Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ Töðugjöld í Rangárþingi Þriggja daga hátíðahöld UM NÆSTU helgi verður árleg Töðugjaldahátíð haldin á Hellu og víðar um Rangárþing, en Töðugjöld er sjálfseignarfélag sem stofnað var fyrir sex árum í tengslum við átaks- verkefni í atvinnumálum í vestur- hluta Rangárvallasýslu. Tilgangur félagsins er að kynna sýsluna, þjón- ustu og framleiðslu og standa fyrir fjölskylduhátíð á veglegan hátt fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn að áliðnu sumri í heyskaparlok, eins og nafnið ber með sér. Töðugjöldin, sem alltaf eru haldin tveim vikum eftir verslunarmannahelgi, eru nú þegar orðinn vinsæll árviss vettvangur brottfluttra Rangæinga, sem heim- sækja gömlu sveitina sína og eiga ánægjulega endurfundi við ættingja, vini og aðra heimamenn. Fjölbreytt atriði verða í boði á föstudag, laugardag og sunnudag á Gaddstaðaflötum við Hellu, m.a. markaðstorg, íljótareið, fjöltefli, kraftakeppni sem Magnús Ver og Guðmundur Orri sjá um, hestaleiga, bíla- og búvélasýningar, útsýnisflug með þyrlu, fallhlífastökk, gæðinga- sýning og fjölmörg önnur atriði. A föstudagskvöld leika hljómsveith-nar Buttercup og Zurg fyrir dansi í tjaldi en hljómsveit Rúnars Júlíussonar og Zurg á laugardagskvöldið, auk þess sem trúbadorinn Ómar Diðriksson ætlar að skapa kráarstemmningu í húsi á svæðinu. Fyrr um kvöldið verður grillveisla og kvöldvaka með Erni Árnasyni, Gunnari á Hlíðar- enda, Bjarna Hauki Hellisbúa, rang- æskum söngvurum og Arna John- sen, sem mun stýra brekkusöng við varðeld og flugeldasýningu. A sunnudag heldur hátíðin áfram með fjölbreyttum atriðum s.s. sýningu á torfærubílum, veltibílnum, júdósýn- ingu og dansleik með persónum úr Latabæ auk þess sem markaðstorgið og aðrar sýningar verða opnar. Messað í helli í tengslum við Töðugjöldin verða margvíslegir viðburðir víða um sýsl- una. Má nefna allsérstaka messu kl. 11 á laugardagsmorgun, í stærsta manngerða helli á landinu, á Hellum í Landsveit. Þar munu prestar pró- fastsdæmisins messa en biskup Is- lands, hr. Karl Sigurbjörnsson, predikar. Stutt frá hátíðasvæðinu, á Gaddstöðum, verður hrundið af stað verkefni Skógræktai’félags Islands í tilefni 70 ára afmælis félagsins, s.k. aldamótaskógum, en áætlað er að gróðursetja 130 þúsund trjáplöntur um helgina og eru áhugasamir hvatt- ir til að mæta á staðinn og leggja sitt af mörkum. Ein planta á hvern íbúa í TILEFNI 70 ára afmælis Skóg- ræktarfélags Islands hefur verið ákveðið að efna til landsverkefnisins Aldamótaskógar helgina 19. og 20. ágúst. Verkefnið felur í sér að gróður- settar verða 281.000 plöntur eða sem nemur einni plöntu á hvern íbúa landsins. Verkefninu er skipt eftir landshlutum og munu skógræktar- félögin á Suðurlandi gróðursetja í landi Gaddstaða við Hellu á Rangár- völlum. „Skógræktarfélag Reykjavíkur hvetur af því tilefni félagsmenn sína og íbúa Reykjavíkur til að taka þátt í þessu verkefni og fjölmenna á stað- inn. Boðið verður upp á rútuferðir klukkan 8 frá Umferðarmiðstöðinni báða dagana. Gróðursetning mun hefjast laugardaginn 19. ágúst kl 10. Boðið verður upp á veitingar á staðn- um. Tökum þátt í gjöfulu verkefni og leggjum með því grunn að nýjum skógum íslands næsta árþúsundið," segir í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Islands. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 67 FRETTIR Fj ölsky ldudagur iðnaðarmanna ARBÆJARSAFN heldur hátíðleg- an fjölskyldudag iðnaðarmanna laugardaginn 19. ágúst í samvinnu við Trésmiðafélag Reykjavíkur, Bíl- iðnafélagið/Félag blikksmiða, Félag garðyi'kjumanna, Félag hársnyrti- sveina og Málarafélag Reykjavíkur. Fjölbreytt dagskrá verður frá klukkan 13-17. Meðal annars verður sérstök barnadagskrá við Kornhús- ið, farið verður í leiki, gullastokkur- inn kynntur, teymt verður undir börnum og kassabílarallí hefst kl. 13. Einnig verður sýnt steinhögg og út- skurður og fornbílar verða á safn- svæðinu. Tvær