Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
B org gegn
einkabíl
„Mun andstœðingum einkabílsins ekki
þykja bruðl og ofrausn að hver eldi í
sínu húsi í stað þess að menn borði bara
í almenningsmötuneyti?“
IDAG munu sumir fara
mikinn gegn einkabílnum
því í dag er baráttudagur
gegn því prýðilega tæki.
Reyndar væri nær að
nefna hann „fjölskyldubíl" en
andstæðingar hans vita að „fjöl-
skyldubílismi“ hljómar betur en
„einkabílismi" og þess vegna nota
þeir ætíð orðið „einkabíll".
Þeim þykir einkabíllinn hafa
verulegan galla og þann stærstan
að hann er svo vinsæll að fáir
kæra sig um að ferðast með al-
menningsvögnum. Þeir tefla al-
menningsvögnunum þó gegn
einkabílnum og segja þá sérstakt
tákn um umhverfisvænan lífsstíl.
Þó er í raun ekkert umhverfis-
vænt að ferðast í strætó, því
strætó eyðir svo mikilli olíu að
hver farþegi
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
mengar að
meðaltali
álíka mikið
eða jafnvel
meira en hver farþegi í venjuleg-
um fólksbíl.
Hugmyndin um bættan lífsstíl
með strætó hefur gert það að
verkum að helstu baráttumönn-
um gegn einkabílnum þykir í lagi
að taka afar stórt upp í sig. Þann-
ig lét einn borgarfulltrúi R-list-
ans út úr sér í útvarpsviðtali í
fyrradag að hann teldi áróðurinn
með einkabílnum svo óskaplegan
og baráttuna gegn honum svo
mikilvæga að 90% af vinnu þeirra
sem störfuðu að umferðarmálum
fyrir hið opinbera ætti að snúast
um að breyta hugarfari fólks. Nú
kann að vera að borgarfulltrúinn
hafi ekki hugsað áður en hann
talaði eða ekki meint það sem
hann sagði, en ekki má svo sem
heldur útiloka að hann hafi hrein-
lega verið að segja skoðun sína.
Hver sem skýringin er á þessum
ummælum hljóta þau að vekja al-
menning til umhugsunar um það
hvert öll þessi einkabílaumræða
leiðir. í víðara samhengi hljóta
menn svo að velta því fyrir sér
hvernig kjörnir fulltrúar sem
hugsa með þessum hætti líta á
eigin stöðu og ekki síður hvernig
þeir líta á almenning.
Annar fulltrúi meirihlutans í
borgarstjórn ræddi sama dag um
átakið „Borg án einkabíls“. Þetta
átak er samvinnuverkefni
margra evi'ópskra borga og
munu einhverjar þeirra hafa
gengið svo langt að banna einka-
bílinn algerlega þennan sérstaka
átaksdag. Svona langt mun ekki
eiga að ganga í Reykjavík í dag,
en meirihluti borgarstjórnar er
að sögn þessa fulltrúa hans að
velta fyrir sér að ganga alla leið á
næsta ári og stöðva umferð
einkabíla algerlega í miðbæ borg-
arinnar. Val almennings skiptir
víst harla litlu máli lengur; allar
baráttuaðferðir eru heimilar í
stríðinu við að koma fólki út úr
eigin bílum og inn í almennings-
vagna.
Baráttumenn gegn einkabílum
láta sig líka hafa það að horfa al-
gerlega fram hjá kostum einka-
bílsins. Einkabíllinn virðist í huga
þeirra einungis vera ófreskja sem
þvælist fyrir gangandi vegfar-
endum, engum manni til góðs.
Miðað við málflutninginn mætti
stundum halda að bíllinn rynni
sjálfur og óstuddur um götumar
öllum til trafala. Ef til vill er það
vegna þessa sem einhverjum datt
orðið „sjálfrennireið" í hug.
En hvemig er það með einka-
bílinn, er hann algerlega laus við
alla kosti eins og skilja má af
málflutningi andstæðinga hans?
