Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 47
tlngibjörg Hjart-
ardóttir fæddist
í Reykjavík 19. aprfl
1940. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, Fossvogi,
sunnudaginn 17.
september síðastlið-
inn. Ingibjörg var
dóttir hjónanna
Önnu Margrétar
Hjartarson, f. 21.
júlí 1915, d. 24. sept
1974 og Hjartar
Hjartarsonar, stór-
kaupmanns, f. 6.
aprfl 1915, d. 2. jan-
úar 1991. Systkini Ingibjargar
eru; Unnur, f. 4. janúar 1945,
gift Steindóri Hjörleifssyni, og
Hjörtur Örn, f. 26. júlí 1950,
kvæntur Hrefnu Hrólfsdóttur.
Ingibjörg lauk námi frá Versl-
unarskóla Islands og vann mest-
allan starfsaldur sinn hjá Lands-
banka Islands.
Ingibjörg giftist 1958 Þorláki
Nú ertu farin og kemur víst ekki
aftur, en ég veit þú munt fylgjast
með fólkinu þínu vakin og sofin um
aldur og ævi.
Þegar maður sest niður og ætlar
að skrifa til þín ía mín hrannast
minningarnar svo upp að erfitt er
að bera niður. Þó held ég að það
sem mér fannst mest gaman að í
þínu fari hafi verið hvemig þú
stjórnaðir manni þínum og dætrum
leynt og Ijóst. Ef t.d. dytta þurfti að
einhverju inni eða úti og Bjössi var
eitthvað latur þá bara kallaðir þú á
tengdasoninn: „Uppáhalds tengda-
sonur, getur þú gert...“ varstu þá
vön að segja, og hver myndi ekki
svara svona kalli? Nú ber þess að
geta að lengi vel var ég eini tengda-
sonurinn, svo þetta voru orð að
sönnu. Svo voru það líka allar peys-
urnar sem þú keyptir á mig um jól
og afmæli. Þó svo ég gangi helst
aldrei í peysum fannst þú alltaf eina
svo ansi sæta og hvort ég væri ekki
bara alsæll? „Frábært," sagði ég,
„einmitt það sem mig vantaði."
Elsku ía, ég get seint eða aldrei
þakkað þér hvað þú varst góð við
strákana mína. Þótt þessi miklu
veikindi hrjáðu þig í lokin og þú
hefðir nóg með sjálfa þig gleymd-
irðu þeim aldrei. Amma með stóru
Ai. Ég vil líka þakka þér fyrir þessa
yndislegu dóttur sem þú gafst mér
þegar ég bað hennar í eldhúsinu
uppi í Brekkuseli. Takk fyrir allt og
allt, og ía, ég skal með glöðu geði
passa kallinn og vera honum félagi
þar til hann kemur til þín, og svo
kem ég einhvem tíma líka.
Kári.
Lýs milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn.
Ó, hjálpin mín,
Styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(M. Joch.)
Guð geymi þig, elsku ía mín.
Þín systir,
Unnur.
Fallin er frá, langt um aldur
fram, systir mín, Ingibjörg Hjart-
ardóttir. Ingibjörg var frumburður
foreldra sinna, Önnu M. Þorláksson
og Hjartar Hjartarsonar, fædd í
Reykjavík þann 19. apríl árið 1940.
Hún var augasteinn foreldra sinna,
fyrsta barn þeirra, fyrst barna-
barna föður- og móðurforeldra.
Hún var skírð í höfuðið á móður-
ömmu sinni, Ingibjörgu Claessen
Þorláksson, og jafnframt erfði hún
gælunafn nöfnu sinnar og var ávallt
nefnd Ia af þeim sem nærri henni
Helgasyni. Ingi-
björg og Þorlákur
slitu samvistum.
Þeirra dætur eru:
Anna Hjördís, f. 6.
október 1958, gift
Kyle Kledis og búa
þau í Tempe Ar-
izona; Ingunn Haf-
dís, f. 12. janúar
1962, gift Kára
Húnfjörð Einars-
syni og eiga þau
þrjá syni; Inga
Björn, Ara Braga
og Einar Húnfjörð.
Ingibjörg giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Birni Jóhannssyni, tæknifræð-
ingi, hinn 13. mars 1971. Dóttir
þeirra er Birna Dís, f. 27. sept-
ember 1973. Birna Dís er í sam-
búð með Steingrími Óla Einars-
syni.
