Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samfylkingin kynnir nýja stefnu varðandi fjarvinnslu á landsbyggðinni V erðið dæmir landsbyggð- ina úr leik Tillaga um svipaða verðskrá fyrir landið allt lögð fram á Alþingi í haust JAFN aðgangur að fjarskiptanetinu, án tillits til búsetu, er forsenda virkr- ar byggðastefnu í framtíðinni að mati Samfylkingarinnar en Össkur Skarphéðinsson, formaður og þing- menn í nýju norðausturkjördæmi, Einar Már Sigurðsson, Svanfríður I. Jónasdóttir og Kristján L. Möller kynntu stefnu Samfylkingarinnar varðandi fjarvinnslu á landsbyggð- inni á fundi í Ólafsfirði í gær. Össur sagði fundarstaðinn valinn með táknrænum hætti, því hvergi hefði stefna stjómvalda um notkun Nets- ins í þágu landsbyggðarinnar beðið eins harpallegt skipbrot og í Ólafs- firði, m.a. vegna vanefnda stjóm- valda á loforðum um flutning opin- berra verkefna til fjarvinnslu. Dreifíkerfíð verði sameign þjóðarinnar Össur sagði að þróun Netsins og starfsemi tengd því gæri orðið mikil lyftistöng á landsbyggðinni en for- senda þess að tækist að snúa vörn í sókn í málefnum landsbyggðar væri jafn aðgangur að Netinu. Verðlagn- ing væri hins vegar með þeim hætti að svo væri ekki, fyrirtæki á lands- byggðinni væm ekki samkeppnishæf við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þar sem kostnaður þeirra við fjar- skipti og flutning gagna væri marg- falt hærri. Stefna stjómvalda sé því líkleg til að dæma landsbyggðarfólk úr leik í því upplýsingasamfélgi sem væri að skapast á íslandi. Samkvæmt tillögum Samfylking- arinnar ætti upplýsingahraðbrautin, dreifikerfið að vera sameign þjóðar- innar með svipuðum hætti og til að mynda vegakerfið en þannig yrði kleift að jafna kostnað milli dreif- og þéttbýlis vegna gagnaflutninga líkt og er með talsímtöl nú. „í þessu sam- bandi er alveg skýrt að þegar að boð- aðri einkavæðingu á Landssímanum kemur er nauðsynlegt að okkar mati að dreifikerfið verði skilgreint sem sameign landsmanna allra. Við vilj- um að dreifikerfi Landssímans verði aðskilið frá samkeppnisrekstri hans og mynda um það sérstakt hlutafélag Morgunblaðið/Rúnar Pór Formaður Samfylkingarinnar og þingmenn flokksins í hinu nýja norðausturkjördæmi kynntu stefnu Samfylk- ingarinnar varðandi fjarvinnslu á landsbyggðinni á fundi í Ólafsfirði í gær. Frá vinstri: Einar Már Sigurðsson, Svanfríður I. Jónasdáttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján L. Möller. sem verði í eigu ríkisms,“ sagði Öss- ur. Hann sagði að Samfylkingin myndi leggja þessa stefnu sína fram á Alþingi í vetur og í tengslum við hana tillögur um að svipuð verðskrá verði fyrir gagnaflutninga hvar sem er á landinu. Leggja fram þings- ályktun í haust Á fundinum benti Össur á að ráð- herrar hefði ekki sinnt fyrirmælum Aiþingis í byggðaáætlun til ársins 2001 um stefnumótun varðandi fjar- vinnslu innan ráðuneyta sinna og því myndi Samfylkingin í byrjun þings leggja fram þingsályktunartillögu um að verkefni sem hægt væri að vinna með fjarvinnslu yrðu skil- greind, fjármagni veitt til að gera hagkvæmniathuganir á flutningi flóknari verkefna og að verkefnum verði útdeilt með útboði. Einnig hyggðist Samfylkingin leggja fram tvö þingmál til að örva einkageirann í þessum efnum. Annars vegar þess efnis að hið opinbera ráðist í sérstakt átak til að kynna einkafyrirtækjum kosti fjarvinnslu ákveðinna verkefna á landsbyggðinni og hins vegar frumvarp um breytingar á skattalög- um, þannig að fyrirtæki sem flytja störf í upplýsingatækni á lands- byggðina fái sérstaka tímabundnar skattaívilnanir. Kristján L. Möller nefndi að leiga á 2 megabita línu kostaði fyiirtæki á höfuðborgarsvæðinu 7-20 þúsund krónur, fyrirtæki á Akureyri og Isa- firði yrðu að greiða um 250 þúsund krónur og fyrirtæki á Egilsstöðum 372 þúsund krónur. Hann sagði Landssímann neita að breyta mæl- ingu á vegalengdum, mælt væri eftir vegakerfi ekki loftlínu eins og til að mynda tíðkaðist í Danmörku. „Tals- ímagjöld eru jöfn hvar sem er á land- inu þannig að fordæmi eru fyrir því að þetta megi jafna,“ sagði Kristján. Svanfríður benti á að þetta fyrir- komulag háði þeim skólum á lands- byggðinni sem sinntu fjarkennslu þar sem dýrara væri að senda gögn þaðan. Dagskrá sunnudaginn 20. ágúst 2000 10.15 Fyrri rútuferð frá Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði ásamt Jónatani Garðarssyni, leiðsögumanni. Verð 800,- kr. (kort og hádegishressing innifalin). 114W Messa í Krýsuvíkurkirkju. 12.00 Hádegishressing í Krýsuvíkurskóla (kr. 500,-). 