Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skýrslan hyggir m.a. á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar. Nýjar aðferðir við mat á verndargildi náttúrunnar Nýjar aðferðir við mat á verndargildi nátt- úru á virkjunarsvæðum eru kynntar í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Islands. Meðal þess sem nefnt er til sögunnar eru verndarviðmið sem eru háð og óháð afstöðu manna og vistfræðileg viðmið. Landspítalinn í Fossvogi Rekstri barnadeild- ar breytt ANNA Stefánsdóttir, hjúkrunaifor- stjóri Landspítalans, segir að þjón- usta barnadeildar Landspítalans í Fossvogi verði endurmetin í lok október. Akveðið hafi verið að gera tilraun með breytt rekstrarfyrir- komulag deildarinnar í tvo mánuði. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur og foreldri langveiks barns, gagn- rýndi í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, að búið væri að draga saman rekstur barnadeildarinnar í Fossvogi. Hann spyr í greininni hver sé framtíð barnadeildarinnar og seg- ir að það verði spor aftur á bak að leggja deildina niður. Barnadeildin í Fossvogi var lokuð í fimm vikur í sumar vegna sumar- leyfa starfsfólks. Anna sagði að eftir að sumarleyfum lauk hefði verið ákveðið að gera tilraun í tvo mánuði með breytt fyrirkomulag á rekstri deildarinnar. Deildin yrði opin fimm daga vikunnar og aðeins opin þriðju hverja helgi þegar spítalinn sér um bráðavakt. Hún sagði að stjórnendur spítalans vildu reyna þetta fyrir- komulag og sjá hvaða viðfangsefni kæmu upp. Hún sagði að stöðugt ættu sér stað breytingar í rekstri Landspítalans og þetta væri eitt dæmið um það. Anna sagðist skilja vel áhyggjur foreldra og að þessar breytingar gætu valdið óvissu hjá einhverjum. Hún sagði hugsanlegt að ekki hefði verið nægilega vel kynnt hvernig spítalinn hygðist bregðast við þeim aðstæðum sem upp kæmu. Nýr barnaspítali verður tekinn í notkun við Hringbraut eftii- eitt ár, en Anna sagði að ekkert lægi fyrir hvaða breytingar opnun hans hefði á aðrar deildir Landspítalans. ----------------- Leikdagskrá í Hafnarfjarðarkirkju Það gefur, Guð minn LEIKDAGSKRÁ, sem Jón Hjart- arson leikari hefur sett saman um sjósókn og trú í Hafnarfirði í fortíð og nútíð, verður frumsýnd í Hafnar- fjarðarkirkju á sunnudag í salar- kynnum safnaðarheimilis kirkjunn- ar, Hásölum. Dagskráin byggist á leik, upplestri og söng og nefnist „Það gefur, Guð minn“. Jón hefur fengið tvo leikara til liðs við sig, þau Ragnheiði Steindórsdóttur og Jón E. Júlíusson, söngkonuna Þórunni Sigþórsdóttur og undirleikarann Carl Möller. Að sögn séra Gunnþórs Ingason- ar, sóknarprests í Hafnarfjarðar- kirkju, er leikdagskráin framlag kirkjunnar til kristnihátíðar en meginþema prófastsdæmisins í ár er „þér eruð salt jarðar“. Rifjaðir eru upp atburðir í sögu bæjarins er tengjast sjósókn og trúariðkun, sagt frá einstökum útgerðar- og kirkjunnar mönnum og dagskráin fléttuð saman með leik og söng. Á meðan þetta fer fram er litskyggn- um frá ólíkum tímum varpað upp á tjald í bakgrunni. Sem dæmi um atburði sem rifjað- ir eru upp í dagskránni má nefna söltu jólin í Hafnarfirði, upphaf tog- araútgerðarinnar þegar Einar Þorgilsson keypti Kút, þegar bátur- inn Júlí fórst í Halaveðrinu 8. febr- úar 1959 og endurreisn togaraút- gerðarinnar með framlagi Guðrúnar Lárusdóttur og fleiri. Uppsetning verksins nýtur styrks frá SIF hf. sem hefur flutt alla sína starfsemi til Hafnarfjarðar. Sýning- in hefst kl. 14 og er öllum opin án endurgjalds. Að henni lokinni verð- ur boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu þar sem sýningargestir geta skipst á skoðunum um verkið. SKÝRSLU sem Náttúrufræði- stofnun íslands hefur tekið saman eru