Utför Ingibjargar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
stóðu. Á þessum árum hvíldi ský
ófriðar og umróts yfir Evrópu.
Margir óttuðust að átökin kynnu að
berast til Islands og því var uggur í
ungum foreldum að byrja sitt fjöl-
skyldulíf undir þessum kringum-
stæðum. Þá brugðu margir Reyk-
víkingar á það ráð að koma konum
og börnum í öruggt skjól í nær-
sveitum borgarinnar. ía dvaldi þá
um skeið í Borgarfirði við Hreða-
vatn með móður sinni og ömmu.
Allt fór þó vel og eftir stríðið tóku
við uppgangstímar á Islandi. Æsku-
árin liðu áhyggjulítil hjá íu eins og
gengur og þegar hún átti skammt
eftir í fimm ára aldurinn fæddist
þeim Önnu og Hirti dóttirin Unnur.
Enn liðu fimm ár þar til undirritað-
ur bættist í systkinahópinn.
Ia byrjaði sína skólagöngu í Mið-
bæjarskólanum. Þaðan lá leiðin í
Verzlunarskóla íslands, þaðan sem
hún lauk Verzlunarprófi árið 1958.
Árin í Verzló voru ánægjuleg, full
af gáska og fjöri. Ia var góður
námsmaður og samviskusöm, þann-
ig að ekki kom það niður á námsár-
angri þótt félagslífið væri fjöl-
breytt. Er komið var á fjórða árið í
skólanum kynntist Ia ungum
manni, Þorláki Helgasyni. Þau gift-
ust ung að árum og eignuðust dótt-
urina Onnu Hjördísi hinn 6. október
1958. Önnur dóttir, Ingunn Hafdís,
fæddist þeim árið 1962. ía og Þor-
lákur slitu samvistir. ía kynntist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Birni
Jóhannssyni tæknifræðingi, og
gengu þau í hjónaband 13. mars ár-
ið 1971. ía og Björn eignuðust eina
dóttur saman, Birnu Dís sem fædd
er árið 1973.
Ia starfaði um sinn hjá Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur en síð-
ar réðist hún til starfa hjá Lands-
banka íslands, aðalbankanum í
Austurstræti. Ia vann sér fljótt
virðingu og aðdáun viðskiptavina
Landsbankans þar sem hún byrjaði
sinn feril í þeirri deild sem annaðist
erlendar innheimtur. Hún var há-
vaxin og grönn stúlka sem hafði
glæsilega og fágaða framkomu. Á
þeim árum komu þar gjarnan for-
svarsmenn fyrirtækja og stofnana
til þess að reka erindi sín í inn-
heimtudeild bankans og oft bar svo
við að þessir menn dáðust að færni
og framkomu þessarar ungu banka-
konu. Henni bánist oft boð um
vinnu í fyrirtækjum þessara við-
skiptavina bankans en hún kaus að
halda tryggð við Landsbankann og
fór hvergi. ía starfaði í Landsbank-
anum svo lengi sem kraftar og
heilsa entust. Hún fluttist úr inn-
heimtudeild aðalbankans í Vega-
mótaútibú bankans við Laugaveg.
Þar var nokkuð sérstakt vinnuum-
hverfi þar sem starfsmenn voru
nánast allir kvenkyns og á svipuðu
reki. Aðeins útibússtjórinn og einn
annar starfsmaður voru karlkyns
og held ég að þeim hafi alls ekki lík-
að illa allur þessi kvennafans. Ég
hafði stundum á orði við Iu að þetta
útibú minnti mig einna helst á stór-
an saumaklúbb frekar en banka-
stofnun. Þessi athugasemd mín
vakti takmarkaða kátínu hjá Iu sem
varði gjarnan bankann sinn með
oddi og egg ef henni fannst menn
tala um hann af ótilhlýðilegri virð-
ingu. Þar kom, að hagræðing náði
til Vegamótaútibúsins og þessi
skemmtilegi vinnustaður var lagður
niður og hinn samhenti hópur
starfsfélaga dreifðist í hin ýmsu úti-
bú bankans. Síðasti vinnustaður íu
var Múlaútibú Landsbankans. Þar
sem annars staðar í Landsbankan-
um fannst henni gott að starfa og
sem fyrr naut hún virðingar við-
skiptavina og starfsfélaga.
