Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
95 hafa sýkst
af salmonellu
Evrópskt
salat
einnig til
skoðunar
RANNSÓKN hefur staðfest
salmonellusýkingu í 95 ein-
staklingum á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurlandi. Guðrún
Sigmundsdóttir, smitsjúk-
dómalæknir hjá sóttvarna-
lækni, segir að vísbendingar
hafi borist um að uppruni sýk-
ingarinnar kunni að hafa borist
úr salati frá Evrópu, en fram að
þessu hefur grunurinn aðallega
beinst að Dole-jöklasalati sem
kemur frá Ameríku. Hún segir
að skoða þurfi þetta betur áður
en hægt sé að fullyrða um hvort
evrópska salatið sé ludegri
sjúkdómsvaldur en það amer-
íska.
Guðrún sagði að verið væri
að rannsaka hvort salmonellu-
bakterían, sem greinst hefur
hér á landi, væri af sömu teg-
und og salmonellubaktería sem
greinst hefur í fólki að undan-
förnu í Bretlandi og á Nova
Scotia í Kanada. Hún sagði að
ef í ljós kæmi að um sömu bakt-
eríuna væri að ræða myndi það
hjálpa mönnum að átta sig bet-
ur á uppruna sýkingarinnar.
Guðrún sagði að sér væri
ekki kunnugt um að neinn
sjúklingur hér á landi hefði
fengið bakteríuna í blóðið, en
hún sagði að sjúklingar, sem
fengið hefðu bakteríuna, hefðu
verið lagðir inn á spítala og
fengið vökva í æð.
Rögnvaldur Ingólfsson,
sviðsstjóri matvælasviðs Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur,
sagði í gær að búið væri að
rannsaka öll sýni sem bárust
stofnuninni af Dole-jöklasalati
og hefði ekki greinst salmon-
ellubaktería í neinu sýnanna.
Dæmdur í 3V2 árs fangelsi
fyrir tilraun til manndráps
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 18 ára Reykvík-
ing, Ragnar Davíð Bjarnason, til 3‘A árs fangels-
isvistar fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás
og árás á lögreglumann.
Ragnar Davíð var fundinn sekur um að hafa
stungið 22 ára mann tveimur hnífstungum að-
faranótt 3. nóvember í fyrra í Hafnarstræti.
Mennirnir áttu í einhverjum orðahnippingum
áður en Ragnar Davíð tók upp hnífinn. Hann
sagði að fórnarlambið hefði ógnað sér, en
Hæstiréttur segir ekkert hafa komið fram um
að hann hafi orðið fyrir slíkri árás eða áreitni að
það gæti skýrt geðshræringu sem leiddi til þess
að hann greip til hnífs.
Önnur hnífstungan kom í vinstri síðu fórnar-
lambsins og hin í kviðarhol vinstra megin. Sú
stunga gekk upp í gegnum lifrina og munaði að-
eins þremur cm að hún gengi í hjarta. Maðurinn
hlaut af miklar innvortis blæðingar sem stöðvað-
ar voru í skurðaðgerð stuttu seinna en þá
reyndust vera 900 millilítrar af blóði og blóðlifr-
um í kviðarholi hans.
Ragnar Davíð hafði einnig verið handtekinn 8.
júlí í fyrra, vegna rannsóknar á ráni, en við
handtökuna skallaði hann lögreglumann í fram-
an svo sprakk fyrir á vör hans og framtönn
losnaði. Hann var því ákærður fyrir brot gegn
valdstjórninni.
Loks var hann svo dæmdur fyrir líkamsárás,
fyrir að hafa slegið mann í götuna fyrir utan
veitingastaðinn Dubliners í Hafnarstræti aðfara-
nótt 4. apríl í fyrra og slegið hann nokkur högg
þar sem hann lá. Tveir lögreglumenn sáu til
hans og náði annar þeirra að hlaupa hann uppi.
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl sl.
kom fram að Ragnar Davíð hafði áður hlotið tvo
refsidóma. í júní í fyrra var hann dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
líkamsárás. Þá var hann dæmdur í janúar á
þessu ári í tíu mánaða fangelsi fyrir rán en átta
mánuðir af þeim refsingu voru skilorðsbundnir
og jafnframt var fyrri dómurinn dæmdur upp. í
þessum nýjustu málum var refsing hans hegn-
ingarauki við fyrri dóma og skilorðshluti síðari
dómsins var dæmdur upp. Héraðsdómur dæmdi
hann einnig til að greiða manninum sem hann
stakk 280 þúsund krónur í bætur. Þeim hluta
dómsins var ekki áfrýjað til Hæstaréttar.
Heimanám á Austurvelli
Morgunblaðið/Ómar
Skólar landsins eru komnir á fullt og ungir námsmenn
þurfa því að vera duglegir við iesturinn. Veðrið í höfuð-
borginni siðustu daga hefur leyft mönnum að stunda
heimanámið utan dyra og þessi ungi herramaður var í
þungum þönkum á Austurvelli þegar ljósmyndari átti
þar leið um.
Borgaryfirvöld óska eftir viðræðum við Kópavog um Yatnsenda
Hafnar
kröfu
Landssíma
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
hafnað þeirri kröfu Landssímans að
fella úr gildi, til bráðabirgða, samning
Línu.Nets og Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur um skólanet. Sam-
keppnisstofnun ætlar að flýta með-
ferð málsins, en Landssíminn óskaði
eftir því í byrjun mánaðar að sam-
kegpnisyfirvöld skoðuðu samninginn.
