Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Gjöld með nemendum sem eiga
lögheimili í öðrum sveitarfélögum
Innheimtu fylg^t
fastar eftir
Reykjavík
REYKJAVÍKURBORG
mun í vetur fylgja því fastar
eftir að innheimta gjöld með
nemendum sem sækja nám í
grunnskólum Reykjavíkur
en eiga lögheimili í öðrum
sveitarfélögum.
„Ef börn eiga lögheimili í
öðrum sveitarfélögum þurfa
foreldrar þeirra að óska eft-
ir því við sveitarfélag sitt að
það greiði fyrir skólagöngu
barnsins í Reykjavík," segir
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
forstöðumaður þróunarsviðs
Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur.
Hún segir að það fari eftir
stærð skólans hver upphæð
sú sem greidd er með hverj-
um nemanda sé, en að hún
sé yfirleitt um 20.000 krónur
á mánuði í stærri skólum.
Aðeins greitt með 36
nemendum af 172
Guðbjörg Andrea segir að
hingað til hafí því ekki verið
fylgt nógu vel eftir að inn-
heimta umrædd gjöld frá
sveitarfélögunum. A síðasta
skólaári hafi 172 nemendur
sem áttu lögheimili utan
Reykjavíkur sótt nám í
grunnskólum Reykjavíkur
en aðeins hafi verið gerðir
samningar um greiðslu við
viðkomandi sveitarfélög fyr-
ir 36 þeirra. Jafnframt hafi
107 nemendur sem eiga lög-
heimili í Reykjavík stundað
nám í skólum í öðrum sveit-
arfélögum en Reykjavíkur-
borg hafi greitt með þeim
öllum til viðkomandi sveitar-
félaga.
Guðbjörg Andrea segir að
fjöldi nemenda sem eigi lög-
heimili utan Reykjavíkur sé
svipaður í ár og hann var í
fyrra. Nú verði gengið eftir
því að fá greitt með hverjum
og einum enda hafi grunn-
skólarnir hingað til tapað
tölvuverðri upphæð með því
að innheimta ekki þetta
gjald.
'HHl
Teikning/Vilhjálmur Hjálmarsson
Nýtt kennsluhúsnæði
við Austurbæjarskóla
Austurbær
INNAN skamms hefjast
framkvæmdir við Austur-
bæjarskóla en til stendur að
koma fyrir kennsluhúsnæði
með fjórum kennslustofum á
þaki geymsluhúss Orkuveitu
Reykjavíkur norðvestan við
skólann. Húsið verður byggt
á stálbita sem hvíla á þaki
geymsluhússins og hver
skólastofa verður sjálfstæð
færanleg eining. Að utan
verður húsið klætt með ljós-
um sléttum plötum.
Húsnæðið verður alls um
340 fermetrar og hljóðar
kostnaðaráætlun upp á um
60 milljónir króna.
Byggingarnefnd Reykja-
víkur hefur veitt leyfi fyrir
framkvæmdunum, en auk
kennsluhúsnæðisins sjálfs
verður byggður gangur yfir
í sjálft skólahúsið.
Stefnt er að því að hægt
verði að taka húsnæðið í
notkun um áramót.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þessar stúlkur fengu fylgd yfir Hamrahlíðina á leið sinni í
Hlíðarskóla rétt um hádegi í gær.
Engin vetrarfrí
gefín í grunn-
skólum í vetur
Reykjavík
VETRARFRÍ verða engin í
grunnskólum Reykjavíkur í
vetur, að sögn Guðbjargar
Andreu Jónsdóttir for-
stöðumanns þróunarsviðs
Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur, en hún segir að daga-
talið í vetur sé þannig að
færri helgidagar séu um
helgar og því séu færri virk-
ir dagar á þessu skólaári en
voru í fyrra.
