Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 39
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRÁBÆRT AFREK ARNAR
Á ÓLYMPÍULEIKUNUM
• •
ORN ARNARSON, Hafnfirðing-
urinn ungi, er tvímælalaust
einhver mesti afreksmaður ís-
lendinga í sundi fyrr og síðar. Það
sýnir allur hans ferill sem sundmaður
og hápunktinum náði hann í gær-
morgun, þegar hann varð fjórði í 200
metra baksundi á Ólympíuleikunum í
Sydney í Ástralíu. Örn synti á tíman-
um 1.59.00, en daginn áður setti hann
íslands- og Norðurlandamet í undan-
úrslitum á tímanum 1.58.99. Hann er
kominn í hóp þeirra íslendinga, sem
náð hafa beztum árangri á Ólympíu-
leikum, en árið 1956 vann Vilhjálmur
Einarsson silfurverðlaunin í þrístökki
í Melbourne, Bjarni Friðriksson vann
bronzverðlaun í milliþyngdarflokki í
júdó í Los Angeles 1984, Jóhannes
Jósefsson varð í fjórða sæti í grísk-
rómverskri glímu í London 1908, ís-
lenzka karlalandsliðið í handknattleik
varð í fjórða sæti í Barcelona 1992,
Sigurður Pétursson varð í fímmta
sæti í grísk-rómverskri glímu í Stokk-
hólmi 1912 og Sigurður Einarsson
varð í fímmta sæti í spjótkasti í
Barcelona 1992.
Örn á ættir að rekja til þekktra
sundkappa. Foreldrar hans eru Arnar
Ólafsson, vélstjóri í Hafnarfirði, og
Kristín Jensdóttir. Afí hans í föðurætt
er ÍR-ingurinn Ólafur Guðmundsson,
sem var einn fremsti sundkappi þjóð-
arinnar áður fyrr, afasystir hans er
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem
var sunddrottning sinnar kynslóðar
og börn hennar, Arnar Freyr, Bryndís
og Magnús Már, voru í hópi fremstu
sundmanna fyrir nokkrum árum.
Örn var orðinn syndur á þriðja ári
og hóf ungur æfingar í Sundfélagi
Hafnarfjarðar. Upp frá því hófst
óvenju glæsilegur keppnisferill. Árið
1998 varð Örn Evrópumeistari í 200 m
baksundi í Sheffíeld í Englandi og var
hann þá í mótslok valinn efnilegasti
sundmaður Evrópu í karlaflokki. í
desembermánuði sl. varði Örn Evr-
ópumeistaratitil sinn í Lissabon í
Portúgal og synti þá á tímanum
1.54.23, sem var næstbezti tíminn í
þeirri grein á árinu í 25 m laug.
I viðtali við Morgunblaðið fyrir
tæpu ári sagði Örn um framtíðar-
markmið sín:
„Eg ætla mér að vinna til gullverð-
launa á Ólympíuleikunum í Aþenu ár-
ið 2004. Eg held að það sé of snemmt
að stefna að því árið 2000 í Sydney, en
eins og málin standa nú tel ég þetta
alls ekki vera óraunhæft markmið á
leikunum árið 2004.“
Þessi ummæli sýna, að Örn Arnar-
son mun halda ótrauður áfram þjálfun
og æfíngum og ljóst er, að keppnis-
skapið skortir ekki hjá þessum ró-
lynda og háttprúða dreng. I keppnis-
íþróttum er nauðsynlegt að setja sér
markmið og þótt Örn hafí einsett sér
verðugt verkefni fyrir næstu Ólymp-
íuleika sýnir ferill hans til þessa, að
það er alls ekki óraunhæft.
Örn hefur með afrekum sínum
varpað ljóma á land sitt og þjóð og eru
honum sendar heillaóskir í tilefni af
árangrinum í Sydney. Honum sjálf-
um, fjölskyldu hans og þjálfaranum,
Brian Marshall, er óskað velfarnaðar í
þeim verkum, sem framundan eru.
