Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 51 ,
MINNINGAR
RAGNHEIÐUR
BÖÐVARSDÓTTIR
+ Ragnheiður
Böðvarsdóttir
fæddist á Laugar-
vatni 7. nóvember
1899. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 10. september
síðastliðinn og fór
kveðjuathöfn fram
frá Bústaðakirkju
19. september. Jarð-
sett var frá Stóru-
borgarkirkju.
Elsku amma.
Á kveðjustund er
mér efst í huga þakk-
læti fyrir allar þær góðu stundir
sem við höfum átt saman, allt frá
því að lítil stúlka var send í sveit
til ömmu á Minni-Borg og til þinn-
ar hinstu stundar.
Alltaf var jafn gott og skemmti-
legt að koma til þín og í hvert sinn
fór ég glaðari af þínum fundi, með
lítíð korn af mannviti þínu í vega-
nesti. Allir sem á þinn fund hafa
gengið hafa fundið þá góðu
strauma sem frá þér stafa og nú
þegar þú ert komin á annað til-
verustig veit ég að þessir góðu
straumar munu áfram leita til mín.
Amma naut þess að segja sögur
frá gamla tímanum, fræða okkur
um uppvaxtarárin á Laugarvatni,
en þar ólst hún upp í stórum
systkinahópi sem var henni mjög
kær. En umfram allt notaði hún
hvert tækifæri til þess að kenna
góð mannleg samskipti, um heil-
brigt líferni og mikilvægi þess að
bjarga sér sjálfur, ekki síst konur.
Hún amma Ragnheiður var ein-
stök kona og búin miklum mann-
kostum. Hún var ákveðin og lá
ekki á skoðunum sínum, hafði
sterka réttlætiskennd og sá alltaf
það besta í fari fólks, umburðar-
lynd og laus við fordóma. Aldrei
hef ég heyrt hana hallmæla nokkr-
um manni á sinni löngu ævi.
Hún las mikið og fylgdist vel
með þjóðfélagsumræðunni og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hún hafði mjög gaman
af ljóðum og tónlist og var organ-
isti í sinni sveit í u.þ.b. 40 ár. Sem
dæmi um einstakt minni sem
aldrei brást henni, hvorki á gamlan
eða nýjan tíma, langar mig að geta
þess að hún skrifaði niður styrkri
hendi uppáhalds ljóðin sín og
ljóðabálka að mestu eftir minni á
99. aldursári í þeim tilgangi að
halda huganum ferskum. Flest
ljóðin kunni hún utanbókar, alls
450 blaðsíður!
Margar góðar minningar tengj-
ast Minni-Borg frá því í æsku er
við barnabörnin vorum þar. Amma
spilaði á orgelið ýmist heima eða í
Stóru-Borgarkirkju og eru mér
minnisstæðar kirkjuferðir þangað
á páskum.
Þú varst sterkur persónuleiki og
hafðir mikil áhrif á afkomendur
þína sem munu vitna í heimspeki
þína um ókomna framtíð. Dýi'mæt
lífssannindi sem reynslan færði
þér verða okkar veganesti. Þú
hafðir þann hæfileika að líta á
bjartar hliðar lífsins og varst já-
kvæð og dugleg alveg fram í and-
látið.
Elsku amma, ég kveð þig með
trega og þakklæti, blessuð sé
minning þín.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir.
Engin ratar ævibraut,
öllum skuggum fjarri.
Sigurinn er að sjá í þraut,
sólskinsbletti stærri.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Einhvern veginn finnst mér
þessi litla vísa lýsa Ragnheiði
ömmu minni hvað best, enda hafði
hún sjálf skrifað hana og nokkur
hundruð aðrar vísur og ljóð í bók á
99. aldursári. Hún gerði það til að
halda huganum virkum og vakandi
og líka til að við, afkomendur
hennar, fengjum að njóta ýmissa
ljóða sem ekki eru til
á prenti. Hún var
sannarlega fundvís á
sólskinsblettina og
sagði reyndar sjálf
eitt sinn þegar við
ræddum lífshlaup
hennar að maður
mætti ekki láta baslið
smækka sig.