Á árinu 1996 tók Ia áð kenna sér
þess meins sem nú hefur lagt þessa
glæilegu konu að velli. í fyi’stu var
ekki ljóst hver sjúkdómurinn var og
voru ýmsar tilgátur á lofti og voru
jafnan bundnar vonir við að bati
næðist fljótt. Svo fór þó ekki og
þessi fjögur ár voru henni mjög erf-
ið, sérstaklega fyrir þá sök að ía
var alla tíð fram að þessu afar
heilsuhraust manneskja og sjálf-
stæð. Henni féll illa hlutverk sjúkl-
ings og þiggjanda. Hennar eðli og
fas_ stóð fremur til þess að veita.
I sínu einkalífi var Ia gæfumann-
eskja. Hún og Björn voru mjög
samrýnd hjón og voru samstíga í
öllum málum. Þau höfðu unun af að
ferðast saman, spila golf eða dvelja
í sumarbústaðnum í Borgarfiði.
Garðyrkja og ,jarðrask“ voru henn-
ar líf og yndi meðan heilsan leyfði.
Ég hef oft dáðst að jafnaðargeði og
þolgæði Björns þegar það datt í íu
að umbylta garðinum, setja beð þar
sem áður var grasflöt eða flytja
trén sem gróðursett voru fyrir ári.
Með sinni einstöku ró og yfirvegun
gekk hann í verkin og hafði ekki
hátt um það. Hann vissi sem var, að
ía var mjög ákveðin og fyjgin sér
þegar því var að skipta. í sínum
erfiðu veikindum var Björn ætíð við
hennar hlið, að nóttu sem degi, og
veit ég að hans trausta návist var
henni léttir á erfiðum stundum.
ía var glaðlynd kona þótt hún
hefði ekki löngun til þess að trana
sér fram á nokkurn hátt. Henni féll
best að vera í litlum hópi góðra vina
eða bara ein með Bjössa sínum. Á
fullorðins árum voru þær systur Ia
og Unnur afar nánar. Það má segja
að ekki hafi liðið hálfur dagur án
þess að þær bæru saman bækur
sínar.
Á síðari árum bættust í hópinn
hennar barnabörnin, Ingi Björn,
Ari Bragi og Einar, börn Ingunnar,
sem voru henni afar kær og veittu
henni mikla ánægju. Enn fremur
tengdasynirnir Kári, maður Ing-
unnar, Kyle, maður Önnu, og
Steingrímur, sambýlismaður Birnu
Dísar.
Nú er baráttu hennar íu við erf-
iðan sjúkdóm lokið. Það var henni
líkt að vijja ekki láta hafa mikið fyr-
ir sér þótt svona væri komið fyrir
henni. Ég held, að ekki sé á neinn
hallað þó að ég nefni aðdáunarverða
umhyggju og umönnun Ingunnar
dóttur hennar þessi síðustu misseri.
Þegar kallið kom var fjölskyldan öll
saman komin hjá henni og hún
kvaddi þennan heim með þeirri
hógværð og virðuleik sem henni var
tamt.
Ég sendi þeim Birni, Önnu, Ing-
unni, Birnu, þeirra mökum og börn-
um innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Hrefnu og sonum okkar og
við biðjum góðan Guð að styrkja
þau á þessum erfiðu tímamótum.
Hjörtur Örn Hjartarson.
Ingibjörg Hjartardóttir var ætíð
kölluð Ia meðal okkar sem unnum í
Vegamótaútibúi Landsbanka ís-
lands.
Þegar Vegamótaútibúið var og
hét við Laugaveg 7 valdist þangað
góður hópur fólks sem tengdist
sterkum böndum. Þessi bönd halda
enn, þrátt fyrir að útibúið hafi verið
lagt niður fyrir nokkrum árum. ía
hafði góða nærveru og var fyrir-
myndarstarfsmaður sem gott var
að vinna með.
Það var engin tilviljun að mann-
lífíð blómstraði á þessum vinnustað
þar sem við vorum flest í blóma lífs-
ins að koma upp fjölskyldum og
húsum og svo var miðbærinn svo
lifandi, hýsti öll stærstu fyrirtæki
landsins eins og t.d. dagblöðin, leik-
húsin og alla verslun sem hugsast
gat.
Á þessum árum var Reykjavík ið-
andi borg, full af mannlífi og fyrir-
tækin ekki flúin í úthverfin.