ÓFULLNÆGJANDI
WÓNUSTA VIÐ VEIK BÖRN
BARNADEILDIN á Landspítala
- háskólasjúkrahúsi í Fossvogi
var lokuð í 5 vikur á sumrinu, sem er
að líða og rætt var um þann mögu-
leika að leggja deildina niður. Nú er
barnadeildin aðeins starfrækt 5 daga
vikunnar, þ.e. hún er lokuð um helg-
ar, utan þeirra helga, sem bráðavakt
er á spítalanum. Þetta leiðir til þess,
að það er ekki sama hvaða dag börn
slasast eða veikjast, en eins og að lík-
um lætur getur enginn ráðið því hve-
nær slys eða veikindi ber að. Því er
sú þjónusta, sem þar er veitt alls
kostar ófullnægjandi. Ótækt er að
skert þjónustustig bitni á börnum og
ekki síst langveikum börnum.
Andrés Ragnarsson, sálfræðingur
og foreldri langveiks barns, ritaði í
gær grein í Morgunblaðið, þar sem
hann lýsir þessu ófremdarástandi.
Hann segir þar að ef heldur fram sem
horfir, muni þessi þjónusta skerðast
að miklum mun. Hann lýsir því að ef
börn þurfi af einhverjum ástæðum að
leggjast inn á deildina á „vitlausum
dögum“ og þurfa að fara í aðgerð á
LSH Fossvogi, þurfi að flytja þau á
LSH Hringbraut og liggja þar, en
þau þurfi eðli síns vegna sérhæfða
þjónustu á LSH Fossvogi. Hann seg-
ir: „Samhliða þessu ber að hafa í
huga að engar hugmyndir eru um að
fjölga leguplássum á LSH Hring-
braut (barnadeildinni) og er hér því
um að ræða skerðingu á leguplássum
fyrir veik börn.“
Það er ekki forsvaranlegt að með-
höndla veik börn með þessum hætti
og þessar breytingar, sem orðið hafa
á rekstri barnadeildarinnar, eru aft-
urhvarf til fortíðar og skertrar þjón-
ustu við veik börn. Morgunblaðið
tekur því undir með Andrési Ragn-
arssyni, þegar hann segir: „Ég skora
því á yfirstjórn sjúkrahúsanna og yf-
irmann þeirra - heilbrigðisráðherra
- að hlutast til um að halda óskertri
starfsemi barnadeildarinnar í Foss-
vogi, að áfram verði opið allan sólar-
hringinn, allan ársins hring á sér-
hæfðri deild fyrir börn með umhverfi
fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Allt
annað skapar óöryggi og óþarfa álag
þar sem síst skyldi.“
Það á að vera okkur íslendingum
metnaðarmál að búa sem bezt að
börnum, sem þurfa á læknishjálp að
halda. Bygging Barnaspítala við
Landspítalann mun skipta sköpum í
þeim efnum. En að óbreyttu eiga yf-
irvöld Landspítala - háskólasjúkra-
húss að láta aðhaldsaðgerðir og nið-
urskurð í rekstri hins sameinaða
spítala að koma niður á annarri þjón-
ustu en þeirri sem snýr að börnum.
Um það ættu allir að geta verið sam-
mála.
H
Framsóknarmenn hafa ákveðið að endurskoða Evrópustefnu flokksins
"ALLDÓR Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur lýst því
yfir að Framsóknarflokkurinn
ætli að taka til ítarlegrar skoðunar stefnu
flokksins í Evrópumálum. Þótt ekkert liggi
fyrir um hvaða stefnu flokkurinn tekiu- í
þessu máli hefur mátt skilja á forystu
flokksins að hún sé því ekki fráhverf að mót-
uð verði stefna sem sé jákvæðari gagnvart
nánara samstarfi við Evrópusambandið en
verið hefur.
Flestir íslenskir stjómmálaflokkar hafa
sett fram stefnu í Evrópumálum sem hefur
verið frekar varlega orðuð. Alþýðuflokkur-
inn er eini flokkurinn á íslandi sem hefur af-
dráttarlaust lýst yfir stuðningi við aðild ís-
lands að ESB, en flokkurinn bauð sem
kunnugt er ekki fram í eigin nafni í síðustu
kosningum. Samfylkingin gerði þetta
stefnumál Alþýðuflokksins ekki að sínu fyr-
ir síðustu kosningar.
