Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 13

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 13 Stofnfundur um útgáfu nýrrar Veru STOFNFUNDUR einkahlutafé- lags um útgáfu tímaritsins Veru verður haldinn í Hlaðvarpanum í Reykjavík á sunnudaginn en síð- asta tölublað Veru sem málgagn Samtaka um kvennalista kom út í júlí sl. Elísabet Þorgeirsdóttir, sem ritstýrt hefur Veru undanfarin ár, segir að vilji sé til þess meðal kvenna sem starfað hafa að kven- réttindamálum að gefa tímaritið út áfram sem vettvang íyi'ir málefni kvenna og jafnréttismála á breið- um grunni. Segir hún að nokkur kvennasamtök og áhugasamir ein- staklingar hafí tekið höndum sam- an um að treysta grundvöll tíma- ritsins með því að stuðla að stofnun einkahlutafélags um áframhaldandi útgáfu. „Ég er sannfærð um að það sé þörf fyrir tímarit sem heldur uppi umræðu um jafnréttismál á breiðum grunni,“ segir Elísabet í samtali við Morgunblaðið en stefnt er að því að í ritstjórn nýrrar Veru sitji fjölbreyttur hópur áhugafólks um jafnréttisbaráttu á nýrri öld. Konur sem buðu fram til borgar- stjórnar í Reykjavík og síðan til Alþingis stofnuðu tímaritið Veru árið 1982 og hefur það verið gefið út af Samtökum um kvennalista síðan þá. Samtökin hafa hins vegar lagst af eftir að þau ákváðu að standa að stofnun Samfylkingar- innar. Stofnfundur einkahlutafélagsins um útgáfu Veru verður haldinn í Hlaðvarpanum á sunnudaginn eins og fyrr segir og hefst hann kl. 17.00. Elísabet segir að allt áhuga- fólk um útgáfu tímarits fyrir hugs- andi fólk sé velkomið á stofnfund- inn. ----------------- Starfsemi hafin að nýju á Hólmavík STARFSEMI í fiskvinnslufyrir- tækjum og sláturhúsi Goða hf. á Hólmavík hófst að nýju síðastliðinn mánudag eftir að endanlegar niður- stöður rannsókna á sýnum, sem tek- in voru úr vatnsbólum í bænum í síð- ustu viku, leiddu í ljós að vatnið var laust við kampýlóbakter. Að sögn Antons Helgasonar, heil- brigðisfulltrúa á Vestfjörðum, voru tilmæli til íbúa Hólmavíkur, um að sjóða neysluvatn, dregin til baka um helgina og í kjölfarið veittu Fiski- stofa og yfirdýralæknir leyfi fyrir því að starfsemi hæfist að nýju í fisk- vinnslu og sláturhúsinu á mánudag. Að sögn Antons er búið að gera þær úrbætur á vatnsbólum bæjarins sem hann hafði farið fram á. Afram yrði þó fylgst grannt með þessum málum á Hólmavík. Doktorsvörn við læknadeild Háskólans Ver ritgerð um heysótt GUNNAR Guðmundsson læknir ver nk. laugardag doktorsritgerð sína „Cytokines in Hypersensitivity Pneumonitis" sem læknadeild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða Helgi Valdimarsson prófessor við Háskóla Islands og Mark Schuyler M.D. frá University of New Mexico í Albuquerque í Bandaríkjunum. Forseti lækna- deildar, Reynir Tómas Geirsson prófessor, stjórnar athöfninni. Ritgerðin fjalla um heysótt sem er sjúkdómur sem fyrst var lýst í heiminum á Islandi árið 1790. Dauð- ar hitakærar bakteríur, sem vaxið hafa í illa þurrkuðu heyi og þyrlast upp þegar heyið er gefið og berast ofan í lungu, valda sjúkdómnum. Sjúkdómseinkennin eru hósti, mæði og hiti sem kemur nokkrum klukkustundum eftir heygjöf. Þótt einkenni sjúkdómsins séu vel þekkt er bólguferlið sem fram fer í lungun- um ekki eins vel kannað. Tilgangur þessara rannsókna var að kanna betur bólguferlið sem fer af stað í lungunum. Var þetta gert með því að framkalla sjúkdóminn í músum og einnig með því að nota ræktaðar frumur í tilraunaglösum. Kannaður var þáttur efna sem bera boð milli frumna