lagðar fram tillögur um nýjar aðferðir við mat á verndar- gildi náttúru á virkjunarsvæðum. Bent er á fjölmörg atriði sem þarf að skoða á hugsanlegum virkjanasvæð- um áður en orkufyrirtæki ráðast í frekari athuganir. Hugmyndin er sú að beita aðferðunum til að meta öll svæði á íslandi sem komið hefur til álita að virkja. Skýrslan var kynnt í gær en niður- stöður hennar byggja á rannsóknum á tveimur hugsanlegum virkjunar- svæðum, annars vegar á Brúardöl- um og Vesturöræfum á vatnasvæði Jökulsár á Dal sunnan Kárahnjúka (300 km2). Hins vegar á Hofsafrétt, á vatnasvæði Eystri- og Vestari-Jök- ulsár á Fjöllum norðan Hofsjökuls (250 km2). Fram kom á fundinum að svæðin tvö voru m.a. valin vegna þess hve mikið er til af gögnum um þau. Skýrslan er hluti af rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hefur það markmið að leggja mat á og flokka virkjunai-kosti, jafnt vatnsafl og há- hita, með tilliti til orkugetu, hag- kvæmni, áhrifa á náttúrufar, nátt- úru- og menningarminjar, svo og hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Verkefnisstjóri rammaáætlunar- innar er Sveinbjörn Björnsson, fyrr- verandi háskólarektor og prófessor við Háskóla íslands. Hann leiðir verkefnastjórn sem er með yfir- stjórn verkefnisins. Með verkefnis- stjórn vinna fjórir faghópar. Náttúrufræðistofnun íslands annað- ist gerð skýrslunnar samkvæmt samningi sem gerður var við Orku- stofnun og Landsvirkjun í fyrravor en fram kom á fundinum að fjöl- margar stofnanir aðstoðuðu við gerð skýrslunnar. Tillögur til grundvallar við mat á verndargildi svæða I skýrslunni kemur fram að tillaga Náttúrufræðistofnunar íslands um gögn sem lögð verða til grundvallar við mat á vemdargildi svæða eru í fyrsta lagi vistgerðarkort af áhrifa- svæði virkjunar þar sem vistgerðir eru skilgreindar á þurru landi og í ferskvatni. Vistgerðir eru landfræði- legar einingar í náttúrunni með ákveðin einkenni, t.d. hvað varðar gróður, dýralíf, jarðveg og loftslag. Evrópusambandið skilgreindi vist- gerðir árið 1996 og var að sögn Sig- urðar H. Magnússonar, starfsmanns Náttúrufræðistofnunar, höfð hlið- sjón af þeim skilgreiningum í verk- efninu en gróðurkort vora notuð sem grunnur við flokkun í vistgerðir. í öðru lagi era gögn sem lögð verða til grandvallar listi og kort yfir sjaldgæfar lífverar og tegundir sem eiga heima á válista. í þriðja lagi kort sem sýnir útbreiðslu mikil- vægi-a villtra flugla og spendýra á svæðinu, _ t.d. heiðagæsa og hreindýra. í fjórða lagi listi og kort yfir sjaldgaefar og sérstæðar jarð- myndanir. I fimmta lagi lýsing og mat á þeirri landslagsheild sem svæðið tilheyrir. Segir svo að afstætt vemdargildi fáist svo með saman- burði á þessum þáttum samanlögð- um en vægi þeirra innbyrðis muni ávallt verða matsatriði. í skýrslunni era einnig skilgreind vemdarviðmið sem hafa skal til hlið- sjónar við mat á virkjanasvæðum framtíðarinnar. Við samningu þeirra var höfð hliðsjón af lögum um nátt- úravernd og alþjóðasamningum um náttúravernd sem ísland er aðili að. Þrenns konar verndarviðmið Tillaga skýrslunnar er sú að við mat á verndargildi náttúrannar eigi að miða við viðmið sem skipta megi í þrjá flokka. í fyrsta lagi verndar- viðmið sem ráðast af afstöðu manna. Þar komi til álita efnahagsleg sjón- armið, fegurð svæðis, fræðsla, en sum svæði henta betur en önnur til almennrar uppfræðslu. Þá er bent á að landsvæði geta tengst menningu og starfi þjóðarinnar og þannig skar- ast við þjóðminjar, útivistarmögu- leikar, vísindi og loks ef svæði teng- istþjóðfræði og átrúnaði. I öðru lagi era nefnd verndar- viðmið sem era óháð afstöðu mannna. Þeim er skipt í þrjá flokka, fágæti, undur og einkenni. Fyrir- bæri í fyrsta flokki