Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Á Islendingaslóð- um á bókastefnu Alþjóðlega bókastefnan í Gautaborg var haldin í 16. sinn dagana 14.-17. september. Norrænar bókmenntir voru aðalþemað ásamt leshvetjandi verkefnum með ungt fólk í huga. Kristin Bjarnadóttir segir frá. Guðmundur Svansson Andri Snær Magnason fyrir miðju. Frá vinstri: Jón Ingvi Jóhannsson. Anna Einarsdóttir, 13 ára barnabarn hennar og Christina Engblom. Einar Már Guðmundsson ásamt Sven Hallonsten. AÐ VAR því engin til- viljun að óvenju margir norrænir höfundar og fræðimenn voru á ferð- inni. Meira en tuttugu frá Finnlandi og fimmtán frá Dan- mörku voru á dagskrá með fram- söguerindi og upplestra. Og frá Noregi og íslandi á þriðja tug sam- anlagt, auk allra sænsku höfund- anna og hinna sem komu lengra að. Alls var boðið upp á 550 dagskrár- liði að stuttdagskrám meðtöldum (=20 mínútna dagskrár). Á þeim fjórum dögum sem stefnan stóð yf- ir urðu heimsóknir á annað hundr- að þúsund. Að sögn hins nýja framkvæmda- stjóra, sem er Ánna Falck, er Bókastefnan orðin eins stór og hún á að vera enda hefur hún vaxið ört bæði að vinsældum og breidd, frá því hún var haldin í fyrsta sinn árið 1985. .Bertil Falck og Conny Jacobson voru upphafsmenn stefnunnar og Bertil er enn stjórnarformaður og „massgeneral“. Bókastefnan í Gautaborg hefur skapað sér sér- stöðu, með því að vera bæði sýn- ingar og verslunarstefna (þótt hún keppi ekki við Frankfurt á því sviði) og samtímis bókmenntahátíð með öllum sínum umræðufundum, hátíðardagskrám og skipulögðum og óskipulögðum mannamótum. Á íslenska sýningarsvæðið var komið aukið svigrúm, með góðu olnbogarými til að skoða íslenskar bækur og til að heilsast og kveðj- ast, enda einn öruggasti staðurinn fyrir óskipulagða fundi íslendinga. Ánna Einarsdóttir, verslunarstjóri og íslenskur stjórnarfulltrúi stefn- unnar, bar einnig hita og þunga ís- lensku sýningarinnar, þrátt fyrir stundarkorns hjálp sjálfboðaliða á staðnum. Þar á meðal voru Sigríð- ur Matthíasdóttir og Kristín Birg- isdóttir, íslenskir fulltrúar í sam- norræna verkefninu „Ett Lasande Norden“, sem var á dagskrá á fyrsta degi. í samnefndri bók eiga m.a. rithöfundarnir Vigdís Gríms- dóttir og Andri Snær Magnason frásagnir af bernskum ævintýra- heimum er lesmálið hefur opnað. Kristinn Jóhannesson, lektor í ís- lensku, talaði á annarri dagskrá þann dag, ekki bara um íslensk nú- tímaverk snjöll fyrir ungt fólk, en líka hvernig hann eitt sinn var örv- aður af föður sínum sem hét á hann íslendingasögum í tólf bind- um ef hann yrði fljótur að læra að lesa. Mjög áhugavekjandi dagskrá fyrir bókaverði og aðra leiðsögu- menn ungs fólks, fullyrti þýð- andinn Inge Knutsson, þegar upp var staðið. íslendingar eru alþjóðlegir íslandskvartett sem í fjarvist Kristínar Ómarsdóttur breyttist í „Vogatríó" var fagnað af þéttsetn- um sal áheyrenda á dagskrá fyrrí- part laugardags, önnur dagskráin af tveimur a vegum Máls og menn- ingar. Hallgrímur Helgason lagði út með hressilegu rappi á ensku. Síðan kynntu skáldin hvert annað í glettnum alvörutón: Einar Már gerði ekkert fyrr en hann kom með bókina Er nokkur í kórónafötum hér inni, (1980) fullyrðir Hallgrím- ur og segist þá hafa vaknað snemma morguns við komu hans í svefnskála sinn skil ekki hvernig hann slapp fram hjá mömmu - höf- undurinn stóð á gólfinu, gerði sig digrann, var í söluferð. Það vildi svo til að ég var búinn að kaupa bókina og sagði honum það og þá segir skáldið: Já, ertu búinn að kaupa hana já. Viltu þá ekki bara kaupa hana aftur?“ Og Hallgrímur kunni líka að segja frá samtali við aðalpersónu og sögumann í bókinni (og kvikmyndinni) Englar alheims- ins: Við Pálmi vorum saman í myndlist," segir Hallgrímur. Einar Már útskýrði á kátínu- hvetjandi skandinavísku að þau væru öll úr sama Vogahverfi komin og sagði frá stelpunni í hverfinu sem þeir strákarnir vissu að skrif- aði Ijóð. Þeir höfðu frétt það, „ör- ugglega árið sem hvíta albúm Bítl- anna kom út, ung kona í hverfinu með ljóðabók og við höfðum aldrei heyrt um neitt slíkt, það bara var ekki með í okkar sögubókum.“ „Stelpan11 sem hann er að kynna er Steinunn Sigurðardóttir, sem síðan kynnir Hallgrím með aðstoð 101 Reykjavík, saga sem hún bend- ir á að hefði orðið erfitt að fá til að falla í kramið fyrir 20 árum, en sem nú hittir beint í mark, með sínum sérstaka húmor, sem hún skilgreinir sem „neyðariegan húm- or“. Og Einar Már minntist Görans Tunströms, tileinkaði honum lestur sinn, en sagði fyrst af fundum þeirra, kannski þeim síðustu í einni Evrópuborginni, sem urðu söguleg- ir út af flugvél sem vantaði væng á. I Göteborgs-Posten daginn eftir mátti lesa að brandarar skullu á sem hagél og vöktu marga hlátra þegar Steinunn Sigurðardóttir, Við tökum þátt í Formúlunni! I w, o ifpsti ðrslifir - Úrsi-t fyrri móta n Stadan í stigakeppni o KeÐtsi Mlsmii;a □ Uppfvsingar um hvert liá öUppfýsingar um ökuþóra o Myndir af ökuþórum, bílum og hjáimum - 'W I emmíílegum netleik á Formúla-1 vef mbi.is. öta á rétt úrsiit, eiga mögiíieika á glæsiiegum ra Simanum S5JV1 og Feróaskrifstofu Reyjkjavíkur. SÍMUMN SSM Wwvv.GSM.tS FIROASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR F0RMÚLAN Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.