Áherslubreytingar í stefnu
flokksins á seinni árum
Ef ályktanir Framsóknarflokksins í
Evrópumálum eru skoðaðar nokkur ár aft-
ur í tímann kemur í ljós að flokkurinn hefur
nokkuð mildast í afstöðu sinni til ESB,
a.m.k. er ekki lengur að finna í stefnu
flokksins þá afdráttarlausu andstöðu við að
tengjast ESB nánari böndum sem var í
ályktunum flokksins eftir samþykkt samn-
ingsins um Evrópskt efnahagssvæði (EES).
Harðar deilur urðu um EES-samninginn
á flokksþinginu 1992 og markast ályktanir
flokksþingsins árið 1994 af því, en þar er
talað um að „eitt brýnasta verkefni ís-
lenskra stjómvalda [sé] að ná fram nauð-
synlegum lagfæringum á EES-samningn-
um.“
í ályktun flokksins 1996 er ekki lengur
talið brýnt að breyta EES-samningnum.
Þar segir að nauðsynlegt sé að hafa góð
samskipti við Evrópusambandið og leitast
við að hafa áhrif á þróun Evrópu. Tekið er
fram að „sjávarútvegsstefna bandalagsins
samrýmist ekki íslenskum hagsmunum og
það m.a. útiloki aðild íslands að ESB.“
Á síðasta flokksþingi Framsóknarflokks-
ins, sem haldið var í nóvember 1998, er hins
vegar ekki að finna setningu um að flokkur-
inn útiloki aðild íslands að ESB. Þar segir
að flokksþingið sé „sátt við þann farveg sem
samband Islands við Evrópusambandið sé
í“ og telji að samstarfið innan EES hafi
gengið vel. Tekið er fram að huga þurfi vel
að hagsmunum íslands ef til þess komi að
aðUdarríkjum EFTA fækki.
I kosningastefnuskrá flokksins fyrir síð-
ustu alþingiskosningar er síður en svo verið
að útiloka að tengslum við ESB verði fund-
inn nýr farvegur. Talað er um að „áfram
verði unnið að því að styrkja samskipti ís-
lands við ESB og vera vakandi fyrir breytt-
um aðstæðum sem geta haft áhrif á framtíð-
arhagsmuni íslands.“
Það eru því full rök til að segja að Fram-
sóknarflokkurinn hafi undir forystu Hall-
dórs Ásgrímssonar tekið upp mun jákvæð-
ari afstöðu til Evrópusambandsins en
flokkurinn fylgdi undir forystu Steingríms
Hermannssonar.
Harðar deilur um
EES-samninginn
Miklar deilur urðu innan Framsóknar-
flokksins þegar hann tók afstöðu til samn-
ingsins um Evrópskt efnahagssvæði.
Flokkurinn átti aðild að rfldsstjóm sem tók
þátt í að móta samninginn, en eftir að hann
fór í stjómarandstöðu hertu andstæðingar
samningsins innan Framsóknarflokksins
róðurinn. Á flokksþinginu 1992 urðu hörð
átök um málið, en í drögum að ályktun sem
lögð vom fyrir þingið var lagt til að flokkur-
inn hafnaði EES-samningnum á gmndvelli
þess að hann bryti í bága við stjómar-
skrána. Eftir mikfl átök á þinginu náðist
samkomulag um að milda orðalagið, m.a.
fyrir tilstilli Halldórs Ásgrímssonar, en
hann lýsti því yfir á þinginu að hann myndi
ekki greiða atkvæði gegn samningnum þeg-
ar hann kæmi til atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Niðurstaðan varð sú að sjö þingmenn
flokksins greiddu atkvæði gegn samningn-
um þegar atkvæði vora greidd um hann á
Alþingi í janúar 1993, en sex sátu hjá. Meðal
þeirra sem sátu hjá og enn em á þingi em
Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadótt-
ir, Jón Kristjánsson og Val-
gerður Sverrisdóttir. Meðal
þeirra sem greiddu atkvæði
gegn samningnum vom
Guðni Ágústsson, Páll PéU
ursson og Kristinn H. Gunn-
arsson, sem þá sat reyndar á ........