Viðskiptavinir sem lögðu leið sína
til okkar í Vegamótaútibú höfðu oft
á orði að útibúið væri ein skemmti-
legasta kaffistofan í bænum, þar
sem þverskurður þjóðfélagsþegn-
anna kom saman, fékk sér kaffi og
afgreiðslu - ef það mundi þá yfir-
höfuð eftir því.
Ia var hávaxin, stórglæsileg og
mjög vinsæl meðal samstarfsmanna
og viðskiptavina. Hún var alltaf
eitthvað að bralla, - útilegur, golf,
skíði eða utanlandsferðir.
ía var mikil blómakona og áhuga-
söm um garðrækt eins og garður-
inn hennar í Brekkuseli bar best
vitni.
Það er sárt til þess að hugsa að
svo lífsglöð og skemmtileg kona
skuli ekki fá að vera lengur meðal
ástvina, en fyrir utan Bjössa, eigin-
mann Iu, á hún þrjár yndislegar
dætur, tengdasyni og barnabörn.
Um leið og ég þakka Iu sam-
fylgdina votta ég fjölskyldu hennar
og ástvinum samúð mína í þessari
miklu sorg. _
Ásdís Gunnarsdóttir.
Hún ía er dáin. Við í sauma-
klúbbnum sitjum eftir hljóðar og
hugsum til fyrstu kynna úr barna-
skóla, þegar við stofnuðum sauma-
klúbbinn, níu ára gamlar. Vináttan
stendur því á gömlum merg og eftir
standa yndislegar minningar sem
engin okkar vildi án vera. I tímans
rás hafa fleiri komið til liðs við okk-
ur, en hún er sú fyrsta úr hópnum
sem fellur frá, ung kona í blóma
lífsins. Já, ía var nefnilega þannig,
síung í anda og atferli, falleg og góð
með létta lund og opinn huga, aOtaf
tilbúin að reyna eitthvað nýtt og
engan veginn tilbúin að leggja árar
í bát. Þess vegna var það svo sárt
að hún skyldi veikjast af þeim sjúk-
dómi sem endanlega dró úr henni
allan þrótt, og var erfitt að fylgjast
með hversu fljótt kraftar hennar
dvínuðu. Hún var sannkölluð hetja
þar til yfir lauk.
Sl. apríl hélt hún síðasta sauma-
klúbbinn sinn í nýja, fallega húsinu
þeirra Bjössa.
Hún gerði sér trúlega fulla gi’ein
fyrir að hverju stefndi og vildi
kveðja okkur á meðan hún hafði
nægan kraft, þótt svo hún styddist
við staf, sem reyndist vera golfkylfa
á hvolfi. Hún gerði lítið úr veikind-
um sínum.
Daginn eftir flugu þau hjónin svo
til Bandaríkjanna til að halda upp á
60 ára afmælið hennar hjá Ónnu
Hjördísi. Eftir heimkomuna hrak-
aði heilsu hennar hratt.
Hún lést að morgni sunnudags
17. september, umvafin þeim sem
hún elskaði. Við elskuðum hana líka
og söknum hennar sárt.
Saumaklúbburinn.
ía var móðir Birnu, vinkonu okk-
ar. Við vinkonurnar sex höfum
haldið hópinn síðan í grunnskóla og
komum oft inn á yndislegt heimili
Iu og Bjössa í Brekkuselinu. Þegar
við komum þangað tók ía ávallt vel
á móti okkur með sinni geislandi
framkomu. Hún var alltaf jafn
áhugasöm um það sem við vorum
að fást við hverju sinni. ía var ynd-
isleg kona og verður hennar sárt
saknað.
Elsku Bmna og fjölskylda, missir
ykkar er mikill. Við vottum dýpstu
samúð okkar,
Auður, Brynja, Ingunn,
Kristín og Sigrún.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningargrein um eina af
sínum bestu vinkonum, sem látin er
langt um aldur fram. Við Ia höfum
þekkst í 35 ár og lengst af verið
vinnufélagar. Fyrstu kynni okkar
voru þau að ég hafði ráðið mig í
Landsbankann 17 ára gömul og sat
feimin og kvíðin fyrsta daginn á
biðstofu bankans og beið eftir að
INGIBJÖRG
HJARTARDÓTTIR
verða sótt af yfirmanni deildarinn-
ar. Á móti mér kom stórglæsileg
ung kona brosandi út að eyrum.