nýjar sýningar í safninu tengjast sérstaklega iðnaðarmönn- um en ofangreind félög settu upp þær sýningar í samvinnu við safnið. Litla bílaverkstæðið sýnir hvernig bifreiðaverkstæði leit út á árunum 1920-1930. Byggingarsýning í Kjöt- húsi gefur mynd af því hvernig starf byggingariðnaðarmanna hefur þróast gegnum tíðina. Á báðum sýn- ingunum verða fagmenn sem spjalla við gesti og veita upplýsingar um þróun iðngreinanna og störf iðnaðar- manna fyrrum. Klukkan 14 verða tónleikar í hús- inu Lækjargötu 4. Að þessu sinni er það Guitar Islancio sem leikur fyrir gesti. Á sunnudag, 20. ágúst, verður gi’asadagur. Ymsir aðilai- nýta ís- lensku jurtirnar í dag og byggja þá gjarnan á fornri hefð. A sunnudag- inn verður hægt að fræðast um nota- gildi íslenskra jurta og aðilar sem vinna vönir úr íslenskum jurtum verða á safninu til að kynna afurðir Málþing um Björk MÁLÞING um Björk Guðmunsdótt- ur tónlistarmann verður haldið í Reykholti, Borgarfjarðarsveit laug- ardaginn 19. ágúst kl. 13-17 í hátíð- arsalnum Reykholti. Þórunn Gests- dóttir sveitarstjóri setur þingið en umræðustjóri málþingsins er Sjón. „Gestur Guðmundsson félags- fræðingur flytur erindið: Staða Bjai-kar á vettvangi íslenskrar menningar, Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur: Myndanir og myndbreytingar - ímyndir og sjálfs- myndir í myndböndum Bjarkar, Morten Michelsen lector í tónlistar- fræðum við Kaupmannahafnarhá- skóla: „The Voice in the Musical Space: Sound Production, Gewe Confusions and Vocal Identity in some Björk Songs“ og Andrea Jóns- dóttir dagskrárgerðarmaður verður með vangaveltur um texta Bjarkar undir heitinu: Aukaatriði er ekkert aukaatriði,“ segir í fréttatilkynn- ingu. sínar; te, smyrsl, sápur og seyði. Ást- hildur Einarsdóttir, grasalæknir og fegrunarsérfræðingur mun spjalla um lækningarmátt íslenskra jurta kl. 14.1 gamla Árbænum verður soð- in fjallagrasamjólk og Guðrún Jóns- dóttir sýnir okkur handtökin við jur- talitun. Snæbjörg Ólafsdóttir saumar roðskó og Ágústa Eiríks- dóttir prjónar úr ull. I húsinu Líkn er til sölu íslenskt listhandverk og í Dillonshúsi er boðið upp á veitingar. Teymt verður undh- börnum við Ár- bæ klukkan 15 og mjaltir verða um kl. 17. ♦ ♦ ♦ Lokaball í Reykjadal í REYKJADAL er rekið sumardval- arheimili fyi-ir börn og ungmenni á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Reykjadalur hefur verið rekinn sem sumardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni frá árinu 1963. Á hverju ári er haldið lokaball fyiir alla dvalargesti sumarsins og gesti þeirra. Að þessu sinni verður loka- ballið haldið laugardaginn 19. ágúst frákl. 15-17. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg, meðal annars syngur kórinn Blikandi stjörnur nokkur lög, Halaleikhópurinn skemmtir, nokkr- ar persónur úr Ávaxtakörfunni líta inn og hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi. Allir velunnarar Reykja- dals era hjartanlega velkomnir. MATHYS Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLC0AT ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Ný sending af haustvörum Buxur Peysur Peysusett Dragtir Gardeur-buxur lást i 3 skálmalengdum Oéutrnj tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sfmi 561 1680 Opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14. § s Q DEVELOP 10 NAGLAVÖRUR KYNNING í Lyfju Lágmúla í dag NÝTT Á MARKAÐINUM naglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ • Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. • Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 er einnig fáanlegt í verslunum Lyfju í Hafnarfirði, Kópavogi og Grindavík. Q Q s£b LYFJA Íslensk\ítalska D % 5 D § 5 o I 5 -o 5 D S § Develop 10 DEVELOPlO DEVELOPlO o UTSALA Húsgögn allt að 40% afsláttur Vegg- og loftljós allt að 15% afsláttur ligne roeet Mörkinni 3. Sími 588 0640. Opið daglega frá kl. 12-18. Cassina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.