Morgunblaðið - 22.09.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
Jfc
hún bað svo mikið fyrir okkur öllum.
Það er erfitt að lýsa sambandinu á
milli okkar ömmu með orðum, hún
tengdist okkur órjúfanlegum böndum
og erum við þakklátar fyrir að hafa
átt hana fyrir ömmu. Þegar amma
missti heilsuna var hún samt alltaf
glöð og leit svo vel út, hún brosti
gegnum tárin, engan óraði fyrir því
hversu veik hún var.
Það var svo gleðilegt að geta glatt
Gústu ömmu þegar litli sólargeislinn
fékk nafnið Kristján Haukur í maí
síðastliðinn og hún hafði heilsu til að
vera viðstödd skímina. Aldrei áður
höfum við upplifað svo tilfinningaríka
skím. Kærlcikur og hvatning hennar
eiga eftir að fylgja okkur það sem eft-
ir er.
Með þessum orðum kveðjum við
Gústu ömmu og biðjum Guð að geyma
hana og minningu hennar. Megi góð-
ur Guð gefa okkur aðstandendum
styrk í sorg okkar.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð þinn náðarkraftur,
mínverivömínótt
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka,
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson.)
Guðbjörg og Margrét
Ágústa Guðmundsdætur.
„Sorgin er gríma gleðinnar. Og
lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum. Sorgin og gleðin
ferðast saman að húsi þínu, og þegar
önnur situr við borð þitt, sefur hin í
rúmi þínu. Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran).
Elsku amma mín, ég trúi því ekki
að ég eigi ekki eftir að geta hringt í
þig og heimsótt þig. Mig grunaði ekki
að þegar ég heimsótti þig á spítalann
fyrir fjórum vikum að það yrði síðasta
samtalið okkar, þú varst svo hress og
bjartsýn eins og alltaf. Þú hafðir bar-
ist hetjulega í 20 ár við erfiðan sjúk-
dóm en þrátt fyrir að vera mikið veik
gafstu aldrei upp vonina. Þú varst
mér svo miklu meira en amma, ég
kom til þín og afa þegar ég var fjög-
urra ára, þið tókuð svo vel á móti mér,
ég hef verið að rifja það upp síðustu
vikur hvað þið voruð mér góð.
Manstu, amma, þegar þið gáfuð mér
gátubókina og ég lá á milli ykkar og
lagði fyrir ykkur gátur úr bókinni og
þegar ég var í klossunum hans afa að
leika mér úti í garði og hjálpa afa að
gera garðinn fínan? Eg er ykkur mjög
þakklát fyrir að hafa verið mér svo
góð. Þú kenndir mér bænimar og fór-
um við með þær á hverju kvöldi sam-
an, þú gafst þér alltaf tíma þegar ég
fékk martraðir á nóttunni. Þá fórstu
með mig fram og gafst mér banana og
mjólk þangað til ég róaðist og leyfðir
mér að koma uppí að sofa þótt þú ætt-
ir erfitt með það vegna veikinda
þinna. Þegar ég fór á róló sem var fyr-
ir ofan húsið þitt og ég var ekki á því
að fara, þá sagðir þú að ég mætti kalfa
í þig og þú kæmir strax að ná í mig.
Ég klifraði upp á grindverkið og sá
þig og afa í garðinum og var það nóg
fyrir mig, bara að vinka ykkur og vita
af ykkur nálægt. Eins þegar ég var
alltaf að horfa á Húsið á sléttunni og
var dolfallin yfir kjólunum. Þú gerðir
þér lítið fyrir og saumaðir á mig einn,
þessi kjóll vakti mikla lukku hjá mér
og er eins og nýr þótt hann sé 20 ára
gamall. Það er heldur ekki langt síðan
við töluðum um Húsið á sléttunni-
kjólinn eins og við kölluðum hann og
ég sagði þér að ég mundi aldrei
gleyma þessum kjól og hvað ég var
ánægð með hann, þú varst mjög
ánægð að heyra það. Það voru oft
mörg ömmuböm hjá þér þegar ég,
Júlli og Viktoría vorum, þá var oft fjör
og læti, þú hafðir einstakt lag á að róa
okkur niður þegar það var orðið of
mikið fjör. Þú áttir spænskukennslu-
spólu sem þú settfr í tækið og okkur
þótti það ægilega spennandi, eða sett-
ir plötu á og lést okkur dansa, það var
alltaf svo mikil gleði í kringum þig.