Alþingi fyrir Alþýðubandalagið.
Meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við
EES-samninginn á flokksþinginu 1992 var
Siv Friðleifsdóttir, núverandi umhverfis-
ráðherra.
Lýsa framsóknar-
menn stuðningi við
aðild að ESB?
Umræða er hafín innan Framsóknarflokksins um að endurskoða Evrópu-
stefnu flokksins. Formaður flokksins hefur gefíð til kynna að slík stefna gæti
falið í sér stuðning við aðild Islands að ESB. Andstaða er hins vegar við slíka
stefnubreytingu innan flokksins. Egill Ólafsson ræddi við flokksmenn og velti
fyrir sér pólitískum afleiðingum nýrrar Evrópustefnu Framsóknarflokksins.
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Ásgrfmsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur beitt sér fyrir því að flokkurinn endurskoði
stefnu sfna f Evrópumálum.
Þingmenn Fram-
sóknarflokksins
taka þátt í
nefndarstarfinu
Um helmingur flokksmanna
andvígur aðild að ESB
Enginn vafi leikur á að skiptar skoðanir
era innan Framsóknarflokksins um hvort
rétt sé að breyta stefnu flokksins í Evrópu-
málum. I skoðanakönnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands gerði í nóvem-
ber í fyrra sögðust 52,5% framsóknar-
manna te(ja frekar óæskilegt eða mjög
óæskilegt að ísland gerðist aðili að Evrópu-
sambandinu. í könnun sem gerð var í sept-
ember 1998 var þetta hlutfall 55,3%. And-
staðan við aðild er ekki meiri í neinum
öðmm stjómmálaflokki ef vinstri grænir
era undanskildir. Til samanburðar var and-
staðan við aðild 26,8% í Sjálfstæðisflokkn-
um í nóvember í fyrra og 37,1% í september
1998. í báðum könnununum lýstu 48-49%
sjálfstæðismanna sig frekar eða mjög fylgj-
andi aðild. Stuðningur við aðild er álíka
mfldll meðal stuðningsmanna Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks. 22,9% framsóknar-
manna töldu aðild að ESB frekar eða mjög
æskilega fyrir ári og hlutfallið var 35,5% í
september 1998.
Vera kann að afstaða stuðningsmanna
Framsóknarflokksins hafi eitthvað breyst
frá því að þessar skoðanakannanir vom
gerðar. Til dæmis er hugsanlegt að sú um-
ræða sem nú á sér stað innan flokksins um
Evrópumál breyti afstöðu ýmissa. Það er þó
hægt að fullyrða að fram til þessa hefiir
meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins
verið andsnúinn aðild íslands að ESB.
Flokksstjóm skipar
sérstaka Evrópunefnd
Það var flokksstjóm Framsóknarflokks-
ins sem samþykkti í síðasta mánuði að setja
á stofn nefnd tfl að ræða ítarlega um framtíð
íslands í Evrópusamstarfinu.
Nefndin er undir forystu
Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi
skólastjóra á Bifröst. í nefnd-
ina hafa verið valdir um 50 ein-
_________ staklingar og sagði Jón að
reynt hefði verið að velja þá
þannig að þeir endurspegluðu sem mest
flokksmenn. í nefndinni væri fólk alls stað-
ar af landinu úr ólíkum atvinnugreinum.
Ætlast er til þess að þingmenn flokksins
taki þátt í störfum nefndarinnar.
Jón sagði nefndin væri skipuð af flokks-
stjóm og myndi skila áliti til hennar. Hann
sagðist ekki geta svarað því á þessari
stundu hvenær hún skilaði áliti, en væntan-
lega yrði vinna hennar rædd á flokksþingi í
mars nk. Það væri hins vegar flokksstjóm-
ar að taka ákvörðun um hvemig farið yrði
með álit nefndarinnar, þ.e. hvort flokkurinn
gerði tillögur hennar að sínum eða hvort
unnið yrði með þær með einhveijum öðram
hætti.
