Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Raforka úr efnarafölum Ein eining efnarafals EFNARAFALL Róteindaskiptahimna (PEM) á milli skautanna Flæðisplata Skaut Flæðisplata Vatns- gufa út Loft inn I 6 ! i ; i JLm í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn fostudag var grein um smárafala, sem eru nýjung á raforkumarkaðn- um. Það var nefnt að hvað mestar tækniframfarir hafi átt sér stað á sviði efnarafala. Leiðandi tegund efnarafala í dag er svonefndur PEM- rafall, sem nýtir vetni sem eldsneyti. PEM-efnarafallinn er í grundvall- aratriðum samsettur úr tveimur skautum, forskauti og bakskauti. Önnur hlið skautanna er klædd þunnu platínum-lagi, sem virkar sem hvati til að brjóta vetnið niður í frjálsar róteindir og rafeindir. Á milli skautanna er rafvaki eða himna, sem kallast Proton Exchange Membrane (PEM) eða róteindaskipta-himna, þar eð róteindir vetnisins fara í gegnum hana frá forskautinu yfir í bakskautið. Utan á hvoru skauti fyr- ir sig er síðan flæðisplata, sem vetni og lofti er veitt um. Efnaferlinu, sem á sér stað, (sjá mynd) má í einfóldu máli lýsa þann- ig, að vetni er veitt að forskauti raf- alsins um rásir í flæðisplötu. Þar veldur platínumhvatinn því, að vetn- ið leysist upp í ftjálsar rafeindir og róteindir. Hinum megin við róteinda- skipta-himnuna streymir loft að bak- skautinu um rásir í flæðisplötu og súrefni í loftinu dregur til sín vetnis- róteindimar í gegnum himnuna. Rafeindimar mynda hins vegar raf- straum með því að þeim er stýrt í ut- análiggjandi rafrás og tengjast þær síðan róteindunum og súrefninu við bakskautið svo úr verður vatnsgufa, sem er eina úrgangsefni þessarar tegundar orkuframleiðslu. Hver einstök eining efnarafalsins framleiðir 0,6 volt af rafmagni. Ein- ingunum er síðan raðað saman í stafla og fer fjöldi eininganna eftir því hversu mikla orku á að framleiða. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þakið á fjárhúsinu málað AÐ MÖRGU þarf að hugaþegar i landsmenn í sveit og bæ. A bænui - veðurblíðan leikur við t og öæ. A bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi voru feðgarnir Eiríkur Kristófers- son og Kristinn Eiríksson uppteknir á dögunum við að mála þakið á fjárhúsinu fagurblátt, til sóma fyrir kind- umar sem teknar verða á hús eftir göngur í haust. URKLÆÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu 'r™X?97?* áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðningin er létt og sterk, sem fegrar, uer og einangrar Á verði við allra hæfi itar á nýtt og eldra hús Varist eftirlýkingar Leitið tilboða! ■■ ■I steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Simi 567 2777 — Fax 567 2718 Ráðhús Ölfuss, Þorlákshöfn ELGO MÚRKLÆÐIMIIMGIIU hefur verið undir eftirlíti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem IMORDEST IMT Build GG, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐIMINGIIM var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB Okukennsla og aukin réttindi Enginn einn þáttur er lausnarorðið Guðbrandur Bogason MIKIL umræða hef- ur verið að undan- fömu um umferð- armál og slys þeim tengd, ekki síst á vegum úti. I því sambandi hefur verið rætt um ökukennslu og öryggi farþega í stórum biíreiðum. Guðbrandur Bogason er formaður ökukennarafé- lags Islands. „Við skulum byrja á að ræða um kennslu til al- mennra réttinda. Hvað þá grein ökukennslu snertir þá tóku gildi veralegar breytingar í febrúar sl. í þá vem að gefin var út ný námskrá til almennra öku- réttinda. Helstu breytingar era þær að greina betur að námsþættina og vægi þeirra. Meginmarkmið námsins er að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og fæmi sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og íramsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins, í sam- ræmi við íyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra íyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Þama er verið að draga fram hinn huglæga þátt miklu betur en verið hefur.