Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 44

Morgunblaðið - 22.09.2000, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Afengislög og skólaskemmtanir UNDANFARNA daga hafa um- ræður orðið um skóladansleiki í framhaldsskólum í Reykjavík vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungs fólks. Umræðurnar fengu aukinn kraft vegna hugmynda skólameistara Armúlaskóla um að J^’fa sölu á léttu víni á skóladans- íeikjum til þess að bæta ástandið. Þótt rétt sé að láta sér detta eitt- hvað nýtt í hug í umræðunni um áfengismál á íslandi er sá galli á gjöf Njarðar að þessi leið er brot á gildandi lögum. Til þess að geta leyft sölu áfengis á skóladansleikj- um þyrfti að færa áfengiskaupa- aldur niður í 15 ár eins og í Dan- mörku, því að yngstu nemendur framhaldsskóla eru 15 ára og erfitt er að láta mismunandi reglur gilda um nemendur sama skóla. Frelsi og forræðishyggja Þótt börnum 15 ára og eldri sé í Danmörku heimilt að kaupa áfengt öl og létt vín og fólki eldra en 18 ára heimilt að kaupa auk þess sterk vín eru skóladansleikir í Danmörku ekki vandræðalausir, og kenningar frjálshyggjumanna „að frelsið geri menn frjálsa" rök- leysa, eins og flestum hugsandi mönnum er ljóst, auk þess sem forræðishyggja, sem nú er í tísku að hallmæla, er ekki aðeins eðlileg heldur hluti af mannúðarstefnu menningarríkj a. Tvískinnungur í landslögum I umræðunni nú hefur mikið verið talað um tvískinnung gagn- vart áfengi og ungu fólki, og er ég . Fjárfestingar- stefna líkamans TÆKIFÆRI til hreyfíngar eru oft nær okkur en við höldum. Þú getur með lítilli fyr- irhöfn sett inn í daglegt mynstur þitt hreyfingu sem getur varað frá 10 -Æiínútum allt upp í 60 mínútur. Mikilvægt er að fara sér hægt í upp- hafi, byrja á stuttum vegalengdum og bæta við eftir því sem líkamsþolið eykst. Vert er að skoða hvemig hægt er að koma hreyf- ingu inn í okkar dag- lega líf eins og í skólan- um, heima við, í vinnunni, frítímanum og á leið milli staða. Mikilvægt er að stefna að því að gera hreyfingu að daglegum þætti Hreyfing -Það er ekki að ástæðu- lausu, segir Arngrímur Viðar Asgeirsson, að hreyfíng er talin besta leiðin fyrir almenning til að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúk- dómum. sem samtals varir í um 30-60 mínút- ur á dag. Á sunnudaginn er alþjóðlegur bjartadagur þar sem reglubundin hreyfing er í brennidepli. Það er ekki að ástæðulausu því hreyfing er talin besta leiðin fyrir almenning (og þá samfélagið) til að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Reglubundin hreyfing hefur auk þessa eftirfarandi áhrif: • Sterkara hjarta. • Örvar blóðrásina. • Streitulosandi. • Hefur mikið forvarnargildi gagn- vart velferðarsjúkdómum. • Eykur andleg og líkamleg afköst. • Auðveldar ásamt réttu fæðuvali stjóm á líkamsþyngd. • Styrkir bein og vöðva. Þú verður jákvæð- ari, atorkusamari og sjálfsvirðingin eykst. Þér líður einfaldlega miklu betur. Á hjartadaginn skul- um við huga að þess- ari einföldu stað- reynd, líta í eigin barm og finna út hvaða hreyfing hent- sgeirsson ar þér og þínum. Sem dæmi um hent- uga hreyfingu í okkar daglega lífi má m.a. telja til: • Sund 200-500 metra. • Hjólreiðar 10-60 mín. • Skokk rólega í 10-20 mínútur og ganga sömu leið til baka. • Ganga í vinnuna eða skólann, ganga út í náttúmnni þegar tæki- færi gefst til. • Þjálfun innan líkamsræktar- stöðva. • Þjálfun hjá íþróttafélagi í þínu ná- grenni. • Garðvinna er líka líkamsrækt. • Heimilisstörf kosta orku og em ágæt líkamsrækt. • Hléæfingar á fundum eða í skólan- um. • Notið stigann, ekki lyftuna, stig- inn styrkir. • Æfingar fyrir herðar, háls og bak þegar þið sitjið við tölvuna. Reglubundin hreyfing er fjárfest- ing í heilsu. Látið hreyfingu vera það sem þið viljið gera en ekki það sem þið þurfið að gera. Við getum líka hugsað okkur að hver stund sem við dveljum við hreyfingu sé_ verðugt innlegg í Heilsubankann/ÍFA ehf. Fjárfestum í heilsu. Þú getur líka fjárfest í heilsu vina þinna, fjölskyldu