Þegar ég var 16 ára og farin að vinna
á Sólvangi sá ég auglýsta ferð til Ed-
inborgar og langaði mig að fara og sú
fyrsta sem mér datt í hug til að fara
með varst þú, elsku amma, ég hringdi
í þig og spurði þig. Þótt þú værir veik
varstu sko til og við vorum farnar eft-
ir tvær vikur. Þetta var æðislega góð
ferð, við áttum góðan tíma saman,
tvær í algjörri draumaborg. Við töluð-
um oft um þessa ferð, þú varst eins og
skólastelpa með mér í leigubílunum
og að þræða búðimar, þetta var virki-
lega skemmtileg ferð sem gaf mér
mikið. Þú varst óvenju sterk kona, þú
sagðfr alltaf að trúin skipti öllu máli
og þú legðir allt í hendumar á Guði.
Þær voru ekki fáar bænimar sem þú
baðst fyrir mér, þú studdir mig í
gegnum mína erfiðleika, ég gat alltaf
leitað til þín og þú gafst aldrei upp á
mér, þú deildir sjálfri þér og gafst svo
mikið af þér. Þú bjóst yfir svo miklum
kærleik, líf þitt snerist um að gefa af
þér og hjálpa öðmm, þú settir sjálfa
þig alltaf í annað sæti. Þú þráðir og
baðst fyrir því að allir mættu vera
sáttir og glaðir. Ég held að það geti
enginn gert sér grein fyrir hvað þú
varst í rauninni veik, þú barst það al-
deilis ekki með þér og aldrei heyrði ég
þig kvarta. Þú varst svo ánægð og
glöð með það sem þú áttir og alltaf
varstu brosandi. Síðustu vikur hafa
verið svo erfiðar, að sitja hjá þér
tengdri í allskonar tæki. Ég var að
segja þér sögur af Andreu Ýri, dóttur
minni, þér fannst svo gaman að henni
og þú varst henni svo góð, hún gleym-
ir því ekki og spyr hvenær amma
Gústa með flottu neglumar komi. Og
þegar afi var heima var hún hissa að
hann væri einn, sem er ekkert skrýt-
ið, þið vorað svo samhent og ástfangin
eins og unglingar og vorað alltaf sam-
an. Mér finnst það ómetanlegt að hafa
verið hjá þér og haldið í höndina þína
þegar þú kvaddir þennan heim. Þú
varst svo friðsæl og við voram öll
þarna með afa og studdum hvert ann-
að, þú hefðir viljað það. Það er þér að
þakka, elsku amma, hvað við erum
náin og góð hvert við annað. Það lærð-
um við af þér. Ég veit að það verður
tekið vel á móti þér og þú færð að
hitta bróður þinn, hann Kristján
Hauk, langömmu og langafa og alla
ættingjana. Eins veit ég að þú ert laus
við alla sjúkdóma og ég sé þig fyrir
mér núna hlaupandi um eins og ball-
erínu, fallega og brosandi. Elsku afi,
ég veit að þetta er mjög erfíður tími
fyrir þig, ég bið Guð að styrkja okkur
öll í sorginni. Elsku amma mín, ég
kveð þig með miklum söknuði, ég
elska þig með öllu mínu hjarta, ég
ætla að enda á bænunum sem þú
kenndir mér í æsku. Ég trúi því að við
eigum eftir að hittast aftur. Takk fyr-
ir allt, Guð geymi þig.