“ - Ertu farínn að sjá þetta skila sérí akstrí ungs fólks sem þú kenn- ir? „Eg get ekki fullyrt það, en ég hef trú á að þessar áherslubreyt- ingar muni skila sér þegar til lengri tíma er litið.“ - Finnur þú mun á fæmi fólks eftír aldri þess þegar það hefur akstursnám'! „Munurinn er að töluverðu leyti einstaklingsbundinn en samt finn ég fýrir því að 18 ára unglingur er í fleiri tilvikum betur undir það búinn að takast á við þetta verkefni en 17 ára unglingur. Vemlegan mun finn ég svo ef ég kenni fólki sem komið er um tvítugt. Það er þá rólegra og nálgast verkefnið af rneiri ábyrgðartilfinningu.“ - Hvaða aldur telur þú réttan tii að fólk fái almenri ökuréttíndi? „Öll Evrópa, að undanskildu Bretlandi sem enn ekur á vinstri kantinum, er með 18 ára ökuleyfis- aldur.“ - Er ökukermslan með þessum nýju breytingum orðin fullnægj- andi? „Það má alltaf bæta. T.d. skortir á að hægt sé að kenna ákveðna þætti aksturstækni hér á landi, sem lúta að því að ökumaðurinn geti sýnt rétt viðbrögð á neyðar- stundu. Þetta er þegar viðnám milli hjólbarða og vegaryfirborðs brestur, hvort sem það er vegna ís- ingar, bleytuhálku eða á lausamöl. Væri slík aðstaða fyrir hendi þyrfti að sjálfsögðu að setja reglur um að þetta væri skylduþáttur í öku- kennslu. Þetta er það brýnasta núna og snertir tækn- ina.“ - Hvað með nám til aukinna ökuréttinda (meirapróf)? „Árið 1993 urðu breytingar á því námi. Þá var gefin út ný nám- skrá og náminu skipt upp í greinar. Síðan þá er tekið sérstaklega leigubflapróf, vömbflapróf, hóp- bifreiðapróf og árið 1997 komu sér- stakar reglur um eftirvagna, svo- kallaða „treilera" sem eiga í raun við alla vagna sem dregnir em af öðm ökutæki." ► Guðbrandur Bogason fæddist í Reykjavík 6. júní 1943. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Iðn- skólanum í Reylgavík 1963 og ökukennaraprófi 1969. Hann starfaði um árabil sem slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður og tók nám sem því fylgdi. Jafnhliða sinnti hann ökukennarastarfi um langt skeið, en hann hefur verið ökukennari frá 1970 og er nú formaður Okukennarafélags ís- lands. Hann er kvæntur Svandísi Valsdóttur verslunarmanni og eiga þau þijá syni. - Er öryggis nægilega vel gætt í meðferð þessara stærrí ökutækja ogkennslu á þau? „Því miður hafa undanfarið orðið óeðlilega mörg slys og óhöpp þar sem stór ökutæki eiga hlut að máli. Stjómendur þeirra eru í flestum tflvikum með aukin ökuréttindi og allnokkra akstursreynslu. Það er því áhyggjuefni að svona skuli hafa farið. Það kallar á umhugsun um að hvað stómm hluta orsakavaldurinn er nám, þekking og fæmi öku- mannsins eða aðrir hlutir.“ -Er athugað hvað mikilli reynslu þeir búa yfír sem aka t.d. hópbifreiðum á erfíðum leiðuml „Eg veit það ekki, en hver vinnu- veitandi þarf að ganga úr skugga um fæmi sinna starfsmanna. Menn geta haft réttindi til hópbifreiða- aksturs sem þeir hafa ekki notað og vilja svo löngu seinna fara að nýta í starfi. Þá er það hlutverk út- gerðaraðila bílsins að ganga úr skugga um að maðurinn sé fær tii þess starfs sem hann er ráðinn til.“ - Flugmenn ganga undir reglu- legar læknisskoðanir og færrúsat- huganir, er eitthvað slíkt íyrir hendi fyrir ökumenn hópbifreiða t.d.? „Eg veit ekki til að það sé með skipulögðum hætti gerð athugun á heilsu þessara manna eða gerðar til þeirra símenntunarkröfur. Má í því sambandi horfa til aðila sem em að annast farþegaflutninga svo sem með flugvélum og skipum. Ef við tölum um þetta almennt þá er kjami málsins kannski viðhorfið til ökutælg- anna og ökumannanna. Era gerðar nægilegar kröfur um heildarskoð- un þessa, ekki bara í menntun heldur ástandi almennt og eftirliti? Verst er að ýmissa orsaka vegna skortir menn stundum dómgreind og fæmi vegna t.d. sjúkdóma og lyfjaneyslu fyrir utan ölvun. Enginn einn þáttur er þó lausnarorð, það þarf að skoða alla þætti málsins." Stundum skortir menn dómgreind vegna sjúk- dóma og lyfja- neyslu fyrir utan ölvun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.