Morgunblaðið - 17.08.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
Töðugjöld
í Rangárþingi
Þriggja daga
hátíðahöld
UM NÆSTU helgi verður árleg
Töðugjaldahátíð haldin á Hellu og
víðar um Rangárþing, en Töðugjöld
er sjálfseignarfélag sem stofnað var
fyrir sex árum í tengslum við átaks-
verkefni í atvinnumálum í vestur-
hluta Rangárvallasýslu. Tilgangur
félagsins er að kynna sýsluna, þjón-
ustu og framleiðslu og standa fyrir
fjölskylduhátíð á veglegan hátt fyrir
ferðamenn jafnt sem heimamenn að
áliðnu sumri í heyskaparlok, eins og
nafnið ber með sér. Töðugjöldin, sem
alltaf eru haldin tveim vikum eftir
verslunarmannahelgi, eru nú þegar
orðinn vinsæll árviss vettvangur
brottfluttra Rangæinga, sem heim-
sækja gömlu sveitina sína og eiga
ánægjulega endurfundi við ættingja,
vini og aðra heimamenn.
Fjölbreytt atriði verða í boði á
föstudag, laugardag og sunnudag á
Gaddstaðaflötum við Hellu, m.a.
markaðstorg, íljótareið, fjöltefli,
kraftakeppni sem Magnús Ver og
Guðmundur Orri sjá um, hestaleiga,
bíla- og búvélasýningar, útsýnisflug
með þyrlu, fallhlífastökk, gæðinga-
sýning og fjölmörg önnur atriði. A
föstudagskvöld leika hljómsveith-nar
Buttercup og Zurg fyrir dansi í tjaldi
en hljómsveit Rúnars Júlíussonar og
Zurg á laugardagskvöldið, auk þess
sem trúbadorinn Ómar Diðriksson
ætlar að skapa kráarstemmningu í
húsi á svæðinu. Fyrr um kvöldið
verður grillveisla og kvöldvaka með
Erni Árnasyni, Gunnari á Hlíðar-
enda, Bjarna Hauki Hellisbúa, rang-
æskum söngvurum og Arna John-
sen, sem mun stýra brekkusöng við
varðeld og flugeldasýningu. A
sunnudag heldur hátíðin áfram með
fjölbreyttum atriðum s.s. sýningu á
torfærubílum, veltibílnum, júdósýn-
ingu og dansleik með persónum úr
Latabæ auk þess sem markaðstorgið
og aðrar sýningar verða opnar.
Messað í helli
í tengslum við Töðugjöldin verða
margvíslegir viðburðir víða um sýsl-
una. Má nefna allsérstaka messu kl.
11 á laugardagsmorgun, í stærsta
manngerða helli á landinu, á Hellum
í Landsveit. Þar munu prestar pró-
fastsdæmisins messa en biskup Is-
lands, hr. Karl Sigurbjörnsson,
predikar. Stutt frá hátíðasvæðinu, á
Gaddstöðum, verður hrundið af stað
verkefni Skógræktai’félags Islands í
tilefni 70 ára afmælis félagsins, s.k.
aldamótaskógum, en áætlað er að
gróðursetja 130 þúsund trjáplöntur
um helgina og eru áhugasamir hvatt-
ir til að mæta á staðinn og leggja sitt
af mörkum.
Ein planta á
hvern íbúa
í TILEFNI 70 ára afmælis Skóg-
ræktarfélags Islands hefur verið
ákveðið að efna til landsverkefnisins
Aldamótaskógar helgina 19. og 20.
ágúst.
Verkefnið felur í sér að gróður-
settar verða 281.000 plöntur eða sem
nemur einni plöntu á hvern íbúa
landsins. Verkefninu er skipt eftir
landshlutum og munu skógræktar-
félögin á Suðurlandi gróðursetja í
landi Gaddstaða við Hellu á Rangár-
völlum.
„Skógræktarfélag Reykjavíkur
hvetur af því tilefni félagsmenn sína
og íbúa Reykjavíkur til að taka þátt í
þessu verkefni og fjölmenna á stað-
inn. Boðið verður upp á rútuferðir
klukkan 8 frá Umferðarmiðstöðinni
báða dagana. Gróðursetning mun
hefjast laugardaginn 19. ágúst kl 10.
Boðið verður upp á veitingar á staðn-
um.
Tökum þátt í gjöfulu verkefni og
leggjum með því grunn að nýjum
skógum íslands næsta árþúsundið,"
segir í fréttatilkynningu frá Skóg-
ræktarfélagi Islands.
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 67
FRETTIR
Fj ölsky ldudagur
iðnaðarmanna
ARBÆJARSAFN heldur hátíðleg-
an fjölskyldudag iðnaðarmanna
laugardaginn 19. ágúst í samvinnu
við Trésmiðafélag Reykjavíkur, Bíl-
iðnafélagið/Félag blikksmiða, Félag
garðyi'kjumanna, Félag hársnyrti-
sveina og Málarafélag Reykjavíkur.
Fjölbreytt dagskrá verður frá
klukkan 13-17. Meðal annars verður
sérstök barnadagskrá við Kornhús-
ið, farið verður í leiki, gullastokkur-
inn kynntur, teymt verður undir
börnum og kassabílarallí hefst kl. 13.