Nú þegar hún hefur
lokið langri og far-
sælli lífsgöngu er
margt sem leitar á
hugann. Þakklæti,
virðing, aðdáun, vænt-
umþykja og söknuður
vefast saman í hlýjan hjúp sem
vermir og yljar á kveðjustund.
Hún amma var mikill örlaga-
valdur í lífi mínu en samt var það
eiginlega fyrir tilviljun að ég hóf
að starfa hjá henni við símstöðina
á Minni-Borg strax upp úr ferm-
ingu. Okkur kom afar vel saman
og dvölin hjá henni næstu þrjú
sumur var þroskandi á allan hátt.
Hún var allt í senn, ákveðin og
umburðarlynd, létt og alvörugefin,
íhaldssöm og frjálslynd. Hjá henni
var ég þegar ég kynntist manns-
efni mínu og henni þótti það eklfi
verra að hann skyldi vera að fara í
búfræðinám á Hvanneyri. Enda
þróuðust málin svo að við Hjörtur
fluttum að Minni-Borg vorið 1972
til að hefja þar búskap. Amma
studdi okkur með ráðum og dáð og
kenndi okkur margt sem að gagni
kom við búskapinn. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
var ófeimin að koma þeim á fram-
færi en ekki minnist ég þess að
hún erfði það þótt ungi bóndinn
vildi fara aðrar leiðir. Sambýlið var
afar notalegt, börnin okkar áttu
góðan hauk í horni þar sem amma
var, hún reri með þau fram í gráð-
ið og raulaði við þau og talaði við
þau eins og fólk. Undir hennar
leiðsögn tileinkaði ég mér ýmsa
þjóðlega matargerð sem kemur að
góðum notum enn í dag. Hún
fylgdist vel með mönnum og mál-
efnum og smitaði mig t.d. af áhuga
á ættfræði enda ætlaðist hún til
þess að ég kynni skil á uppruna
mínum. Ólgeymanlegar eru stund-
irnar við spilaborðið þegar við
Hjörtur, afi Hjartar, spiluðum
þrennu við ömmu. Hún var svo
drýldin og ánægð með spilin sín að
hún setti okkur oft út af laginu og
vann kannski fleiri slagi fyrir vikið.
Á kveðjustund vil ég þakka
ömmu Ragnheiði hversu vel hún
reyndist okkur Hirti og börnunum
okkar alla tíð, fyrir ómetanlega
hjálp og gefandi samveru á Minni-
Borg, víðsýni hennar og skilning
þegar við hættum að búa og fórum
til Svíþjóðar, umburðarlyndi þegar
að því kom að við seldum jörðina.
Við erum rík að hafa átt hana að
svona lengi og munum búa að því
alla tíð. I hennar anda munum við
leitast við að sjá sólskinsblett í
heiði og forðast að fjargviðrast yfir
smámunum. Og þá stendur heima.
Unnur Halldórsdóttir.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Það er erfitt að lýsa líðan sinni
þegar sú frétt berst, á sólbjörtum
sunnudagsmorgni, að langamma sé
dáin. Sorgin og léttirinn takast á.
Sorgin yfir því sem var en er ekki
lengur og léttirinn yfir því að hún
fékk að fara á þann veg sem hún
vildi helst, í svefni.
En í gegnum sorgina lýsa allar
góðu minningarnar, sérstaklega
frá þeim tíma sem við amma
bjuggum saman en það voru fyrstu
sjö ár ævi minnar. Eins og stund-
irnar sem við áttum í kjallaranum
á Laugarvatni. Þar lærði eg að
spila þrennu með fullorðna fólkinu
og skammaði systradætur ömmu
fyrir að kalla hana Rönku. „Hún
heitir Ragnheiður en ekki Ranka,“
sagði ég við alla sem vildu hlusta.
Eg skeytti því engu að ég var bara
smápeð og að flestir gæfu því lít-
inn gaum hvað ég tísti. Eða þolin-
mæði ömmu þegar ég vildi læra að
flétta á henni hárið. Hún sýndi
mér aftur og aftur hvernig þetta
var gert en þegar ég reyndi að
herma eftir henni fór allt í steik! Á
endanum varð ég að láta mér
nægja að greiða á henni hárið áður
en hún fléttaði það sjálf. Hún
myndi ábyggilega brosa ef hún
vissi að ég hef ekki ennþá lært að
flétta hár svo að sómi sé að.
