Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Framtíð Concorde óljós í kjölfar flugbanns París, London. Reuters. SU ákvörðun rannsóknarnefnda flugslysa í Bretlandi og Frakklandi að mæla með því að flughæfisskír- teini Concorde yrði ógilt var erfið en óhjákvæmileg, sagði Paul-Louis Arslanian, yfirmaður frönsku nefnd- arinnar (BEA), í gær. Áhyggjur hans af öryggi þotunnar urðu til þess að bresk og frönsk flugmálayfirvöld afturkölluðu flugleyfi þotnanna. 113 manns létust er Concorde í eigu franska fiugfélagsins Air France fórst í flugtaki í síðasta mán- uði. Rannsakendur segja nú einsýnt að hjólbarði á vélinni hafi sprungið, og hluti úr honum hafi gert gat á eldsneytistank í væng vélarinnar með þeim afleiðingum að eldur varð laus. Einungis Air France og breska flugfélagið British Airways (BA) eiga Concorde. Þotum Air France hefur ekki verið flogið síðan slysið varð, en BA stöðvaði flug þeirra í gær er fregnir bárust af tilmælum rannsóknamefndanna. Arslanian kvaðst í gær vona að Concorde ætti eftir að fljúga á ný. „Coneorde er einstakt tákn. Tákn um framfarir,“ sagði hann á frétta- mannafundi. Ennfremur kom fram í máli hans að rannsóknarnefndin teldi að hjólbarði hefði sprungið og sett af stað keðjuverkun er leiddi til slyssins 25. júlí sl. „Innan við einni og hálfri mínútu eftir að hjólbarðinn sprakk hafði vélin farist," sagði hann. Rannsakendur höfðu talið líklegt að aðskotahlutur úr málmi, sem fannst við flugbrautina, hefði gert gat á hjólbarða og sprengt hann. En líklegt er að gúmmístykki úr hjól- barðanum, en ekki málmhlutur, hafl gert gat á eldsneytistankinn. Yfir- maður bresku flugmálastjómarinn- ar, CAA, sagði að spmnginn hjól- barði ætti ekki undir nokkram kringumstæðum að geta valdið því að flugvél færist. Ekki væri hægt að tryggja að þetta gerðist ekki aftur, og því hefði flughæfisskírteinið verið ógilt. Ekki áhyggjur af gTÍmmii Starfsmaður CAA sagði að hjól- barði hefði sprungið á Concorde í 70 tilvikum síðan þotan var tekin í notk- un 1976, og í sjö tilfellum hefði komið gat á eldsneytistank í væng. En í þessum sjö tilfellum hefði spranginn hjólbarði rifið lausan málmhlut sem fór í gegnum vænginn. Því hefði áherslan verið lögð á málmhluti en ekki hjólbarða. „Sérfræðingamir hafa ekki haft miklar áhyggjur af gúmmíi,“ sagði fulltrúi CÁÁ. Kvaðst hann ekki vita til þess að nokkurn- tíma hefði verið gerð tilraun með það hvort gúmmíhlutur gæti gert gat á væng þotunnar. Sumir sérfræðingar hafa látið í Ijósi efasemdir um að Concorde muni nokkurntíma fljúga á ný, og að BA og Air France muni fremur leggja Concorde-flota sínum en borga fyrir kostnaðarsamar breyt- ingar á þotunum. En samgöngu- málaráðherra Frakklands, Jean- Claude Gayssot, telur engar líkur á að svo fari. „Þeir sem segja að þetta séu endalokin á hljóðfráu flugi hafa rangt fyrir sér. Það verður sífellt vinsælla að ferðast hratt.“ Flugmálasérfræðinga rekur að- eins minni til þess að tvisvar áður hafi flughæfisskírteini verið aftur- kallað með þessum hætti. Bandarísk yfirvöld bönnuðu flug Douglas DC-10-breiðþotna tímabundið 1979, og örlög bresku De Havilland Com- et-farþegaþotunnar urðu hin sömu fyrir um það bil hálfri öld. ab-mjólk með jarðarberjum og ab-mjólk með perum nms" www.ms.is AP Björgunarsveitir láta sig síga niður að bíl Tooters, sem hvildi á tijágreinum rétt fyrir ofan fenja- svæði. Á innfelldu myndinni er Tillie Tooter. Beið í þrjá daga eftir björgun úr fenjunum Fort, Lauderdale. AP. BANDARÍSKRI konu á níræðis- aldri var á þriðjudag bjargað úr bíl sínum en þar hafði hann setið fast- ur í þijá daga aðeins nokkra senti- metra fyrir ofan vatnsborð fenja- svæðis sem er heimili bæði snáka og krókódfla. Það var sl. laugardag að Tilly Tooter ók bfl sínum fram af brú á einum af þjóðvegum Flórída. Bfll- inn féll eina tólf metra niður og drógu bæði trjágreinar og fenja- gróður úr fa.UI bflsins áður en hann loks stöðvaðist á trjágreinum nokkra sentimetra fyrir ofan fenin. Tooter, sem var að mestu ómeidd, losaði sig úr bflbeltinu og kom sér fyrir eftir þvf sem kostur gafst. Þar beið hún síðan íþrjá daga eftir að hjálp bærist. Úti fyrir var um 38 gráða hiti og nærðist Tooter ein- göngu á regnvatni sem hún safnaði í hlíf sem hafði verið utan um stýri bflsins. Á þriðjudagsmorgun var hún þó orðin vondauf um að sér yrði bjargað enda vatnslítil og illa bitin af skordýrum fenjanna. Toot- er hafði því hafist handa við að skrifa fjölskyldu sinni kveðjubréf er henni var loks bjargað. „Þessi kona sem er á níræðis- aldri hélt fullum sönsum," sagði Stephen Mclnerny, yfirmaður björgunardeildar slökkviliðsins. „Og það hefur skilið á milli lífs og dauða.“ Björgunina á Tooter Justin Vannelli, unglingi sem var að safna rusli við brúna, að þakka en hann tók eftir bfl Tooters á milli brot- inna trjágreina. Þá hafði leit að henni staðið yfir frá því á laugar- dag. Hallast lögregla að því að stór bíll hafi ekið aftan á Tooter með þeim afleiðingum að bfll hennar hentist út af brúnni. AP Rjómakveðja MAÐUR nokkur vatt sér að Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada í gær, og setti framan í hann disk full- an af rjóma. Atvikið varð í Charlott- etown á Prince Edward-eyju við austurströnd Kanada þar sem for- sætisráðherrann var í heimsókn. Chretien tók diskinn framan úr sér og var andlit hans þakið rjóma. Hann virtist allt annað en ánægður og var honum fylgt á næsta salemi þar sem hann þvoði framan úr sér. Hann vildi ekkert segja um atvikið. Lögreglu- menn sem vora í fylgd með forsætis- ráðherranum gripu árásarmanninn sem sagðist hafa verið að mótmæla stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum og niðurskurði í velferðarkerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.