Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samfylkingin kynnir nýja stefnu varðandi fjarvinnslu á landsbyggðinni V erðið dæmir landsbyggð- ina úr leik Tillaga um svipaða verðskrá fyrir landið allt lögð fram á Alþingi í haust JAFN aðgangur að fjarskiptanetinu, án tillits til búsetu, er forsenda virkr- ar byggðastefnu í framtíðinni að mati Samfylkingarinnar en Össkur Skarphéðinsson, formaður og þing- menn í nýju norðausturkjördæmi, Einar Már Sigurðsson, Svanfríður I. Jónasdóttir og Kristján L. Möller kynntu stefnu Samfylkingarinnar varðandi fjarvinnslu á landsbyggð- inni á fundi í Ólafsfirði í gær. Össur sagði fundarstaðinn valinn með táknrænum hætti, því hvergi hefði stefna stjómvalda um notkun Nets- ins í þágu landsbyggðarinnar beðið eins harpallegt skipbrot og í Ólafs- firði, m.a. vegna vanefnda stjóm- valda á loforðum um flutning opin- berra verkefna til fjarvinnslu. Dreifíkerfíð verði sameign þjóðarinnar Össur sagði að þróun Netsins og starfsemi tengd því gæri orðið mikil lyftistöng á landsbyggðinni en for- senda þess að tækist að snúa vörn í sókn í málefnum landsbyggðar væri jafn aðgangur að Netinu. Verðlagn- ing væri hins vegar með þeim hætti að svo væri ekki, fyrirtæki á lands- byggðinni væm ekki samkeppnishæf við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þar sem kostnaður þeirra við fjar- skipti og flutning gagna væri marg- falt hærri. Stefna stjómvalda sé því líkleg til að dæma landsbyggðarfólk úr leik í því upplýsingasamfélgi sem væri að skapast á íslandi. Samkvæmt tillögum Samfylking- arinnar ætti upplýsingahraðbrautin, dreifikerfið að vera sameign þjóðar- innar með svipuðum hætti og til að mynda vegakerfið en þannig yrði kleift að jafna kostnað milli dreif- og þéttbýlis vegna gagnaflutninga líkt og er með talsímtöl nú. „í þessu sam- bandi er alveg skýrt að þegar að boð- aðri einkavæðingu á Landssímanum kemur er nauðsynlegt að okkar mati að dreifikerfið verði skilgreint sem sameign landsmanna allra. Við vilj- um að dreifikerfi Landssímans verði aðskilið frá samkeppnisrekstri hans og mynda um það sérstakt hlutafélag Morgunblaðið/Rúnar Pór Formaður Samfylkingarinnar og þingmenn flokksins í hinu nýja norðausturkjördæmi kynntu stefnu Samfylk- ingarinnar varðandi fjarvinnslu á landsbyggðinni á fundi í Ólafsfirði í gær. Frá vinstri: Einar Már Sigurðsson, Svanfríður I. Jónasdáttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján L. Möller. sem verði í eigu ríkisms,“ sagði Öss- ur. Hann sagði að Samfylkingin myndi leggja þessa stefnu sína fram á Alþingi í vetur og í tengslum við hana tillögur um að svipuð verðskrá verði fyrir gagnaflutninga hvar sem er á landinu. Leggja fram þings- ályktun í haust Á fundinum benti Össur á að ráð- herrar hefði ekki sinnt fyrirmælum Aiþingis í byggðaáætlun til ársins 2001 um stefnumótun varðandi fjar- vinnslu innan ráðuneyta sinna og því myndi Samfylkingin í byrjun þings leggja fram þingsályktunartillögu um að verkefni sem hægt væri að vinna með fjarvinnslu yrðu skil- greind, fjármagni veitt til að gera hagkvæmniathuganir á flutningi flóknari verkefna og að verkefnum verði útdeilt með útboði. Einnig hyggðist Samfylkingin leggja fram tvö þingmál til að örva einkageirann í þessum efnum. Annars vegar þess efnis að hið opinbera ráðist í sérstakt átak til að kynna einkafyrirtækjum kosti fjarvinnslu ákveðinna verkefna á landsbyggðinni og hins vegar frumvarp um breytingar á skattalög- um, þannig að fyrirtæki sem flytja störf í upplýsingatækni á lands- byggðina fái sérstaka tímabundnar skattaívilnanir. Kristján L. Möller nefndi að leiga á 2 megabita línu kostaði fyiirtæki á höfuðborgarsvæðinu 7-20 þúsund krónur, fyrirtæki á Akureyri og Isa- firði yrðu að greiða um 250 þúsund krónur og fyrirtæki á Egilsstöðum 372 þúsund krónur. Hann sagði Landssímann neita að breyta mæl- ingu á vegalengdum, mælt væri eftir vegakerfi ekki loftlínu eins og til að mynda tíðkaðist í Danmörku. „Tals- ímagjöld eru jöfn hvar sem er á land- inu þannig að fordæmi eru fyrir því að þetta megi jafna,“ sagði Kristján. Svanfríður benti á að þetta fyrir- komulag háði þeim skólum á lands- byggðinni sem sinntu fjarkennslu þar sem dýrara væri að senda gögn þaðan. Dagskrá sunnudaginn 20. ágúst 2000 10.15 Fyrri rútuferð frá Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði ásamt Jónatani Garðarssyni, leiðsögumanni. Verð 800,- kr. (kort og hádegishressing innifalin). 114W Messa í Krýsuvíkurkirkju. 12.00 Hádegishressing í Krýsuvíkurskóla (kr. 500,-). 