Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er Bólgu- Móri fundinn? I FRÉTTUM nýver- ið er fjallað um 70 millj- arða skuldaaukningu í sjávarútvegi hérlendis sl. fjögur ár. Fram hef- ur komið að fjárfesting skýri þessa skulda- aukningu bara að hluta. Uppspennt verð- lag á aflaheimildum kann að koma hér við sögu. Látið hefur verið afskiptalaust að leigu- verð á einu kg af þorskakvóta sé sama verð og fæst fyrir fisk- inn veiddan eins og það Kristinn sé varanlegt ástand! Pétursson Hvað skýrir hátt verðlag aflaheimilda? Ósveigjanleiki og þröngsýni í lög- um og reglum við stjómun fiskveiða er stór þáttur í þessu ástandi. Út- gerðarmenn kvótalítilla skipa verða t.d. að kaupa sér þorskkvóta sem „aðgöngumiða“ til að geta veitt aðrar fisktegundir. Aðrir útgerðarmenn neyðast til að kaupa sig frá sekt eða veiðileyfissviptingu. Látið er af- skiptalaust að fyrirtæki í sameigin- legum rekstri fénýti kvóta sem ekki samrýmist samkeppnislögum eins og þau hafa verið túlkuð í öðram at- vinnugreinum. Stærstu fyrirtækin (sem skráð eru á Verðbréfaþingi) geta leitað eftir fjármagni á hluta- bréfamörkuðum til að kaupa meiri kvóta í skjóli forréttinda. I reynd er verið að hrekja einstaklinga og minni fyrirtæki út úr greininni á grundvelli mismununar þó svo minni fyrirtæki skili í mörgum tilfellum hærri framleiðni og auki þannig hag- vöxt. Greinarhöfundur vísaði meintri mismunun í fiskvinnslu til Sam- keppnisstofnunar. Afgreiðsla Sam- keppnisstofnunar á erindinu (tók eitt og hálft ár) var langt um vægari túlkun á samkeppnislögum en gert var t.d. varðandi erindi Tals h/f - Nr 17/1999 - þar sem úrskurður var að viðskipti GSM-þjónustu og annarra sviða Landssímans var að GSM- þjónustan yrði rekin sem sjálfstæð rekstrareining og að viðskiptin yrðu eins og milli óskyldra aðila. I sjávarútvegi geta stærri fyrir- tæki leigt frá sér kvóta á 100 kr/ kg,farið með peningana á næsta fisk- markað og yfirboðið trillufisk á 120 kr/kg með kvótaleigupeningunum! Hráefniskostnaður er þá í raun að- eins 20 kr/kg en fiskkaupandi án út- gerðar fer heim fisklaus. Hvernig á að reka fiskvinnslu sem samkeppnis- grein svona? Heldur einhver í alvöru að samkeppnislög hafi verið sett sér- staklega fyrir búsáhöld, matvöru og GSM-síma? Samkeppnisyfirvöld í USA taka harkalega á slíkum málum (sbr. Bill Gates) þó svo hérlendis sé sýndur sá drullusokksháttur enn þá að láta þessa mismunun afskipta- lausa. A síðari árum hefur verið viður- kennt í æ ríkari mæli, að bestu skil- yrði til framþróunar, hagvaxtar og velmegunar verði þegar hægt er að nýta náttúruauðlindir, fjármagn, tækni og mannauð á grundvelli frels- is og jafnréttis einstaklinga og fyrir- tækja. Af þessum ástæðum ersam- keppnislöggjöf ströng í vestrænum löndum, til að nýta lögmál markaðar- ins, til að bæta lífskjör með því að eyða fákeppni, einokun og forrétt- indum. Petta benti líka Adam Smith réttilega á fyrir margt löngu og flest- ir vita nema þá Hannes Hólmsteinn! Tafir á því að sjávarútvegur á íslandi aðlagist samkeppnislöggjöf kann að leiða til stórskaða fyrir atvinnu- greinina síðar meir. „Varanlegt verð“ aflaheimilda Markaðir gera kröfu um að verð- lag á „varanlegri" aflaheimild sé áttasinnum leiguverð skv. „ávöxtun- arkröfu" eða 100 x S = 800 kr/kg. Hvemig geta fagmenn í rekstrarráð- gjöf reiknað arðsemi af því að veiðileyfi til að veiða eitt kíló af þorski sé jafnvirði 100% af brúttó verði afla með haus og hala í átta ár! Fyrirtæki í sjávarút- vegi hafi verið samein- uð með þessar upp- spenntu forsendur sem grundvöll að einhverju