þinnar og vinnufélaga. Hreyfing fyr- ir alla, íþróttir fyrir alla. Látum alla daga vera hjartadaga. Höfundur er sviðsstjóri almenningsíþrótta- og umhverfís- sviðs ÍSÍ, framkvæmdastjóri irótta fyriralla ogformaður iróttakennarafélags íslands. Skólar Það er ekki í verkahring neins skóla, segir Tryggvi Gíslason, að standa fyrir ölvunar- samkomum eða hópdrykkju barna eða ungs fólks. mjög sammála því. Hef ég lengi lagt til að áfengiskaupaaldur yrði lækkaður í 18 ár, ekki til þess að auka drykkju barna, heldur til þess að minnka hana. Enginn tek- ur lengur alvarlega ákvæði 16. greinar áfengislaga nr. 82/1969 um að „yngri mönnum en 20 ára má ekki selja, veita eða afhenda áfengi með nokkrum hætti“. Á sama tíma er öllum ljóst að áfengisneysla ungs fólks er stöðugt að aukast. Samkvæmt íslenskum lögræðislög- um eru allir lögráða sem orðnir eru 18 ára. Samkvæmt hjúskapar- lögum mega karl og kona stofna til hjúskapar þegar þau hafa náð 18 ára aldri. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins íslands hafa allir sem eru 18 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi. Hins vegar segir í áfengislögum nr. 82 frá 1969 að ekki megi selja, veita eða afhenda yngri mönnum en tuttugu ára áfengi með nokkrum hætti. Undarlegt ósamræmi kemur því fram í lögum sem snúa að réttind- um og skyldum ungs fólks, þetta eru undarleg lög enda eru þau þverbrotin, eins og dæmin sanna. Lög, sem enginn virðir og ekki eru í nokkru samhengi við venjur og siði, ýta undir virðingarleysi fyrir lögunum og það mega lög ekki gera. I lögum landsins felst því augljós tvískinnungur. Til þess að sýna tvískinnunginn í sérstöku ljósi má benda á að hugsanlegt er að 19 ára maður, karl eða kona, yrði kjörinn forseti alþingis. Þá kæmi sú staða upp að ekki mætti bjóða forsetanum kampa- vínsglas til þess að skála við erlenda þjóðhöfðingja og því síður mætti selja þessum forseta al- þingis rauðvín eða hvítvín og enn síður sterk vín. Þessi for- seti alþingis stýrði Tryggvi Gislason hins vegar löggjafar- samkomunni og væri falið að setja lög, eins og öðrum alþingismönn- um, og honum yrði einnig falið að gegna störfum forseta Islands í fjarveru hans og sitja veislur með erlendum þjóðhöfðingjum. Breyttur áfengiskaupaaldur Eg álit því nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði áfengislaga. Sé 18 ára fólki treystandi til að standa fyrir heimili og ala upp börn, kjósa til þings og sveitar- stjórna og til að sitja í sveitar- stjórnum og á alþingi og setja þar lög er því að sjálfsögðu einnig treystandi til að kaupa og neyta áfengis ekkert síður en okkur sem komin eru yfir tvítugt. Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð og ábyrgðartilfinning og við eigum að treysta ungu fólki og gera það ábyrgt fyrir störfum sínum og gerðum. Hins vegar ber brýna nauðsyn til að koma í veg fyrir að yngra fólki er 18 ára sé selt, veitt eða af- hent vín með nokkrum hætti - og þar verða allir að leggjast á eitt. Einhvers staðar verða mörkin að liggja og þau liggja við 18 ára ald- ur þar sem þau hafa verið dregin í öðrum lögum enda er fólk talið börn til 18 ára aldurs en 18 ára er fólk fullgildir þegnar. Félag líf og skemmtanir Þótt lögum yrði breytt á þennan hátt er ekki þar með sagt að leyfa ætti sölu áfengis á skólaskemmt- unum. Enda þótt margir prestar þjóðkirkjunnar neyti áfengis hefur engum komið til hugar að þola þeim að vera drukknir í kirkjunni og þótt skólanemendur 18 ára og eldri mættu kaupa áfengi yrði þeim ekki leyft að vera drukknir í skólanum eða á sam- komum og í ferðum á vegum hans, þótt þeir drykkju áfengi annars staðar. I Menntaskólanum á Akureyri hefur um áratuga skeið verið fylgt ströngum reglum um bindindi. Segir í lögum skólans að „nemendur megi ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuvaldandi efna í skólanum eða á lóð hans né heldur á skemmtunum, sam- komum eða ferðalögum sem farin eru á vegum skólans eða í nafni hans“, enda hafa verið haldnir skóladansleikir