Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ
72 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
FÓLK í FRÉTTUM
' Glataðar myndir og
Islandsreisa Goethes
GULA húsið á horni Lindargötu og
Frakkarstígs hefur verið í stöðugri
notkun alveg síðan nokkrir ungir
myndlistarmenn tóku það trausta-
taki í byrjun febrúar og síðan þá
hafa tugir bæði þekktra og
uiþekktra myndlistarmanna sýnt
þar verk sín. Einnig hefur verið
boðið þar upp á óteljandi tónleika,
kvikmyndasýningar, danssýningar
og alls kyns aðrai- uppákomur.
Núna á laugardaginn kl. 20 verða
opnaðar í húsinu tvær sýningar,
önnur í samvinnu við Góða hirðinn,
nytjamarkað Sorpu og nokkur líkn-
arfélög, en hann er staðsettur í
Hátúni 12 og hin sýningin er sam-
vinnuverkefni Gula hússins og
hinnar nýju Goethe-stofnunar á ís-
landi sem þau Wolfgang Muller og
Ásta Ólafsdóttir eru í forsvari fyrir.
Glataðar myndir
„Við og starfsmenn Góða hirðis-
ins vorum að spjalla saman og þá
kom þessi hugmynd upp um að það
væri nauðsynlegt að gefa þeim
myndum sem koma frá Sorpu inn á
nytjamarkaðinn annað tækifæri.
Upp úr þessu spratt hugmyndin
um að halda sýningu á öllum mynd-
um sem til eru í búðinni,11 segir
Það er mikil fjölbreytni í myndunum sem koma frá Góða hirðinum, en
hér eru skipuleggjendur sýningarinnar með brot af þeim verkum sem
verða á sýningunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hópurinn sem stendur að sýningunni um ferðir Goethe á íslandi.
Darri Lorenzen, einn af skipuleggj-
endum Gula hússins. Á sýningunni
verða rúmlega 50 myndir sem allar
fá núna tækifæri til að verða stofu-
stáss á nýjan leik en verkin á sýn-
ingunni eru af ýmsum toga. „Þetta
eru alls kyns verk, bæði málverk,
vatnslitamyndir og eins alls konar
Átt þú lóð?
Hefurðu kannað þennan mögulelka?
Hagstœður og hraður bygglngarmátl.
Vantar þig einbýlis-, par- eða raðhús eða
glœsilegt sveitasetur með öllu?
Við hönnum húslð með þér og gefum þér fast verð
á húsið á því byggingarstigi sem þú óskar eftir.
Dœml:
200 fm einbýlishús m/bílskúr, fulibúiö að utan,
fokhelt að innan, en með einangruðum útveggjum.
Við reisum húsiö á grunni lóðareigandans.
Verð : 7.700 þús.
Bygglngaverktakar:
Dœmi:
130 fm raðhús m/bílskúr, fullbúið að utan, fokhelt
að innan, en með einangruðrum útveggjum.
Við reisum húsið á grunni og lóð verktakans.
Verð : 4.400 þús pr hús (1 af 4)
'hÖnnunhúseiningar
Dalvegi 16-b, 200 Kópavogi,
sími 564 6161
Útsölulok íFlash
Stuttir leðurlíkisjakkar
áíur 3.990 kr.
nú 2.490
Hnésíðir leðurlíkisjakkar
áður 7.990
nú 4.990
Nýjar peysur,
buxur og
flíspeysur.
Útsöluvörur
á miklum
afslætti.
Laugavegi 54 — sími 552 5201
útsaumaðar myndir. Þarna verða
líka einhverjar eftirprentanir, þess-
ar sem til voru á öllum íslenskum
heimilum," segir Ásta Þórisdóttir
verslunarstjóri Góða hirðisins.
„Markaðnum berast alls kyns ótrú-
legir hlutir og oft eru myndirnar
sem við fáum eftir alþýðulista-
menn, yfirleitt algjörlega óþekkt
fólk sem sennilega hefur aldrei
haldið sýningu. Því er kominn tími
til að taka af skarið og sýna um-
heiminum þessi verk. Innanum
gætu jafnvel verið einhver sem fólk
þekkir. Annars eru flest verkin
ómerkt þannig að maður veit aldrei
hvað leynist inni á milli - kannski
eru þarna verk eftir einhver fræg
nöfn?“ Öll efsta hæðin í Gula hús-
inu verður lögð undir myndirnar og
verða þau þar til sölu á ótrúlegu
verði og eru allir velkomnir núna á
laugardaginn en það verður opið
fram eftir á menningarnótt.
íslandsferð Goethes
í ágúst 1998, eftir að íslenska
Goethe-stofnuninni var lokað þrátt
fyrir mikil mótmæli, stofnuðu
Wolfgang Muller og Ásta Ólafs-
dóttir hina fyrstu alþjóðlegu og al-
gjörlega óháðu Goethe-stofnun í
heiminum í Nýlistasafninu í
Reykjavík. Hin nýja stofnun hefur
engan fastan samastað á Islandi en
flakkar á milli staða og mun hún fá
hluta af Gula húsinu til umráða
næstu 3 vikumar. „Þegar Wolf-
gang var staddur hér á landi í vor
barst það til tals að nýja Goethe-
stofnunin myndi vera með sýningu
hér í húsinu seinna í sumar. Fljót-
lega var ákveðið að halda bréfasýn-
ingu þar sem Þjóðverjar sem vildu
sýna á íslandi gætu sent verk til
sýningar hér í húsinu,“ segh- Mel-
korka Huldudóttir ein af þeim sem
standa að sýningunni á vegum Gula
hússins. „Wolfgang skrifaði svo
greinar í 4 þýsk blöð þar sem hann
sagði frá nýju Goethe-stofnuninni
og Gula húsinu og bauð fólki að
senda verk til sýninga í húsinu.