Það var svo ótal margt sem mér
þótti vænt um í fari ömmu. Eitt
það besta við hana var að hún tal-
aði ekki niður til okkar krakkanna.
Hún talaði við okkur eins og við
værum fullorðið fólk og hefðum
rétt á okkar skoðunum. Það var
ekki fyrir en ég fór að eldast og
verða „fullorðin“ að ég áttaði mig á
því að þetta var ekki alltaf svona
hjá öðrum.
Eitt af stærri afrekum ömmu,
alltént á efri árum hennar, var
þegar hún kom í heimsókn til okk-
ar til Svíþjóðar vorið 1981. Amma
var þá á 82. aldursári og var hjá
okkur í rúman mánuð. Hún lét það
ekkert á sig fá þótt hún talaði ekki
sænsku og væri ein heima meðan
við vorum öll í skólanum. Hún fór í
búðina þegar þess þurfti og rölti
um hverfið, hvergi bangin. Við
bjuggum í hálfgerðu íslendinga-
hverfi og krakkarnir í hverfínu
urðu fljótt vanir að sjá ömmu og
svara aðalspurningu dagsins, „og
hverra manna ert þú?“ og þegar
krakkarnir sögðu henni það svar-
aði amma um hæl: „Já, ég þekkti
afa þinn / ömmu þína vel.“ Mér
fannst þá að hún hlyti að þekkja
alla á íslandi.
Það eru ótal aðrar minningar
sem ég á um ömmu. Eg er afskap-
lega þakklát fyrir þær, og þær
ásamt þeirri vissu að amma var til-
búin að fara munu hjálpa mér í
glímunni við sorgina.
Ingibjörg Lára
Hjartardóttir.
Sól skerpir haustliti gróðurs.
Harmur er að okkur kveðinn sem
fylgjum ömmu Ragnheiði til grafar
í dag. Hún sofnaði svefninum langa
með sældarsvip á fögru andlitinu.
Eftir rúma 100 ára lífsgöngu ber
margs að minnast.
Minningarorð um ömmu verða
fátækleg í samanburði við stór-
brotinn persónuleika hennar og
mannkosti ótalmarga. Við sem nut-
um hennar í ríkum mæli eigum eft-
ir að ganga að þeim fjársjóði sem
hún skilur eftir sig í minningunni.
Allar stundir í návist ömmu voru
unaðslegar. Hún var hafsjór af
fróðleik um ólíkustu málefni. Bók-
elsk mjög og miðlaði ávallt hvers
kyns fróðleik á uppbyggjandi og
skemmtilegan hátt enda skarp-
skyggn, fjölgreind og hafði óbrigð-
ult minni allt fram í andlátslegu.
Ég skrifaði um hana afmælisgrein
á aldarafmæli hennar hinn sjöunda
nóvember í fyrra og mun því hafa
kveðjuorðin hér í öðrum dúr og
styttra lagi þótt margs sé að minn-
ast. Þegar yngsta dóttir mín var
skírð Ingunn Erla í höfuðið á móð-
ur minni, elstu dóttur ömmu, var
ég að hugsa um að síðara nafnið
yrði annað en Erla og ræddi það
við ömmu. Hún sagði að nöfnin
yrðu að fara saman. Hún hefði
misst dóttur sem bar nafnið Erla
og var árinu yngri en móðir mín
sem skírð var við kistulagningu
Erlu sem var sex mánaða gömul er
hún lést. Sá harmur sem fylgir
móður sem misst hefur barn hann
fylgdi ömmu þótt hún bæri hann í
hljóði, því kynntist ég þegar nafn
Erlu bar á góma. Hins vegar
kynntist ég því af eigin raun að
missa barn, 13 ára yndislegan son,
og skildi þá betur hversu mikil-
vægt er að halda minningu látinna
barna á lofti.