og nefnast frumuhvatar. Bólgusvörunin getur verið af Thl- gerð eða Th2-gerð og fer það eftir því hvaða frumuhvata frumurnar losa til að miðla boðum. Með því að nota genabreyttar mýs sem ekki mynda ákveðna frumuhvata var sýnt fram á að bólgusvörunin í þessum sjúkdómi er fyrst og fremst af Thl-gerð og að Th2-svörun dregur úr bólgusvörun- inni. Þá kom það einnig fram í rann- sóknunum að mýs sem höfðu nýlega haft veirusýkingu í öndunarvegi fengu meiri bólgusvörun af Thl- gerð heldur en mýs sem ekki höfðu sýkst. Þá greindist einnig munur á næmi mismunandi músastofna sem eru erfðafræðilega frábrugðnir til að fá heysótt. Munurinn reyndist að mestu leyti stafa af kröftugri Thl- svörun í næmum músum en veikri svörun í ónæmum músum. Með því að nota ræktaðar öndunarfæra- þekjufrumur í tilraunaglösum kom í ljós að hitakæru bakteríurnar valda beint bólguviðbrögðum í öndun- arfæraþekjufrumunum. Þetta skýr- ir hvernig bólgusvörunin fer af stað í upphafi. I heild hafa rannsóknir þessar gert það kleift að skilgreina betur bólguferlið sem fram fer í hey- sótt. Gunnar Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 9.6.1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981 og læknaprófi frá Háskóla Íslandsl988. Hann stund- aði framhaldsnám við University of Iowa, Iowa City, Iowa-ríki, Banda- ríkjunum í lyflækningum frá 1991 til 1994. Ennfremur lagði hann stund á framhaldsnám í lungna- og gjör- gæslulækningum frá 1994-1998 við sama skóla. Hann hlaut sérfræðivið- urkenningu á íslandi í lyflækning- um, lungna- og gjörgæslulækning- um. Doktorsvörnin fer fram í hátíðar- sal Háskóla íslands og hefst klukk- an 14:00. Ingólfstorg hefur oft verið vettvangur hjólabrel.takappa, en nú eru hlaupahjólamenn að ná þar yfirhöndinni. S Morgunblaðið/Ómar A hlaupahjóli Slök veiði í Soginu í sumar Ekki starfsemi virkjana að kenna HÉÐINN Stefánsson, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun, segir það rangt að slaka veiði í Soginu í sumar megi rekja til vatnsborðsbreytinga á ánni sem starfsemi við virkjanirnar við írafoss og Ljósafoss valdi. Umræða í þessa veru sé hins vegar ekki ný af nálinni, öll óáran sé gjarnan Landsvirkjun að kenna en henni sé aldrei þakkað neitt gott. Haft var eftir Ólafi K. Ólafssyni, formanni árnefndar SVFR fyrir Sogið, hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag að ástandið vegna vatns- borðshækkana í Soginu hefði verið afleitt í sumar, Landsvirkjun hafi sí- fellt verið að hringla með vatnsborð- ið og það gefi augaleið hver áhrif það geti haft á lífríki árinnar. Héðinn bendir hins vegar á að úr- hellisrigningar hafi veruleg áhrif á vatnsborðsmagn í Soginu. Segir hann það t.d. hafa gerst nýlega að mikil rigning olli því á skömmum tíma að áin varð allt að því tvöföld. „Þetta ráðum við ekkert við,“ seg- ir hann. „Það er krafa hagsmunaað- ila, t.d. veiðimanna og landeigenda, að vatnsborðið í Þingvallavatni og Ulfljótsvatni sveiflist ekki nema sáralítið, langt innan við það sem hægt væri að telja t.d. náttúrulega sveiflu. Fyrir vikið þarf að láta þetta vatn allt saman fara niður í gegnum ána og þess sér stað ef áin verður tvöföld kannski á einum sólarhring." Héðinn segir að vissulega væri hægt að gera þetta öðruvísi. „Það mætti hugsa sér að láta úrhellisrign- ingar hafa meiri áhrif á vatnsborð Þingvallavatns, og jafnvel Úlfljóts- vatns líka,“ segir hann. „Við höfum vissa burði til þess að geta haldið aftur af svona stórum sveiflum sem eru af völdum rigninga. En þá fáum við líka á bakið á okkur aðila sem vilja ekki láta vatnsborðið hækka þar.