Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 2S Ymsar skýringar taldar vera á verðhækkun á olíumörkuðum Ovissa um fram- leiðsluaukningu Kapphlaup um far- símarásir ENN meiri harka færðist í gær í kapphlaupið um rekstrarleyfi í hinu væntanlega UMTS-far- símakerfi í Þýzkalandi. Boðin í farsímarásirnar tólf fóru í gær, á 13. degi uppboðsins, yfir 90 milljarða marka samtals, and- virði yfir 3.300 milljarða króna. Harðastur er slagurinn milli T- Mobil og Mannesmann, sem eru stærstu fyrii-tækin sem fyr- ir eru á þýzka farsímamarkað- num, en þau eru bæði staðráðin í að fá þrjár tíðnirásir til um- ráða, hvort fyrir sig. Fjögur önnur fyrirtæki eru enn með, en þau sækjast eftir tveimui- tíðnirásum hvert. Eitt fyrir- tæki, sem hóf þátttöku í upp- boðinu - Swisscom-dótturfyrir- tækið Debitel - dró sig í hlé fyrir síðustu helgi og þykir nú orðið hklegt að 3G-samsteypan, sem fram að þessu hefur ekki keppt á þýzka farsímamark- aðnum, verði næst til að detta úr leik. Fé gegn nýnazisma ÞÝZKA ríkisstjórnin hét því í gær, að veita meira opinbert fé til aðgerða gegn starfsemi hægriöfgahópa í landinu. Sagði talsmaður stjórnarinnar í Berl- ín að ákveðið hefði verið að setja 35 milljónir marka, and- virði um 1.300 milljóna króna, á ári í hnitmiðuð menntunarverk- efni, afbrotavarnir og í sjóð fyr- ir fórnarlömb ofbeldis sem rekja má til fordóma gegn út- lendingum. Á féð líka sérstak- lega að gagnast til að uppræta heimasíður nýnazista á Netinu. Ofbeldi í Kasmír ÁTTA manns létu lífið og átján særðust í skotbardögum og handsprengjuárás í héruðunum Jammu og Kasmír á Indlandi í gær og fyrradag, að sögn lög- reglu. I fyrradag var sjálfstæð- isdagurinn haldinn hátíðlegur á Indlandi og notuðu nokkrir hópar aðskilnaðarsinnaðra múslíma í Kasmír tækifærið til að lýsa því þá yfir að skæru- hernaðaraðgerða væri að vænta af þeirra hálfu. Röngjarð- sprengjukort ÍSRAELAR létu erindrekum Sameinuðu þjóðanna í té röng kort sem áttu að sýna hvar jarðsprengjur væri að finna á svæði því í Suður-Líbanon, sem ísraelar héldu herteknu í 22 ár. Þetta fullyrti friðargæzluliði SÞ í Líbanon í gær. „Kortin sem ísraelar útveguðu eru ekki rétt og við reiðum okkur á okk- ar eigin reynslu í jarðsprengju- leit til að vinna okkar verk,“ hefur ÆPeftir Ouli Kovriniok, ofursta í sérsveit Úkraínuhers, sem SÞ fékk til að vinna þetta áhættusama verk. Fulltrúar SÞ áætla, að um 130.000 jarð- sprengjur séu í jörðu á því 900 ferkílómetra svæði í Suður- Líbanon, sem Israelar héldu herteknu frá 1978 fram í maí sl. Að sögn Rauða krossins í Líb- anon hafa sex óbreyttir borgar- ar farizt og 50 slasazt af völdum jarðsprengna á svæðinu frá því Israelsher hafði sig á brott það- an. VERÐ á fatinu af Brent-olíu breytt- ist lítið á markaði í London síðdegis í gær, var þá um 32,40 dollarar fatið. Á þriðjudag hækkaði verðið enn er fréttir bánist af því að olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi og væru þær minnstu sem mælst hefðu í 24 ár. En í gær voru birtar kannan- ir opinberra aðila vestra á ástandi birgða og kom í ljós að birgðirnar hafa aukist hratt á einni viku og eru nú sagðar vera um 286,4 milljónir fata. Þetta virtist samt ekki duga til að slá á hækkunina. Þess má geta að síðastliðinn vetur voru birgðir af húshitunarolíu minni í Bandaríkjun- um en verið hafði í 10 ár. Annað sem veldur hækkunuum núna að sögn A FP-fréttastofunnar er óvissa um framleiðsluna í Saudi- Arabíu. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni auka framleiðsluna ef olíuverðið haldist áfram hátt en ol- íumarkaðirnir vilja sjá hverjar efnd- ir verða. Verðið lækkaði á alþjóða- mörkuðum er Saudi-Arabar, sem eru stærstu olíuútflytjendur heims, sögðust myndu auka framleiðsluna um 500 þúsund föt á dag ef verðlag lækkaði ekki. Að sögn talsmanna orkumálayfirvalda í Bandaríkjunum hefur framleiðsla Saudi-Araba hins vegar aðeins aukist um 150.000 föt á dag og þar sem olíueftirspurn í heim- inum minnkar venjulega á haustin er sennilegt að ríki Samtaka olíuút- flutningsríkja, OPEC, muni mörg verða á móti því að auka framleiðsl- una núna. Sumir sérfræðingar spá því að verðið á olíufatinu í London geti far- ið í 35 dollara og 40 dollara á markaði í New York í árslok ef birgðirnar vestanhafs verði áfram litlar. Jafn- framt er tekið fram að ákveði OPEC á fundi sínum í september í Vín að auka framleiðsluna verulega breyt- ist aðstæður og verðlækkun sé lík- leg. Slík ákvörðun er þó talin mjög ósennileg og benda menn á að verst muni hækkanirnar koma niður á þróunarríkjum sem flytja inn olíu. Ummæli Hugo Chavez, forseta Venesúela, á þriðjudag eru sögð eiga sinn þátt í hækkuninni en hann sagð- ist ekki telja að framleiðsluríkin ættu að láta verðið lækka frá því sem nú er. Venesúela er með stærstu ol- íuútflytjendum og er Chavez nú á ferðalagi um aðildarríki OPEC. N O A T U N Veisla lypir lítiö! Vildarpunktar Fluglciða Þ0 færft ferftapunkta þegar þú ... . _ .... . NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. • HVERAF0LD • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI • KEFLAVÍK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.