Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðuneytisstjdri umhverfísráðuneytisins um formlegt álit Eftirlitsstofnunar EFTA Bjartsýnn á að fallist verði á sjónarmið stjórnvalda RÁÐUNEYTISSTJÓRI umhverfisráðuneytisins, Magnús Jóhannsson, kveðst bjartsýnn á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, muni fallast á afstöðu ís- lenskra stjómvalda, þegar þau hafa svarað áliti því sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Magnús segist telja að útgáfa starfsleyfis fyrir stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga hafi verið í samræmi við íslensk lög og að stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga hafi verið undan- þegin mati á umhverfisáhrifum, þar sem kveðið hafi verið á um þriðja og fjórða ofn verksmiðjunn- ar strax er samningar voru gerðir um byggingu hennar á sínum tíma. Þriggja mánaða svarfrestur ESA hefur gefið íslenskum stjómvöldum þrjá mánuði til að svara og gera athugasemdir við form- legt álit það sem stofnunin sendi frá sér í lok síð- ustu viku. Þar lýsti Eftirlitsstofnunin þeirri skoð- un sinni, að íslensk stjómvöld hafi með útgáfu starfleyfis fyrir stækkun járnblendiverksmiðjunn- ar á Gmndartanga brotið gegn tilskipunum Evrópska efnahagssvæðisins um mat á umhverfis- áhrifum og bmgðist þeirri skyldu sinni að kanna hvort stækkun jámblendiverksmiðjunnar úr tveimur ofnum í þrjá væri líkleg til að hafa um- talsverð áhrif á umhverfi sitt. Magnús benti á að um formleg álit væri að ræða frá Eftirlitsstofnuninni, en ekki dóm. „Það hefur alltaf verið skilningur íslenskra stjómvalda að framkvæmdir sem heimilaðar vom verið fyrir gild- istöku EES-samningsins væm undanþegnar lög- um um mat á umhverfisáhrifum." Magnús segir að íslensk stjórnvöld muni að sjálfsögðu svara áliti Eftirlitsstofnunarinnar og koma fram með skýringar og sjónarmið sín í þess- um efnum, enda sé ljóst um hvað ágreiningurinn snúist. Fyrsta stig málsmeðferðar hjá ESA Umhverfisvemdarsamtökin Sól í Hvalfirði sendu kæra til ESA í fyrra vegna útgáfuumhverf- isráðuneytisins á starfsleyfi og sagði Ólafur M. Magnússon, sem var formaður samtakanna þegar kæran var lögð fram, að álit Eftirlitsstofnunarinn- ar væri mikil viðurkenning á baráttu samtakanna og tekið væri undir þau gmndvallarsjónarmið sem samtökin hefðu sett fram. Formleg athugasemd eða formlegt álit frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er fyrsta stig málsmeð- ferðar hjá stofnuninni, en næsta stig á eftir nefnist rökstutt álit eða niðurstaða. Jónas Fr. Jónsson, framkvæmdastjóri þeirrar deildar ESA sem fer með frjálst flæði fólks, þjónustu og fjármagns, seg- ir að þetta sé álit Eftirlitsstofnunarinnar eins og mál standi núna og íslensk stjómvöld hafi nú þrjá mánuði til að bera fram athugasemdir og skýring- ar. Meira væri ekki um málið að segja á þessu stigi. Guðjón Guðjónsson, deildarsérfræðingur í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu sagði að málið hefði ekki enn komið inn á borð iðnaðaráðherra og því hefði ekki verið tekin afstaða til þess. Magnús Jóhannesson bendir hins vegar á að ný lög um mat á umhverfisáhrifum hafi tekið gildi sl. vor og hann telji ekki að uppi sé ágreiningur um hvort þau samræmist ekki tilskipunum Evrópu- sambandsins. Magnús segir ótímabært að vera með getgátur um framhald málsins. „Ég er bjartsýnn á að skýr- ingar okkar og sjónarmið muni breyta afstöðu Eft- irlitsnefndarinnar. Gerist það hins vegar ekki verður að taka á þeim málum þegar þar að kemur.