Nei, og líklega hafa fá tæki, ef
nokkurt, aukið lífsgæði fólks
meira á þessari öld en einmitt
bíllinn. Hann gerir öllum al-
menningi mögulegt að komast
ferða sinna, hvort sem það er til
að sækja vinnu eða sinna áhuga-
málum sínum. Menn em ekki
lengur fastir í túnfætinum heima
eins og í eina tíð. Menn þurfa
ekki lengur að tölta um á þarf-
asta þjóninum; nú geta þeir ekið
milli staða á blikkbeljunni og gert
hluti sem áður fyrr voru óhugs-
andi.
Þetta er nú svo sem tiltölulega
augljóst þegar menn hugsa út í
það og leggja fordóma sína til
hliðar. Meira að segja græningj-
ar í Þýskalandi, sem barist hafa
af krafti bæði gegn tölvum og bíl-
um, hafa að nokkm leyti tekið
undir það að bíllinn sé þarfaþing.
Frá flokki þeirra kom nýverið
það sjónarmið að konum þætti
bíllinn ómissandi þar sem hann
veitti þeim öryggi á götum úti
þegar skyggja tæki og að hann
gerði þeim kleift að sinna bæði
móðurhlutverkinu og starfi utan
heimilis. Þá viðurkennir flokkur-
inn að bílinn sé öldmðum og fötl-
uðum mikilvægur til að ferðast
án aðstoðar og segir loks að við-
urkenna verði þörf einstakl-
inganna til að komast um óháðir
öðram.
Þetta er nokkuð sem borgaryf-
irvöld mættu hafa í huga áður en
þau ákveða að verja meira af fé
og tíma borgarbúa í baráttuna
gegn bílunum þeirra. Fyrir þá
sem muna nokkur ár aftur í tím-
ann þarf barátta meirihluta borg-
arstjórnar gegn einkabílnum svo
sem ekki að koma á óvart. Þetta
er nefnilega ekki í fyrsta sinn
sem barátta gegn „rangri“ hegð-
un borgarbúa kemur frá borgar-
stjórn og má nefna dæmi frá
þeim tíma fyrir rétt um tuttugu
ámm þegar vinstrimenn stýrðu
borginni líkt og nú. Þá hafði þeim
ekki dottið í hug að einkabíllinn
væri af hinu illa, en sumum
þeirra þótti hins vegar að ef fólk
byggi í „of stóru“ íbúðarhúsnæði
væri eðlilegt að það rýmdi til og
leigði út frá sér. Þarna var
„einkahúsnæðisisminn" óvinur-
inn. Eftir áratug eða tvo er ekki
ósennilegt að sjónvarpið, upp-
þvottavélin, eldavélin eða jafnvel
eldhúsið sjálft verði orðið óvinur.
Mun andstæðingum einkabflsins
ekki þykja bmðl og ofrausn að
hver eldi í sínu húsi í stað þess að
menn borði bara í almennings-
mötuneyti?
Barátta sem ástæða væri til að
færi fram er ekki baráttan gegn
einkabflnum heldur með honum,
því það væri barátta fyrir því sem
fólk augljóslega vill. Barátta fyrir
afnámi sérstakra skatta á bfla og
bensín væri jákvætt innlegg í
þjóðmálaumræðuna og gæti leitt
til þess að enn fleiri gætu nýtt sér
kosti einkabílsins en nú er raun-
in. Með slíkri baráttu væm borg-
aryfirvöld að vinna með almenn-
ingi en ekki gegn honum.
Kostun á veð-
urfregnum
UNDANFARIÐ
hafa verið birt ummæli
formanns útvarpsráðs
og veðurstofustjóra
vegna fyrirhugaðrar
kostunar á veðurfregn-
um Sjónvarpsins. Veð-
urstofustjóri heldur
því m.a. fram að veður-
fregnir eigi að skil-
greina sem fréttaefni.
Þetta er athyglisvert
þar sem útvarpsréttar-
nefnd hefur úrskurðað
í líku ágreiningsmáli
sem höfðað var gegn
Stöð 2 á fyrra ári. Það
er rétt að drepa niður í
úrskurð útvarpsréttar-
nefndar varðandi kostun veður-
fregna á Stöð 2 en þar segir m.a.:
„Vegna tilhögunar á kostun veð-
urfregna í dagskrárliðnum 19/20 er
talið efnisins vegna rétt að fjalla um
það álitaefni hvort heimilt sé að
kosta veðurfregnir.
