Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 20

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aalborg Portland selur sement á Íslandi eftir 40 ára hlé Sementssíló Aaalborg Portland í í Helguvík er 3.500 rúmmetrar að stærð. Samkeppni á íslenska sementsmarkaðinum DANSKI sementsframleiðandinn Aalborg Portland A/S stofnaði fyrr á þessu ári dótturfélag hér á íslandi, Aalborg Portland íslandi hf., og mun það formlega taka í notkun nýja starfstöð í Helguvík í dag, föstudag. Frá stöðinni í Helguvík mun verða dreift sementi til steypustöðva og byggingarfyrirtækja á Islandi. Á lóð Áalborg Portland Islandi í Helguvík er gert ráð fyrir að hægt verði að byggja tvö sementssíló en sílóið sem nú verður tekið í notkun er 3.500 rúmmetrar að stærð. Sementsverksmiðjan nær einráð á markaðinum Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur verið nær algerlega einráð á sementsmarkaðinum hér á landi frá stofnun verksmiðjunnar árið 1958. Flutt hefur verið inn sement til ís- lands en magnið hefur hins vegar verið hverfandi til þessa og yfirleitt um sérstakar tegundir sements að ræða. Með starfsemi Aalborg Port- land hér á landi má hins vegar vænta aukinnar samkeppni á þessum markaði. Mikil uppsveifla hefur ver- ið á sölu á sementi hér á íslandi und- anfarin ár vegna mikilla fram- kvæmda í byggingariðnaði. Þannig nam sala Sementsverksmiðjunnar hátt í 130.000 tonnum í fyrra og Gylfi Þórðarson, forstjóri Sements- verksmiðjunnar, telur að enn meira muni seljast í ár eða 135.000 til 140.000 tonn ef tíð helst þokkaleg það sem eftir lifir ársins. Til saman- burðar megi nefna að salan hafi að- eins numið um 76.000 tonnum árið 1995. Fyrsti farmurinn á leiðinni Fyrsta farmi Aalborg Portland, liðlega 4.000 tonnum af sementi, verður landað í sílóið í Helguvík í lok þessarar viku. Sementið sem aðal- lega verður boðið upp á verður markaðssett undir nafninu Rapid sement en það er sterkt sement með styrkinn 52,5. Að sögn Bjama Ósk- ars Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Aalborg Portland íslandi, verður sementið flutt inn með tank- skipum í eigu Aalborg Portland AS beint frá sementsverksmiðju félags- ins í Álaborg. Bjarni segir að sem- entið verði síðan afgreitt á tankbíl- um í lausu til steypuframleiðenda en einnig verður boðið upp á minni pakkningar, þ.e. 25 og 40 kíló af öðr- um tegundum sements auk lág-alk- alí sements í stórsekkjum sem hent- ar vel til virkjana og mannvirkja þar sem veggþykkt er mikil. Samkeppnishæfir í verði og gæðum Aðspurður segir Bjami að það sé auðvitað ekkert launungarmál að Aalborg Portland íslandi ætli sér skerf af íslenska markaðinum. Hvað gæði sementsins snerti verði mark- aðurinn hinn endanlegi dómari en óhætt sé að fullyrða að sementið frá Aalborg Portland sé hágæðasement. Hvort og hvenær reist verði annað síló ráðist vitaskuld af viðbrögðum markaðarins en fyrstu viðbrögð hafi verið jákvæð. Aðspurður segir Bjarni að Aal- borg Portland Islandi verði sam- keppnishæft bæði í verði og þjón- ustu en það sé vitaskuld erfitt að spá fyrir um verðþróun á markaðinum þar sem samkeppni sé rétt í þann mund að hefjast. Það sé hins vegar von sín að sú samkeppni muni fara fram á heilbrigðum gmndvelli og gagnast kaupendum á sementi á ís- landi. Gylfi Þórðarson, forstjóri Sem- entsverksmiðjunnar, segir að Sem- entsverksmiðjan selji meira í dag en hún ráði við með góðu móti þannig að menn hafi ekki sérstakar áhyggj- ur af samkeppni í sölu sements í bili Sementsverksmiðjan haldi öllum sínum viðskiptamönnum að minnsta kosti enn sem komið er. Það verði hins vegar einfaldlega að koma í Ijós hvað muni gerast á markaðinum með tilkomu Aalborg Portland á ís- landi. Aalborg Portland A/S var stofnað árið 1889 og er því orðið 111 ára gamalt fyrirtæki en státar nú af mjög tæknivæddu og háþróuðu framleiðsluferli. Fyrirtækið hóf sölu á sementi til íslands árið 1903 og seldi hér sement allt fram til ársins 1958 en þá hóf Sementsverksmiðja ríkisins starfsemi. Sement frá Aal- borg Portland var því notað við byggingu margra eldri og merkari steinhúsa og mannvirkja hér á Is- landi sem reist voru fyrir árið 1960 og þótti sementið frá Áalborg Port- land reynast mjög vel. Við stofnun Sementsverksmiðju ríkisins ákváðu stjómendur Aaalborg Portland að hætta starfsemi á íslenskum mark- aði. Þegar umræða um einkavæðingu og sölu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hófst íyrir nokkrum árum sýndu stjórnendur Aalborg Portland kaupum á Sementsverksmiðjunni áhuga sem og ört vaxandi bygging- armarkaði á Islandi. Ekkert varð af kaupunum og ríkisvaldið tók ákvörð- un um að fresta sölunni á Sements- verksmiðju ríkisins sem reyndar