Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 6

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnlandsforseti heimsótti háskóla og fískvinnslu á Akureyri TTT Leikskólabörn á Akureyri taka lagið fyrir gesti í fþróttahöllinni, þar sem var dagskrá fyrir forseta Is- lands og Finnlands og aðra góða gesti Frá vinstri eru Dorritt Moussaieff, Ólafur Ragnar Grímsson, Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, og Þórunn K. Birnir, Taija Halonen, Krisfján Þór Júlíusson bæjarstjóri og kona hans Guðbjörg Ringsted. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, færði Finnlandsforseta málverk að gjöf eftir Svein- björgu Hallgrímsdóttur. Afskaplega ánægð með heimsóknina að öllu leyti ÉG ER afskaplega ánægð með hcimsóknina að öllu leyti,“ sagði Taija Iialonen, forseti Finnlands, í samtali við Morgunblaðið áður en hún flaug ásamt fylgdarliði frá Akureyri til Helsinki síðdegis í gær og kvaðst hún ekki síst ánægð með að hafa fengið þá ósk sína uppfyllta að heimsækja Akureyri. Síðasti dagur þriggja daga heim- sóknar hennar var á Akureyri þar sem hún kynnti sér skólastofnanir, útgerð og fiskvinnslu og endaði dagskráin í fþróttahöllinni. For- seti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, var með í för. „Þetta var mjög áhugaverður dagur hér á Akureyri og það er skemmtilegt að geta heimsótt ann- an bæ en höfuðstaðinn en ég hafði heyrt mikið um Akureyri og sam- vinnu Háskólans á Akureyri og háskólans í Rovaniemi svo mér fannst rétt að heimsækja bæinn og óskaði sérstaklega eftir því,“ sagði forseti Finnlands. „í annan stað fannst mér áhugavert að geta heimsótt fiskvinnsluna og sjá alla tæknina sem þar er nýtt., heyra af sölustarfseminni og samkeppninni sem ríkir í greininni," sagði hún og á þar við heimsókn til Út- gerðarfélags Akureyringa þar sem hún og fylgdarlið voru leidd gegnum vinnslusali. Guðbrandur Sigurðsson kynnti starfsemi fyrirtækisins og Aðal- steinn Helgason greindi frá starf- semi Samherja og síðan bauð bæj- arstjórn Akureyrar gestunum til hádegisverðar í mötuneyti UA ásamt starfsfólki fyrirtækisins. Eftir heimsóknina til UA var hald- ið í íþróttahöllina þar sem hópur Akureyringa tók á móti for- setunum, einkum börn. Börn frá Tónlistarskóla Akureyrar fluttu tónlist, leikskólabörn sungu og Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp. Síðan sagði Finnlandsforseti nokkur orð á sænsku sem forseti fslands túlk- aði og er áreiðanlega ekki algengt að einn þjóðhöfðingi túlki þannig fyrir annan. Tarja Halonen beindi orðum sínum einkum til barnanna, sagði þau forsetana vera góða vini, og að sámstarf landanna væri mikið enda væru þau bæði hluti af norrænu fjölskyldunni ásamt Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Hún sagði Islendinga og Finna geta glaðst yfir því að eiga góða nátt- úru og að hafa getað þróað samfé- lag sem býður þegnum sínum upp á góða menntun. Þá minntist Finnlandsforseti á að hún hefði rætt við íslenska ráðamenn og uppi væru áætlanir um að Iönd á norðurslóðum stæðu mcðal annars fyrir átaki í náttúruverndarmál- um. Heimsókn Finnlandsforseta til Akureyrar hófst með dagskrá í Morgunblaðið/Kristján Forseti Finnlands, Taija Halonen, heilsar upp á akureysk ungmenni í fþróttahöllinni. Guðbrandur Sigurðssori, framkvæmdastjóri ÚA, sýnir fínnsku forseta- hjónunum og öðrum gestum hluta af framleiðslu fyrirtækisins. Háskólanum á Akureyri. Þor- steinn Gunnarsson rektor kynnti starf háskólans og sagði þetta í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfð- ingi heimsækti skólann. Starfsemi hans hófst 1987 og eru nemendur nú 670, 504 stúlkur og 165 piltar, sem stundað geta nám á fjórum