Stuttu áður en sonur minn lést
af slysförum vorum við stödd í
heimsókn hjá ömmu. Hann hafði
ljóðabók með því hann átti að læra
nokkur ljóð utanbókar.
Þar sem amma var sérlega ljóð-
elsk hvatti ég hann til að taka bók-
ina með og læra ljóðin meðan á
heimsókn okkar stóð og lesa þau
fyrir ömmu. Hún kunni þau öll. Við
Gúndi gleymdum bókinni Ljósspor
hjáömmu.
Ég kom þremur klukkutímum
síðar að sækja bókina svo hann
gæti mætt skammlaust í skólann
daginn eftir með ljóðin greypt í
hugann.
Amma sat og ski’ifaði upp úr
bókinni er ég kom. Hún hafði setið
í þrjá tíma og skrifað stanslaust,
99 ára gömul, öll þau ljóð sem hún
ekki þegar kunni og voru eftir
unga höfunda. Eldri höfunda
þekkti hún gjörla og flesta meira
og minna utanbókar. Þetta var í
desember 1998 og varð jafnframt í
síðasta sinn sem þau sonur minn
sáust áður en hann lést. Ég man
að hann var að þylja Móðurást eft-
ir Jónas Hallgrímsson og amma
hélt auðvitað kjarnyrta ræðu um
skáldið og sagði honum jafnframt
að ljóðið væri um sannsögulega at-
burði og kunni að segja glöggt frá
þeim. Þegar sá harmur dundi yfir
fjölskyldu mína að missa Guðmund
Isar var það ekki síst amma sem
kom mér til huggunar þótt fjöldi
áratuga hefði liðið síðan hún missti
Erlu. „Þú getur þakkað fyrir að
hafa átt barn sem svo margir
sakna, svo vinsælan og vandaðan
son,“ sagði amma meðal annars í
sínum huggunarorðum. Og dauð-
ann bar á góma hjá okkur eftir
andlát hans og ég þakkaði í auð-
mýkt fyrir að eiga þó fyrir utan
önnur börn foreldra og systkini og
ömmu sjálfa 99 ára enn á lífi. Hún
minntist aldrei á að hún ætti stutt
eftir því hún var alveg ákveðin í að
verða 100 ára. Það var takmark í
sjálfu sér og tilhlökkun, enda hafði
hún nóg að gera þá sem endranær
og leiddist aldrei lífið. Hún hófst
handa við að halda minninu við og
skrifa niður öll þau ljóð birt og
óbirt sem hún hafði lært á langri
ævi. Sú bók var gefin út innan ætt-
arinnar með fagurri handskrift
ömmu. Ég á í fórum mínum þrjár
myndbandsspólur þar sem ég,
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og
Þorsteinn Þorsteinsson bók-
menntafræðingur og þýðandi ræð-
um við ömmu á 15 ára tímabili.
Þessi myndbönd geyma aðeins
brot af því sem amma hafði af
fjölfróðleik sínum fram að færa.
Jón Ársæll Þórðarson tók viðtal
við ömmu er hún nálgaðist 100 ára
afmælið og mun það vera fellt inn í
sjónvarpsþátt sem enn hefur ekki
verið sýndur. Amma sagði frá
sjónvarpsupptökunum af skarp-
skyggni og sagði manni auðvitað
allt um ættir Jóns Ársæls enda
ættfræðiáhugi ömmu mikill og féll
vel að einstöku minni hennar. Eitt
sinn rifjaði hún upp fyrir mér fund
forsetaframbjóðenda þegar Albert
Guðmundsson og Vigdís Finnboga-
dóttir voru meðal annarra í fram-
boði. Á þessum fundi var einhver
maður að lýsa kostum Alberts.
Amma gerði það að gamni sínu að
leika orðræðu mannsins eftir svo
þeir sem á hlýddu kútveltust af
hlátri. Skopskyn ömmu var í sam-
ræmi við alla aðra mannkosti
hennar sem ég mun seint þreytast
á að ræða en læt þetta nægja að
sinni. Ég kveð ástkæra ömmu
mína með söknuði og þakklæti í
senn.