“ Minnstu munaði að flæddi yfir þjóðveginn vegna hlaupsins í Skaftá Land- skemmdir þegar orðnar töluverðar MINNSTU munaði að flæddi yfir þjóðveginn í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur í fyrrinótt vegna hlaupsins í Skaftá. Síðan hefur hlaupið rénað nokkuð og lækkaði vatnshæð á svæðinu um nokkra sentimetra á fáum klukkustundum fyrir hádegi í gær. Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, segir að þrátt fyrir vatnslækkunina sé hlaupið enn mjög mikið og landskemmdir þegar orðnar töluverðar. Hann á von á því að leir og sandur muni setja mark sitt á svæðið að hlaupinu loknu og verða til vandræða. Björgvin gagnrýnir mjög að vam- argarður í landi Holts og Skála hafi áhrif á stefnu hlaupsins og hann og nærsveitamenn þurfi að súpa seyðið afþví. „Veiðifélög í Landbroti settu þenn- an varnargarð upp sökum vatnsleys- is, en með því kalla þeir yfir okkur þessa óáran. Það er með ólíkindum að horfa upp á þessar landskemmdir, þegar haft er í huga það starf sem Landgræðslan vinnur til að reyna að græða landið," segir Björgvin. Vatn liggur yfir margra hektara Morgunblaðið/ Jónas Erlendsson Bjarni Jón Finnsson, starfsmað- ur vegagerðarinnar í Vík, mælir vatnshæðina við þjóðveginn. Mikið vatn liggur meðfram þjóð- vegi 1 í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. landsvæði á jörð Björgvins við Ytri- Dalsbæ, en Björgvin segir að komast mætti hjá geysilegum óþægindum með því að breyta farvegi Skaftár og beina henni fremur í Langasjó þar sem sé sandur fyrir og órækt og land færi fyrir vikið ekki til spillis. Slysalaus dagur 24. ág-úst Almenningur vakni til meðvitundar um sinn þátt LÖGREGLAN í Reykjavík boðar til umferðarátaks fimmtudaginn 24. ágúst. Er yfirskrift átaksins: „Slysa- laus dagur í umferðinni í höfuðborg- inni.“ Mun átakið ná til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Markmið átaksins er, að sögn Karis Steinars Valssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns, að vekja athygli ökumanna á þeirra eigin þætti í um- ferðaröryggismálum. Tímasetning átaksins er ekki til- viljun. í kjölfar tíðra alvarlegra slysa í umferðinni undanfarið þótti tilvalið að halda það nú. Karl Steinar leggur áherslu á að átakið sé ekki átak lög- reglunnar heldur almennings. Mun fyrst og fremst verða lögð áhersla á að ökumenn virði hámarkshraða og stuðli þannig að greiðari og farsælli umferð. Einnig bendir Karl Steinar á að of lítil fjarlægð á milli bfla sé stór orsakaþáttur varðandi árekstra. Lögreglan mun margfalda fjölda lögreglumanna, sem verða á vakt í umferðinni. Von lögreglunnar stend- ur þó tfl þess að almenningur muni taka virkan þátt í átakinu svo það komi til sem minnstra afskipta lög- reglunnar af ökumönnum. Brotið á náunganum Lögreglan hyggst senda bréf til stórra fyrirtækja, sem hafa stóran bflaflota á sínum snæmm, og virkja þau til samstarfs um ömggari akstur bflstjóra á þeirra vegum. Einnig stendur til að senda út tölvupóst frá öllum starfstöðvum lögi'eglunnar, þannig að hann dreifist sem víðast, til að minna á átakið og hvetja al- menning til að taka þátt í því. Eiður Eiðsson hjá forvarnadeild lögreglunnar segir það afar mikil- vægt að almenningur breyti hugsun- arhætti sínum gagnvart umferðar- lagabrotum. Það virðist vera ráðandi hugsunarháttur að umferðarlög séu haldin í heiðri einungis til að