Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 68
á8 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnadarstarf Síðsumarkvöld í kirkjunni ÞAÐ er mjög þægileg stund í Taize- messunni kL 21 á fimmtudögum í Háteigskirkju. Kyrrð og friður, kertaljós og reykelsi, Taize-lögin leiða hugann að kjarna lífsins. Togst- reitan hið innra með okkur linast er endurtekin laglínan breytist í bæn, ákall og þakkargjörð. Mjög aðgengi- leg og endurnærandi stund frammi fyrir augliti guðs. Maður finnur sig með frá byrjun. Allir velkomnir. Fyrirlestur um kristilega íhugun LAUGARDAGINN 19. ágúst nk. mun séra Thomas Keating, ábóti í St. Bemadette-klaustrinu í Snowmass, Colorado, halda tvo fyr- irlestra í safnaðarheimili St. Jósefs- > kirkju um kristilega íhugun. Fyrir- lestrar hans um daginn í Skálholti vöktu mikla athygli og umfjöllun. Fyrirlestrarnir eru fluttir á ensku og er efni þeirra: Kl. 10 The Cotemplative Dimension of the Gospel. Kl. 14 The Method of Cent- ering Prayer. Allir velkomnir. Messa á 40 ára vígsluafmæli LAUGARDAGINN 19. ágúst nk. verður messað í kirkjunni í Skálmar- nesmúla í tilefni af 40 ára afmæli kirkjunnai- og hefst messan kl. 14. Prófastur mun sjá um athöfnina en hann er jafnframt sóknarprestur í Skálmarnesmúlakirkju. Að mess- unni lokinni er boðið upp á kirkju- kaffi að bænum Firði í sömu sveit. Sóknarprestur. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Margrét Árnadóttir, selló og Ámi Arinbjarnarson, orgel. Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung böm og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22. Hjálpræðisherinn. Lofgjörðarsam- koma í kvöld kl. 20.30 í umsjón Ingi- bjargar Jónsdóttur. Hugvekja: Páll Friðriksson frá Kristniboðsfélaginu. Allir velkomnir. artíse Hamraborg 1 Glæsilegar úlpur, frakkar, síðar strets buxur og dragtir. Stærðir 38 - 50 Lámarks verð Hágæði Cartíse og Lýv Cartfse heildverslun Garðarsbraut 15 Hamraborg 1 Húsavík sími 554 6996 sími 464 2450 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lögreglan sýnilegri í SAMBANDI við þessi hrikalegu umferðarslys og dánartíðni sem hefur verið undanfaiið er ég með lausn á þessu vandamáli. í>að er að lögreglan hér á höfuð- borgarsvæðinu sé sýnilegri, bæði á vegum sem liggja út úr borginni og eins inni í borginni, því þar er ekki minna um slys. Ég vil að það séu settir peningar til lög- reglunnar svo hún geti sinnt starfi sínu og hækka hraða- sektir því þær vir ðast of lág- ar til að menn hægi á sér. Og það þarf að gera þetta strax og efla löggæsluna sem fyrst því það er fullt af fólki sem á um sárt að binda vegna þess. Hafliði Helgason. Há álagning ÞEGAR ég kem á skyndi- bitastað hér á landi kaupi ég mér Carlsberg Elefant 33 ml magn á 404 kr. dósina. Sömu dós kaupi ég í ÁTVR á 202 kr. Samkvæmt upp- lýsingum frá ÁTVR kaupa þeir þessa dós á 140 krónur. Er það þá rétt að skyndi- bitastaður leggi á þetta 260 krónur sem þama munar í hreina álagningu fyrir sig? Er þetta þeirra leið tíl að styrkja íslenska ferðaþjón- ustu? Ferðamaður. Lausn á sveppasýkingu VEGNA umræðunnar um sveppasýkingar á fótum langar mig að láta fólk vita að það getur læknað þann kvilla án rándýrra meðala. Það gerði ég fyrir u.