Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 49 ---------------------------% AGUSTA SIG URJÓNSDÓTTIR + Ágústa Sigur- jónsdóttir fædd- ist í Holti í Innri- Njarðvík 16. septem- ber 1899. Hún lést á Garðvangi, Garði, 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 4. september. „Gleym eigi kenning minni og hjarta þitt varðveiti boðorð mín, því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli...Þá munt þú ávinna þér hylli og fogur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna“ (Orðskviðir Salómons, 3:1—2.4) Littla gula timburhúsið sem stóð forðum daga á horni Hafnargötu og Skólavegar í Keflavík, minnti bamið á stöðugleika og hlýju tilverunnar. Þar bjuggu þau amma Gústa og afí Jón. Þrátt fyrir eril og fallvaltleika hversdagsins virtust vissir þættir tilverunnar vera hafnir yfir breyt- ingar og jafnvel sjálfan forgengileik- ann. En þó lést afi árið 1966. Bless- uð sé minning þess ljúfa manns. Alls bjó amma í húsinu í um 65 ára skeið. Margir Suðumesjamenn muna þau hjónin þar og heimsóttu oft þeirra fagi’a heimili. I mínum huga var amma Gústa alltaf gömul fögur kona með hárið uppsett í löngum fléttum. Hlýja og alúð, snyrtimennska og festa einkenndi alla hennar fram- göngu og viðmót. Seint gleymast hænsnin og hænsnakofinn sem þau höfðu í garð- inum, rabarbarinn góði og jarðar- berin sem þau ræktuðu. Hún virtist eiga sérstök sambönd við þann sem ræður í jurtaríkinu því að öll blóm og jurtir sem ekki þrifust annars staðar, virtust dafna og blómstra í hennar umsjá, bæði í stofum hennar og garði. Smákökunum óviðjafnanlegu sem hver um sig var listasmíð var fagur- lega raðað eftir gerð og lögun, niður í ílátin sem voru opnuð hvert af öðru þegar gesti bar að garði. Maltið og appelsínið var geymt á loftskörinni ásamt saftinni og sultu og ýmsu öðru góðgæti. Loftið hennar ömmu var í huga barnsins sveipað vissri dulúð. Loft- skörin var hennar kæligeymsla og þar undir súð geymdi hún allt h'nið sem hún saumaði fyrh- Sjúkrahús Keflavíkur í um tuttugu ár. Þar var að finna dularfulla rullu til að slétta þvott og ýmsa gamla muni sem voru ígildi helgigripa í huga barnsins. Hún var mikil handverkskona. Hannyrðii- af ýmsum ólíkum gerð- um léku í höndum hennar af ein- stakri natni og festu allt fram á síð- ustu árin. Ótaldar era þær flíkurnar, stórar og smáar, hosur og húfur, vettlingar og treflar sem hún hefur prjónað á afkomendur sína, ömmubörn og vinabörn í gegnum árin. Amma var ákaflega heimakær kona enda var heimilið hennar musteri. Þar var gestkvæmt enda var hús þeirra miðsvæðis og í al- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. faraleið. En það sem mestu skipti var að þangað var gott að koma og hlýlega var tekið á móti gestum. Og einnig reyndist hún mörgu þurfandi fólki raungóð á erfiðum stundum, þó svo að ekki hafi mikið á því borið og eflaust er þess hér getið í hennar óþökk. Segja má að amma Gústa hafi lifað á þremur öldum. Hún lifði síðustu mánuði hinnar umbrotamiklu 19. aldar, alla hina átakamiklu tuttugustu öld og að síðustu, upphaf 21. aldarinnar sem að mestu bíður þess enn að vera lifuð, mótuð og skrifuð. Víst er að með því að lifa 20. öldina í heild sinni hefur hún upplifað á einni mannsævi einhverjar örustu og stórstígustu þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað á okkar landi, allt frá upphafi byggðar. Hún fæddist inn í afar frumstætt kotbændasamfélag þar sem heims- myndin var einföld og virtist