Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um aðild að evrópska myntbandalaginu Áætla að það kosti 200 milljarða að hafna evrunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA ríkisstjórnin áætlar að það muni kosta ríkið og einstakl- inga samtals 200 milljarða króna á næstu tíu árum verði aðild að evrópska myntbandalaginu felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. sept- ember. Ríkissjóður verður sam- kvæmt útreikningunum af um 75 milljörðum íslenskra króna, en einkaneysla mun dragast saman um 125 milljarða. Þetta kom fram á fundi í gær þar sem Mogens Lykketoft fjánnálaráðherra og Marianne Jelved efnahagsráðherra kynntu hvaða áhrif það hefur, að áliti stjórnarinnar, ef evrunni verður hafnað. Aætlunin er töluvert svartsýnni en spár hagfræðinga hafa verið hingað til. Andstæðing- ar evrunnar gefa lítið fyrir reikni- kúnstir ráðherranna, og segja að tölurnar séu úr lausu lofti gripnar, enginn viti í raun nákvæmlega hvaða áhrif mismunandi útkoma úr atkvæðagreiðslunni mun hafa. Þeir benda á að dönsk hlutabréf séu enn eftirsótt þrátt fyrir að skoð- anakannanir bendi eindregið til þess að evrunni verði hafnað. Drude Dahlerup, talsmaður Júní- hreyfingarinnar, sakar ríkisstjórn- ina um hræðsluáróður, og segir að hún veki um leið efasemdir um danska efnahagslífíð. Ríkisstjórnin spáir því einnig að 21 þúsund færri störf verði til skiptanna ef evrunni verður hafn- að heldur en verði ef hún verður samþykkt. Bankarnir hafa spáð heldur minni mun, þannig sagði Unibank á mánudaginn að líklega myndi muna um tíu þúsund störf- um. Fjölmiðlar styðja evruna Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra tilkynnti fyrr í vikunni að síðustu dagana fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna myndi hann beina athygli kjósenda að efna- hagslegum áhrifum þess að standa utan evrusvæðisins. Það kemur greinilega fram að allir stærstu fjölmiðlarnir eru eindregnir stuðn- ingsmenn stjórnarstefnunnar, eins og þeir hafa reyndar fyrir löngu lýst yfir, því í gær voru öll stóru dagblöðin uppfull af svartsýnispám um framtíð Danmerkur án evrunn- ar. Jyllands-Posten, útbreiddasta dagblaðið, hafði það sem aðalfrétt á forsíðunni að andstæðingar evr- unnar hefðu leitt kjósendur á villi- götur með lygum, ýkjum og órök- studdum fullyrðingum. Bent er á að þeir hafi sagt að aðild gæti stefnt bæði danska konungdæminu og ellilífeyriskerfínu í hættu, og að hún gæti eyðilagt möguleika Aust- ur-Evrópuríkjanna á að komast í Evrópusambandið, sem séu allt ósannar staðhæfingar. Andstæðingar evrunnar auglýsa í kvennablöðum Þrátt fyrir að fylgjendur evr- unnar hafí haft fjölmiðlana á bandi sínu, og mun meira fé til auglýs- inga, hefur andstæðingunum tekist vel að koma málstað sínum á fram- færi. Dagblaðið Borsen bendir til dæmis á að þeir hafí lagt mikla áherslu á auglýsingar í vikublöðum á borð við Se & Hor, Familie Journalen og Femina, sem konur lesa helst. Konur hafa einmitt ver- ið í meirihluta þeirra sem hafa verið óvissir um afstöðu sína, en þær hafa undanfarna daga skilað sér inn í hóp andstæðinga evrunn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Aller-keðjunni, sem gefur út ofan- greind þrjú vikublöð, hafa um 80% af pólitískum auglýsingum í blöð- unum undanfarnar vikur verið frá andstæðingum evrunnar. Fjölmiðl- ar og stjórnmálaskýrendur reyna www.naten.is Þúsundir Islendinga nota fæðubótarefnin frá lUaten af ólíkum ástæðum. NATEN Hvad gæti Naten gert fyrir þig ? í nú ákaft að fínna skýringar á því að andstæðingum aðildar að mynt- bandalaginu hafí tekist að fá kjós- endurna sem áður voru óákveðnir til liðs við sig. Jyllands-Posten, sem rekur lítt dulinn áróður fyrir evrunni í nánast öllum greinaskrif- um sínum, sakar þá um að beita auglýsingum sem höfða til tilfinn- inganna einna, en sem hafa engar staðreyndir á bak við sig. Sem dæmi bendir blaðið á auglýsingu þar sem sýnd er mynd af óttasleginni gamalli konu sem víkur sér undan reiðilegum karl- manni í svörtum leðurjakka. Undir myndinni stendur: „Þetta er ekki aðeins spurning um peninga". Dagblaðið Borsen fjallar um sama efni í grein, en frá öðru sjónar- horni. Það ræðir við ýmsa auglýs- ingamenn, sem segja að stuðnings- menn aðildar hafi gert mistök með því að höfða ekki