þ.b. ári síðan og sæki sundlaugam- ar eftir sem áður. Ekki hef ég sýkst aftur. Aðferðin er að leysa upp gróft salt í heitu vatni, ca. 1 teskeið í hálfan bolla af vatni. Ef neglur eru sýktar, láta þá blönduna renna undir nögl- ina kvölds og morgna, nokkra dropa. Halda með- ferðinni áfram þar til heil- brigð nögl hefur vaxið fram. Sama gildir um sár sem hafa myndast milli tánna, væta blönduna í bómull og setja milli tánna. Skipta um kvölds og morgna. Sömu að- ferð á að nota um sár sem hafa myndast á hælum og iljum. Leggja kompressu vætta blöndunni við sárið. Festa með plástri sem fæst í apótekum. Ganga þarf í hreinum sokkum. Gott er einnig að sótthreinsa skó. Vona ég bara að fólki noti þetta örugga ráð, ekki síst vegna þess að fréttir heyr- ast að sum þeirra lyfja sem gefin eru við þessum kvilla geti skaðað lifrina í fólki. Gangi ykkur vel. Gaman væri að fá að vita um árang- ur. Guðrún Magnúsdöttir, 553-1084. Sífellt verið að breyta öllu HVAR fást ýsurúllur og allt hitt sem fólk keyptd í matinn fyrir viku eða mánuði síðan? Fæst það í London, Liver- pool og Hull eða Kaup- mannahöfn og Ósló? Jú, ég er reyndar alveg viss um að þar er hægt að fá sömu vör- una í áravís. Þar þekkist ekki þessi hvimleiði háttur að vera sífellt að breyta öllu. Þar er hefð fyrir því að fólk geti treyst því að fá alltaf sömu góðu vörurnar en ekki eitthvað sem það alls ekki langar til að fá. Nógu eru búðirnar stórar um sig, flennur kalla ég þær. En farðu nú inn og keyptu í matinn. Þú ætlar að fá uxahala, næpur, græn- kál, piparrót, grænar baun- ir, ekki þessar méluðu stóru, í kvartdósum. Svo vilt þú fá makkarónur, þessar löngu ítölsku, svo vilt þú fá uxatungu og smátt skorið hangikjöt og súpukjöt og velja sjálf bitana. Þetta gild- ir líka um fiskigúllas og ann- að. Við viljum fá það sama á næstu vikum og mánuðum. Svo langar mig í hindber og stikilsber og hundrað aðra hluti sem fást alltaf, ekki bara í dag, heldur líka á morgun, næstu vikur og næstu árin. Eins og hjá menningarþjóðum, stórum og smáum. Svo kveð ég með blikk, blikk, blikk, eins og nú er í tísku. Aumingja rollan að kunna ekki að blikka. Mikið væri hún sæt ef hún kynni það. Svo skælbrosi ég a la Júlía Róberts. Að endingu, kær kveðja til krossgátumannsins, þær eru alveg frábærar, kross- gáturnar, og mitt mesta yndi. Sigríður Johnsen. Tapað/fundið Armbandsúr í óskilum Kvenmanns armbandsúr fannst fyrir utan Broadway sl. laugardagskvöld. Upp- lýsingar í síma 695-8544. Fatapoki fannst á Snæfellsnesi FATAPOKI fannst um miðjan júli með rúmfótum og bol sem er merktur Reykjavíkurmaraþon. Upp- lýsingar í síma 869-7474. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst í Kringlunni um sl. helgi. Upplýsingar í síma 588-8307. Dýrahald Einstein ertýndur KISINN Einstein fór á flæking frá heimili sínu í Skipasundi aðfaranótt 3. júh' sl. Hann er gulbröndóttur, 9-12 mánaða, geltur fress með hvíta bringu og loppur. Hann er ólarlaus en með merkið K-0017 húðflúrað í eyrað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif hans eru Seðnir að hringja í Önnu eða Hauk í síma 568-7673. Fress týndur á Kjalamesi Gulbröndóttur 5 ára geltur fress sem á heima í Grund- arhverfi á Kjalarnesi hefur ekki komið heim til sín síðan sunnudaginn 13. ágúst. Hann er með gulbrúna og svarta ól með grænu merki- spjaldi. Nági'annar eru beðnir að svipast um eftir honum og þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samand í síma 566-6912. Fundarlaun. Kanína í óskilum KANÍNA fannst í garði í Bæjargili í Garðabæ í síð- ustu viku. Kanínan er dökk- brún. Upplýsingar í síma 565-8186. Páfagaukur týndist í Hafnarfirði LJÓSBLÁR og hvítur páfa- gaukur týndist í Brekku- hvammi í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið fugls- ins varir hafi samband í síma 565-1313 og 862-3313. Víkverji skrifar... ISUMAR hefur Víkverji talsvert verið á ferðinni um uppsveitir Árnessýslu og hefur áþreifanlega orðið var við hve þróuð ferðaþjón- usta er að verða víða á því svæði, einkum í Biskupstungum. Víkverja hefur löngum gramist það að geta óvíða keypt sér máls- verð á hóflegu verði á ferðum sín- um um landið nema brasaða ham- borgara og annan þungmeltan og alltof dýran grillmat. Smám saman hefur þetta