAN www.bLh rfe ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.