Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.08.2000, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 41 tf ffargimftfiifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEILSUTENGD FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á íslandi og er nú svo komið að fjöldi er- lendra ferðamanna er orðinn sam- bærilegur við fjölda íbúa í landinu. Eykst mikilvægi ferðaþjónustu í þjóðarbúskapnum með ári hverju og er hún nú orðin ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. Það háir hins vegar framþróun ferðaþjónustu hversu árstíðabundin hún er, tekjur eru sveiflukenndar og það háir fjárfestingum í t.d. hót- elbyggingum utan Reykjavíkur- svæðisins að þær nýtast einungis hluta ársins. Að sama skapi gera þessar sveiflur að verkum að erfitt er að þjálfa upp starfsfólk með reynslu þar sem yfirleitt er um árs- tíðabundin störf að ræða og mikil nýliðun á ári hverju. Eitt af því sem horft hefur verið til í þessu sambandi til að reyna að auka ferðamannastraum utan hins hefðbundna ferðamannatíma er svokölluð heilsutengd ferðaþjón- usta. Er sérstaklega tekið fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstj órnarinnar að nýta beri sóknartækifæri á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. I samræmi við það skipaði samgöngu- ráðherra nefnd til að fjalla um mál- ið í lok síðasta árs og hefur hún nú skilað frá sér skýrslu. Heilsutengd ferðaþjónusta er að mörgu leyti sveigjanlegt hugtak. Getur allt frá sölu á heilbrigðisþjón- ustu til ferðaþjónustu er byggist á útvist fallið undir þetta hugtak. Sem dæmi um hið fyrrnefnda mætti til að mynda nefna meðferð psoriar- is-sjúklinga en líklega myndi sá fjöldi erlendra ferðamanna er sjá má hjólandi um þjóðvegi eða ark- andi upp fjöll falla undir hið síðar- nefnda. I grófum dráttum má skipta möguleikunum á heilsutengdri ferðaþjónustu í tvennt. í fyrsta lagi er hægt að stefna að uppbyggingu sérstakra heilsulinda sem gestir myndu sækja heim í þeim tilgangi að hressa sig við eða slaka á. Líkt og fram kemur í skýrslu nefndar- innar er um fáa slíka valkosti að ræða sem stendur aðra en Bláa lón- ið og Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði. Hörð samkeppni er á þessum markaði og ljóst að mikið þarf að leggja í ytri jafnt sem innri um- gjörð slíkra heilsulinda ef þær eiga að geta keppt um hylli erlendra gesta. Margar af þeim heilsulindum er starfræktar eru á meginlandi Evrópu byggja starfsemi sína á fólki, sem fær dvöl sína greidda af almannatryggingum. Vart myndu heilbrigðisyfirvöld í t.d. Þýskalandi senda fólk til heilsubótardvalar á Islandi í stað Þýskalands. Því yrði fyrst og fremst að reyna að höfða til þess fólks, sem reiðubúið er að greiða háar upphæðir úr eigin vasa fyrir dvöl í heilsulind í framandi umhverfi. Sá mikli árangur er náðst hefur við uppbyggingu Bláa lónsins sýnir hins vegar að ýmislegt er hægt að gera. Er þessi baðstaður í Reykja- neshrauninu á skömmum tíma orð- inn einn helsti viðkomustaður ferða- manna og raunar eitt af þekktustu táknum Islands. I skýrslu nefndarinnar er nefndur sá möguleiki að byggja upp aukna þjónustu í kringum sundstaði og þá ekki síst í Reykjavík. Þar kunna að leynast möguleikar en jafnframt ljóst að leggja þarf í gífurlegar fjár- festingar ef slíkur heilsustaður á að hafa nægilegt aðdráttarafl til að draga að ferðamenn einn og sér. I öðru lagi má hins vegar líta á heilsutengda ferðaþjónustu sem eins konar ímyndarmál. Hreint loft, hreint vatn, óspillt náttúra og sjáv- arfang úr ómenguðum sjó eru hluti af þeirri ímynd er við verðum að varðveita. Það er ekki síst þessi ímynd sem dregur hingað til lands þann mikla fjölda ferðamanna er