„Þessi vetrarfrí í fyrra
voru gefin af því að það
voru fleiri virkir dagar á
tímabilinu 1. september til
31. maí, heldur en gert er
ráð fyrir í kjarasamningum
kennara. Þar er gert ráð
fyrir 170 kennsludögum. En
nú passar dagatalið betur,
þannig að það verður ekkert
vetrarfrí í vetur,“ segir Guð-
björg Andrea.
í fyrra vetur voru vetrar-
frí í grunnskólum gagnrýnd
nokkuð af foreldrum og tók
Óskar ísfeld Sigurðsson,
áheyrnarfulltrúi foreldra í
Fræðsluráði, málið upp á
fundum í ráðinu. Meðal þess
sem fram kom í gagnrýni á
vetrarfríin var að í sumum
tilfellum skertu þau þann
fjölda kennsludaga sem
nemendur eiga rétt á sam-
kvæmt lögum, en þeir eiga
að vera 170 kennsludaga.
Einnig kom fram að starfs-
dagar kennara teldust ekki
til kennsludaga, en um það
liggur fyrir úrskurður
menntamálaráðuneytisins.
Fylgd
yfir
götu
Hlíðar
NU þegar starf grunnskól-
anna er hafið eru gangbraut-
arverðir búnir að taka sér
stöðu við margar þær um-
ferðargötur sem nemendur
þurfa að ganga yfir til að
komast í skólann.
Gangbrautarvörðurinn við
Hlíðaskóla sér til þess að bíl-
arnir stöðvi við gangbraut-
ina og svo fylgir hann börn-
unum yfir götuna.
Vilji til að-
gerða til
að jafna
stöðu
kynjanna
Garðabær
GARÐABÆR hefur
gefið út jafnréttisáætl-
un, sem bæjarstjórn
hefur samþykkt, þar
sem lýst er vilja til að
jafna aðstöðu kynjanna
með sérstökum aðgerð-
um.
Hún tekur annars
vegar til stjórnkerfis
og starfsmanna bæjar-
ins og hins vegar til
þeirrar starfsemi og
þjónustu sem stofnanir
bæjarins veita. Auk
þess er þar beint til-
mælum til yfirvalda og
forsvarsmanna stofn-
ana og fyrirtækja, sem
eru rekstrarlega óháð
bænum.
„Með jafnréttisáætl-
uninni lýsir bæjar-
stjórn Garðabæjar vilja
sínum til þess að jafna
stöðu kvenna og karla í
bæjarfélaginu með sér-
stökum aðgerðum,"
segir í frétt frá Garða-
bæ. „Það er stefna
bæjarstjórnar að kynin
eigi að njóta sömu
tækifæra, fá sömu laun
fyrir sömu vinnu, hafa
sömu réttindi og hafa
sömu möguleika til
áhrifa í samfélaginu."
Framkvæmdir við breikkun Miklubrautar milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar hefjast senn
Hjólreiðamenn
vara við mistökum
Miklabraut
LANDSSAMTÖK hjólreiða-
manna hafa gert athuga-
semdir við fyrirhugaða
breikkun Miklubrautar milli
Kringlumýrarbrautar og
Grensásvegar og telja nauð-
synlegt að ekki verði gerð
frekari mistök við hönnun
stíga við Miklubraut, eins og
það er orðað.
„Miklabrautin er miðsvæð-
is í borginni og því hafa
göngustígamir mikið verið
notaðir af hjólreiðafólki sem
leið hefur átt í austur-vestur
Reykjavík. Seinustu fram-
kvæmdir við Miklubraut milli
Grensásvegar og Reykjanes-
brautar hafa fyrst og fremst
miðast við að koma bifreiðum
án hindrana um Miklubraut.
Þar hefur slitlag stíga með-
fram Miklubrautinni verið
lagfært en um leið hafa vega-
lengdir lengst um allt að
þriðjung vegna fjölda beygja
umhverfis mislægu gatna-
mótin við Réttarholtsveg.