Sýningin heitir á þýsku „Goethes
Islandisehe Reise“ eða íslandsferð
Goethes en ekki er vitað til þess að
Goethe hafi nokkurn tímann komið
hingað til Islands. Okkur hafa bor-
ist bréf síðustu vikurnar og þetta
eru orðin í kringum 20 verk allt frá
póstkortum frá Goethe á íslandi, til
jakka Goethes frá íslandsferðinni í
bland við ljósmyndir af þýskri nátt-
úru og úr Kolaportinu hér í
Reykjavík."
„Sýningin er samvinnuverkefni
Gula hússins og hinnar nýju
Goethe-stofnunar og hefur sam-
starfíð gengið ótrúlega vel og sýnir
hversu auðvelt er að skipuleggja
fjölþjóðlegar sýningar án mikilla
fjármuna og skipulagningar,“ segir
Melkorka að lokum.
Opnanhnar eru kl. 20 á laugar-
daginn, að kvöldi menningarnætur
og verður opið fram eftir nóttu
þangað til menningin fjarar út.
Morgunblaðið/RAX
Hópurinn sem sýnir saman undir yfírskriftinni Grasrót 2000.
Hangs á Nýlistasafninu
UM SIÐUST helgi var opnuð í Ný-
listasaftiinu, Vatnsstíg 3b, sýningin
Grasrét 2000 en þar sýna 8 ungir
myndlistarmenn verk sín. Einn salur á
safhinu hefur verið helgaður sameigin-
legu verki allra sýnenda og hefur sá
staður verið kallaður Hangsið. Hann er
hugsaður sem afdrep - staður þar sem
hægt er að gera hið venjulega ekki er
gert á myndlistarsýningum, þ.e. að
slaka á og láta sér líða vel. Hangsið er
opið á opnunartúna Nýlistasafnsins
sem er þriðjudaga til sunnudaga frá
14:00-18:00 en á fimmtudögum og
laugardögum er það opið lengur eða til
23:00 og er þá boðið uppá íjölbreytta
dagskrá. f kvöld verða tónleikar þar
sem Hilmar Bjamarson eða Himmi
sæti mun leika af fíngrum fram íyrir
áhorfendur. Einnig verður boðið uppá
fleiri óvænt atriði og allir eru vel-
kommnir í safnið til 23:00 í kvöld.
Tvær opnanir í
Galleríi Hlemmi
LAUGARDAGINN19. ágúst kl: 16 00
verða opnaðar tvær sýningar í gall-
eri@hlemmur.is, Þverholti 5, önnur í
hefðbundna sýningarsalnum en hin á
vegg í skrifstofurými.
I salnum sýnir Þorbjörg Þorvalds-
dóttir en hún útskrifaðist úr Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árið 1993
og stimdaði framhaldsnám í Ecole
Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise í
Frakklandi á árunum 1993-1996. Frá
árinu 1995 hefitr hún tekið þátt í sam-
sýningum á Islandi og í Frakklandi.
Þetta er fjórða einkasýning hennar.
Á vegg í skrifstofurými sýnir Guðný
Rósa Ingimarsdóttir. Verk hennar eru
samansett af endurteknum snerting-
um. Annars vegar er snertingin sýni-
leg á myndbandi en hins vegar viðloð-
andi á tveimur teygjuverkum eftir
meðhöndlun.
Guðný Rósa útskrifaðist frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árið 1994
en stundaði síðan framhaldsnám í fjög-
ur ár í Belgíu. Hún er búsett og starfar
í Brussel.
Allir eru velkomnir á sýningamar
og verður opið fram eftir nóttu á menn-
ingamótt og munu eigendur taka á
móti gestum og gangandi.
Ný sýning í
gallerís Nema hvaðl
Pólskur
kvik-
mynda-
g’erðar-
maður
MICHAL Polácek mun hafa gallerí
„Nema Hvað!“ á Skólavörðustig 22c
til afnota frá og með deginum í dag
til 20. ágúst og halaa sýningu sem er
hluti af sumardagskrá gallerísins
Fiskabúrið. Michal hefur lært kvik-
myndagerð í Pólska ríkisskólanum í
Lódz sem er einn virtasti skóli sinn-
ar tegundar í Evrópu og hefur gert
nokkrar stuttmyndir. Nú vinnur
hann að heimildarmynd um samfé-
lag pólskra innflytjenda á Islandi
fyrir Ríkissjónvarpið.
Markmið Fiskabúrsins er að ná
fram gagnvirkri sýningarstarfsemi
og því er ungum listamönnum boðið
galleríið til afnota í eina viku í senn
til æfinga eða vinnslu verka sinna.
Hugmyndin er sú að í stað þess að
sýna lokaútkomu verka eins og venj-
an er í galleríum þá er tilgangurinn
að sýna vinnuna sjálfa eða sköpun-
ina. Michal mun samkvæmt leikregl-
um gallerísins vinna verk sitt á
staðnum þannig að þeir sem eiga leið
hjá geta fylgst með sköpun verksins.
Afrakstur vinnuferilsins verður
sýndur í galleríinu á Menningarnótt
næstkomandi laugardag með til-
heyrandi gleði og uppákomu tengdri
sýningunni.
Tvær sýningar hefjast í Gula húsinu á Menningarnótt