Vertu Guð faðir, faðir miiin,
ífrelsaransJesúnafiú
Hönd þín leiði mig út og inn,
svoallrisyndéghafni.
(Hallgr. Pét)
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól.
I guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
(Höfiók.)
Láttu nú (jósið þitt,
logaviðrúmiðmitt,
hafðuþarsessogsæti,
SignaðiJesús,mæti.
(Höfiók.)
Núleggégaugunaftur,
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ.virztmigaðþértaka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Sveinbjöm Egilsson.)
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu,
gakk þú inn og geymdu mig,
Guð,ífaðmiþínum.
(Höfiók.)
Kristjana Gylfadóttir.
Elsku Gústa langamma mín, mér
finnst það voðalega skrýtið að þú sért
farin, ég er alltaf að spyija mömmu
mína hvar amma Gústa með flottu
neglumar sé, og af hveiju afi sé einn,
mamma segir að þú sért hjá Jesú og
að þú fylgist með mér. Elsku amma
mín þú varst svo góð við mig, það var
svo gaman að koma í heimsókn til þín
og klappa hundunum, manstu amma
ég var ekkert hrædd við Papageno
þótt hann gelti svona mikið. Ég á eftir
að sakna þín mikið, ég ætla að passa
afa fyrii' þig og hundana.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
tilkomiþittríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á Himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefúm
vorumskuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldurfrelsaossfráillu.
Þvíaðþitterríkið,
mátturinnogdýrðin
aðeilífú,amen.
Andrea Ýr
Baldursdóttir.
Elsku Gústa mín, ég vil þakka þér
fyrir samverastundimar góðu í þessi
sex ár sem ég hef þekkt þig. Ég kom
inn í fjölskylduna þína þegar ég
kynntist Kristjönu bamabami þínu,
ég sá strax að þú varst óvenju góð
kona. Það bjó í þér svo mikill kærleik-
ur og þú varst alltaf tilbúin að hjálpa.
Veikindin þín vora aukaatriði fyrir
þig, ég heyrði þig aldrei kvarta og
alltaf varstu brosandi. Þú lifðir fyrir
fjölskyldu þína, þú varst ánægð ef all-
ir vora sáttir. Þú tókst strax svo vel á
móti mér og lést mig finna hvað ég
var velkominn. Þegar ég heimsótti
þig á spítalann fyrir fjóram vikum
varstu svo hress og jákvæð eins og
alltaf, það var alveg sama hvað gekk á
hjá þér, alltaf brostir þú. Það sem hef-
ur drifið þig áfram í veikindum þínum
er trúin, kærleikurinn og fjölskyldan,
þú gafst aldrei upp vonina, lagðir allt í
hendumar á Guði og þú sagðir alltaf
að hann réði ferðinni. Elsku Gústa
mín þú varst algjör hetja, þú barðist
hetjulega í mörg ár við erfið veikindi,
þú varst einstök og yndisleg kona og
þín verður sárt saknað. Elsku Júlli, ég
bið Guð að styrkja þig og okkur öll í
þessari miklu sorg, ég kveð þig Gústa
mín í bili með kærleiksbæninni úr
Biblíunni, mér finnst passa mjög vel
við þig því að í þér bjó ótrúlega mikill
kærleikur.
Hvíl í friði.
„Þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika, væri ég
hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking og þótt ég hefði svo tak-
markalausa trú, að færa mætti fjöll úr
stað, en hefði ekki kærleika, væri ég
ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum
eigum mínum og þótt ég framseldi
líkama minn, til þess að verða brennd-
ur, en hefði ekki kærleika, væri ég
engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann
er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar
ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam-
ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegð-
ar sér ekki ósæmlega, leitar ekki síns
eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang-
rækinn. Hann gleðst ekki yfir órétt-
vísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða
undir lok, og tungur, þær munu
þagna, og þekking, hún mun líða und-
ir lok. Þvi að þekking vor er í molum
og spádómur vor er í molum. En þeg-
ar hið fullkomna kemur, þá líður það
undir lok sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og
bam, hugsaði eins og bam og ályktaði
eins og bam. En þegar ég var orðinn
fulltíða maður lagði ég niður bama-
skapinn. Nú sjáum vér svo sem í
skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér
sjá augliti til auglitis. Nú er þekking
mín í molum en þá mun ég gjör-
þekkja, eins og ég er sjálfur gjör- #
þekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt en þeirra er kærleikur-
inn mestur“.( Kærleikurinn mestur 1.