Jón sagði að Halldór Ásgrímsson gæfi
nefndinni alveg fijálsar hendur. Það væri
því ekkert hægt að segja fyrir um hvað
kæmi út úr störfum hennar. Nefndin myndi
fara yfir skýrslu utanrfldsráðherra um
stöðu Islands í Evrópusamstarfinu, sem
lögð var fram á Alþingi í vor, ræða reynsl-
una af samningnum um Evrópskt efnahags-
svæði, breytingar á Evrópusambandinu
o.s.frv.
Skiptar skoðanir
um aðild að ESB
Þótt allgóð samstaða sé innan Framsókn-
arflokksins um að fara út í þetta nefndar-
starf og ræða ítarlega um Evrópumálin frá
öllum hliðum er Ijóst að skoðanir era skipt-
ar innan flokksins um hvaða stefnu flokkur-
inn eigi að taka. Þeir sem Morgunblaðið
ræddi við vora flestir sammála um að
stærstur hluti flokksmanna væri óákveðinn
eða hefði ekki mótað sér sterkar skoðanir á
þessum málum.
Jón Sigurðsson sagði að í gegnum árin
hefðu framsóknarmenn haft meiri áhuga á
að ræða aðsteðjandi vanda einstakra hér-
aða og atvinnugreina en samskipti við aðrar
þjóðir í Evrópu. Hann benti á að flokkurinn
gæti ekki leyft sér að hugsa svona áfram.
Alþjóðavæðingin væri svo hröð og þróunin í
öðram löndum hefði æ meiri áhrif hér á
landi. Umræða um Evrópusamstarfið væri
því ekki aðeins nauðsynleg heldur óhjá-
kvæmileg.
Þegar hann var spurður hvort umræða
um þessi mál kynni ekki að verða Fram-
sóknarflokknum erfið í Ijósi ólíkra viðhorfa
flokksmanna sagði Jón að stjómmálaflokk-
ur gæti ekki boðið flokksmönnum eða kjós-
endum sínum upp á að forðast að ræða mál
vegna ótta við deilur. Það væri einfaldlega
hluti af stjómmálastarfi flokkanna að ræða
þau mál sem skiptu þjóðina mestu máli á
hveijum tíma.
Það era ekki allir framsóknarmenn sann-
færðir um að þessi umræða sé tímabær.
Ámi Gunnarsson, varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins á Norðurlandi vestra,
sagðist vera sammála því að fara út í þetta
nefndarstarf, en kvaðst vera þeirrar skoð-
unar að flokkurinn væri ekki tilbúinn að
taka afstöðu til spumingarinnar um aðild að
ESB án þess að eiga á hættu að klofna. Það
væra einstaklingar í flokknum sem hefðu
mjög sterkar skoðanir með og á móti aðild
og sú hætta væri fyrir hendi að þeir sættu
sig ekki við þá stefnu sem mótuð yrði. Hann
sagði að andstaðan við aðild væri mjög
sterk í grónu fylgi flokksins á landsbyggð-
inni. Hann sagðist einnig hafa orðið var við
að margir af öflugustu talsmönnum flokks-
ins í sjávarútvegi væra óánægðir með
hvemig formaður flokksins hefur talað um
þess mál að undanfomu. Ami sagði að það
kynni að vera að flokkurinn næði að draga
til sín nýja liðsmenn með því að styðja um-
sókn um aðild að ESB, en þeir yrðu einnig
margir sem myndu snúa baki við flokknum,
þar á meðal sumir af tryggustu stuðnings-
mönnum hans.
Annar viðmælandi Morgunblaðsins, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist telja
litla hættu á að Framsóknarflokkurinn
klofnaði út af þessu máli. Hann minnti á að
miklar deilur hefðu verið í flokknum um af-
stöðuna til EES-samningsins á sínum tíma,
en ekki hefði komið til klofnings þá.