sækir Island heim árlega. Því ber okkur að viðhalda þeirri ímynd, jafnt með því að koma henni á fram- færi til annarra þjóða sem og að tryggja að við stöndum undir ímyndinni. VERÐHÆKKUN Á TÓBAKI Fyrir skömmu var haldin í Chicago alþjóðleg ráðstefna um baráttu gegn tóbaksnotkun. í skýrslu, sem lögð var fram á ráðstefnunni og unnin var af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og Alþjóðabankanum kemur fram, að á síðasta ári létu fjórar milljónir manna lífið af völdum reykinga eða einn af hverjum tíu, sem dóu á því ári. Að óbreyttu er gert ráð fyrir, að 500 milljónir þeirra, sem nú búa á jörð- inni muni deyja af völdum tóbaks- reykinga. I ræðu á ráðstefnunni sagði Gro Harlem Brundtland, aðalfram- kvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar m.a.: „Tóbak er ekki aðeins mannlegur harmleikur, tóbak leggur einnig miklar byrðar á heil- brigðiskerfi okkar. Það kostar skatt- greiðendur peninga. Það dregur úr framleiðni í efnahagskerfum okkar. Við höfum séð þetta eiga sér stað í Bandaríkjunum og Evrópu. En nú eru þessar byrðar að leggjast á þró- unarlöndin, lönd, sem þurfa á öllum sínum auðlindum að halda til að byggja sig upp félagslega og efna- hagslega. Þau hafa ekki fjármagn til að eyða í ónauðsynlegan kostnað vegna faraldurs af manna völdurn." Fengin reynsla er talin sýna, að verðhækkanir á tóbaki séu árangurs- rík aðferð til þess að draga úr neyzlu þessa efnis. Ein af ástæðum fyrir því, að íslenzk stjórnvöld hafa ekki notað verðhækk- anir í ríkara mæli til þess að draga úr tóbaksreykingum er sú, að verð á tób- aki er þáttur í vísitölunni. Það hlýtur að vera mikið álitamál, hvort það sé frambærilegt að ávana- bindandi efni á borð við tóbak sé þátt- ur í vísitölugrunni og þess vegna sé ekki mögulegt að grípa til verðhækk- ana til þess að draga úr neyzlu þess. Væntanlega kanna stjórnvöld leiðir til þess að ráða bót á því. 13 sleppa naumlega úr bráðum lífsháska Þrettán manns var bjargað úr bráðum lífsháska í gærmorgun er rúta festist í Jökulsá á Fjöllum og rann um 400 metra niður beljandi grátt fljótið. Fólkið beið í liðlega þrjá tíma - eftir hjálp, bæði kalt og blautt, en slæmt veður var á svæðinu. Fólkið gat komist upp á þak rútunnar, sem maraði í hálfu kafí í straumharðri ánni, og var bjargað í land af björgun- arsveitarmönnum og landvörðum sem staddir voru á svæðinu. Engin slys urðu á fólki og var hlúð að því á sjúkrahúsinu á Húsavík. Björgun rút- unnar könn- uð í dag VEGURINN frá þjóðvegi 1 að Herðu- breiðarlindum, fjallvegur nr. 88, hefur verið lokaður af og til undanfarnar tvær vikur. Ástæðan er vöxtur í Jökulsá á Fjöll- um og hafa kvíslar úr henni flætt yfir í Lindaá og gert vaðið skammt norðan Herðubreiðarlinda ófært jeppum. Jóhannes Ellertsson, eigandi Vest- fjarðaleiðar, segir að þrátt fyrir það hafi leiðin stundum verið fær stórum og öflug- um bflum og hafí bflstjórar sem þar eru á ferðinni samráð um að meta aðstæður. Kvaðst hann að öðru leyti ekki vilja tjá sig í gær um aðstæður við slysstaðinn. Kannað verður fyiir hádegi í dag hvort unnt verður að bjarga rútu Vestfjarðaleið- ar úr Jökulsá á Fjöllum. Jóhannes Ell- ertsson tjáði Morgunblaðinu í gærkvöld að afla yrði tækja til að reyna að ná bílnum upp og yrðu aðstæður metnar þegar þeir kæmu á staðinn. Bfllinn er 24 sæta Uni- mog með drifí á öllum hjóium sem endur- nýjaður var fyrir nærri tveimur árum. Ferðahópurinn kom til landsins sl. Iaug- ardag og var á ferð um landið. Átti að gista í Dreka í gærkvöld og halda síðan á Sprengisand. Jóhannes sagði að fólkið myndi ráða ráðum sínum í gærkvöld, hvort það héldi áfram að ferðast eða sneri fyrr en ráðgert var til síns heima. Útvega