Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Á Islendingaslóð-
um á bókastefnu
Alþjóðlega bókastefnan í Gautaborg var
haldin í 16. sinn dagana 14.-17. september.
Norrænar bókmenntir voru aðalþemað
ásamt leshvetjandi verkefnum með ungt
fólk í huga. Kristin Bjarnadóttir segir frá.
Guðmundur Svansson
Andri Snær Magnason fyrir miðju. Frá vinstri: Jón Ingvi Jóhannsson.
Anna Einarsdóttir, 13 ára barnabarn hennar og Christina Engblom.
Einar Már Guðmundsson ásamt Sven Hallonsten.
AÐ VAR því engin til-
viljun að óvenju margir
norrænir höfundar og
fræðimenn voru á ferð-
inni. Meira en tuttugu
frá Finnlandi og fimmtán frá Dan-
mörku voru á dagskrá með fram-
söguerindi og upplestra. Og frá
Noregi og íslandi á þriðja tug sam-
anlagt, auk allra sænsku höfund-
anna og hinna sem komu lengra að.
Alls var boðið upp á 550 dagskrár-
liði að stuttdagskrám meðtöldum
(=20 mínútna dagskrár). Á þeim
fjórum dögum sem stefnan stóð yf-
ir urðu heimsóknir á annað hundr-
að þúsund.
Að sögn hins nýja framkvæmda-
stjóra, sem er Ánna Falck, er
Bókastefnan orðin eins stór og hún
á að vera enda hefur hún vaxið ört
bæði að vinsældum og breidd, frá
því hún var haldin í fyrsta sinn árið
1985.
.Bertil Falck og Conny Jacobson
voru upphafsmenn stefnunnar og
Bertil er enn stjórnarformaður og
„massgeneral“. Bókastefnan í
Gautaborg hefur skapað sér sér-
stöðu, með því að vera bæði sýn-
ingar og verslunarstefna (þótt hún
keppi ekki við Frankfurt á því
sviði) og samtímis bókmenntahátíð
með öllum sínum umræðufundum,
hátíðardagskrám og skipulögðum
og óskipulögðum mannamótum.
Á íslenska sýningarsvæðið var
komið aukið svigrúm, með góðu
olnbogarými til að skoða íslenskar
bækur og til að heilsast og kveðj-
ast, enda einn öruggasti staðurinn
fyrir óskipulagða fundi íslendinga.
Ánna Einarsdóttir, verslunarstjóri
og íslenskur stjórnarfulltrúi stefn-
unnar, bar einnig hita og þunga ís-
lensku sýningarinnar, þrátt fyrir
stundarkorns hjálp sjálfboðaliða á
staðnum. Þar á meðal voru Sigríð-
ur Matthíasdóttir og Kristín Birg-
isdóttir, íslenskir fulltrúar í sam-
norræna verkefninu „Ett Lasande
Norden“, sem var á dagskrá á
fyrsta degi. í samnefndri bók eiga
m.a. rithöfundarnir Vigdís Gríms-
dóttir og Andri Snær Magnason
frásagnir af bernskum ævintýra-
heimum er lesmálið hefur opnað.
Kristinn Jóhannesson, lektor í ís-
lensku, talaði á annarri dagskrá
þann dag, ekki bara um íslensk nú-
tímaverk snjöll fyrir ungt fólk, en
líka hvernig hann eitt sinn var örv-
aður af föður sínum sem hét á
hann íslendingasögum í tólf bind-
um ef hann yrði fljótur að læra að
lesa. Mjög áhugavekjandi dagskrá
fyrir bókaverði og aðra leiðsögu-
menn ungs fólks, fullyrti þýð-
andinn Inge Knutsson, þegar upp
var staðið.
íslendingar eru alþjóðlegir
íslandskvartett sem í fjarvist
Kristínar Ómarsdóttur breyttist í
„Vogatríó" var fagnað af þéttsetn-
um sal áheyrenda á dagskrá fyrrí-
part laugardags, önnur dagskráin
af tveimur a vegum Máls og menn-
ingar. Hallgrímur Helgason lagði
út með hressilegu rappi á ensku.
Síðan kynntu skáldin hvert annað í
glettnum alvörutón: Einar Már
gerði ekkert fyrr en hann kom með
bókina Er nokkur í kórónafötum
hér inni, (1980) fullyrðir Hallgrím-
ur og segist þá hafa vaknað
snemma morguns við komu hans í
svefnskála sinn skil ekki hvernig
hann slapp fram hjá mömmu - höf-
undurinn stóð á gólfinu, gerði sig
digrann, var í söluferð. Það vildi
svo til að ég var búinn að kaupa
bókina og sagði honum það og þá
segir skáldið: Já, ertu búinn að
kaupa hana já. Viltu þá ekki bara
kaupa hana aftur?“ Og Hallgrímur
kunni líka að segja frá samtali við
aðalpersónu og sögumann í bókinni
(og kvikmyndinni) Englar alheims-
ins: Við Pálmi vorum saman í
myndlist," segir Hallgrímur.
Einar Már útskýrði á kátínu-
hvetjandi skandinavísku að þau
væru öll úr sama Vogahverfi komin
og sagði frá stelpunni í hverfinu
sem þeir strákarnir vissu að skrif-
aði Ijóð. Þeir höfðu frétt það, „ör-
ugglega árið sem hvíta albúm Bítl-
anna kom út, ung kona í hverfinu
með ljóðabók og við höfðum aldrei
heyrt um neitt slíkt, það bara var
ekki með í okkar sögubókum.“
„Stelpan11 sem hann er að kynna
er Steinunn Sigurðardóttir, sem
síðan kynnir Hallgrím með aðstoð
101 Reykjavík, saga sem hún bend-
ir á að hefði orðið erfitt að fá til að
falla í kramið fyrir 20 árum, en
sem nú hittir beint í mark, með
sínum sérstaka húmor, sem hún
skilgreinir sem „neyðariegan húm-
or“. Og Einar Már minntist Görans
Tunströms, tileinkaði honum lestur
sinn, en sagði fyrst af fundum
þeirra, kannski þeim síðustu í einni
Evrópuborginni, sem urðu söguleg-
ir út af flugvél sem vantaði væng á.
I Göteborgs-Posten daginn eftir
mátti lesa að brandarar skullu á
sem hagél og vöktu marga hlátra
þegar Steinunn Sigurðardóttir,
Við tökum þátt í Formúlunni!
I
w,
o ifpsti ðrslifir
- Úrsi-t fyrri móta
n Stadan í stigakeppni
o KeÐtsi Mlsmii;a
□ Uppfvsingar um hvert liá
öUppfýsingar um ökuþóra
o Myndir af ökuþórum,
bílum og hjáimum
- 'W
I
emmíílegum netleik á Formúla-1 vef mbi.is.
öta á rétt úrsiit, eiga mögiíieika á glæsiiegum
ra Simanum S5JV1 og Feróaskrifstofu Reyjkjavíkur.
SÍMUMN SSM
Wwvv.GSM.tS
FIROASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
F0RMÚLAN Á