leyti. Margar samein- ingar hafa mistekist þó aðrar hafi blessast - enn þá. Verða ekki stór sameinuð fyrirtæki án aðlögunar að sam- keppnislöggjöf risar á brauðfótum? Allir hafa tapað á þessum sameiningum nema þeir sem áttu hlut í viðkomandi skipaskrárnúmerum. A „hagræðing" hér á íslandi árið 2000 að byggjast á því að fóma eigum sumra til að gera aðra ríka á svona forsendum? Það er gott þegar eitthvað gengur vel og forðast á öfund yfir því. Öfund á ís- landi hefur stórskaðað þjóðina og ekki má bæta þar við. En er vel- gengni útvaldra, sem leiðir til skaða fyrir almenning og hugsanlega allan sjávarútveg síðar meir, ekki dýru verði keypt? Þáttur Fjármálaeftirlits og Ríkisendurskoðunar Þegar röðin kemur að opinberum eftirlitsaðilum eins og Fjármála- eftirliti (áður Bankaeftirlit) og Ríkis- endurskoðun hafa þessir aðilar ekki gert neinar athugasemdir við ríkj- andi fýrirkomulag. Fjármálaeftirliti ber lögum samkvæmt að annast eft- irlit með grundvelli slíkra viðskipta. Er grundvöllur viðskipta að veiði- leyfi leigist á 100% andvirði afla rétt- mætir viðskiptahættir? Eiga eftir- litsaðilar ekki gefa að minnsta kosti út álitsgerð til umfjöllunar? Eru skilaboð þagnarinnar að þetta sé allt gott og blessað og að bankar eigi að halda áfram að lána fjármagn til kvótakaupa á þessum forsendum? Ríksendurskoðun hefur með höndum endurskoðun ríkisbanka. Sjávarútvegur Það ekki fráleitt að ætla að þriðjungur þeirra milljarða sem streymt hafa úr sjávarútvegi inn í hagkerfíð síðasta ára- tug, segir Kristinn Pét- ursson, sé ígildi dul- búinnar seðlaprentunar. Þarf ekki að koma fram í endurskoðunarskýrslum ríkisbanka hve mikið er búið að lána út á þorsk- kvóta á 800 kr/kg og hvernig eigi að meta það sem áhættuþátt í rekstri viðkomandi banka? Dulbúin seðlaprentun? Opinberir eftirlitsaðilar hafa með afskiptaleysi sínu látið gott heita að milljarða fjármunir úr kvótaleigu og kvótasölu hafi á umdeildum forsend- um verið breytt í peninga sem streymt hafa inn í hagkerfið. Þetta fjárstreymi úr sjávarútvegi á að öll- um líkindum mestan þátt í óskýrðri skuldaaukningu sjávarútvegs í dag og þar með að verulegu leyti þeirri þenslu og verðbólgu sem nú er að stórskaða útflutnings- og samkeppnisiðnaðinn og alla aðra sem skulda verðtryggð lán sem hækka mánaðarlega! Það er ekki fráleitt að ætla að þriðjungur þeirra milljarða sem streymt hafa úr sjáv- arútvegi inn í hagkerfið síðasta ára- tug á grundvelli rómaðrar „hagræð- ingar“ séu ígildi dulbúinnar seðlaprentunar. Hagstjórn og stjórn ríkisfjármála hériendis hefur verið afburða góð að öðru leyti og það átti alls engin verðbólga að geta farið af stað sem neinu næmi! Ég spyr því enn og aftur: Er Bólgu-Móri fund- inn? Höfundur er framkvæmdastjóri. Mér fínnst „rusl- póstur“ fínn! ATHYGLISVERÐ frétt var í Morgunblað- inu 15. sept. sl. Hregg- viður Jónsson hafði í heilt ár safnað saman auglýsingapósti og reiknað síðan út ýmsar tölur er varða þennan póst. Ég er sammála Hreggviði að því leyti að þó að húseigendur hafi komið sér upp póstkassa eða blaða- lúgu þá er sjálfsagt hugmjmdin með því, að viðkomandi geti fengið þann póst sem hann hefur óskað eftir með áskrift eða öðrum hætti og annað ekki. Ég ætla ekki að reyna að vefengja þær tölur sem Hreggviður fær út í rannsóknum sínum. Einhverjir töluglöggir menn geta örugglega fengið út aðrar nið- urstöður eins og alltaf þegar blandað er saman likindum og staðreyndum. Hins vegar eru tvær hliðar á öll- um málum. Það hefur t.d. farið í taugarnar á mér að þessi auglýs- ingapóstur skuli vera kallaður rusl