óbreyt- anleg. Torfbæir, moldargólf og skinnskór voru hlutar af hinni dag- legu umgjörð. Heilsdagsganga ungra stúlkna á kálfsskinnsskóm frá Njarðvík til Reykjavíkur var sjald- gæf lífsreynsla og víkkaði sjóndeild- arhringinn svo um munaði. Hún kveður nú einni öld síðar há- tæknivætt fjölhyggjusamfélag sem einkennist af hraða, spennu og upp- broti hefða. Þar sem heimsmynd og samskiptahættir hafa tekið svo bylt- ingarkenndum breytingum að erfitt er að fmna orð til að lýsa. En hún amma Gústa var alls ekki gefin fyrir breytingar. Henni var ekkert um umrót, nýjungar, óvissu eða röskun á hinu hefðbundna. Amma Gústa var kona hinna gömlu en traustu gilda. Reglusemi, hófsemi, vinnusemi, festa og áreið- anleiki, - það að vera öðrum óháð, - fyrirhyggja í hinu smáa og æðru- leysi gagnvart því sem við fáum ekki við ráðið, það voru hennar dyggðir og viðmið á lífsins vegferð. Og þær dyggðir, þau viðmið mótuðu hennar traustu heimsmynd. Hún setti sér ekki óraunsæ markmið í líf- inu heldur var hún raunsæ og jarð- bundin. Hún setti sér markmið af mikilli hógværð og náði þeim markmiðum með reglusemi sinni, kærleika og festu. Og hún uppskar ríkulega. Hún náði því langtímamarkmiði sem flest nútímafólk sækist helst eftir, en virðist engu nær þrátt fyrir allar breytingarnar, spennuna, hraðann og umrótið. Amma Gústa uppskar farsæl ár og langa lífdaga eins og segir í ritn- ingunum og það í ríkum mæli. Sú farsæld og velgengni sem hún naut á lífsins vegferð verður ekki metin í krónum, verðbréfum eða kvóta. Hún felst í fagurri og bjartri lífssýn og þeim vísdómi og þeirri speki sem Saló- mon konungur orti um. Þeim auð- æfum fá mölur og iyð ekki eytt og þau verðmæti munu aldrei að eilífu fyrpast. Á síðustu árum sinnar löngu og farsælu ævi grínaðist amma Gústa stöku sinnum með það að líklegast hefði Guð gleymt að kalla sig heim. Þó mátti greina hjá gömlu konunni vissan metnað varðandi það að ná 100 ára aldrinum. Því næst náði nú að lifa upphaf ársins 2000. Þá gældi hún við þá hugsun að ná aldri systur sinnar Sigríðar sem lifði fram á 102. ár. En hún sagðist varla nenna þessu lengur þar sem flest samferðafólk hennar var löngu farið. Þegar kallið loks kom var hún vissulega tilbúin og kvaddi í nálægð sinna nánustu, sátt við Guð sinn og allt samferða- fólk. Guði sé lof og þökk fyrir Ágústu Sigurjónsdóttur. Minningin um hana mun lifa bæði björt og fögur. Hjörtur Magni Jóhannsson. LILJA TH. INGI- MUNDARDÓTTIR + Lilja Th. Ingi- mundardóttir fæddist á Sunnu- hvoli, Barðaströnd, 26. desesmber 1924. Hún lést á Land- spítalanum 2. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 12. september. Hlátur, gleði, glens og grín heyriégaðofan er ég glaður minnist þin þvískalégskolofa. Sagnaþinnasaknaég hreinstólnioghlýju erþúfetarnýjanveg þamauppiískýjum. Amma mín! Ég sakna þess að sjá þig og spjalla við þig, en ég veit að þú fylgist með mér sem og öðrum þeim sem þú átt hér niðri. Um leið og ég skrifa þessi orð skjótast upp í huga mér minningar, allt frá því ég man er ég gisti hjá ykk- ur afa og þú kenndir mér að fara með bænirnar áður en ég fór að sofa. Dag- inn eftir fékkst þú þér te úr kín- verska bollanum og við fengum okk- ur ristaða brauðsneið úr klemmubrauðristinni. Ég borðaði og þú kímdir af því að ég horfði á afa borða, sem var seremónía út af fyrir sig. Kavíar á brauðið og svo þurfti auðvitað að ganga skikkanlega frá túpunni svo að það var rúllað upp á endann. Rúgbrauð með