Ólafur Þ. Stephensson, forstöðu-
maður upplýsingamála Landssímans,
sagði við Morgunblaðið að það væri
fagnaðarefni ef Samkeppnisstofnun
ætlaði að flýta efnislegri meðferð.
.Ástæðan fyrir því að við óskuðum
eftir bráðabirgðaákvörðun var sú að
málsmeðferð hjá Samkeppnisstofnun
hefur dregist í á annað ár í ýmsum til-
vikum. Samningurinn sem þama um
ræðir er bara til árs þannig að ef efn-
islegrar niðurstöðu er að vænta fljót-
lega er það fagnaðarefni," sagði Ólaf-
ur.
Eiríkur Bragason, framkvæmda-
stjóri Línu.Nets, sagði niðurstöðuna
ekki koma á óvart í ljósi þess að um-
ræddur samningur hefði verið innan
þess ramma sem reglur kváðu á um.
-----------------
Þörf á nánu
samstarfí
BORGARSTJÓRN hefur óskað eftir
formlegum viðræðum við bæjaryfir-
völd í Kópavogi um framtíð Vatns-
endasvæðisins. A borgarstjómar-
fundi í gær var samþykkt samhljóða
tillaga Ölafs F. Magnússonar, borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar
sem m.a. er óskað eftir nánu sam-
starfi bæjarfélaganna um skipulag
þess svæðis sem liggur að Elliða-
vatni. Gunnar Birgisson, formaður
bæjarráðs í Kópavogi, sagði í gær-
kvöld að vel kæmi til greina að tala
við borgaryfírvöld um Elliðavatn en
Kópavogsbær væri fullfær um
skipulagningu á sínu landi.
Tillagan hljóðar svo: „Borgar-
stjóm Reykjavíkur leggur áherslu á
að við skipulag byggðar við Elliða-
vatn sé tekið tillit til útivistarsvæðis-
ins þar og lífríkis Elliðavatns og
Elliðaánna sem einnar heildar.
Borgarstjóm telur að rannsaka þurfi
til hlítar orsakir mengunar í Eiliða-
vatni og áhrif aukinnar byggðar á
hana áður en byggð á svæðinu er
aukin. Jafnframt er minnt á að fyrir-
huguð íbúðarbyggð í Vatnsendalandi
er innan vatnsverndarsvæðis höfuð-
borgarsvæðisins. Borgarstjórn telur
að þörf sé á nánu samstarfi Reykja-
vflcur og Kópavogs um skipulag þess
svæðis sem liggur að Elliðavatni og
varðar sameiginlega hagsmuni
beggja sveitarfélaganna sem og ann-
arra sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Borgarstjórn óskar því
eindregið eftir viðræðum við bæjar-
yfirvöld í Kópavogi um framtíð þessa
mikilvæga svæðis.“
Gunnar Birgisson sagði í samtali
við Morgunblaðið að sjálfsagt væri
að ræða við borgaryfirvöld um Ell-
iðavatn.
„Við emm hins vegar alveg ein-
færir um að skipuleggja okkar svæði
sjálfir og hugsa um náttúrana og
umhverfið og þurfum enga hjálp frá
Reykjavík hvað það varðar,“ sagði
Gunnar. „Það er stefna okkar hér í
Kópavogi að nýta Vatnsendaland á
sem skynsamlegastan hátt fyrir
Kópavogsbúa því þetta er framtíðar-
byggingarland okkar en við munum
taka fullt tillit til umhverfisins og
náttúrannar í heild áður en við för-
um mikið af stað þar.“
Sjálfsagt að ræða
við borgaryfirvöld
Flosi Eiríksson, oddviti Kópa-
vogslistans, sem er í minnihluta í
bæjarstjóm Kópavogs, sagðist í
samtali við Morgunblaðið fagna til-
lögu borgarstjórnar Reykjavíkur.
„Mér finnst þetta vera skref í
rétta átt,“ sagði Flosi. „Elliðavatns-
svæðið allt saman er viðkvæmt og
það er mjög mikilvægt að það náist
sátt og skilningur um notkun þess og
umhverfi meðal allra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu.
Eg vona bara að við hér I bæjar-
stjórn Kópavogs berum gæfu til að
sýna sömu samstöðu og þeir í borg-
arstjórn Reykjavíkur."
Alzheimer
Fundu nýjan
erfðavísi
TEKIST hefur að afmarka nýjan
erfðavísi sem tengist alzheimer-sjúk-
dómnum, þann fímmta sem fundist
hefur á um áratug og tengist sjúk-
dómnum með óyggjandi hætti. Þetta
kom fram á fræðslufundi Félags
aðstandenda alzheimersjúklinga,
sem haldinn var í gærkvöld á Alþjóð-
lega alzheimer-deginum. Að sögn
Kára Stefánssonar, forstjóra Is-
lenskrar erfðagreiningar, Jóns
Snædal öldrunarlæknis og dr. Þor-
láks Jónssonar virðist erfðavísirinn
hafa meiri áhrif á myndun sjúkdóms-
ins en allir hinir fjórir samanlagt.
Fundur erfðavísisins vekur vænt-
ingar um að takast megi að þróa mik-
ilvirkari lyfvið sjúkdómnum.
Sérblöð í dag
Marie-Jose Perec hætt og farin
frá Sydney/B12
Besti árangur íslendinga
á Ólympíuleikum/B3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
líf
BÍÓBLAÐH)
Á FÖSTUDÖGUM