Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 1
217. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Árásin á byggingu MI6 í London Böndin berast að írskum skæruliðum London. Reuters, AFP, AP. Reuters Breskur lögreglumaður stendur við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar MI6 í London eftir að flugskeyti var skotið á bygginguna í fyrrakvöld. BRESKA lögreglan telur að klofn- ingshópur úr írska lýðveldishem- um (IRA) kunni að hafa staðið fyrir flugskeytisárás á höfuðstöðvar bresku leyniþjónustunnar MI6 í miðborg London 1 fyrrakvöld. Hún telur þó einnig hugsanlegt að ein- hverjir aðrir hermdarverkamenn hafi verið að verki. Lögreglan fann í gær brot úr skotbúnaði fyrir flugskeyti í al- menningsgarði nálægt höfuðstöðv- um MI6, en ekki þykir fullvíst að flugskeytinu hafi verið skotið þaðan. Áður hafði lögreglan skýrt frá því Austur- Evrópuríkin óttast sigur evruand- stæðinga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SENDIHERRAR Austur-Evrópu- ríkja í Danmörku kvarta yfir því að andstæðingar aðildar Danmerkur að evrópska myntbandalaginu skuli nota það sem rök fyrir því að hafna evrunni að það komi A-Evrópuríkj- unum, sem vilja komast inn í Evrópusambandið, betur. Sendifull- trúar Póllands, Eistlands, Lettlands, Ungverjalands ogTékklands segjast í samtölum við dagblaðið Berlingske Tidende einmitt óttast að Danmörk verði ekki með, og þar með muni áhrif helsta talsmanns inngöngu þeirra í ESB minnka. Andstæðingar evrunnar, einkum Sósíalíski þjóðarflokkurinn, hafa sagt að hafni Danir aðild muni það leiða til þess að auðveldara verði fyr- ir önnur ríki að fara sér hægt í Evrópusamstarfinu og velja þá hluta þess sem þau vilja taka þátt í. Þannig verði Austur-Evrópuríkjunum auð- velduð innganga, því þau þurfi ekki að taka þátt í evrusamstarfinu, sem sé þeim efnahagslega ofviða vegna strangra skilyrða. Sendiherra Lettlands, Aivars Baumanis, sakar andstæðinga evr- unnar um að beita lygum í áróðurs- baráttu sinni. Ottó Róna, sendiherra Ungverjalands, bendir á að gert sé ráð fyrir að Austur-Evrópuríkin fái fyrst aðild að ESB, og síðan að mynt- bandalaginu nokkrum árum síðar. Hann segir að verði evrunni hafnað í Danmörku muni það veikja hana, og þá muni athygli ESB-ríkjanna bein- ast að öðru en aðild Austur-Evrópu- ríkjanna. Anne Baastrup, talsmaður Sósíalíska þjóðarflokksins, segir að andstæðingum evrunnar sé frjálst að hafa aðrar skoðanir á því hvað komi Austur-Evrópuríkjunum best. ■ Áætla að/26 að flugskeytinu hefði verið skotið af 200-500 metra færi. Alan Fry, sem stjórnar rannsóknum bresku lög- reglunnar á hermdarverkum, sagði að vopn þessarar gerðar hefðu fund- ist á Norður-írlandi og að þau væru auðfáanleg frá Rússlandi og ríkjum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Fry hvatti borgarbúa til að vera á varð- bergi og hafa samband við lög- regluna ef þeir yrðu varir við grunsamlega menn eða pakka. Breskir öryggismálasérfræðing- ar sögðu margt benda til þess að ein af hreyfingunum sem klufu sig úr NEBOSJA Pavkovic, yfirmaður júgóslavneska hersins, varaði í gær ríki á Vesturlöndum við því að skipta sér af kosningunum í Júgóslavíu, sem haldnar verða á sunnudag. Sagði hann að herinn myndi grípa til aðgerða ef til þess kæmi. Nánir stuðningsmenn Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, fullyrtu í gær að vestræn ríki hefðu tekið sig saman um að reyna að spilla kosningunum, en stjórnarandstaðan óttast að stjórnarflokkarnir muni nota slíkar samsæriskenningar til að ógilda úr- slit kosninganna, ef þeir bera lægri hlut. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem fréttavefur BBC birti í gær, hefur frambjóðandi kosninga- bandalags stjómarandstöðuflokka (DOS), Vojislav Kostunica, foryst- una með 41% fylgi. Næstur kemur stjómarandstæðingurinn Vojislav Mihailovic, með 34% fylgi, en Milose- vic nýtur stuðnings 20% aðspurðra. IRA, Hinn sanni írski lýðveldisher, hefði verið að verki. Hreyfingin stóð fyrir sprengjutilræði sem varð 29 manns að bana í norður-írska bæn- um Omagh í ágúst 1998, en það var mannskæðasta sprengjuárás sem gerð hefur verið í sögu átakanna á Norður-írlandi. Bresk yfirvöld ótt- ast að það sé aðeins tímaspursmál Stjómvöld hafa vefengt niðurstöður skoðanakannana og fullyrða að þær séu kostaðar af vestrænum ríkjum. Spenna í Belgrad Stjómarandstæðingar hafa lýst áhyggjum af því að Milosevic muni lýsa yfir sigri fljótlega eftir að kjör- stöðum verður lokað á sunnudags- kvöld, hver sem úrslitin verða. Að sögn fréttaritara BBC í Belgrad rík- ir töluverð spenna í höfuðborginni, þar sem íbúarnir óttast að til óeirða komi eftir að úrslit kosninganna verða kynnt. „Við höfum fengið ógn- vænlegar upplýsingar um að Milose- vic sé að undirbúa átök,“ hafði BBC í gær eftir Zarco Korac, leiðtoga Sós- íaldemókrataflokksins. DOS hefur hvatt kjósendur til að bíða úrslitanna íyrir utan kjörstaði. „Ef milljónir manna era saman komnar á götum úti er hugsanlegt að Milosevic hugsi sig tvisvar um áður en hann grípur til ofbeldis," sagði Korac. hvenær hreyfingin valdi manntjóni aftur. Stjórnmálamenn sögðu það vekja spurningar um öryggi höfuðborgar- innar að unnt væri að gera slíka árás í miðborginni og svo nálægt höfuðstöðvum leyniþjónustunnar. ■ Flugskeyti/24 Yfirvöld í Júgóslavíu hafa meinað Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna. Eina óháða eftirlitsstofnunin í landinu, CESID, hefur heldur ekki hlotið náð íyrir augum yfirkjörstjórnar, en yfir sjö þúsund sjálfboðaliðar á vegum stofn- unarinnar munu samt sem áður halda uppi eftirliti fyrir utan kjör- staði. Segir kosningasvik í undirbúningi Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sakaði í gær- kvöld Milosevic og stjórn hans um að undirbúa kosningasvik og varaði við því að kosningarnar yrðu ekki viður- kenndar ef upp kæmist að brögðum hefði verið beitt. Fulltrúar CESID segja ýmislegt benda til þess að stjórvöld hafi í hyggju að hagræða úrslitunum, en starfsmenn stofnunarinnar hafa Síðasta Concorde- flugið? París.AFP.AP. HUGSANLEGT er, að Concorde- þotu hafi verið flogið í síðasta sinn í gær, en þá fór þota í eigu Air France frá New York til Parísar. Hafði hún verið kyrrsett í New York í jiilf, eftir að ein Concorde-þotnanna í eigu fé- lagsins fórst við París. Þotan fór í loftið um hádegisbil að íslenskum tíma og lenti í París tæp- lega fjórum klukkustundum siðar. Voru fjórir menn í áhöfninni ásarat tæknimanni frá Air France, en engir farþegar voru um borð. Air France og British Airways hafa kyrrsett all- ar 12 Concorde-þotur sínar og óvíst er, að þær fari aftur í loftið. Franska flugslysanefndin er enn að rannsaka tildi'ög slyssins í júlí en eins og komið hefur fram bendir flest til, að það megi rekja til þess, að hjólbarði sprakk. Telja sérfræð- ingar, að ný flughæfisvottorð verði ekki gefin út nema ráðist verði í ýmsar breytingar á vélunum, t.d. að vængimir verði styrktir, en ólíklegt þykir, að það muni svara kostnaði. Flug Concorde-þotunnar frá New York til Parísar var á sérstakri und- anþágu. Spenna í Gonesse Ibúar í úthverfinu í París þar sem þotan hrapaði í júlí biðu eftir Concorde-þotunni frá New York með nokkrum ugg. „Þegar Con- corde-þotan fer hér yfir Gonesse mun ég endurlifa þetta allt saman á vissan hátt,“ sagði Patrick Tesse, en húsið hans og hótel, sem hann rek- ur, slapp naumlega í slysinu í júlí. Þotan sést á myndinni lenda á Charles de Gaulle-flugvelli í París í meðal annars komist yfir kjörseðil, þar sem búið var að merkja við nafn Milosevic. Þá varð uppvíst í gær að dagblaðið Vecerne Novosti í Belgrad, sem gef- ið er út af stjómvöldum, hefði falsað mynd af kosningafundi Milosevic í Svartfjallalandi á miðvikudagskvöld. Á myndinni, sem birtist á forsíðu blaðsins í gær, virðast mun fleiri hlýða á ræðu forsetans en sóttu fundinn í raun og greinilega má sjá nokkrar manneskjur koma fyrír á tveimur stöðum. Blaðið sagði að um 100 þúsund manns hefðu sótt fund- inn, en óháðir fjölmiðlar töldu fund- armenn aðeins hafa verið um 20 þús- und. MORGUNBLAÐK) 22. SEPTEMBER 2000 Yfírmaður júgóslavneska hersins gefur út harðorða yfírlýsingu Varar Vesturlönd við að skipta sér af kosningunum Belgrad. AFP, AP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.