en aftur á móti hefur farið í taugarn- ar á Hreggviði að hann fái þennan póst óumbeðið. Ekki má gleyma því að þessi póstur skapar atvinnu fyrir fjölda fólks. Til að búa til venjulegan auglýsingabækling þarf ljósmyndari að mynda vöruna, hönnuður hannar útlit, prentsmiður gerir prentplötur, prentari prentar og bókbindari gengur frá bæklingnum. Bílstjóri ekur bæklingnum til póstdreifingar þar sem einhver fær laun fyrir að bera póstinn út. Ymsir aðrir koma að þessari vinnu á óbeinan hátt. Þetta fólk er líklega sammála mér um að kalla þennan póst ekki rusl. Margir þessara bæklinga veita okkur gagn- legar upplýsingar eins og t.d. að kynna tækifæri til menntunar og endurmenntunar. Hægt er að kom- ast að því hvar er hagstætt að kaupa ýmsa vöru. Menningaratburðir eins og leiksýningar eru kynntir og sókn- arpresturinn minn er nýbúinn að senda mér upplýsingar um hvernig ég get sinnt andlegum málum mín- um í kirkjunni hans í vetur. Og svo Hjörtur Guðnason eru það þeir sem geta gert sér það til dægra- styttingar að safna þessum pósti og reikna út meðalþyngd hans á hvern íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Það er ýmislegt jákvætt við þennan póst. Gagn- stætt Hreggviði tek ég honum fagnandi og tel það ekkert eftir mér að bera hann út í endur- vinnslugám þegar ég hugsa til þess m.a. hversu mikla atvinnu hann skapar. Ég legg því til að hætt verði að kalla þetta „ruslpóst“ og þess í stað verði notað orðið „auglýsingapóstur". Það ætti að vera auðvelt fyrir þá sem ekki óska eftir þessum pósti að Auglýsingapóstur Það er ýmislegt jákvætt við þennan póst, segir Hjörtur Guðnason. Gagnstætt Hreggviði Jónssyni tek ég honum fagnandi. setja miða við póstkassann eða blaðalúguna þar sem tekið er fram að ekki sé áhugi fyrir honum. Framundan er sá tími ársins sem við megum búast við mikilli bækl- ingaútgáfu. Það er því tækifæri núna til að setja upp tilkynningu þar sem slíkar sendingar eru afþakkaðar en ég ætla að sleppa því vegna þess að mér finnst ágætt að fá upplýsingar um ýmsa þjónustu sem stendur mér til boða hvort sem það er hvar ég fæ lambalærið á lægsta verði, hvað er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna næstu viku eða hvar ég get lært spænsku í vetur. Höfundur er framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Hvar er nýja hagkerfíð? Á undanförnum ár- um hefur hagvöxtur verið mikill á Islandi. A árunum 1995 til 1998 var hluti hans drifinn áfram af merkjanlegri framleiðniaukningu í atvinnulífinu. Á síðustu árum hefur sú aukning hins vegar stöðvast. Þrátt fyrir sameining- ar og uppkaup á fjár- mála- og fjölmiðlamar- kaðnum og þá tilfinningu að þar hafí mikið verið að gerast, og að nýju greinamar; hugbúnaðar- og þjón- ustufyrirtæki sem byggjast á nýrri tækni, hafi verið að eflast, gætir ekki áframhaldandi framleiðniaukningar. Það gerist ekki nóg og ekki nógu hratt. Þann mikla hagvöxt sem hefur orðið víða á Vest- urlöndum á undanförnum árum, ekki síst í Bandaríkjunum, hafa menn vilj- að skýra með því sem kallað er nýja hagkerfið. Það sýnir sig í aukinni framleiðni fyrirtækja vegna nýting- ar nýrrar tækni sem býður uppá meiri hraða í samskiptum og við- skiptum. í Bandaríkjunum telja menn að 1/3 af hagvexti síðustu fimm árin megi skýra með nýja hagkerf- inu. Þar kemur aukin framleiðni einkum fram í þjónustugreinunum. Nokkur Evrópulönd skera sig úr, svo sem írland, Finnland og Hol- land. Sérstöðu þessara landa má e.t.v. rekja til þess að þau hafa lagt áherslu Svanfríður Jónasdóttir á þróun hátækni í sínu atvinnulífi og atvinnu- sköpun. Og