Ólík afstaða stjómarflokkanna
Það fer ekki á milli mála að forystumenn
rfldsstjómarflokkanna hafa tekið nokkuð
ólíka afstöðu til Evrópumál-
anna. Forysta Framsóknar-
flokksins hefur hvatt til um-
ræðu um þessi mál jafnframt
því að útiloka ekki aðild að
ESB. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins hefur hins vegar sagt
að aðild að ESB komi ekki til greina. Ef
marka má skoðanakannanir endurspegla
stuðningsmenn flokkanna hins vegar ekki
afstöðu forystumanna þeirra. Samkvæmt
skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
telja um 50% stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins aðild æskilega, en um 26% telja
aðild frekar eða mjög óæskilega. Rétt rúm-
lega 50% stuðningsmanna Framsóknar-
flokksins telja hins vegar aðild frekar eða
mjög óæskilega, en 23% frekar eða mjög
æskilega. Þetta vekur þá spumingu hvort
einhverjir, sem hingað til hafa kosið Sjálf-
stæðisflokkinn og eru eindregið þeirrar
skoðunar að ísland eigi að sækja um aðild
að ESB, komi til með að ganga til liðs við
Framsóknarflokkinn ef hann lýsir yfir
stuðningi við aðild. Framsóknarmenn sem
Morgunblaðið ræddi við gerðu ekki mikið
úr þessu, en sögðu að vissulega skapaði
flokkurinn sér sérstöðu ef hann lýsti yfir
stuðningi við aðildaramsókn. Viðmælendur
blaðsins sögðust hins vegar hafa orðið varir
við að þessi Evrópuumræða innan Fram-
sóknarflokksins vekti engan fögnuð í her-
búðum sjálfstæðismanna.
Davíð Oddsson forsætisráðhema hefur
sagt að ekki sé tímabært að ræða um hugs-
anlega aðild íslands að ESB að óbreyttu.
Vel sé séð fyrir hagsmunum íslands með
EES-samningnum. Þessa afstöðu hafa and-
stæðingar flokksins gagnrýnt og sagt að
Davíð sé með þessari afstöðu sinni að halda
allri umræðu um Evrópumál niðri. Líta má
svo á að Halldór Ásgrímsson sé með vissum
hætti að taka undir þessa gagnrýni þegar
hann ákveður að efna til ítarlegrar umræðu
innan Framsóknarflokksins um Evrópu-
mál. Framsóknarmenn sem Morgunblaðið
ræddi við sögðu að Halldór teldi afar mikil-
vægt að efna til öflugrar umræðu í samfé-
laginu öllu um stöðu Islands í Evrópu. Þeir
sögðust vona að sú umræða sem væri hafin
innan Framsóknarflokksins myndi m.a. ná
til annarra stjórnmálaflokka.
Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif
Evrópuumræðan innan Framsóknarflokks-
ins hefur á sjálfstæðismenn. Hún kann að
ýta undir að stuðningsmenn aðildar innan
flokksins, m.a. í þingflokknum, fari að láta
meira til sín taka. Að minnsta kosti hljóta
sjálfstæðismenn að þurfa að velta því fyiir
sér hvort afstaða framsóknarmanna kalli
eftir einhverjum viðbrögðum af þeirra
hálfu.
Bent hefúr verið á að hugsanlega sé að
skapast samstaða milli Framsóknarflokks-
ins og Samfylkingarinnar í Evrópumálum.
Þó svo kunni að fara er rétt að benda á að
það þýðir ekki að meirihluti Alþingis sé fyr-
ir stefnu flokkanna. Vinstri grænir hafa al-
farið verið andsnúnir nánara samstarfi ís-
lands við ESB.
Verður stefnan
skýr eða óljós?
Hér þarf auðvitað að setja einn stóran
fyrirvara; sem sé þann að það er alls ekki
ljóst hvort umræðan innan Framsóknar-
flokksins leiði til þess að hann breyti um
stefnu í Evrópumálum. Flestir framsóknar-
menn sem Morgunblaðið ræddi við sögðu
ekkert hægt að segja fyrir um hvað kæmi út
úr nefndarstarfinu sem nú væri að hefjast.