þarf fólkinu ný föt og annan búnað til að það geti haldið för sinni áfram og var unn- ið að því í gærkvöld. Landverðir hjálpa til við björg'un LANDVERÐIR á svæðinu þar sem rútan fór út í ána komu að slysstað fljótlega eftir að hún festist í ánni. Að sögn Hauks Grönli, skálavarðar í Kverkfjöllum, festist rútan í Lindaá, rétt við ármótin þar sem hún rennur í Jökulsá á Fjöllum, klukkan rúmlega ellefu í gærmorgun. Bflstjóri rút- unnar gekk 5-6 km að skálanum í Herðu- breiðarlindum, eftir að hafa synt í land, og sótti þar hjálp, en landverðir sem þar höfðu fundað kvöldið áður voru komnir að rútunni þar sem hún sat fóst í ánni innan klukkustundar og sátu þá ferðamennirnir á þaki hennar. Áður hafði þýskur hjól- reiðamaður sem varð vitni að slysinu hjól- að að skálanum og gert viðvart. Tveir landverðir fói-u út í rútuna með báti en komust ekki til baka sökum hversu straumurinn var mikill í ánni. „Þeir veittu ferðamönnum félagsskap þama,“ sagði Haukur, en töluverð bið var eftir björgun- arfólki. „Eg íylgdist ekki vel með tíman- um, en ætli björgunarsveitaimenn hafí ekki komið eftir þrjá eða fjóra tíma. Það var tímafrekt að kalla út fólk frá Mývatni og Húsavík, en einnig tók það sinn tíma að átta sig á aðstæðum og hvernig skyldi bregðast við.“ Að sögn Thorbens J. Lund, stýrimanns hjá Landhelgisgæslunni, tafð- ist þyrlan á leiðinni vegna mótvinds og þegar hún kom á slysstað var verið að ferja fólkið í land og hann hafði samband við þyrlu varnarliðsins og sagði henni að snúa við. Að sögn Hauks voru ferðamennir blaut- ir og kaldir, en misjafnlega skelkaðir, þeg- ar björgunarsveitarmenn komu á báti að rútunni. Haukur fór með og hjálpaði til við björgun fólksins. „Maður fékk tækifæri til þess að segja nokkra fimmaurabrandara," sagði Haukur, en ferðamennirnir voru að vonum fegnir að sjá bátinn. „Það gekk mjög greiðlega fyrir sig að koma fólkinu í land þegar björgunarsveitaimenn voru komnir á staðinn,“ sagði Haukur, en ferðafólkið var á öllum aldri, að hans sögn, og misjafnlega vel haldið. Hluti fólksins var fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á sjúkrahúsið á Húsavík, þar á með- al einn landvarðanna, sökum ofkælingar, en hitt með bfl þar sem hlúð var að þeim. AUSTURRÍSKU ferðamennimir, sem lentu í hremmingunum við Jökulsá á Fjöllum í gærdag, báru sig nokkuð vel þegar blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins heimsóttu þá á Hótel Húsavík í gærkvöld. Roland Dunzendorfer, 29 ára gamall leiðsögumaður hópsins, sagði að fólkið væri mjög þreytt og vissulega væru margir enn í sjokki eftir atburði dagsins. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ sagði Dunzendorfer, sem hefur verið leiðsögu- maður á Islandi í 7 ár. „Þegar rútan fór út í ána fundum við að framhluti hennar fór á flot, bílstjórinn reyndi að beygja á móti straumnum en missti stjórn á henni og hún barst svona 50 til 60 metra niður ána áður en hún nam staðar. Þegar rútan nam staðar byrjaði vatn að flæða inn i hana, þannig að við ákváð- um að opna hurðina og reyna að komast upp á þak. Það gekk vel að koma fólkinu þangað. Þakið var mjög sleipt en sem betur fer var rútan alveg föst. Bílstjórinn ákvað að reyna að synda í land til að ná í hjálp, því á þessum tíma- punkti vissum við ekki hvort eða hvenær hjálp myndi berast. Bílstjórinn sýndi mikla hetjudáð með að reyna þetta, hann barst nokkuð langt niður ána áður en hann komst yfir. Okkur létti öllum mikið þegar við sáum að hann var kominn yfir því þá vissum við að einhver myndi ná í hjálp. Þegar við höfðum verið uppi á þakinu í smátíma komum við auga á nokkra hjól- reiðamenn. Við báðum þá að sækja hjálp og þeir fóru inn