12.15 Rúta fer til Hafnarfjarðar - möguleiki á að komast til baka 13.00 -18.00 Sveinshús opið - sýningin Maður og land. Skipulögð leiðsögn á hálftíma fresti. 13.00-17.00 Stóri-Nýibær. Afkomendur síðustu ábúenda á Stóra-Nýjabæ bjóða gesti velkomna og bregða upp leiftri frá liðinni tíð í máli og myndum. Kl. 13.00 og 15.00 flytur Guðrún Bjarnadóttir, sagnfræð- ingur, ágrip af búskaparsögu Guðmundar og Kristínar 1895 - 1933. 13.00 Rútuferð með Ferðafélagi íslands frá BSÍ (kl. 13.00) með viðkomu í Mörkinni 6 og Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði (kl. 13.20) undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar. Verð 800,- kr. (kort og síðdegishressing innifalin). 14410 -17.00 Fræðsludagskrá við Seltún tileinkuð orku í Krýsuvík. Fræðsla um jarðhita í Krýsuvík í umsjá Sverris Þórhallssonar, verkfræðings á Orkustofnun og Þorgils Jónassonar, sagnfræðings á Orkustofnun. Fræðslustundir hefjast kl. 14.00,15.00 og 16.00 Gönguferð á vit Austurengjahvera. Rúmlega 2ja tíma ganga undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar hefst kl. 14.45 að lokinni fræðslustund. 14.00-17.IMI Kaffiveitingar í Krýsuvíkurskóla kr. 500,-). 17.30 Rúta fer til Hafnarfjarðar að fræðsludagskrá lokinni. Árþúsundaverkefni Hafnarfjarðarbæjar Samstarfsverkofnl vlO RE YKJAVÍK Dagskrá Listasumars á Akureyri 22.-29. ágúst 22. ÁGÚST kl. 20 í Deiglunni. Fag- urtónleikar með Sigurbjörgu Hv. Magnúsdóttur falla niður af óviðráð- anlegum orsökum. 23. ágúst kl. 20 í Kompaníinu. Danssýning. Asako Ichihashi og dansflokkur frá Dansskólanum á Ak- ureyri. Undirleikur með lifandi tón- list. Aðgangur kr. 1.000. 24. ágúst kl. 20 í samkomuhúsinu. Frumsýning á barnaóperunni „Slangan Sæmi sem langaði að læra að syngja". Aðgangur kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri og kr 1.200 fyrir full- orðna. Hópafsláttur (10 stk) kr. 800. Önnur sýning 25. ágúst kl. 20, þriðja sýning 26. ágúst kl. 14 og fjórða sýning kl. 17 sama dag. Miðasala í samkomuhúsinu/leik- húsinu frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. 24. ágúst kl. 22 í Deiglunni. Heitur fimmtudagur: Zenker kvartettinn frá Hollandi: Gulli Guðmundsson - kontrabassi, Florian Zenker - gítar, Christian Kappe - trompett og Flor- ian Lammerding - trommur. Að- gangur ókeypis. 25. ágúst kl. 20:30 í Deiglunni. Bókmenntavaka. Ljóðadagskrá um Þorstein frá Hamri. 26. ágúst kl. 21 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kiassískir tónleik- ar. Bergenensemble. Tone Hagerup- klarínett, Jörg Berning- selló, Signe Bakke- píanó. Aðgangurkr. 1.000 29. ágúst kl. 20 í Deiglunni. Fagur- tónleikar. Ólöf Sigríður Valsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndís- ar Magnúsdóttur. Aðgangur kr. 1.000. Þessir tónleikar eru jafnframt lokatónleikar Listasumars og verður Listasumri slitið að tónleikunum loknum. Myndlist: 26. ágúst kl 16 í Kompunni opnun myndlistasýningar Henriettu Van Egten. 29. ágúst kl. 16 í Ketilhúsinu. Opn- un sýningar Heimis Freys Hlöðvers- sonar á „Audio-visual“ list. Ketilhúsið efri hæð. „Tímans rás“. Rúrí sýnir verk unnin út frá gömlum ljósmyndum og rennandi vatni. Sýn- ingin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis Ketilhúsið neðri hæð. List- og handverkssýningin „Val Höddu“. Samsýning átta list- og handverks- kvenna. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Deiglan, myndlistasýning Elvu Jónsdóttur. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis ,Audio visual art gallery“ Lista- sumars, Deiglan neðri hæð. Tvö myndbandaverkeftir John Hopkins. „book of one thousand Buddhas“ og „John Hopkins neoscenes: a sel- ection of video works - 1989-99“. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ------FH--------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, 24. ágúst og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Hægt er að fá léttan hádegisverð í Safnaðarheimili eftir kyrrðarstundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju ann- að kvöld, sunnudagskvöld kl. 21. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma annað kvöld, sunnudag- skvöld kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, ræðumaður Gunnar Rúnar Guðnason. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11 á morgun, sunnudag. Þórir Páll Agn- arsson sér um kennsluna. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Vakningasamkoma um kvöldið kl. 20. Snorri í Betel syngur einsöng og verður einnig með predikun kvölds- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.