í Menntaskólanum á Akureyri í áratugi þar sem nem- endur hafa ekki neytt áfengis né heldur verið undir áhrifum áfengis eða með öðrum orðum: Á dans- leikjum og öðrum skemmtunum í skólanum, m.a. á árshátíð skólans og á busaballi, sér ekki vín á nokkrum manni. Þessu trúa sumir menn ekki en svona er það nú samt. Ástæðan til þessa eru skýr skilaboð sem nemendur fá frá skólanum og virðing þeirra fyrir sjálfum sér og skóla sínum að halda lög og reglur og níðast ekki á neinu því sem þeim er til trúað. Hlutverk skóla Ef ekki tekst að halda skemmt- anir í skóla eða á vegum hans án áfengis og eiturlyfja og þar sem allt fer eftir settum reglum á að fella slíkar skemmtanir niður. Það er ekki í verkahring neins skóla að standa fyrir ölvunarsamkomum eða hópdrykkju barna eða ungs fólks. Hins vegar er það hlutverk skóla að efla alhliða þroska nem- enda sinna, tryggja þeim hollt uppeldisumhverfi og jafna uppeld- isaðstöðu þeirra, efla með þeim umburðarlyndi og víðsýni, efla skilning á kjörum fólks, rækta tjáningar- og sköpunarmátt í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd, ör- yggi og getu til þess að leysa mál á friðsamlegan hátt í lýðræðisþjóðfé- lagi í sífelldri þróun. Auk þess er það hlutverk skóla að kenna nem- endum sínum að hægt er að skemmta sér vel án áfengis. Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Hentar táknmál þeim sem stama? ÉG VIL læra tákn- mál sagði 11 ára gömul stúlka sem stamaði mjög mikið og var búin að gefast upp við að reyna að tala. Þessi stúlka hafði alla tíð reynt að tjá sig á eðli- legan hátt. En þegar hún ætlaði að segja það sem henni bjó í brjósti kom hún orðunúm ekki frá sér. Orðin festust, hún spenntist upp og mjög erfitt var fyrir hana að tjá sig. Sem betur fer eru það ekki margir sem stama svona mikið en gera má ráð fyrir að á íslandi séu um það bil 2.700 einstaklingar sem stama. Það er ekki hægt að lækna stam og ekki hafa fundist lyf sem gagnast í baráttunni við stamið. Ein- staklingar stama ekki af því að þeir eru taugaveiklaðir eða hafa alist upp við erfiðar aðstæður. Stam á sér taugafræðilegar orsakir. Fólk sem stamar getur ekki stjórnað því hversu erfitt því reynist að tala. Að vísu geta aðstæður í umhverfi aukið á stameinkenni. Til dæmis ýtir spenna og kvíði undir stamið þannig að ef einstaklingur er mjög kvíðinn eykst stamið. í grunnskólum landsins eru um það bil 400 einstaklingar sem stama, sumir mjög mikið en aðrir lítið. Langflestir þessara nemenda fá enga tal- þjálfun, og oft hafa for- eldrar og kennarar fengið litlar upplýsing- ar um hvernig skuli bregðast við. Mjög margir nemendur sem stama kvíða því að vera teknir upp og þurfa að Jdhanna standa fyrir framan Einarsdóttir bekkinn og reyna að segja eitthvað en geta það ekki. Mjög algengt er að þeir taki ekki þátt í umræðum, rétti ekki upp hönd eða svari ekki þó að þeir viti hið rétta svar af ótta við að stama. Vanlíðan í skóla og ótti við stríðni er oft til staðar. Ef kennari fær nemanda sem stamar í bekk er mjög mikilvægt að ræða við viðkomandi um stamið á já- kvæðan hátt. Það er einnig nauðsyn- legt að gefa nemandanum góðan tíma ef hann er að tjá sig og ræða við hann um hvort hann vilji lesa upp- hátt fyrir bekkinn eða ekki. Það er hægt að nýta sér það ráð að leyfa í grunnskólum landsins eru um það bil 400 ein- staklingar sem stama, segir Jóhanna Einars- dóttir. Langflestir þessara nemenda fá enga talþjálfun. nemandanum að lesa í kór en það stamar nær enginn þegar hann les í kór. Þeir sem stama eiga að geta haft eðlileg samskipti við aðra án þess að læra táknmál. Talþjálfun skilar í um 60% tilfella mjög góðum árangri og um 30% til viðbótar hafa náð nokkr- um bata með þjálfun. Langbestur ár- angur af talþjálfun er hjá litlum börnum áður en þau byrja í skóla. Ef barn á leikskólaaldri byrjar að stama er rétt að bíða ekki lengur en í 3-6 mánuði eftir að fá ráð hjá talmeina- fræðingi varðandi stam. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.