Það ræðst af skýringu á því, hvað
felst í hugtökunum „fréttir" og
„fréttatengt efni“, hvort heimilt
telst vera að kosta veð-
urfregnir.
Með hugtakinu
„fréttir" er átt við dag-
skráliði, þar sem áhorf-
endum era fluttar rit-
stýrðar upplýsingar
um nýlega viðburði.
Þessi skilgreining nær
naumast yfir upplýs-
ingar í veðurlýsingu
eða veðurspá, þar er
ekki greint frá nýleg-
um „viðburðum".
Veðurfregnir kunna
í fljótu bragði að virð-
ast „fréttatengt efni“,
eins og það hugtak er
almennt skilið á ís-
lensku. En hugtak þetta ber að
skýra með hliðsjón af merkingu þess
í sjónvarpstilskipun EB. Þar, sem í
íslenskri þýðingu tilskipunarinnar
og útvarpslögum, er kallað „frétta-
tengt efni“ eða „fréttatengdir þætt-
ir“ er til dæmis i enskri þýðingu til-
skipunarinnar kallað „current
affairs programs".... Samkvæmt
þessu væri sennilega nákvæmara að
Þorsteinn
Þorsteinsson
Sjónvarp
*
Akvörðun Ríkis-
útvarpsins um að kosta
veðurfregnir, segir
Þorsteinn Þorsteinsson,
á sér fullkomlega
haldbær rök.
tala um „þætti um málefni líðandi
stundar“ eða eitthvað í þá áttina, þar
sem talað er um „fréttatengt" efni í
íslenskri þýðingu sjónvarpstilskip-
unarinnar og í útvarpslögum. Veð-
urfregnir verða ekki taldar vera
fréttatengt efni í þeim skilningi, að
þær séu þáttur um málefni líðandi
stundar. Verður að skýra hugtakið
„fréttatengt efni“ í útvarpslögum
með hliðsjón af réttri merkingu þess
tilskipunarákvæðis sem því er ætlað
að lögleiða. Með hliðsjón af orðum
tilskipunarákvæðisins á ýmsum
tungumálum er það álit útvarpsrétt-
arnefndar, að veðurfregnir teljist
ekki fréttatengt efni“.
Þetta þýðir að ákvörðun Ríkisút-
varpsins um að kosta veðurfregnir á
sér fullkomlega haldbær rök en það
er einmitt það sem veðurstofustjóri
hefur dregið í efa.
Höfundur er forstöðumaður
markaðssviðs RUV.
Sök bítur sekan
í Morgunblaðinu 16.
september sl. birtist
grein eftir Baldur Dýr-
fjörð, starfsmanna-
stjóra Fjórðungs-
sjúkrahússins á Ak-
ureyri (FSA) og fyrr-
verandi bæjarlögmann
á Akureyri. Hún er
svar hans við opnu
bréfi sem undirrituð
skrifaði starfsmönnum
FSA og birtist í Morg-
unblaðinu 13. septem-
ber sl. Ég get sóma
míns vegna ekki látið
undir höfuð leggjast að
leiðrétta tvö atriði hjá
Baldri en læt önnur
liggja á milli hluta. Ég mun að öðra
leyti ekki eiga frekari orðaskipti við
hann um málið í fjölmiðlum.
Ófagleg vinnubrögð
Baldur lætur hjá líða að skýra frá
ástæðu þess að ég kom reið í heim-
sókn til hans á Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri. I grein sinni segir
hann: „Eftir að niðurstaða útboðs-
ins lá fyrir kom framkvæmdastjóri
WC að máli við undirritaðan og var
mjög ósáttur við að FSA ætlaði að
leita samninga við Vaxtarræktina-
Fimi sem átti lægsta tilboðið."
Þetta er rangt hjá
Baldri. Hið rétta er að
ég kom vegna þess að
hann var búinn að
auglýsa að FSA hefði
tekið tilboði Vaxtar-
ræktarinnar en láðist
að láta aðra sem tóku
þátt í útboðinu vita.