12.15 Rúta fer til Hafnarfjarðar - möguleiki á að komast til baka 13.00 -18.00 Sveinshús opið - sýningin Maður og land. Skipulögð leiðsögn á hálftíma fresti. 13.00-17.00 Stóri-Nýibær. Afkomendur síðustu ábúenda á Stóra-Nýjabæ bjóða gesti velkomna og bregða upp leiftri frá liðinni tíð í máli og myndum. Kl. 13.00 og 15.00 flytur Guðrún Bjarnadóttir, sagnfræð- ingur, ágrip af búskaparsögu Guðmundar og Kristínar 1895 - 1933. 13.00 Rútuferð með Ferðafélagi íslands frá BSÍ (kl. 13.00) með viðkomu í Mörkinni 6 og Upplýsingamiðstöð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði (kl. 13.20) undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar. Verð 800,- kr. (kort og síðdegishressing innifalin). 14410 -17.00 Fræðsludagskrá við Seltún tileinkuð orku í Krýsuvík. Fræðsla um jarðhita í Krýsuvík í umsjá Sverris Þórhallssonar, verkfræðings á Orkustofnun og Þorgils Jónassonar, sagnfræðings á Orkustofnun. Fræðslustundir hefjast kl. 14.00,15.00 og 16.00 Gönguferð á vit Austurengjahvera. Rúmlega 2ja tíma ganga undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar hefst kl. 14.45 að lokinni fræðslustund. 14.00-17.IMI Kaffiveitingar í Krýsuvíkurskóla kr. 500,-). 17.30 Rúta fer til Hafnarfjarðar að fræðsludagskrá lokinni. Árþúsundaverkefni Hafnarfjarðarbæjar Samstarfsverkofnl vlO RE YKJAVÍK Dagskrá Listasumars á Akureyri 22.-29. ágúst 22. ÁGÚST kl. 20 í Deiglunni. Fag- urtónleikar með Sigurbjörgu Hv. Magnúsdóttur falla niður af óviðráð- anlegum orsökum. 23. ágúst kl. 20 í Kompaníinu. Danssýning. Asako Ichihashi og dansflokkur frá Dansskólanum á Ak- ureyri. Undirleikur með lifandi tón- list. Aðgangur kr. 1.000. 24. ágúst kl. 20 í samkomuhúsinu. Frumsýning á barnaóperunni „Slangan Sæmi sem langaði að læra að syngja". Aðgangur kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri og kr 1.200 fyrir full- orðna. Hópafsláttur (10 stk) kr. 800. Önnur sýning 25. ágúst kl. 20, þriðja sýning 26. ágúst kl. 14 og fjórða sýning kl. 17 sama dag. Miðasala í samkomuhúsinu/leik- húsinu frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. 24. ágúst kl. 22 í Deiglunni. Heitur fimmtudagur: Zenker kvartettinn frá Hollandi: Gulli Guðmundsson - kontrabassi, Florian Zenker - gítar, Christian Kappe - trompett og Flor- ian Lammerding - trommur. Að- gangur ókeypis. 25. ágúst kl. 20:30 í Deiglunni. Bókmenntavaka. Ljóðadagskrá um Þorstein frá Hamri. 26. ágúst kl. 21 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Kiassískir tónleik- ar. Bergenensemble. Tone Hagerup- klarínett, Jörg Berning- selló, Signe Bakke- píanó. Aðgangurkr. 1.000 29. ágúst kl. 20 í Deiglunni. Fagur- tónleikar. Ólöf Sigríður Valsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndís- ar Magnúsdóttur. Aðgangur kr. 1.000. Þessir tónleikar eru jafnframt lokatónleikar Listasumars og verður Listasumri slitið að tónleikunum loknum. Myndlist: 26. ágúst kl 16 í Kompunni opnun myndlistasýningar Henriettu Van Egten. 29. ágúst kl. 16 í Ketilhúsinu. Opn- un sýningar Heimis Freys Hlöðvers- sonar á „Audio-visual“ list. Ketilhúsið efri hæð. „Tímans rás“. Rúrí sýnir verk unnin út frá gömlum ljósmyndum og rennandi vatni. Sýn- ingin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis Ketilhúsið neðri hæð. List- og handverkssýningin „Val Höddu“. Samsýning átta list- og handverks- kvenna. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Deiglan, myndlistasýning Elvu Jónsdóttur. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis ,Audio visual art gallery“ Lista- sumars, Deiglan neðri hæð. Tvö myndbandaverkeftir John Hopkins. „book of one thousand Buddhas“ og „John Hopkins neoscenes: a sel- ection of video works - 1989-99“. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ------FH--------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, 24. ágúst og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Hægt er að fá léttan hádegisverð í Safnaðarheimili eftir kyrrðarstundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju ann- að kvöld, sunnudagskvöld kl. 21. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma annað kvöld, sunnudag- skvöld kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, ræðumaður Gunnar Rúnar Guðnason. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11 á morgun, sunnudag. Þórir Páll Agn- arsson sér um kennsluna. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Vakningasamkoma um kvöldið kl. 20. Snorri í Betel syngur einsöng og verður einnig með predikun kvölds- ins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.