hefur verndar- gildi vegna þess hve sjaldgæft það er, fyrirbæri í öðram flokki ber af öðram sams konar og fyrirbæri í þeim þriðja er einkennandi fyrir náttúrafar á tilteknu svæði. í síðasta flokknum era vistfræði- leg viðmið. Á meðal þeirra era fjöl- breytni, upprunasjónarmið, frelsi en þá er átt við þegar náttúrafyrirbæri er laust við afskipti manna. Hugmyndin er síðan að svæðum verði gefin einkunn í einstökum flokkum og kostir þeÚTa sem virkj- anastaða metin út frá því. Ekki er enn búið að fara yfir alla þessa þætti á svæðunum sem era í rannsókn en að sögn Sveinbjörns er stefnt að því að niðurstöður verði komnar að ári liðnu fyrir Kára- hnjúkavirkjun. Nú liggja fyrir kort af þurrlendisvistgerðum rannsókn- arsvæðanna, listi yfir sjaldgæfar plöntur og kort yfir sjaldgæfar og sérstæðar jarðmyndanir á svæðun- um. Ef tekið er mið af niðurstöðum úr þeim rannsóknum kemur í ljós að vemdargildi rannsóknarsvæðis á Brúardölum og Vesturöræfum er töluvert meira en rannsóknarsvæðis á Hofsafrétt. Tekið er fram í skýrsl- unni að of mikið skorti á upplýsingar til að hægt sé að fullyrða um saman- burðinn, einkum vegna þess að upp- lýsingar um vistgerðir ferskvatns vantar. En sem dæmi má nefna að mat á verndargildi jarðmyndana á svæðunum sýnir að hæst verndar- gildi fá fyrirbæri á Brúardölum og Vesturöræfum sem tengjast Brúar- jökli og Jökulsá á Dal, þ.e. Töðu- hraukar og jaðar Brúarjökuls. Á Hofsafrétt fær Rauðhólasandur ásamt Klofnuhæð hæstu einkunn jarðmyndana, enda einstök ummerki um jökulhlaup í lok ísaldar. Vist- gerðir sem fá hæstu einkunn sam- kvæmt mati era útbreiddar á rann- sóknarsvæðinu á Brúardölum og Vesturöræfum og ná yfir tugi fer- kílómetra á því. Erfítt að meta öll atriðin Á blaðamannafundinum kom fram að ekki lægi fyrir hve langt verður gengið í að gefa einkunnir fyrir verndarviðmiðin enda erfitt að meta mörg þeirra. Sveinbjörn sagði að ljóst væri að vægi einstakra þátta hlyti að vera mismikið. Hann benti á að Norðmenn, en aðferðirnar era að hluta til að norskri fyrirmynd, hefðu brennt sig á því að gefa öllum þáttum jafnt vægi. Sveinbjörn benti einnig á að ekki væri hægt að meta öll atriðin til íjár, þó að þannig hugmyndir væru þekktar. Undir þetta tók Þor- kell Helgason, forstjóri Orkustofn- unar, og benti á að ekki væri verið að meta virkjunarkosti í skýrslunni. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, sagði að skýrslurnar myndu nýtast við um- hverfismat virkjana en lagði áherslu á að þessi skýrsla væri fyrst og fremst hugsuð sem tillaga að hvaða aðferðum ætti að beita þegar náttúr- an væri metin. Jón sagðist viss um að skýrslur unnar eftir rammaáætlun ættu eftir að nýtast víðar en ein- göngu þegar hugsanlegir virkjana- kostir verða metnir. Allir fram- kvæmdaaðilar ættu að geta nýtt sér þær. Fram kom að hugmyndin er sú að orkufyrirtækin munu geta nýtt sér skýrslurnar meðan virkjanahug- myndir era enn á frumstigi, þannig að þau geti horfið frá virkjanahug- myndum strax áður en þau hafa fjár- fest nokkuð í þeim, reynist lands- væði ekki hentugur virkjunarkostur. Jón Helgason, formaður Land- verndar, benti á að rannsóknir og fræðsla um landið væra forsenda þess að teknar yrðu góðar ákvarðan- ir um virkjanastaði framtíðarinnar og því væri verkefni sem þetta mjög mikilvægt. Landvernd mun annast miðlun rammaáætlunarinnar, en finna má upplýsingar um hana á heimasíðu fyrirtækisins. Stefnt er að því að í árslok 2002 verði búið að vinna skýrslur um 20 virkjanahugmyndir. Alls á að vinna slíkar skýrslur um allar þær 100 virkjanahugmyndir sem nú liggja fyrir og verður það um tveggja ára- tuga verk að mati Sveinbjöms Bjömssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.