Þetta er í hrópandi andstöðu
við yfirlýsta stefnu Reykja-
víkurborgar," segir í umsögn-
inni.
Þá er vitnað til þess að á
vefsíðu Reykjavíkurborgar
segi að efla skuli vistvænar
samgöngur, svo sem almenn-
ingssamgöngur, hjólreiðar og
gangandi umferð og að efla
skuli hlut göngu- og hjólreiða-
stíga í umferðarkerfinu þann-
ig að stígarnir verði ákjósan-
legur samgöngumáti.
mólreiðar hvorki
greiðfærar né öruggar
„Ef af þessu á að verða þá
verður að gera öllum sam-
göngum jafnt undir höfði.
Hjólreiðar á göngustígum
Reykjavíkur eru hvorki
greiðfærar né öruggar þar
sem þeim er blandað við
gangandi umferð auk þess
sem bifreiðar hafa allan for-
gang í samgöngum og í hönn-
un umferðarmannvirkja
borgarinnar,“ segir í athuga-
semdum hjólreiðamanna.
Þeir leggja til ýmsar breyt-
ingar á núverandi stígum, svo
sem að núverandi stígur á
kaflanum verði breikkaður úr
2,5 m í 4 metra, eða a.m.k. að
breidd stígsins fyrir hjólandi
verði ekki minni en 2 metrar
og réttur vegfarenda sé ótví-
ræður. Mikilvægt sé að stíg-
urinn sé skilgreindur sem að-
albraut. Því þurfi að vara
akandi umferð við gangandi
og hjólandi umferð með til-
heyrandi skiltum og merking-
um. Þá verði að lyfta stígnum
svo vatn renni síður yfir hann
eða haldist á honum.
80% slysa
vegna hönnunar
„Það er afskaplega mikil-
vægt að staðið verði vel að
þessum framkvæmdum og að
vistvæn umferð gangandi og
hjólandi verði gert jafnhátt
undir höfði í öllum fram-
kvæmdum. Talið er að rúm-
lega 80% slysa á hjólreiðafólki
megi rekja til lélegrar hönn-
unar umferðarmannvirkja,“
segir í athugasemdunum.
„Það er afskaplega mikilvægt
að ekki dragist á þriðja ár að
gera nothæfan stíg eins og
raunin varð á meðfram Miklu-
brautinni frá Grensásvegi að
Reykjanesbraut. Auk þess er
það mikilvægt að stígarnir
verði ekki lokaðir bæði að
norðan og sunnanverðu með-
an framkvæmdir standa yfir,“
segir í athugasemdunum sem
Magnús Bergsson, varafor-
maður Landssamtaka hjól-
reiðamanna, undirritar.
Framkvæmdir við breikk-
un Miklubrautar milli
Kringlumýrarbrautar og
Grensásvegar um eina akrein
eiga að hefjast á næstunni og
ljúka að mestu á tveimur
mánuðum en endanlega 1.
júní 2001.
Tilgangur breikkunarinnar
er að auka umferðarrými og
umferðaröryggi á Miklu-
braut, sem að henni lokinni
verður að minnsta kosti þrjár
akreinar í báðar akstursstefn-
ur allt frá Kringlumýrarbraut
að Höfðabakka. Fram-
kvæmdasvæðið um 1,5 km að
lengd. Beygjureinar fyrir
vinstri beygju á gatnamótum
Miklubrautar við Kringlu-
mýrarbraut og Háaleitis-
braut verða lengdar. Gang-
stígar meðfram Miklubraut
verða færðir fjær og jarð-
vegsmönum og gróðri komið
fyrir milli stígs og götu með-
fram íbúðum við Hvassaleiti.
Síðar verður aðrein að
Kringlu breytt.
Miklubraut verður ekki
lokað meðan á framkvæmd-
um stendur en einn metri af
akbrautum tekinn undir
framkvæmdasvæði verktaka.