í Herðubreiðarlindir og létu vita af okkur. Hjálpin barst mjög fljótt, en það var í raun lítið sem hópurinn frá Herðubreið- arlindum gat gert. Landverðimir tveir sigldu hins vegar út í rútuna á litlum gúmmíbát og þau veittu okkur alveg ómældan stuðning. Þau töluðu við hóp- inn á þýsku og reyndu að róa fólkið niður og við tókum jafnvel lagið saman, svona til að reyna að gleyma stað og stund. Á meðan við vorum uppi á þaki rút- unnar grófst framhluti hennar sífellt dýpra ofan í ána og við þurftum því alltaf að vera að færa okkur aflar á þakið.“ Ætla að ákveða í dag hvort þau munu klára ferðalagið Dunzendorfer sagðist hafa lagt mikla áhcrslu á að halda ró sinni, því hann vissi að ef hann myndi æsa sig myndu aðrir verða taugveiklaðir. „Allt fólkið var hins vegar furðu rólegt yfir þessu öllu saman og það var alls eng- inn æsingur. Þegar við sáum síðan meiri hjálp berast róaðist hópurinn enn meira því fólk vissi þá að því yrði bjargað." Morgunblaðið/Arni Sæberg Roland Dunzendorfer, leiðsögumað- ur austurriska hópsins, sagði að rút- an hefði borist langa leið niður ána áður en hún stöðvaðist. Að sögn Dunzendorfer kom hópurinn til Islands á föstudaginn og stendur ferð- in í tvær vikur. Hann sagði myndi ákveða í dag hvað það hygðist gera. „Þegar við vorum uppi á þaki rútunn- ar voru nánast allir ákveðnir í því að taka næstu vél heim ef þeir myndu bjarg- ast. Núna er fólk aðeins búið að ná áttum og mér heyrist á flestum að þeir ætli að klára ferðina, en þessi mál verða rædd á morgun (í dag).“ Sigursteinn Baldursson var meðal þeirra sem komu fyrstir að slysinu Dásamleg tilfinning að sjá loks alla á þurru landi „ÞAÐ var dásamleg tilfinning að sjá loks alla á þurru landi," sagði Sigur- steinn Baldursson, ritstjóri ferða.is, en hann var meðal þeirra fyi'stu sem komu að slysinu. Sigursteinn var staddur í Þorsteinsskála, ásamt þrett- án landvörðum sem funduðu þar, er þýskur hjólreiðamaður kom og til- kynnti að rúta full af fólki væri í vanda stödd. Sigursteinn sagði að manninum hefði verið mikið niðri fyrir. „Við gerðum okkur fljótt grein fyrir að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Við vorum stödd í skálanum um 7 kíló- metra frá slysstaðnum og lögðum af stað að rútunni á fjórum bílum, en þar sem það var mikið vatn í ám og kvísl- um komst bara einn bíll alla leið,“ sagði Sigursteinn. „Þegar maður sá rútuna þá var það ekki í líkingu við það sem maður hafði búist við að sjá - það var rosalegt að sjá hana. Fólkið sat uppi á rútunni og hún hallaði svona þrjátíu gráður út á hlið. Framendinn stóð á móti straumnum og hafði grafið sig niður þannig að það flæddi yfir rútuna. Við reyndum við að gera allt sem við gátum til þess að bjarga þeim hentum út köðlum, en þar sem þetta var svo langt úti í á þá drif- um við ekki alla leið.“ Bflstjórinn sýndi þrekvirki Sigursteinn sagði bílstjóra rútunnar hafa unnið mikið þrekvirki með því að synda til lands enda áin mjög straum- hörð og köld en samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Húsavík syntu tveir úr hópi ferðamannanna einnig í land. Kári Kristjánsson landvörður í Hvannalindum og Elísabet Kristjáns- dóttir landvörður í Herðubreiðarlind- um reyndu að koma fólkinu til bjargar á litlum gúmmíbáti. „Staumurinn hreinlega hreif þau með sér og bátnum hvolfdi," sagði Sigursteinn. „Það var mikil mildi að þau skyldu hitta á rút- una,“ bætti hann við en þau komust upp á þak rútunnar og róuðu þar fólkið sem margt var orðið mjög hrætt. Að sögn Sigursteins tók það á að standa á bakkanum, fylgjast með fólk- inu á rútunni og geta ekkert aðhafst. „Þetta var eins og að horfa á sökkvandi skip,“ sagði Sigursteinn og bætti