er hlutafélag nú en allt hlutafé er enn í eigu ríkisins. Mjög öflugt sementsfyrirtæki Aalborg Portland er ráðandi á danska sementsmarkaðinum með um 85% markaðshlutdeild. Það er í eigu Portland Holding sem aftur er í eigu FLS Industries, sem er eitt allra stærsta iðnaðarfyrirtæki í Dan- mörku. Framleiðslugeta Aalborg Portland er um 2,8 milljónir tonna af sementi á ári og flytur fyrirtækið lið- lega helming þess út. Velta þess var um 12,5 milljarður íslenskra króna í fyrra en á fyrra helmingi þessa árs nam veltan 7,8 milljörðum þannig að gera má ráð fyrir að heildarveltan verði nokkru meiri í ár. Starfsmenn Aalborg Portland eru um 800 talsins. Dímon hugbúnað- arhús í samstarf við Cell Network DÍMON hugbúnaðarhús hefur hafið samstarf við Cell Network, sem er leiðandi fyrirtæki í Svíþjóð hvað varðar þráðlausar lausnir, og mun Cell Network héðan í frá mæla með Waporizer-hugbúnaði Dímons við viðskiptavini sína. Þá mun Cell Network nota Waporizer sem þró- unarverkfæri við þráðlausar lausnir fyrir viðskiptavini sína. Cell Network er eitt fremsta net- ráðgjafarfyrirtæki heims, en við- fangsefni þess eru Netið og gagnvirkir miðlar. Fyrirtækið býður mikilvægar viðskiptalausnir og sér að fullu um áætlanagerð, tækni, hönnun og innihald. Meðal viðskipta- vina þess eru Ericsson, Volvo, Gen- eral Electrics, Telia, AstraZeneca, Telenor og Statoil. Cell Network er skráð á verðbréfaþingi Stokkhólms og hefúr meira en 2.100 starfsmenn í lölöndum. I tilkynningu um samninginn kemur fram að næstu skref Dímons verði að halda námskeið fyrir sér- fræðinga frá Cell Network þar sem þeim verður kennd uppsetning, við- hald og notkun á Waporizer-hugbún- aðinum. Námskeiðin verða haldin jafnhliða námskeiðum fyrir Aston IT í Kaupmannahöfn sem nýverið tóku að sér að dreifa Waporizer-hugbún- aðinum fyrir Dímon. Hugsanlegt tilboð MeritaN ordbanken Ósltí. Morgunblaðið. TALIÐ er að sænski bankinn Mer- itaNordbanken hafi hug á að kaupa þriðja stærsta banka Svíþjóðar, För- eningssparbanken. Þetta hefur m.a. Aftenposten eftir óstaðfestum heim- ildum. Eigandi MeritaNordbanken er eignarhaldsfélagið Nordic Baltic Holding (NBH). Félagið hefur gert tilboð í hlut norska ríkisins í Kredit- kassen, hefur keypt danska Unibank og mun líklega bjóða í Förenings- sparbanken. Markaðsverðmæti MeritaNord- banken er um 190 milljarðar sænskra króna eða um 1.700 millj- arðar íslenskra króna. Markaðsverð- mæti Föreningssparbanken sam- svarar aftur á móti um 600 milljörðum íslenskra króna. Yfirtakan gæti mætt andstöðu samkeppnisyfirvalda ESB, að því er segir í Áftenposten, því sameiginleg markaðshlutdeild bankanna myndi fara yfir 30%. Föreningssparbanken á 25% í norska bankanum Sparebank 1 Gruppen. Fari svo að NBH kaupi bæði Kreditkassen og Förenings- sparbanken, hefur það eignast hlut í tveimur norskum bönkum. Dagens næringsliv bendir á að til samans myndu Kreditkassen og Sparebank 1 Gruppen mynda stærsta banka Noregs, að markaðs- verðmæti og markaðshlutdeild. Vodafone kaupir 40% í Global Sign VODAFONE sem er stærsti aðili í heiminum í þráðlausum símasam- skiptum, hefur keypt 40% hlut í Global Sign sem er leiðandi fyrir- tæki í útgáfu á rafrænum skilríkj- um. Vodafone keypti hlutinn í fram- haldi af um 16 milljóna króna hlutafjáraukningu. Að sögn Sigurðar Erlingssonar framkvæmdastjóra Global Sign á íslandi munu þessi kaup Vodafone í GlobalSign móðurfyrirtækinu flýta fyrir þeirri þróun að geta notað GSM síma á öruggan hátt í viðskipt- um. Vodafone sé með þessum kaup- um að víkka enn frekar þá styrku stöðu sem þeir hafa á símamarkað- inum. Vodafone og GlobalSign munu setja mikinn þunga í að þróa og festa í sessi þjónustur í rafrænum við- skiptum í tölvum og farsímum, sér- staklega internet GSM símum sem byggja á WAP eða UMTS tækni. Siminn býður Frelsisnotendum VIT FRELSISNOTENDUR hjá Sím- anum GSM geta fengið sér VIT í símann sinn, en fram til þessa hefur sú þjónusta ekki verið opin viðskiptavinum í Frelsi. í til- kynningu kemur fram að til þess að unnt verði að virkja VIT-ið verði viðskiptavinir Símans GSM að skipta gömlu kortunum sínum út fyrir ný gagnakort á næstu þjónustumiðstöð Símans. Nýju kortin eru afhent án endurgjalds og á þeim er VIT orðið hluti af valmyndinni. Jafnframt er mögu- leiki á því að skipta út þeim val- myndum sem fyrir eru í símanum og velja þá þjónustu sem hentar hverjum og einum á vefslóðinni www.vit.is. Byrjað var að dreifa gagnakort- um sem innihéldu VIT strax í sum- ar, en valmyndin hefur fram að þessu ekki verið sýnileg hjá Frels- isnotendum þar sem ekki var unnt að bjóða upp á þjónustuna fyrr en nú. Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.