sviðum, heilbrigðisdeild, kennara- deild, stjórnunardeild og sjávar- útvegsdeild. Þorsteinn sagði skól- ann eiga mikla samvinnu við háskólann í Rovaniemi í Lapp- landi, m.a. á sviði rannsókna en einnig skiptust skólarnir á nem- endum og kennurum. Níels Einarsson kynnti Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Há- skóla norðurslóða en alls standa 30 stofnanir í 11 löndum að Há- skóla norðurslóða. Sagði hann það vera stofnun án veggja sem ætlað væri að sinna þörfum fólks á norð- lægum slóðum, st.yðja við og vera viðbót við aðrar menntastofnanir á þessu svæði. Akureyri þekkt fræðasetur í málefnum norðurslóða Morgunblaðið/Kristján Finnlandsforseti flutti fyrirlestur um málefni norðurslóða á Akureyri. AKUREYRI verður sífellt þekktari sem fræðasetur í málefnum norður- slóða og annan'a norrænna sam- starfsverkefna og það er líka ánægjuefni að Akureyri er í nánu samstarfí við hliðstæðan bæ í Lapp- landi, Rovaniemi í gegnum háskóla bæjanna, sagði Tarja Halonen, for- seti Finnlands, meðal annars í upp- hafi fyrirlesturs síns á Akureyri í gær en þar ræddi hún um samstarf á sviði norðurslóða í víðu samhengi. Finnlandsforseti kvað Ólaf Ragn- ar Grímsson, forseta íslands, hafa lagt grunn að samstarfi Akureyrar og Rovaniemi þegar hann setti fram hugmyndina um Norrænu rann- sóknastofnunina þegar hann heim- sótti Háskólann í Lapplandi árið 1998. Miðstöðvar norðurslóða í Rov- aniemi og Akureyri hafi starfað náið saman og nýtt sér nútíma upplýs- ingatækni og skapað eins konar há- skólanet til rannsókna á þessu fræðasviði. Halonen sagði heiminn breytast hratt og að talað væri mikið um al- þjóðavæðingu í viðskiptum. Alþjóða- væðing væri hins vegar mun meiri og þar gegndu Sameinuðu þjóðirnar til dæmis miklu hlutverki sem væri ekki síst mikilvægt fyrir Norður- lönd. Það mætti m.a. marka af því að ísland hefði hug á að fá sæti í örygg- isráði SÞ í kringum 2009 til 2010. Hún minnti á þá áherslu sem jaðar- þjóðirnar í norrænu samstarfi, Finnland og ísland, legðu á samstarf sín í milli og með samstarfi við þriðja land eins og nú væri mögulegt varð- andi málefni Eystrasaltslanda. For- setinn sagði Finnland styðja hug- myndir íslands um aukið samstarf landa við Norður-Atlantshaf, einnig innan norræna ráðherraráðsins á sama hátt og ísland styddi við að- gerðir Finna í austurátt. Forsetinn sagði Finnland hafa lagt áherslu á það fyrir Evrópusam- bandinu að Norðurlandaþjóðir vildu sjá aukið samstarf ESB við þær og að ísland og Noregur hefðu strax séð þýðingu þess að Finnland ynni að þessari stefnu innan ESB og hefði hún borið árangur. Þá ræddi hún um norðlægu víddina sem hún sagði mikilvæga Finnlandi og íslandi og meðal verkefna á því sviði væri að draga úr ógnum sem heilsu manna og umhverfinu stafaði af mengun í Eystrasalti og Barentshafi. Tarja Halonen gerði einnig Norð- urskautsráðið að umtalsefni og sagði tíma til kominn að það tæki jafnrétt- ismálefni til umræðu og nýtti sér vinnu sem fram hefði farið í samtök- um kvenna og meðal frumbyggja. Kvaðst hún einnig vona að hægt yrði að nýta sér þekkingu sem fram hefði komið á kvennaráðstefnunni í Reykjavík í október á síðasta ári með verkefnum sem hrint hefði verið af stað í framhaldi af henni. Undir lokin sagðist Halonen hafa varið miklum tíma í að fjalla um nor- rænt samstarf innan þeirra mörgu samtaka sem það væri á dagskrá. Hún sagði samskipti og frumkvæði einstaklinga í löndunum jafnmikil- væg og minnti á ráðstefnur og önnur samskipti á því sviði. Lokaorð henn- ar voru á þá leið að sú staðreynd að Finnar væru í útjaðri í austri og ís- lendingar í vestri sameinaði þjóðirn- ar fremur en að greina þær að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.