við að um tuttugu manns hefðu staðið á bakk- anum, týnt til alla kaðla sem voru til staðar og raðað sér niður eftir bökkum Jökulsár. „Ef einhver dytti af þakinu og flyti niður með ánni væri hægt að koma línu til viðkomandi. Þetta var eina björgunin sem hægt var að skipu- leggja á staðnum," sagði Sigursteinn. Einn fluttur í sjúkrabörum Þegar björgunarmenn komu að slysstað fóru þeir út að rútunni á stór- um slöngubát með mótor og björguðu fólkinu í land. Sigursteinn sagði að þegar í land var komið hafi ferðamenn- irnir, sem voru blautir og kaldir, verið færðir úr blautum fötunum og þeim veitt aðhlynning. Allir ferðamennirnir gátu gengið að farartækjum sem fluttu þá á sjúkrahúsið á Húsavík nema ein öldruð kona sem flutt var á sjúkrabör- um í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Atburða- rásin Kl. 11.30 Rúta frá Vestfjarðaleið af Unimog-gerð festist í ármótum Lindaár og Jökulsár á Fjöllum. Kl. 12.00 Tólf farþegar, bílstjóri og leiðsögumaður komnir á þak rútunnar. Bílstjórinn syndir í land til að leita aðstoðar og tveir farþegar með honum. Erlendur hjólreiðamaður kemur í Herðu- breiðarlindir og tilkynnir slysið. Kl. 12.23-25 Neyðarlínu og lög- reglu á Húsavík berast tilkynn- ingar um rútuslys. Björgunar- sveitir kallaðar út og lögreglan fer á vettvang. Alls voru 45 manns sendir af stað á 10 bílum með tvo báta. Um 30-40 voru í viðbragðsstöðu og við stjórnun. Þyrla Landhelgisgæslunnar köll- uð út. Almannavarnir virkjaðar. Kl. 12.30 Bílstjórinn hringir frá Herðubreiðarlindum í Vestfjarða- leið eftir að hafa leitað hjálpar. Kl. 12.30-13.00 Fyrstu land- verðirnir koma á vettvang, fara að rútunni á báti. Þeir missa hann en komast upp á rútuna. Fleiri landverðir koma á vettvang. Kl. 12.50 Landhelgisgæslan ósk- ar liðveislu varnarliðsins til að fiytja greiningarsveit. Kl. 13.01 TF-LÍF heldur frá Reykjavík. Kl. 13.50 Fyrsta varnarliðsþyrl- an leggur upp frá Reykjavík. Kl. 14.02 Önnur þyrla varnarliðs- ins fer af stað. Þriðja þyrlan og Herkúles-vél halda einnig áleiðis. Kl. 14.40 Fyrstu björgunarsveit- ir koma á vettvang. Byrjað að ferja fólkið í land á gúmbáti. Kl. 15.10 Þyrla Landhelgisgæsl- unnar kemur á vettvang og er til- búin að hífa. Kl. 15.15 Búið að bjarga öllu fólkinu á land. Fólkið kalt og hrakið en ekki slasað. Varnarliðs- þyrlum snúið við. Kl. 16.46 LÍF lendir á knatt- spyrnuvellinum á Húsavík með níu manns. Kl. 18.30 Komið með átta manns í bílum til Húsavíkur. Kl. 19.06 LÍF heldur frá Húsa- vík. Einn farþega á sjúkrahúsinu, aðr- ir gista á Hótel Húsavík. Synti í land BÍLSTJÓRI rútunnar sýndi mikið þrekvh'ki er hann synti í land, en straumur var mikill í ánni þar sem rút- an sat föst. Þegar í land var komið . gekk hann í átt að Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum þar sem landverðir voru á fundi til þess að gera viðvart um slysið. Einnig náðu tveir af ferðamönn- unum að synda í land. Hinir farþegar rútunnar komust upp á þak hennar og biðu þar eftir hjálp í liðlega þrjár klukkustundir. Það var hinsvegar þýskur hjólreiðamaður sem fyrstur sótti hjálp til landvarðanna sem ræstu út björgunarsveitir og aðstoðuðu við bj örgunaraðgerðir. Urhellisrigning og rok var á svæðinu og voru ferðamennirnr kaldir og blautir þegar þeir komust i land. Hluti þeirra4*- fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Húsavík, en þeir sem voru betur á sig komnir fóru með bílum og voru í nótt á hóteli þar í bæ. Að sögn Dagbjartar Þ. Þorvarðsdóttur, hjúkrun- arforstjóra, á sjúkrahúsinu á Húsavík var enginn lífshættu og fengu allir að fara heim fyrir utan eina konu sem var látin gista yfir nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.