til tilfinninganna. AP Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ræðir áhrif hugsanlegrar aðildar Dana að evrópska myntbandalaginu á fundi í fyrrakvöld. Einn þeirra segir að auglýsingar evrusinna, sem hafa haft um 240 milljónir króna til ráðstöfunar, hafí ekki önnur áhrif en þau að minna kjósendur á að þjóðaratkvæða- greiðslan standi fyrir dyrum, hún veki engar tilfinningar. Hann líkir Dönum við smábörn sem vilja ekki taka afstöðu út frá efnislegum for- sendum, aðeins tilfinningalegum. Annar segir að stuðningsmenn að- ildar að myntbandalaginu hafi látið andstæðingana ráða um of valinu á umræðuefni, þeir hafi átt að halda sig við það að benda á jákvæðar efnahagslegar hliðar evrunnar. Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt. Forvarnir skipta sköpum • Naten - órofin heild! Bók eftir Schauble, fyrrv. leiðtoga kristilegra demókrata Lýsir Helmut Kohl sem undirförulum manni Berlín. AP. WOLFGANG Scháuble, sem var náinn samstarfsmaður Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands, um langt skeið, fer mjög hörðum orðum um hann í bók, sem væntanleg er í byrjun næsta mánaðar. Lýsir hann Kohl sem undirförulum og eyðileggj- andi manni, sem kenni öðrum um skaðann, sem Kristilegi demó- krataflokkurinn hefur orðið fyrir vegna leynireikningahneykslis- ins. Þýska tímaritið Stern hefur birt útdrætti úr bók Scháubles, sem heitir „Mitten im Leben“, en hún á að koma út 5. október nk., tveimur dögum eftir tíu ára af- mæli sameiningar þýsku ríkj- anna, merkasta afreks Kohls. Hneykslið breytti öllu Segja má, að Scháuble hafí ver- ið hægri hönd Kohls í langan tíma og Kohl vildi, að hann tæki við af sér sem flokksleiðtogi eftir kosningaósigurinn 1998. Leyni- reikningahneykslið varð hins veg- ar til að breyta þessu öllu. Kohl er nú öllu trausti rúinn og vegna hneykslisins varð Scháuble að segja af sér sem flokksformaður í febrúar sl. Hneykslið kom upp í desember er Kohl viðurkenndi að hafa tekið við nærri 85 milljónum ísl. kr. á laun í kanslaratíð sinni á síðasta áratug. Hann neitaði hins vegar og neitar enn að segja hverjir það voru, sem létu féð af hendi rakna. Síðar komu í ljós aðrir leynireikn- ingar og enn meira fé og ýmsir frammámenn í Kristilega demó- krataflokknum, þar á meðal Scháuble, flæktust í málið. Síðasti fundurinn I útdráttunum, sem birtir hafa verið, segir Scháuble meðal ann- ars frá fundi þeirra Kohls 18. jan- úar sl, þeim síðasta til þessa. Þar sakaði Scháuble Kohl um að hafa með framferði sínu valdið flokkn- um, sem hann stýrði í 25 ár, stór- Wolfgang Schauhlc ásamt Helmut Kohl. Myndin var tekin fyrir fjórum árum mcðan enn lék allt í lyndi. kostlegum skaða. Krafðist hann þess, að Kohl hjálpaði til við að upplýsa málið með því að nefna þá, sem gáfu féð, en Kohl neitaði því þverlega. Hélt hann því blá- kalt fram, að málið væri „alls ekki svo slæmt“ og hæddist að hótun- um Scháubles um að segja af sér. Þá sagði hann, að það væri Scháuble sjálfur, sem væri mesti skúrkurinn í þessu máli, vegna þess, að hann hefði viðurkennt að hafa tekið við um 3,7 milljónum ísl. kr. frá vopnasalanum Karl- heinz Schreiber. „Þegar hér var komið lauk ég fundinum með því að segja, að ég hefði nú þegar eytt of miklu af mínu stutta lífí með honum,“ segir Scháuble og hann segist ekki vera í neinum vafa um, að Kohl hafi lagt á ráðin um að svipta hann flokksleiðtogastöðunni. Talsmaður Kohls sagði í fyrra- dag, að kanslarinn fyrrverandi hefði ekkert um bókina að segja. Rannsókn á leynireikninga- hneykslinu heldur enn áfram og þýska þingið athugar nú til dæmis hvort Kohl hafí beinlínis selt fyr- irgreiðslu stjórnvalda í sumum málum. Saksóknarar undir þrýstingi Bók Scháubles er ekki eina bókin um leynireikningahneyksl- ið, sem væntanleg er í Þýskalandi. í annarri bók, „Aleinir gegn Kiep, Kohl og félögum", er fjallað um upphaf hneykslisins, rannsókn saksóknara í Augsburg í Bæjara- landi á skattamálum Schreibers. Komust þeir íljótlega á snoðir um tengsl hans við Walther Leisler Kiep, fyrrverandi gjaldkera Kristilega demókrataflokksins og einn helsta fjáröflunarmann hans. Segja höfundar bókarinnar að saksóknararnir í Augsburg hafi verið beittir alls konar þrýstingi meðan á rannsókninni stóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.