Þeir era þó til sem segjast sannfærðir um
að Halldór Ásgrímsson ætli að láta á það
reyna hvort hann fái flokkinn til að sam-
þykkja tillögu um stuðning við aðild íslands
að ESB. Þeir benda á að Halldór hafi sjálfur
bent á að ísland standi frammi fyrir tveim-
ur kostum, að styðjast áfram við EES-
samninginn eða sækja um aðild að ESB.
Hann hafi að undanfomu ítrekað lýst mikl-
um efasemdum um að EES-samningurinn
dugi framtíðarhagsmunum íslands. Það sé
því rökrétt af honum að leggja til að aðildar-
kosturinn verði skoðaður mjög ítarlega.
Aðrir benda á að málið sé umdeilt innan
Framsóknarflokksins og því geti orðið erfitt
að fá fram skýra og afgerandi niðurstöðu.
Menn muni hugsanlega sættast á orðalag
sem sé það loðið að hvorki andstæðingar né
stuðningsmenn aðildar hverfi frá stuðningi
við flokkinn.
Marki Framsóknarflokkurinn hins vegar
stefnu í Evrópumálum sem hefur að geyma
ó(jóst orðalag má búast við að andstæðingar
flokksins notfæri sér það í gagnrýni á flokk-
inn. Raunar hafa andstæðingar flokksins
þegar beint gagnrýni að forystu flokksins
fyrir að taka ekki afdráttarlausa afstöðu í
málinu. Forystumenn vinstri grænna hafa
t.d. bent á þetta. Bjöm Bjamason mennta-
málaráðherra hefur einnig kallað eftir skýr-
ari stefnu í þessari umræðu, án þess þó að
nefna Framsóknarflokkinn
eða Halldór Ásgrímsson á
nafn.
„Ég er þeirrar skoðunar,
að talsmenn aðildar íslands
að Evrópusambandinu verði
að leggja spil sín á borðið og
bjóða til umræðna á stjómmálavettvangi
með skýrari stefnu en til þessa, svo að unnt
sé að átta sig á hinum pólitísku átakalínum í
málinu,“ segir Bjöm á heimasíðu sinni.
50% sjálfstæðis-
manna tolja aðild
að ESB frekar eða
mjög æskilega
Björk kynnir Myrkradansarann í New York
Morgunblaðið/Ásdís
Catherine Deneuve, Björk Guðmundssdóttir og David Morse á blaða- *
mannafundinum í New York.
Stökk fram
af klettinum
og vonaði að allt
færi vel
Kvikmyndin Myrkradansarinn verður
frumsýnd í New York í kvöld og voru Björk
Guðmundsdóttir og Catherine Deneuve á
blaðamannafundi, sem haldinn var til kynn-
ingar á myndinni. Guðrún Hálfdánardóttir
sat blaðamannafundinn.
KVIKMYND Lars Von
Triers „Dancer in the
Dark“ eða Myrkradans-
arinn eins og hún nefnist
á íslensku verður opnunarmynd
kvikmyndahátíðarinnar í New York
sem hefst í dag. Myndin fer síðan í
almenna sýningu þar á morgun,
laugardag.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í New York á miðvikudag eftir
forsýningu myndarinnar fyrir gagn-
rýnendur og fjölmiðlafólk kom meðal
annars fram hjá þeim sem höfðu séð
myndina að ekki væri ólíklegt að
Björk Guðmundsdóttir sem leikur
aðalhlutverk myndarinnar og semur
tónlistina yrði fyrsti íslendingurinn
til þess að hljóta Óskarsverðlaun en
á fundinum lýstu þeir sem séð höfðu
myndina yfir mikilli ánægju með
hana.
Að sögn Bjarkar ætlaði hún ekki
að leika í myndinni í upphafi en eftir
að hún hafði lesið handritið og unnið
við gerð tónlistarinnar í ár krafðist
Lars Von Trier, framleiðandi og leik-
stjóri myndarinnar, þess að hún léki
Selmu. „Ég lét undan enda var ég
orðin ástfangin af persónu Selmu og
ég vildi verja hana. Ég held að ég sé
mjög saklaus sem leikkona, meðal
annars vegna þess hve bernsk ég er.