Hófr- emdarástand í greiðasölu við þjóð- vegi landsins verið að þokast til betri vegar. Fyrir því fékk Víkverji enn eina sönnunina í sumar þegar hann kom í nýja veitingasölu sem heitir Klettur og er til húsa í nota- legu bjálkahúsi í Reykholti í Bisk- upstungum. Þar fékk Víkverji létt- an og þokkalegan málsverð fyrir þrjá fyrir um 1.500 krónur og var ánægður með matseldina, þjónust- una, verðlagið og hlýlegt og eilítið framandlegt umhverfið. Önnur vel heppnuð nýjung í ferðaþjónustu í Biskupstungum er Geysisstofa en Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir hótel- haldarar á Geysi hafa sett upp veg- legan margmiðlunarsýningarsal um hvaðeina sem lýtur að hverasvæð- inu á Geysi, svo og jarðskjálftum og eldvirkni hér á landi. Víkverji átti ákaflega ánægjulegan dag við Geysi, bæði vegna þess að nú í kjölfar jarðskjálftanna er hvera- svæðið miklu virkara en áður og eins var heimsóknin í Geysisstofu sérstaklega skemmtileg og þaðan fór Víkverji margs vísari. Rúsínan í pylsuendanum var heimsókn í minjasafnið á efstu hæð Geysis- stofu þar sem getur að líta forn amboð og ýmsa muni úr daglegu lífi liðins tíma. Geysisstofa var opn- uð í byrjun sumars og vonandi verða ítarlegri upplýsingar tiltækar um safngripina í minjasafninu næst þegar Víkverji leggur leið sína í Geysisstofu. Áuk þeirra staða sem fyrr var getið er jafnan ánægjulegt að koma í dýragarðinn sem Helgi Svein- björnsson og fjölskylda reka af miklum myndarskap í Slakka í Laugarási, í nágrenni við Skálholt, sem er sjálfsagður viðkomustaður á ferð um þessar slóðir. Það stingur hins vegar í stúf við þá miklu uppbyggingu sem ein- staklingar hafa staðið fyrir í ferða- þjónustu í Biskupstungum að enn er ekki komið bundið slitlag á um 10 km langan kafla á Biskups- tungnabraut, sem er líklega einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins, sér- staklega yfir sumartímann. Þar er vitaskuld við ríkissjóð en ekki heimamenn að sakast. xxx AÐ VÆRI gaman að vita hve mörg fellihýsi og tjaldvagnar eru nú í eigu landsmanna. Á ferð sinni um þjóðvegina mætti Víkverji hundruðum bíla með slík þarfaþing í eftirdragi og raunar vill Víkverji staðhæfa að orðið tjaldstæði sé að verða úrelt í málinu, orðið tjald- vagnastæði eða fellihýsabyggð gæfi mun raunsannari mynd af íveru- stöðum meirihluta þeirra sem þangað koma. Sum fellihýsanna eru tæknivædd í meira lagi, uppsetning þeirra raf- drifin og í þeim allra flottustu eru sturtuklefar og hvaðeina. Eftir því sem þægindin aukast lengjast og breikka fellihýsin og þau hækka líka svo að þegar þau eru dregin af fólksbfl eða litlum jeppa gnæfir fellihýsið yfir dráttartækið þannig að ökumaðurinn sér áreiðanlega ekkert til umferðarinnar sem á eft- ir fer. Á þjóðvegaakstri erlendis hefur Víkverji tekið eftir því að þar er regla að bílar sem draga fellihýsi eða hjólhýsi séu búnir sérstökum speglum sem tryggja að ökumaður- inn geti fylgst með umferðinni fyrir aftan sig. Hérlendis hefur Víkverji aðeins séð einn bíl með slíkan speg- il en tugi eða hundruð bíla sem vantar spegil en draga fellihýsi sem eru svo löng, breið og há að öku- maðurinn hefur enga möguleika á að fylgjast með bílum sem á eftir koma. Það er afar óheppilegt, að mati Víkverja, því bílar með eftir- vagna mega aðeins aka á 80 km/ klst hraða og því nauðsyn öku- mönnum þeirra að vera viðbúnir því að fram úr sé ekið. Nú þekkir Víkverji ekki skýringuna á spegla- leysi þessa hluta bílaflota lands- manna og veit því ekki hvort um er að kenna regluskorti eða hinu að reglum er ekki fylgt. Hins vegar er Víkverji sannfærður um að umferð- aröryggi á þjóðvegum landsins yk- ist ef átak yrði gert í þessu efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.