Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 61 UMRÆÐAN Hneinar línur i byttingarkenndri hönnun Vola blöndunartæki hafa veriö margveröiaunuö fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu krómi. Vola - dönsk hönnun TCÍIGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax-. 5641089 • tengi.is Um koffíndrykki og guðstrú I FRETTUM Stöðvar tvö þann tíunda ágúst síðastlið- in, var til umfjöllunar bann Hollustuverndar á koffíndrykkjum og bent, með hæðnistóni, á þær þversagnir, að miklu meira koffín- magn væri í ýmsum kaffidrykkjum, sem flestir íslendingar drekka á hverjum degi, en í þeim koff- índrykkjum sem seld- ir eru í áfengisversl- unum. Gefið var í skyn í fréttinni að um óþarfa smámuna- og afskiptasemi af hálfu Hollustu- verndar væri um að ræða. Hér þurfum við að staldra við og hrista af okkur vitleysuna. í okkar streitufulla samfélagi eru hin ýmsu lyf eins og nikotin, koffín, áfengi, þunglyndislyf og jafnvel ólögleg fíkniefni orðin „nauðsynlegri" fyrir manninn en venjuleg fæða. Með þessu er verið að framleiða fíkla, tauga-, kvíða- og þunglyndissjúklinga, með því úr- kynjaða líferni sem er. nú í síaukn- um mæli verið að gera að „samfé- lagsnormi“, og er slíkt líferni farið að skilgreina hinn „venjulega mann“ í okkar frjálshyggjusamfé- lagi. Þessi „venjulegi maður“ í dag, lifir óhollu líferni, og telur það vera sín sjálfsögðu mannréttindi að fara illa með sína sál og líkama. Ein- staklingsfrelsið er í síauknum mæli að taka við forræðishyggjunni, og því miður sífellt að fjarlægjast þá ábyrgð sem frelsinu fylgir. Núna telst það til sjálfsagðra mannrétt- inda að eyðileggja líf sitt og ann- arra með því að koma á óhollum og eyðileggjandi gildum sem leyfa notkun á hinum ýmsu lyfjum sem læknavisindin hafa fyrir löngu úr- skurðað sem óæskileg og stundum hættuleg. Jafnvel er það nú í um- ræðunni að leyfa notkun á fíkniefn- um til þess að brjóta höft forræðis og leyfa hinum staurblinda frjáls- hyggjumanni að eyðileggja líf sitt og annarra með fordæmi sínu. Með öllu frelsi fylgir ábyrgð og sýnist mér að einstaklingsfrelsið sé langt á undan þroska okkar Islend- inga til að höndla það frelsi og axla þá ábyrgð sem því fylgir. Það sem vekur athygli mína er í þessu sambandi m.a. markaðssetn- ing koffíndrykkja sem eru á mark- aðinum núna. Það kemur alltaf við mig þegar ég fer í kvikmyndahús, að auglýsingar á Coca Cola, sem sýndar eru m.a. í kvikmyndahús- um, eru nær eingöngu stílaðar á ung börn, þar sem teiknimyndafíg- úrur og jólasveinar drekka Coca Cola eins og Drottins dýrð frá himni ofan. Einhversstaðar heyrði ég að ein Coca Cola flaska fyrir börn væri eins og 10 til 15 kaffi- bollar fyrir fullorðna. Það er ein- kennilegt þegar foreldrar eru að berjast við ofvirkni og námsörðug- leika barna, og þunglyndi og sjálfs- morðshugleiðingar unglinga, þá eru þeir, jafnhliða samfélaginu, að framleiða fíkla og taugasjúklinga Gunnar Kristinn Þórðarson með því að næra börn- in á þvílíkum skað- ræðisdrykkjum, sem þeir eru í kroppum ungra barna. Coca Cola er drykkur barn- anna og er nú ekki sjaldgæf sjón að sjá börn vera að drekka sterka koffíndrykki eins og Magic og Orku þegar þau koma rölt- andi úr sjoppunum. Það er umhugsunar- vert að líta til þessa, þegar hugað er að or- sök síaukinna reyk- inga og eiturlyfja- og áfengisneyslu barna og unglinga. Koffín er ávanabind- andi og örvandi efni sem er dælt ofan í börn skömmu eftir þau eru komin úr móðurkviði og eru þau al- in upp í spennufíkn og streitu þar Fíkn Hvað segir almenningur um fréttaflutning, spyr Gunnar Kristinn Þórð- arson, sem styður