marin- eraðri síld í massavís umbúðum. Þessu var einnig haganlega raðað á brauðið og fylgdi oft harðsoðið egg sneitt of- an á og mikið af salti. Svo voru sardínur í dós í eftirrétt. Þessu öllu skolað niður með kaffi og það sætt með kand- erel sykurpiilum úr vík- ingaskipinu. Einnig er mér ofar- lega í minni ferðalag sem ég fór með ykkur afa á Skódan- um með hjólhýsið í eftirdragi. Er við vorum búin að tjalda vagninum, dró ég þig með mér í fótbolta, því mér fannst þú eiga svo íína strigaskó. Jú jú, þetta var gaman, en hátindinum var ekki náð fyrr en þú sparkaðir fætinum í stein sem þér sýndist vera boltinn. Þú veinaðir af sársauka, en ég litla, kvikindið, veinaði af hlátri og gat ekki séð betur en þú værir að hlæja líka. Já, þú sást alltaf það bjarta í hlutunum og kveinkaðir þér aldrei þótt við vissum öll að þú værir veik og barst fyrir þig heppni ef að var spurt. Tímabilin voru mörg og eitt var það þegar ég flæktist með strætó inn í Reykjavík frá Hafnar- firði til þess að renna mér á hjóla- bretti og var það ósjaldan sem ég kom til þín í byrjun eða lok þess ferðalags ef ekki hvorttveggja. Þú tókst mér alltaf jafn vel með bros á vör og beiðst á efstu hæðinni í stiga- ganginum róleg með krosslagðar hendur á handriðinu, uns maður var kominn alla leiðina upp stigann. Byrjaðir á því að bjóða manni eitt- hvað í maga og sastu með mér og spjallaðir. Stundum spiluðum við ogt» plönuðum að þegar ég yrði stærri þá skyldum við fara á rúntinn helst þá á mótorhjóli og þá auðvitað fylgdu eftir mótorhjólasögur af honum afa og fleiri i kjölfarið. Stundum sömu sög- umar, en það var því betra að þær geymast vel í minni. Það var allt svo bjart og glatt í þín- um augum, en þú varst samt sem áð- ur með ákveðnar skoðanir á hlutun- um. Þú naust þess að njóta náttúru íslands og var það ekki sjaldan sem þú sagðir mér hvað þér fyndist þú sem og við öll heppin að búa á íslandi. Að þetta væru forréttindi, og þessaflS* forréttinda naust þú hvort sem það var með nágrönnum ykkar úr blokk- inni, vinum eða fjölskyldu. Þú naust þess að leggja land undir fót og hvattir okkur krakkana að gera slíkt hið sama, hvort sem það var hér á landi eða erlendis og nýta okkur það að vera ung og frjáls og lifa lífinu. í seinustu ferðinni vestur á æsku- slóðir þínar naut ég þeirra forrétt- inda að fara með þér, ásamt Pálínu Dögg systur minni, unnustu minni Margréti og litlu hnátunni okkar, henni Erlu Mist. Þar fengum við að gista á Gileyri og njóta þar þriggja daga í góðu veðri. Amma mín, þú varst alltaf að tala um hvað þú værir heppin og máttit*. hafa verið það að hafa þetta sjónar- mið á lífið, en vil ég þakka Guði fyrir þá heppni að þú varst amma mín. Skilja leiðir okkar nú unsviðhittumstaftur helstvilégþáhafatrú að slíkur er Guðs kraftur. Guð geymi þig. Ivar Helgason. KRISTIN BJORG GUNNARSDÓTTIR + Kristfn Björg Gunnarsdóttir fæddist á ísafirði 10. október 1918. Hún lést á Droplaugar- stöðum 28. ágúst síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskirkju 1. september. Hinn 28. ágúst sl. lézt í Reykjavík Kristín Björg Gunnarsdóttir eða Kristín Baarre- gaard eins og hún var líka nefnd. Á Isafirði var fallegur síðsumar- dagur, Pollurinn spegilsléttur og lit- brigða haustsins farið að gæta í hlíð- unum. Við sumarbústaðina í Tunguskógi blakti íslenzki fáninn í hálfa stöng í virðingar- og kveðju- skyni við látna samferðakonu. Mér varð hugsað til bernskuár- anna, er ég átti heima í