Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 63 una, einkum bls. ix-xii og 1-7. Skýrslan er ein af mörgum sem samdar voru á sl. áratug og fjalla þær m.a. um sambýli flugs og borgar, hávaðamengun og áhættumat. Þær byggja á verulega takmörkuðum upplýsingum, vafasömum reiknilík- önum, röngum forsendum og fram- andi gildismati. Flugmálastjóm tók sér snemma sjálfdæmi í málefnum Reykjavíkurflugvallar og hefur þann- ig ráðskast með mikilvæga hagsmuni höfuðborgarbúa. Það lýsir óskammfeilni formanns Flugi-áðs að segja borgarbúum að völlurinn sé „opið svæði“. Um skipu- lagslegt innsæi hans er að öðru leyti lítið að segja, en mikilvægt er að hann og aðrir sem gefa kost á sér til að þjóna almenningi vinni stöðugt að framsýnum heildarlausnum og gleyrni t.d. ekki 65% þjóðarinnar í höfuðborginni. Til upplýsingar um skipulag borga skal bent á rit Bresku ríkisstjórnar- innai' 1999, „Towai'ds an Urban Renaissance", heimasíðu European Council of Town Planners (www.ceu- ectp.org), heimasíðu Web Center for Global Urban Developement ( www.bway.net/~urbandev/) og heimasíðu Samtaka um betri byggð (www2.islandia.is/betribyggd). Tímabært er að Flugmálastjórn taki upp faglega og ábyrga stefnu og taki m.a. mið af hagsmunum höfuð- borgarbúa. Samtök um betri byggð telja að væri allt með felldu ættu þau samleið með samgönguyfirvöldum og ferðaþjónustu í baráttu fyrir betri flugvelli. Biynt er að borgarstjórn ákveði að flugi-ekstri skuli hætt í Vatnsmýri. Gnótt upplýsinga af hagrænum, heilsufarslegum, samfélagslegum, siðferðilegum og menningarlegum toga gerir auðskilið að ekki er stætt á því að stunda flugrekstur í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er arkitekt. Nei, þetta nær ekki nokkurri átt! ÁSGEIR Sverrisson skrifar fasta pistla í Morgunblaðið undir dálkaheitinu Viðhorf. Arftakar og aginn er fyrirsögn pistilsins 11. ágúst sl. og hefur að undirfyrirsögn: Hug- myndir þeirra Leníns og Jónasar frá Hriflu lifa góðu lífi innan ís- lenskra stjórnmála- flokka. Þar segir, að aðrir þyrftu að beygja sig undir vilja þeirra en víkja ella; „vafa- gemlingar“ yrðu ekki liðnir. Nei, þetta nær ekki nokkurri átt! hugsaði ég, þegar hér var komið lestrinum og tók þetta satt að segja ekki til mín. Enn stendur þar: Við hverjum þeim, sem kynnir sér sögu íslenskra stjórnmála á 20. öld, blasir að einn maður hefur þar haft áhrif umfram aðra. Hér er vísað tii Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. Þessi stórmerki- legi eldhugi, sem trúlega yrði út- hrópaður sem „sérvitringur“ af starfssystkinum sínum væri hann enn á meðal vor, réði miklu um flokkaskipan á íslandi og skilgreindi pólitísk viðmið, sem enn eru haldin. Þetta nær heldur ekki nokkurri átt, af því að það er beinlínis rangt. Vita- skuld er ekki hægt að bera saman stjórnmálamenn á fyrsta og síðasta tug aldarinnar, hvor hafi verið áhrifameiri í sögulegu samhengi, Hannes Hafstein eða Davíð Odds- son, af því að 20. öldin er naumast liðin og tímarnir ósambærileg- ir hvort sem er. í til- efni af aldarafmæli Hannesar 3. desember 1961 fórust Bjarna Benediktssyni forsæt- isráðherra svo orð, að enginn stjórnmála- maður á þeirri öld hefði fengið þar meiru áorkað en hann, og var Bjarni þó ekki alinn upp við neina aðdáun á Hannesi Hafstein. Eft- ir að ísland varð full- valda 1918 fór sú flokkaskipan að mót- ast, sem síðan hefur haldist í grófum dráttum. Koma þá fyrst til sögunnar samherjarnir og nafnarnir Jón Magnússon og Jón Þorláksson, sem með vissum hætti voru arftakar Hannesar Hafsteins sem forystu- menn borgaralegra afla í landinu, sem síðar sameinuðust í Sjálfstæðis- flokknum undir forystu Jóns Þor- lákssonar. Það er síður en svo að pólitísk við- mið Jónasar frá Hriflu séu enn hald- in. Hann sá fyrir sér, að Alþýðu- flokkurinn og verkalýðshreyfingin yi'ði ein og sama hreyfingin og réði lögum og lofum í þéttbýlinu en Framsóknarflokkurinn og samvinn- uhreyfingin til sveita. Hvorugt gekk upp, þótt þessir flokkar hafi náð saman á kreppuárunum. Blóma- skeið þeirra var tími skömmtunar- seðla og gjaldeyrishafta. Alþýðu- Hugmyndir Greinarhöfundur gáir ekki að því, segir Hallddr Blöndal, hvað hann er að skrifa, af því að hann ruglar saman hugtökum og merkingu orða. flokkurinn varð minnsti flokkur landsins og hefur gufað upp. Sam- vinnuhreyfingin varð gjaldþrota. Enn hélt ég áfram lestrinum á grein Ásgeirs Sverrissonar og stóð allt í einu frammi fyrir því, að hug- myndir þeirra Leníns og Jónasar frá Hriílu lifðu góðu lífi innan ís- lenskra stjórnmálaflokka og að ég væri holdgervingur þeirra: Og enga sérstaka furðu vakti þegar forseti Alþingis sagði í viðtali að þingmenn gætu ekki greitt atkvæði „að eigin geðþótta". Þessi makalausa yfirlýs- ing þótti engum tíðindum sæta þó svo að fulltrúar almennings lýsi yfn- því að þeir muni fylgja samvisku sinni er þeir taka sæti á löggjafar- samkundunni. Ég þakka komplím- ent greinarhöfundar með mannjöfn- uðinum, en hlýt að frábiðja mér hann, um leið og ég læt fylgja orð vinar míns: Nei, þetta nær ekki nokkurri átt! Geðþótti og samviska er ekki það sama. Halldór Blöndal Þetta er kjarni málsins: Greinar- höfundur gáir ekki að því, hvað hann er að skrifa, af því að hann ruglar saman hugtökum og merk- ingu orða. í störfum sínum á Alþingi £ ber þingmönnum að fara eftir sam- visku sinni og sannfæringu. Það fel- ur í sér eðlilegt samstarf við aðra þingmenn, að samherjar nái saman um meiriháttar mál, sem er í sam- ræmi við grundvallarstefnu þeirra og markmið. Sannfæring mín og samviska hefur sagt mér, að það sé nauðsynlegt. Á hinn bóginn hef ég ekki leyft mér að greiða atkvæði að geðþótta mínum. Geðþóttaákvörðun hefur ekki þótt góð, enda gefur orð- ið í skyn, að dyntir eða duttlungar hafi ráðið of miklu um niðurstöðuna. í íslenskri orðabók er orðasam- ' bandið að fara eftir eigin geðþótta skýrt svo: Gera það, sem manni sýn- ist, taka ekkert tillit til þess sem aðrir segja. Störf Alþingis gengju ekki vel, ef allir færu eftir þessari formúlu. Höfundur er forseti Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.