kor 13 vers 1-13).
Takk fyrir allt,
Baldur Ingi Ólafsson.
Ó elsku mamma, nú ert þú farin og
kvalir þínar loksins horfnar. Ég hef
kviðið þessum degi í langan tíma
elsku besta mamma mín en þú þurftir
að kveljast mikið til að fá að vera með
okkur síðan þú misstir heilsuna að-
eins 47 ára gömul. Fyrii- tveimur ár-
um hélt ég að jarðvist þinni væri að
ljúka og grét í fangi þínu af tilhugsun-
SJÁSÍÐU54
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KRISTJÁNSSON,
Holtastíg 8,
Bolungarvík
sem lést á heimili sínu laugardaginn 16. sept-
ember, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol-
ungarvík laugardaginn 23. september
kl. 14.00
Evlalía Sigurgeirsdóttir,
Halldóra Jóhannsdóttir, Jóhann Magnússon,
Margrét Jóhannsdóttir, Bjarni L. Benediktsson,
Sigurgeir G. Jóhannsson, Guðlaug Elíasdóttir,
Oddný H. Jóhannsdóttir, Kristján L. Möller,
Bjami K. Jóhannsson, Anna S. Jörundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
GUNNAR SVEINSSON
mag. art,
Bogahlíð 22,
andaðist á Landspítala við Hringbraut fimmtu-
daginn 21. september.
Kristjana Ó. Sveinsdóttir,
Grímur Sveinsson,
Kristveig Sveinsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hafnagötu 30,
Höfnum,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 16. sept-
ember, verður jarðsungin frá Kirkjuvogskirkju,
Höfnum, á morgun laugardaginn 23. septem-
ber kl. 13.30.
Þóroddur Vilhjálmsson,
Birna Ágústsdóttir, Vilhjálmur Reynir Sigurðsson,
Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ari Eiíasson,
Selma Ágústsdóttir, Jens Herlufsen,
Einar Sigurjónsson, Hugborg Erlendsdóttir,
Kolbeinn Sigurjónsson, Guðlaug Á. Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu
móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku,
ÖNNU STEINUNNAR ÁSLAUGSDÓTTUR,
Norðurvegi 10,
Hrísey.
Sérstakar þakkir fá starfsfólk á deild 11e á
Landspítalanum við Hringbraut, lyfjadeild 1 og
2 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heimahlynning á Akureyri.
Ásrún Ýr Gestsdóttir,
Áslaugur Jóhannesson,
Valgerður Áslaugsdóttir, Einar Pétursson,
Ingibjörg Áslaugsdóttir, Jóhann Alfreðsson,
Jóhannes Áslaugsson, Marína Sigurgeirsdóttir,
Baldvin Áslaugsson, Friðrika Björk lllugadóttir,
Heimir Áslaugsson
og systkinabörn.
+
Innilegar þakkir og kærar kveðjur til allra
þeirra fjölmörgu, sem sent hafa okkur
samúðarkveðjur, blóm eða sýndu hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, sonar, bróður, mágs og frænda,
JÓNS MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR
bakarameistara.
Jennifer O’Grady Sigurðsson,
Sigurður Pétur Jónsson,
Philip Jónsson,
Margrét Ann Jónsdóttir,
Einína Einarsdóttir,
Signý Sigurðardóttir, Jón G. Bjarnason
og börn.