“ Héðinn tók fram að þeir hefðu ávallt verið reiðubúnir til viðræðna við veiðimenn um það sem betur mætti fara. Allt kapp væri lagt á að valda ekki lífríkinu skaða. Hins veg- ar væri oft erfitt að gera þannig að öllum líkaði. Gengið frá skuldum Al- þýðubanda- lagsins BÚIÐ er að ganga frá og greiða niður nær allar skuldir Alþýðubandalagsins, samtals um 30 milljónir króna, að sögn Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalags- ins. Eftir standa skuldir upp á nokkrar milljónir ki’óna sem fylgja munu alþýðubandalags- mönnum inn í Samfylkinguna. Að sögn Margrétar var gengið frá skuldunum fyrr í sumar með framlögum úr styrktar- mannakerfi flokksmanna Al- þýðubandalagsins og Sigfúsar- sjóði en það er sjóður sem hefur það hlutverk að styðja fjöldahreyfingu vinstri manna á íslandi. „Það hefur verið vilji forystu Alþýðubandalagsins og foi-ystu Sigfúsarsjóðs að Al- þýðubandalagið skildi hvergi eftir sig neina skuldaslóð og við teljum okkur hafa staðið við það,“ segir Margrét. Margrét tekur fram í þessu sambandi að heildareignir Al- þýðubandalagsins hafi verið miklu meiri en skuldir þess og vísar þar til húseigna sem flokkurinn á víða á lands- byggðinni. Segir hún að kjör- dæmisráð Alþýðubandalagsins og einstök félög Alþýðubanda- lagsins hafi enn ekki ákveðið hvað gert verði við þær eignir; hvort þær verði seldar eða hvort þær muni verða færðar yfir í eigu Samfylkingarinnar. Gögn Alþýðubandalagsins á Landsbókasafnið Margrét segir að Alþýðu- bandalagið hafi ekki einungis verið að gera upp skuldir sínar á síðustu mánuðum heldur hafi einnig verið unnið að því að ganga frá skjölum og bókum sem til voru á skrifstofu flokksins í Reykjavík. Segir hún að hluti af þeim gögnum hafi verið sendur til Lands- bókasafnsins þar sem hann verður flokkaður og geymdur enda sé um opinber gögn að ræða. Spurð um fjármál Alþýðu- bandalagsins vill Margrét koma eftirfarandi á framfæri: „Ég fagna, eins og alltaf, áhuga fjölmiðla á fjármálum stjórnmálaflokka en þykir leitt að hann skuli ekki ná til fleiri stjórnmálaflokka en Alþýðu- bandalagsins." Forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Sækist ekki eftir starfínu áfram ÓMAR Kristjánsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sótti ekki um að gegna starfinu áfram og lætur af störfum um mánaðamótin. Starfið var auglýst laust til umsóknar samkvæmt nýrri skipan um rekstur flug- stöðvarinnar í síðasta mánuði bár- ust 20 umsóknir um stöðuna. Ómar segir að það eigi ekki að koma neinum á óvart að hann sæk- ist ekki eftir að halda starfinu áfram. „Ég er búinn að starfa á Keflavíkurflugvelli í fjögur ár með miklu ágætis samstarfsfólki; tvö ár sem framkvæmdastjóri og tvö ár sem forstjóri en umræðan und- anfarið hefur snúist um að ég sitji þar í skjóli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og að hann sé sérstakur velgjörðarmaður minn.“ Ómar segir að málum sé ekki þannig háttað og nefnir m.a. því til stuðnings að hann hafi upphaflega verið valinn af stjórnendum flug- vallarins sem framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar árið 1996 úr stór- um hópi umsækjenda. „Þessi umræða undanfarið hef- ur hjálpað mér í því að taka þá ákvörðun að sækja ekki um starf- ið. Jafnframt finnst mér þetta vera hentugur tími til að hætta. Góður árangur hefur náðst í rekstri flug- stöðvarinnar með samstilltu átaki starfsfólks stöðvarinnar. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.