Neðsta- kaupstaðnum á Isafirði, ásamt for- eldrum mínum og móðurfjölskyldu, og frá fyrstu tíð tengist Kristín minningunum. Ef gengið var fram á svokallaða Háu-bryggju, var gott út- sýni yfir að byggðinni hinum megin við Pollinn. Að vísu var þá ekki mjög þéttbýlt og engar voru landfyllingar sem nú eru. En þarna hinum megin, á Torfnesinu og alveg niður við sjó- inn, blasti við hvítt hús með rauðu þaki og umhverfis það svolítill rækt- aður garður. í minningunni finnst mér, að á þessum stað hafi alltaf ver- ið glampandi sól og hann sveipaður ævintýi’aljóma. Húsið nefndist Sól- byrgi og þar bjuggu hjónin Elísabet Andrésdóttir og Gunnar Kristins- son, ásamt börnum sínum fimm, þeim Ki-istínu, Maríu, Kristni, Andr- ési og Aðalsteini. Með þeim Ástu móðursystur minni og Kristínu var góð vinátta og samgangur á milli heimilanna töluverður. Síðar kvænt- ist svo Finnur, móðurbróðir minn, Man'u, næstelztu dótturinni. Á þess- um árum áttu þeir móðurbræður mínir kajaka og mun það jafnvel hafa verið stundað að róa yfir Pollinn í heimsóknirnar, enda töluvert styttra en að ganga. Kristín kynntist eigin- manni sínum, Alfred Baarregaard tann- lækni, hér á Isafírði og hér bjuggu þau sér heimiii og eignuðust synina þrjá, þá Gunnar Ánker, Harald og Björn. BaaiTegaard hafði fljótlega eftir að hann kom til ísafjarðar komið sér upp sumar- bústað í Tunguskógi, þar sem hann gróður- setti tré og margvísleg- ar plöntur og þannig varð Lynghóll, eins og staðurinn var kallaður, að sannkölluðum unaðsreit, þar sem íjölskyldan bjó á sumrin og naut samveru og útivistar. Á veturna var farið á skíði og voru drengirnir ekki háir í loftinu, þegar þeir fóru að fara með mömmu sinni á „Dalinn“. Kristín var félagi í Skíðafélagi ísa- fjarðar og tók reyndar virkan þátt í félagslífi bæjarins. Var hún félagi í kvennadeild Slysavarnafélagsins og í kvenfélaginu Ósk og sat í stjórn beggja félaganna. Sinnti hún þeim störfum af alúð og áhuga og minnast félagar hennar þeirra starfa með þökk. Þá var Kristín félagi í Sunnu- kórnum á Isafirði og eftir að hún flutti suður fór hún með kórnum í söngferðalag til Ungverjalands og varð sú ferð henni til mikilla'#T? ánægju og ferðasagan oft rifjuð upp. Eftir að eiginmaður Kristínar féll frá flutti hún ásamt sonum sínum til Reykjavíkur, en á hverju sumri, á meðan heilsa og aðstæður leyfðu, kom hún vestur til að dvelja í Lyng- hóli í Skóginum. Synirnir og fjöl- skyldur þeirra komu líka, stundum voru barnabörnin með ömmu, alltaf var nóg við að vera, sama hvernig viðraði. Ef ekki viðraði til útiveru var setið við borðið við stofuglugg- ann, fylgst með smáfuglunum í trjánum, spjallað saman og rifjaðar upp minningar liðinna stunda. Eng- um duldist, að staðurinn var þeim einkar kær. Samband Kristínar við synina og fjölskyldur þeirra var ein-í^- staklega gott og það var ljúft að vera í nálægð þeirra. Á milli okkar Krist- ínar og fjölskyldna okkar hafa legið sterk vináttubönd. Að leiðarlokum þökkum við í Silfurgötuni þá vináttu og munum varðveita ljúfar minning- ar og rifja upp á góðum stundum. Sonum Kristínar, tengdadætrun- um og ástvinum öllum sendum við einlægar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minnineru hennar. Jggm ■' ; Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Utfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan 31' sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja $ s UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.