Einnig verður sýnt steinhögg og út-
skurður og fornbílar verða á safn-
svæðinu.
Tvær nýjar sýningar í safninu
tengjast sérstaklega iðnaðarmönn-
um en ofangreind félög settu upp
þær sýningar í samvinnu við safnið.
Litla bílaverkstæðið sýnir hvernig
bifreiðaverkstæði leit út á árunum
1920-1930. Byggingarsýning í Kjöt-
húsi gefur mynd af því hvernig starf
byggingariðnaðarmanna hefur
þróast gegnum tíðina. Á báðum sýn-
ingunum verða fagmenn sem spjalla
við gesti og veita upplýsingar um
þróun iðngreinanna og störf iðnaðar-
manna fyrrum.
Klukkan 14 verða tónleikar í hús-
inu Lækjargötu 4. Að þessu sinni er
það Guitar Islancio sem leikur fyrir
gesti.
Á sunnudag, 20. ágúst, verður
gi’asadagur. Ymsir aðilai- nýta ís-
lensku jurtirnar í dag og byggja þá
gjarnan á fornri hefð. A sunnudag-
inn verður hægt að fræðast um nota-
gildi íslenskra jurta og aðilar sem
vinna vönir úr íslenskum jurtum
verða á safninu til að kynna afurðir
Málþing
um Björk
MÁLÞING um Björk Guðmunsdótt-
ur tónlistarmann verður haldið í
Reykholti, Borgarfjarðarsveit laug-
ardaginn 19. ágúst kl. 13-17 í hátíð-
arsalnum Reykholti. Þórunn Gests-
dóttir sveitarstjóri setur þingið en
umræðustjóri málþingsins er Sjón.
„Gestur Guðmundsson félags-
fræðingur flytur erindið: Staða
Bjai-kar á vettvangi íslenskrar
menningar, Úlfhildur Dagsdóttir
bókmenntafræðingur: Myndanir og
myndbreytingar - ímyndir og sjálfs-
myndir í myndböndum Bjarkar,
Morten Michelsen lector í tónlistar-
fræðum við Kaupmannahafnarhá-
skóla: „The Voice in the Musical
Space: Sound Production, Gewe
Confusions and Vocal Identity in
some Björk Songs“ og Andrea Jóns-
dóttir dagskrárgerðarmaður verður
með vangaveltur um texta Bjarkar
undir heitinu: Aukaatriði er ekkert
aukaatriði,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
sínar; te, smyrsl, sápur og seyði. Ást-
hildur Einarsdóttir, grasalæknir og
fegrunarsérfræðingur mun spjalla
um lækningarmátt íslenskra jurta
kl. 14.1 gamla Árbænum verður soð-
in fjallagrasamjólk og Guðrún Jóns-
dóttir sýnir okkur handtökin við jur-
talitun. Snæbjörg Ólafsdóttir
saumar roðskó og Ágústa Eiríks-
dóttir prjónar úr ull. I húsinu Líkn
er til sölu íslenskt listhandverk og í
Dillonshúsi er boðið upp á veitingar.
Teymt verður undh- börnum við Ár-
bæ klukkan 15 og mjaltir verða um
kl. 17.
♦ ♦ ♦
Lokaball í
Reykjadal
í REYKJADAL er rekið sumardval-
arheimili fyi-ir börn og ungmenni á
vegum Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra. Reykjadalur hefur verið
rekinn sem sumardvöl fyrir fötluð
börn og ungmenni frá árinu 1963. Á
hverju ári er haldið lokaball fyiir alla
dvalargesti sumarsins og gesti
þeirra. Að þessu sinni verður loka-
ballið haldið laugardaginn 19. ágúst
frákl. 15-17.
Dagskráin verður fjölbreytt og
skemmtileg, meðal annars syngur
kórinn Blikandi stjörnur nokkur lög,
Halaleikhópurinn skemmtir, nokkr-
ar persónur úr Ávaxtakörfunni líta
inn og hljómsveitin Á móti sól leikur
fyrir dansi. Allir velunnarar Reykja-
dals era hjartanlega velkomnir.
MATHYS
Vatnsvörn
STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ
FILLC0AT
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
Ný sending
af haustvörum
Buxur
Peysur
Peysusett
Dragtir
Gardeur-buxur lást i 3 skálmalengdum
Oéutrnj
tískuverslun v/Nesveg,
Seltjarnarnesi, sfmi 561 1680
Opið daglega kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-14.
§
s
Q
DEVELOP 10
NAGLAVÖRUR
KYNNING
í Lyfju
Lágmúla
í dag
NÝTT Á MARKAÐINUM
naglaherðir án formalíns
KYNNINGARTILBOÐ
• Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í
kaupbæti.
• Handáburður fylgir naglabandanæringu.
DEVELOP 10 er einnig fáanlegt
í verslunum Lyfju í Hafnarfirði, Kópavogi
og Grindavík.
Q
Q
s£b LYFJA
Íslensk\ítalska
D
%
5
D
§
5
o
I
5
-o
5
D
S
§
Develop 10 DEVELOPlO DEVELOPlO o
UTSALA
Húsgögn allt að 40% afsláttur
Vegg- og loftljós allt að 15% afsláttur
ligne roeet
Mörkinni 3.
Sími 588 0640.
Opið daglega frá kl. 12-18.
Cassina