og ýt- ir undir óhollt líferni? eftir og svo verða allir hissa þegar þessi sömu börn verða eiturlyfja- sjúklingar seinna, eða þjást af of- virkni, taugasjúkdómum eða þung- lyndi. Ég veit að þetta virðist langsótt í fyrstu, en það er eingöngu út af því að koffíndrykkir eins og Coca Cola eru orðnir jafn heilagir fyrir ís- lendingum, og heilagar beljur eru fyi-ir hindúum. Við áttum okkur ekki á óhollustunni af því við erum sjálf alin upp í þessari fíkn; öll sem eitt, sbr. fréttaflutning Stöðvar tvö 10. ágúst sl., þar sem var fjallað á hæðnisfullan hátt um bann Holl- ustuverndar á koffíndrykkjum. Hvað segja sálfræðingar og læknar um koffínneyslu barna, og áhrif slíkrar neyslu til langs tíma? Hvað segja foreldrar um mark- aðssetningu slíkra drykkja þar sem ung börn eru markhópurinn? Hvað segir almenningur um fréttafluttning sem styður og ýtir undir óhollt líferni? Það er smáu atriðin sem skipta máli í þessu lífi, en það eru aðeins stóru atriðin sem almenningur sér og vill sjá. Það að huga að heilsu- samlegu líferni er ekki aðeins að lyfta lóðum og neyta ekki eitulyfja. Heilsusamlegt líferni er fólgið í því að veita smáu atriðunum í lífinu at- hygli, og brjóta af sér fjötra óhollra ávana eins og slæmt matar- æði, reykingar, neysla koffín- drykkja og áfengis. Á streitufullum tímum nútímans þurfum við að leita annaiTa með- ala, til að leita að friðinum, en í of- angreindum ólöglegu og „löglegu eiturlyfjum", því hugganir og örv- anir nikótíns, koffíns og áfengis, færa okkur aðeins nær örvænting- unni og fjær sálarfriðnum, því eins og allir vita í raun og veru, eru slíkir óhollir ávanar eins og olía á eld vanlíðunar. Flestir vita um skaðsemi þessara efna, en fáir taka mark á því, þess vegna, af tvennu illu, finnst þeim betra að líða illa og ganga vel, en að líða vel en ganga illa. Vísindamenn geta ekki lengur komið til móts við nútíma- mannin, því þekkingin ein og sér, er eins og bátur á þurru landi í ör- væntingarfullri leit nútímamanns- ins að friðinum. Það er kominn tími til að líta upp fyrir bók akademíun- ar og leita að friðinum í öðru en hverfulum efnum, eða innantómri þekkingu. I friðarathvörfum trúar- bragðanna má finna slíka leiðar- steina í átt að vellíðan og ham- ingju, og ólíkt meðulum heimsins, veita trúarbrögð lausnir sem efla innri frið jafnt sem ytri velmegun. Það er kominn tími til vakningar almennings um trú á Guð, ekki að- eins í kristinni trú, heldur ætti hver að leita af friðinum þar sem hverjum og einum finnst hann að- gengilegastur. Nútímamaðurinn ætti að vera kröfuharður og metn- aðarfullur að öðlast þennan frið, því metnaður í trú er eina tegund metnaðar sem getur gefið af sér bæði innri frið og ytri velmegun, og í þeim innri friði er hann frjáls frá örvunum og huggunum skað- semdarlyfja sem fínna má í kaffi-, kóla- og orkudrykkjum jafnt sem áfengi, reykingum og eiturlyfjum. Nær væri foreldrum að bjóða börnum sínum upp á „ambrósíu" guðstrúar og skapá þannig, með aukinni trúarvitund samfélagsins, grundvöll fyrir aukið einstaklings- frelsi. Og nær væri fjölmiðlum að taka þátt í markaðssetningu á gild- um trúarbragðanna til að bæta samfélagsleg gildi og lífsviðhorf, í staðinn fyrir að standa í vegi fyrir heilbrigðri þróun samfélagsins. Höfundur er guöfræðinemi. Gerðu góð kaup! .... ■«*.:» YEARLING Vinsælasta fellihýsið á (sland FELLIHYSI TJALDVAGNAR Nýir, notaðir og sýningavagnar Vinningsnúmer í happdrætti ÆffliM klúbbsins á fjölskylduhátíð í Galtaiækjarskógi: 125 SEGLAföEFfÐIN ÆQfR EYJARSLÓÐ 7 I07REYKJAVIK Slml 51 12203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.