Þetta var Ia, henni hafði verið
treyst fyrir deildinni aðeins 25 árd-
gamalli á meðan yfirmaður var í
fríi. Kvíði minn hvarf eins og dögg
fyrir sólu. ía var kona sem bar af
sér þvílíkan þokka að eftir var tekið
hvar sem hún kom. Lengst af unn-
um við saman á Laugavegi 7 í
Vegamótaútibúi bankans. Þá var oft
margt brallað bæði utan vinnutíma
og í vinnunni enda margar ungar
konur á svipuðum aldri. Við urðum
líka góðar vinkonur utan bankans.
Eiginmenn okkar unnu saman um
tíma og samgangur mikill. Við tók-
um okkur til fjögur, ásamt flew^y
starfsfólki bankans, að læra á skíðí
þó komin væru á fertugsaldurinn,
þær voru margar ferðirnar sem far-
ið var saman á skíði. Tvisvar fórum
við saman til Austun-íkis og nokkr-
um sinnum fórum við í „konuferðir"
á haustin til London og Skotlands
ásamt fleiri konum. Ia var afskap-
lega vel liðin af vinnufélögunum,
hress og skemmtileg en síðast en
ekki síst afskaplega traust og góð
manneskja. Það var erfiður biti að
kyngja að hún væri að missa heils-
una, þessi hrausta kona, sem vílaði
ekki fyrir sér að mála húsið eða
grafa upp garðinn ef svo bar undir,
en garðyrkjan hafði verið hennar
aðal áhugamál síðustu árin. Elsku
Bjössi, Anna, Ingunn og Birnáf
ykkar sorg er mikil. Við Árni send-
um ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning íu vinkonu
minnar.
Ragnhildur Ásmundsdóttir.
Kær samstarfsmaður okkar,
Ingibjörg Hjartardóttir, er látin,
langt um aldur fram.
Ia, eins og við kölluðum hana, var
lagleg kona, en hana prýddi ekjp»-
bara ytri fegurð, heldur var kær-
leikur og umhyggja fyrir öðrum
henni alltaf efst í huga. Betri sam-
starfsmann er ekki hægt að hugsa
sér, hún var alltaf jákvæð, glaðleg
og tilbúin til þess að takast á við
hvers kyns verkefni sem henni voru
falin. Síðustu ár hafa verið íu og
fjölskyldu hennar erfið í baráttunni
við óvæginn sjúkdóm. Það hefur
verið sái’t að sjá hvernig þrek henn-
ar hefur smám saman fjarað út, en
þegar frá líður munum við minnast
hennar eins og hún var, glöð og
hress við að rækta garðinn sinn eða
spila golf. Við sendum eiginmanni
hennar, dætrum, tengdasonum,
ömmubörnum og öðrum aðstan-
dendum innilegar samúðarkveðjur:>’"
Við erum öll ríkari eftir að hafa
þekkt og unnið með Iu.
Samstarfsfólk í Múlaútibúi
Landsbanka Islands.
Elsku Ingibjörg. Það er komið
að kveðjustund. Það er sárt að
hugsa til þess að símtölin á milli
okkar verða ekki fleiri. Síðastliðinn
fimmtudag hringdi ég til þín til
þess að heyra í þér hljóðið en þá
fékk ég þá sorglegu frétt að heilsu
þinni hefði hrakað svo mikið að þú
værir komin á spítala og ættir stutt
eftir.
Ég kynntist henni Ingibjörgu á
Reykjalundi í janúar 1999 er vÍ8
vorum þar báðar í sjö vikna endur-
hæfingu. Þetta var mjög góður tími
fyrir okkur, dagurinn var oft fljótur
að líða því nóg var að gera. Ég
minnist þess hvað okkur fannst oft
spaugilegt að sitja fyrir framan
raddmælinn og þenja raddböndin,
það var alveg segin saga að þegar
röðin kom að þér að taka tóninn
ætlaðir þú aldrei að geta byrjað fyr-
ir hlátri.
Stundirnar voru margar og góðar
sem við áttum þarna. Meðan á dvöl
stóð kviknaði sú hugmynd að stofaa,
félagsskap fyrir unga parkinson-
sjúklinga og sumarið 1999 varð
þessi félagsskapur að veruleika. Ég
á eftir að sakna þess að hitta þig
ekki framar á fundum ungra park-
insonsjúklinga, elsku Ingibjörg.
Ég votta eiginmanni hennar,
dætrum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum samúð mína. f—
Hervör Hallbjömsdóttir.