forðast afskipti lögreglunnar. Fólk geri sér ekki grein fyrir að þegar það brýtur umferðarlögin er það að brjóta á ná- unga sínum en ekki lögreglunni. Al- menningui’ þurfi því einnig að vera vakandi fyrir umferðarlagabrotum og gera athugasemdir við þau ef hægt er. Líf og heilsa okkar allra er í húfi. Fyrirhugaðar útsendingar RÚV frá Ólympíuleikunum í Sydney Sérsambönd borga ferðakostnað tveggja sérfræðinga Finnlands- forseti til Islands FORSETI Finnlands, Tarja Halon- en, er væntanleg í opinbera heim- sókn til íslands í september. Verið er að ganga frá dagskrá heimsóknar- innar um þessar mundir. Tarja Halonen er væntanleg hing- að til lands með flugvél frá Finnlandi 19. september. Stendur heimsókn hennar fram á fimmtudagseftirmið- dag 21. september. Unnið er að skipulagningu heimsóknarinnar af hálfu forsetaembætta íslands og Finnlands og er ráðgert að dagskrá- in liggi fyrir í næstu viku. FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ís- lands og Sundsamband íslands greiða sjálf ferðakostnað fyrir Þrá- inn Hafsteinsson og Guðmund Harð- arson á Ólympíuleikana í Sydney í september til þess að þeir geti lýst atburðum frá keppni í sundi og frjálsum íþróttum ásamt íþrótta- fréttamönnum ríkissjónvarpsins. Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþróttadeildar Sjónvarps, sagði að enginn ágreiningur ríkti um þetta milli íþróttadeildar Sjónvarpsins og viðkomandi sérsambanda. Jónas Eg- ilsson, formaður Frjálsíþróttasam- bandsins, og Benedikt Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefðu verið himinlifandi yfir því að geta komið sínum mönnum að til að koma fram sem sérfræðingar í útsending- um frá Ólympíuleikunum. Hann hefði ekki heyrt orð um annað en að þeir væm ánægðir með þetta fyrir- komulag. Sjónvarpið borgaði gist- ingu, uppihald og laun, en sérsam- böndin flugfarið eða hluta af flugfari. Ingólfur sagði að upphaflega hefði verið búið að gera ráð fyrir að fimm manns fæm á vegum sjónvarpsins, en fækkað hefði verið í fjóra. íþróttafréttamennimir Samúel Örn Erlingsson, Geir Magnússon og Adolf Ingi Erlingsson fara til Sydn- ey ásamt tæknimanni. Eftir hefði þá staðið hótelher- bergi, sem þegar hefði verið pantað. Nú yrði úr að Guðmundur notaði þetta hótelherbergi meðan keppni í sundi stæði yfir og viki síðan fyrir Þráni þegar keppni í frjálsum íþrótt- um hæfist. Benedikt Sigurðsson sagði að Sundsambandið hefði falið sér að safna fé til að hægt yrði að senda Guðmund. Hann sagði að Sundsam- bandið hefði í tengslum við helstu mót reynt að fá einhvern úr sínum röðum til að vera fjölmiðla- eða upp- lýsingafulltrúi og hefði Guðmundur verið fenginn til að sinna því, enda ekki um það deilt að tæpast væri að- gangur að meiri þekkingu og yfirsýn annars staðar. Hann sagði að sam- bandið hefði aflað styrkja til að Guð- mundur gæti tekið þátt í kynningu og lýsingu á vettvangi í stað þess að vera í hljóðveri á íslandi. Hann kvaðst ekki geta svarað því hver hefði átt upptökin að þessu fyi’ir- komulagi, en von stjórnar Sundsam- bandsins væri að hægt yrði að koma á föstum samstarfssamningi við RUV um tiltekna umfjöllun þannig að hægt yrði að leita stuðnings og styrktaraðila til að kosta tilteknar útsendingar. Jónas Egilsson kvaðst ekki vilja ræða þessi mál í fjölmiðlum. J: M'. Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki HEIMILISLÍNAN www.bLh rfe ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.