Ég stökk því fram af klettinum og
vonaði að allt færi vel.“
Björk segir að það hafi hjálpað sér
mjög mikið að hafa allt þetta hæfi-
leikaríka fólk með sér við gerð
myndarinnar. „Kvikmyndafólk sem
bjó yfir mikilli reynslu og var alltaf
tilbúið til þess að hjálpa mér. Það
gerði gæfumuninn því ég var alltaf
að spyija þau hvort það ætti að gera
hlutina eins og ég gerði þá. Þau
sögðu mér að þetta væri fínt hjá mér
þrátt fyrir að þau myndu kannski
ekki gera þetta á sama hátt og ég.“
Á blaðamannafundinum vora að-
standendur myndarinnar spurðir út í
samstarf Bjarkar og Lars Von
Triers. Að sögn Vincent Paterson,
sem fer með hlutverk Samuels í
myndinni, koma að sjálfsögðu upp
árekstrar þegar tveir snillingar
vinna saman. Við gerð Myrkra-
dansarans nutu leikararnir mikils
fijálsræðis sem var dásamlegt fyrir
þá. „Við upplifðum okkur eins og
fjölskyldu þar sem tekist er á en um
leið sáttum náð. Það særir okkur því
að heyra þessar sögur um erfiða
stjörnu og erfiðan leikstjóra því það
er ekki það sem ég upplifði við tök-
urnar og ég held að ég tali fyrir hönd
allra sem tóku þátt í gerð myndar-
innar.“ '■*
Björk sagði að það frjálsræði sem
leikararnir nutu við gerð myndarinn-
ar og það að hún var gerð í samstarfi
við þá hefði skipt sköpum fyrir allan
hópinn og hvemig hann upplifði þær
persónur sem hver og einn lék.
Vincent Paterson og leikkonan
Catherine Deneuve, sem leikur vin-
konu Selmu í myndinni, tóku undir
orð Bjarkar og sögðust aldrei hafa
kynnst fijálsræði sem þessu við gerð
kvikmyndar. Eins hvað smáatriði
eins og hvort einhver peysa hefði
verið hneppt í einu atriðinu en ekki
því næsta skiptu litlu máli. Það hefði
verið einstakt að fá tækifæri til að
vinna með jafnhæfileikaríkum manni
og Lars Von Trier.
Catherine Deneuve segir það bæði
vera heiður og áhugavert að fá að
vinna með manneskju eins og Björk
sem er bæði mjög sterk og opin á
sama tíma: „Björk gerir ekki hlutina
nema hún upplifi þá.“ Deneuve seg-
ist sífellt vera spurð út í samband sitt
við Björk og hvort hún beri móður-
legar tilfinningar til Bjarkar. „Ég lít
miklu frekar á hana sem vin heldur
en nokkuð annað, líkt og ég geri með
fólk sem mér þykir jafn vænt um og
mér þykir um Björk.“
í myndinni er Selma dæmd til
dauða og á blaðamannafundinum
vora leikarar Myrkradansarans
spurðir hvort þeir teldu að myndin
hefði áhrif á þá umræðu sem er L
bandarísku þjóðfélagi nú um hvort
afnema eigi dauðarefsingar í þeim
fylkjum þar sem þær era leyfðar eða
ekki. Leikararnir vora sammála um
að sennilega myndi Myrkradans-
arinn ekki hafa áhrif á þá umræðu og
sagði Catherine Deneuve að henni
þætti það miður að myndin hefði
ekki þau áhrif að dauðarefsingar
yrðu afnumdar í Bandaríkjunum llkt
og löngu væri búið að gera í Evrópu.
Á blaðamannafundinum var Björk
meðal annars spurð út í ísland og
áhrif þess á hana sem listamann.
Hún benti á að menningararfurinn
hefði mikil áhrif á okkur sem þjóð og
einstaklinga. Mikil áhersla væri lögð
á að veita góða menntun og viðhalda
tungumálinu. Eins væri listalífið í
miklum blóma og mikið af hæfileika-
ríku fólki byggi á íslandi. Eða eins
og Björk orðaði það: „Ég fyllist
heimþrá þegar ég tala um landið
mitt.“