Auðmjúk mun ég ylja mér við
minningu hennar og halda áfram
að leitast við að hafa lærdóminn
sem hún kenndi mér um lífið og
tilveruna að leiðarljósi, þótt erfitt F''
sé að komast með tærnar þar sem
hún hafði hælana. Afi Stefán ætl-
aði víst að taka á móti henni þótt
hún yrði hundrað ára. Hún sagði
frá því hlæjandi þegar við ræddum
eitt sinn dauðann, trúmál og önnur
tilvistarstig. Hvert sem ferð ömmu
er heitið, hvort sem til er líf að
loknu þessu eða ekki, er öruggt að
amma mun lifa í minningu okkar
sem áttum því láni að fagna að
kynnast henni.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Kveðja frá Grímsnesingum
Látin er í hárri elli Ragnheiður
Böðvarsdóttir, fyrrverandi hús-
freyja á Minniborg í Grímsnesi.
Ein af þessum kjarnakonum sem
komu svo miklu í verk og voru svo
mikilvægar fyrir samfélagið og
sveitina. Það var árið 1920 sem
Ragnheiður tók við heimilis-
störfum á Minniborg í Grímsnesi
og þar hófu þau búskap Stefán
Diðriksson frá Vatnsholti í Gríms-
nesi. Jafnræði var með þeim
hjónum, ung og glæsileg bæði og
urðu brátt í fylkingarbrjósti fyrir
sveitarfélagið í öllum þeim málum
sem til framfara horfðu. Heimili-*'
þeirra stóð nánast í miðri sveit.
Stefán stofnaði strax Kaupfélag
Grímsnesinga og stjórnaði því með
búskapnum, auk þess að taka virk-
an þátt í félagsmálum og kjarabar-
áttu bænda. Meðal annars var
Stefán annar fulltrúi bænda úr Ár-
nessýslu á stofnfundi Stéttarsam-
bands bænda á Laugarvatni árið
1945, jafnframt því að vera oddviti
Grímsneshrepps þá og til dauða-
dags 1957.
Ragnheiður var mikilvirk í fér..
lagsmálum, sönglífi og störfum'
UMF Hvatar, sá um útlán á bók-
um lestrarfélagsins í Grímsnesi.
Hún las mikið og hafði góða þekk-
ingu á bókmenntum. Hún var gerð
að heiðursfélaga Ungmennafélags-
ins á 50 ára afmæli þess 1957.
Sömu sögu er að segja frá starfi
Kvenfélags Grímsnesinga. Þar var
Ragnheiður ritari, hún hafði ágæta
rithönd og gott vald á íslensku
máli. Þar var hún einnig gerð að
heiðursfélaga fyrir frábær störf.
Jafnframt því að sjá um stórt og
mannmargt heimili var Ragnheið-
ur símstöðvarstjóri í 56 ár á Minni-
borg og organisti við Stóruborgar-
kirkju í þrjátíu og fimm ár. Fyrir
öll þessi störf var hún heiðruð í lif-'r
anda lífi og á níutíu ára afmælis-
deginum var hún kjörin heiðurs-
borgari Grímsneshrepps. Nú síðast
á 100 ára afmæli hennar, 7. nóvem-
ber sl., var Hjúkrunarheimilinu
Skjóli færð 100 þúsund króna gjöf
og veggplatti, laufblað, sem heið-
ursvottur frá sveitarfélaginu sem
nú heitir Grímsnes- og Grafnings-
hreppur.
Nú við leiðarlok færa Grímsnes-
ingar þessari mætu konu alúðar-
þakkir fyrir samfylgdina og þau
miklu störf sem hún vann fyrir
samfélagið og sveitarfélagið allt.
Aðstandendum öllum eru sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Böðvar Pálsson. ■í •
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
VILHJÁLMS JÓNS SVEINSSONAR
frá Góustöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
deildar 2B á Hrafnistu i Hafnarfirði.
Ásdís Pétursdóttir,
Oddur Vilhjálmsson, Þórdís Ólafsdóttir,
Elínborg Vilhjálmsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson,
Trausti Vilhjálmsson, Jóhanna Cardenas
og barnabörn.
r