þar virðist galdurinn liggja. Drif- kraftar þeirra breyt- inga sem kallaðar era nýja hagkerfið era að- allega tæknibreytingar auk alþjóðavæðingar. Tæknibreytingamar tengjast fyrst og fremst nýtingu tölvu- tækni og fjarskipta. Mæhkvarðai- iðnaðar- samfélagsins eru úrelt- ir í mörgurry atvinnu- greinum. I stað íramleiðslu er komin upplýsingatækni, í stað heimamarkaðar alþjóðavæðing. Fjármagnsmarkaðir eru opnari, áhættufjárfestar leita að framkvöðl- um og verið er að afnema eða sam- ræma regluverk yfir landamæri svo öll framkvæmd verði skjótari. Hin nýja dreifileið vöra og þjónustu er netið og samskiptin og þróunin verð- ur sífellt örari. Hver er staðan hér? Þegar horft er til þessara stað- reynda er það grafalvarlegt mál ef hagvöxtur okkar nú um stundir byggist ekki á nýrri tækni heldur einungis á því að fleiri hendur era virkjaðar. Skýringarnar gætu verið nokkrar; a) þensla á vinnumarkaði, b) ekki hefur náðst að nýta kosti netsins nægjanlega til hraðari sam- skipta, c) ekki hefur verið lögð næg áhersla á uppbyggingu hátæknifyr- Hagvöxtur verið lýst, að framleiðniaukning í fyr- irtækjum hefur stöðvast og ekki ann- að að merkja en að sú efnahagsvirkni sem kennd er við nýja hagkeríið eigi erfitt uppdráttar á íslandi nú um st.undir. Það er grafalvarlegt stjórnvöid tóku ekki vaktina mál, segir Svanfríður Jónasdóttir, ef hagvöxt- ur hér byggist ekki á nýrri tækni heldur ein- ungis á því að fleiri hendur eru virkjaðar. irtækja, d) hátt verð á gagnaflutn- ingum um netið og/eða ástand síma- lína, e) fyrirtæki hafa ekki náð að tileinka sér þann hugsunarhátt sem þarf til að nýta tölvur, netið og fjar- vinnslu f) mörg fyrirtæki era lítil og fjárvana og 'ná því e.t.v. ekki að tæknivæðast nógu hratt og vel. Stjórnvöld hafa ekki verið nægjan- lega á vaktinni varðandi efnahags- málin, slaki hefur verið í hagstjórn- inni þannig að þensla hefur hamlað framföram. Menn óttast um stöðugleikann þegar viðskiptahalli er svo geigvæn- legur og verðbólga vex á ný. Líklega er þó meiri hætta fólgin í þeirri af- neitun sem stjórnvöld virðast vera í gagnvart neikvæðri þróun efnahags- mála og þá ekki síður þeirri sjálfum- gleði sem einkennir allan málflutn- ing þegar kemur að nýtingu hinnar nýju tækni tölvu og fjarskipta. Þeim ætti þó að vera ljós sú hætta sem felst í þeirri þróun sem hér hefur Til að halda okkur í fremstu röð þarf að virkja huga og þekkingu um- fram það sem gert hefur verið. Þróun undanfarinna ára er þannig að rauðu ljósin hafa blikkað nokkra hríð án þess að stjórnvöld hafi gefið þeim nægjanlegan gaum. Nýjustu upplýsingar um sam- keppnishæfni Islands undirstrika þessa staðreynd, en þar kemur m.a. fram að ekki hefur nægjanlegu fjár- magni verið varið til rannsókna og að fjármálamarkaður okkar virðist ótrúlega vanþróaður á ýmsum svið- um. Það þarf að hvetja til nýtingar nýrrar tækni t.d. með auknu fram- boði á menntun og með því að leggja áherslu á uppbyggingu hátæknifyr- tækja. Það er ekki nóg að tala há- stemmt á góðum stundum, athafnir þurfa að fylgja. Stjómvöld þurfa að setja markmið varðandi uppbyggingu atvinnulífs- ins, beina fjármunum í þann farveg sem líklegastur er til að stuðla að vexti og þróun tækni-og hugbúnað- arfyrirtækja og þeirra sem vilja nýta tæknina til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Það þarf að umbuna þeim sem eru að reyna nýjar leiðir. Það er full- reynt að þau skilyrði sem stjómvöld hafa búið atvinnulífinu og varxtar- sprotum þess undanfarin ár hafa ekki dugað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.