Það leið a.m.k. sólar-
hringur frá því að
Baldur setti upp
auglýsingar á auglýs-
ingatöflur FSA þangað
til hann sendi tölvu-
póst til mín sem til-
boðsaðila. Þetta eru
auðvitað vinnubrögð
sem seint teljast fag-
mannleg og þeim reiddist ég. Lái
mér hver sem vill.
Leigusamningurinn
Undir lok samtals okkar spurði
Baldur hvort undirrituð myndi ekki
bara bjóða lægra verð næst! Þá dró
ég upp leigusamninginn við Vaxtar-
ræktina, sem Baldur vann á sínum
tíma fyrir Akureyrarbæ, og sagði að
það væri ekki um lægra verð að
ræða og hann vissi það sjálfur. í
grein sinni segist Baldur ekki hafa
munað nákvæmlega eftir þessum
samningi. Það er í beinni mótsögn
Mismunun
Eg hef nú sent Sam-
keppnisstofnun erindi,
segir Asta Hrönn
Björgvinsdóttir, þar
sem ég kæri Akureyrar-
bæ fyrir að mismuna
fyrirtækjum á
frjálsum markaði.
við það sem fram kom í fyrrnefndu
samtali því þá sagði Baldur mér að
hann hefði í erindi, sem hann flutti á
ráðstefnu sveitarfélaga, bent á að
þessi samningur ásamt fleirum
stæðist ekki samkeppnislög.
Kært til Samkeppnisstofnunar
Ég hef nú sent Samkeppnisstofn-
un erindi þar sem ég kæri Akureyr-
arbæ fyrir að mismuna fyrirtækjum
á frjálsum markaði. Málið er því í
höndum samkeppnisyfirvalda.
Höfundur er framkvæmdastjóri
World Class Akureyri.
Ásta Hrönn
Björgvinsdóttir
Grátbólg’inn stríðsmað-
ur bregður brandi
ENN heldur Páll As-
geir áfram að svara
fyrir sig. Hann fer yfir
víðan völl og heggur
mikinn, en hvergi þó
nærri merg þess máls
sem skrif mín hafa
snúist um. Enn sem
fyrr vill blaðamaðurinn
meina að undirritaður
sé knúinn áfram af
persónulegum hefnd-
arþorsta vegna
„meintrar slæmrar
meðferðar" og að þar
fari „einn saman“,
„hörandsár poppari í
heilögu stríði við DV út
af smámunum.“(!)
Rétt er að benda á að a.m/
aðrar greinar um vítaverð
Jakob Frímann
Magnússon
k. þrjár
vinnu-
brögð DV birtust í Mbl.
sl. viku svo einsemd
undirritaðs í þessari
umræðu er ekki tiltak-
anleg. Þá má líka minna
Pál á að í útdrætti úr
grein minni sem birtist
með stækkuðu letri og
túlkar megininntak
hennar er hvergi vikið
að samskiptum mínum
við blaðið, enda ítrekað
í greininni að reynsla
mín af Páli Ásgeiri og
DV var einungis tíund-
uð til að beina kastljós-
um að þeim almennu
vinnubrögðum og því
ríkjandi hugarþeli sem
hér er til umræðu.
Megininntak greinarinnar var um-
fjöllun blaðsins um a.m.k. 6 nafntog-
aða einstaklinga, afleiðingar og áhrif
slíkra skrifa á samfélag okkar, ekki
síst hinar vaxandi kynslóðir.
Þeim áhrifum var lýst sem alvar-
legum mengunarvanda. Þessu forð-
ast Páll að víkja að.
Þó að ritstjóri DV hafi viðurkennt
að það hafi verið mistök að kalla, að
ósekju, þekktan hótelstjóra skúrk á
forsíðu DV, vill Páll ekki gangast við
neinu slíku. Það að kalla, gegn betri
vitund, harðgiftan og þjóðþekktan
einstakling hórkarl , flokkar Páll
undir „smámuni". Að kalla nafntog-
aðan lögfræðing „vitleysing", þekkt-
an hönnuð „óþolandi concept sem
hefur fengið að viðgangast hér á
landi“ og farsælan kvikmyndafram-
leiðanda „gamla lummu sem er
búinn að spila öllu frá sér“ finnst Páli