Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 22.09.2000, Síða 54
ðf4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MARGRÉT ÁGÚSTA KRIS TJÁNSDÓTTIR inni um hvað á þig væri lagt til að geta verið með okkur en þú sagðist vera fullkomlega tilbúin til að leggja allar þær kvalir sem sjúkdómur þinn olli þér tál að geta verið með okkur í lengri tíma. Þú varst ekki tilbúin til að fara frá okkur núna, elsku mamma, þú þráðir svo heitt að komast aftur heim af spítalnum til pabba. Ég hef aldrei á lífsleiðinni kynnst neinni manneskju sem líktist þér. Þú ert al- veg einstök á allan hátt. Skapið þitt og lundarfar var einsdæmi og það var al- Wg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, alltaf gastu leyst það á besta veg. Veganesti mitt sem ég fékk frá þér hefur nýst mér vel á lífsleiðinni og bömunum mínum líka, allar hvatn- ingamar, ástin og kærleikurinn sem ég ólst upp við nýtist okkur öllum vel núna á sorgarstund þegar við syrgj- um þig ákaft. Ég sakna þín svo mikið, elslói mamma, að því er ekki hægt að lýsa með neinum orðum. Ekkert í líf- inu í dag skiptir máli, allt það sem ég hef verið að velta mér upp úr era lítil vandamál þegar ég hef misst þig. Ég á erfitt með að horfa upp á pabba sem syrgir þig ákaft og auðvitað er tóm- leikinn hjá honum mestur. Þið sem ætluðuð að fara að vera saman í ell- Áni og þú byrjuð að telja dagana nið- ur þar til pabbi yrði löglegt gamal- menni eins og þið orðuðuð það sjálf. Ég veit, elsku mamma, að þú varst pabba þakklát íyrir hvemig hann annaðist þig í veikindastríði þínu. Við kölluðum pabba „doktor sívaka“ sem lýsir fullkomlega hvemig hann ann- aðist þig. Ef pabbi hefði ekki hugsað svona vel um þig, elsku mamma mín, hefðir þú þurft að vera oftar á spítala. Pabba þótti þetta ekki vera neitt af- rek og sagði alltaf að hvað sem þú vær- ir veik væri hann tilbúinn til að veita w alla þá aðhlynningu sem þú þyrftir. Þið funduð ykkur áhugamál sem hent> aði ykkur báðum og gátuð tekið þátt í. Garðurinn ykkar var augnayndi, þú sást um hönnunina og pabbi firam- kvæmdina. Engu var breytt nema með samþykki beggja. Hundamir ykkar hafa veitt ykkur margar ánægjustund- ir hvort sem var heima, á hundasýning- um eða hundagöngum. Þú beiðst út í bíl á meðan hinir löbbuðu með hundana og drakkst síðan kaffi og ræddir rnálin við alla á eftir, álltaf með brosið þitt blíða. Alltaf mættir þú, elsku mamma, full af áhuga á allar hundasýningar til að fylgjast með hvemig hundimum ykkar gengi og til að hitta aðra hundaeigend- ur þó svo að þú ættir erfitt með að >)»ma vegna sjúkdómsins þíns. Eftir sýningamar gátum við rætt um úrslitin í marga mánuði. Það var skrýtin tilvilj- un að elsti hundurinn minn dó sama dag og þú. En íyrir sjö árum fórst þú með mér að ná í hann þegar ég keypti hann og þú hvattir mig til að taka hann með mér heim. Þú varst sérfræðingur í að finna þér eitthvað til dundurs en hreyfigeta þín var af skomum skammti og hefðu margir verið búnir að gefast upp í þínum sporum en þú kvartaðir aldrei og notaðir bara símann meira en gengur og gerist. Eg ætla að varðveita vel allar minn- ingamar okkar, elsku hjartans blíða mamma mín, og ljóðið sem kemur hér að neðan skrifaði ég til þín á jólapakk- ann ein jólin, þú fórst að gráta þegar það var lesið. Þú varst svo mikil til- finningavera og mér fannst þessar ljóðlínur útskýra hversu mikill kær- leikur var á milli okkar og hann breyttist ekki þó að ég væri orðin full- orðin, farin að heiman og búin að stofna mína eigin fjölskyldu. Það var erfitt að klippa á naflastrenginn og í raun og vera var það aldrei gert. Ég vildi alltaf vera hjá þér og þú varst alltaf efst í huga mér sama hvar ég var. Eiginmaður minn og bömin mín tvö hafa líka verið svo lánsöm að fá að njóta kærleika þíns og ráðgjafar. Elskulega mamma mín, nyúk er alltaf höndin þín, tárin þoma sérhvert sinn, sem þú stiýkur vanga minn, þegarstórégorðiner, allt það skal ég launa þér. (Ingimar H. Jóhannesson.) Elsku mamma mín ég vona að Guð hafi tekið vel á móti þér og þú getir sætt þig við að vera komin í annan heim. Ég veit að það er jafnerfitt fyrir þig að sætta þig við að vera ekki með okkur því þú vildir ekki fara, þú elskað- irlífið. Megi góði Guð veita pabba allan þann styrk og huggun sem hann þarf en hann syrgir mömmu átakanlega mikið og með miklum trega og einnig að gefa honum krafta til að takast á við erfiða og beytta tíma. Ég bið einnig Guð að blessa okkur systumar og íjöl- skyldur okkar og veita okkur öllum styrk til að takast á við þá sorg sem nú ríkir í þjarta okkar. Mig langar að þakka öllu starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut kærlega íyrir góða umönn- un og góðan stuðning við okkur fjöl- skylduna. Staðurinn einkennist af há- gæða fagmennsku á allan hátt hvort sem um er að ræða sjúkling eða að- standendur. Þín dóttir, Valgerður Júlíusdóttir. Mín besta vinkona Gústa er látin. Tuttugu og fimm ára baráttu við liða- gigtina er lokið. Ég held að giktin og meðulin sem hún þurfti að taka hafi eyðilagt allt í henni nema skapið. Það var alveg sama hvað Gústa var veik, alltaf gat hún hlegið og gert að gamni sínu. Fjöldi góðra minninga streymir fram í hugann þegar ég minnist Gústu. Við erum búnar að vera vin- konur síðan við voram fjögurra ára. Fyrst við leik í vesturbænum í Hafn- arfirði og síðan í bamaskóla og Flens- borg. Eftir að við giftum okkur og bömin komu var farið í útilegur og veiðiferðir. Ekki má gleyma sauma- klúbbnum. Hann er líklega orðinn 40 ára. Það var oft mikið fjör og gaman. Nú hefur heldur betur fækkað hjá okkur í saumaklúbbnum, við eram bara þijár eftir. Gústa vann í vél- smiðjunni Kletti meðan heilsan leyfði. Það var oft erfitt fyrir hana að sitja auðum höndum og geta lítið sem ekk- ert gert. Samt var ýmislegt sem þau Gústa og Júlli gerðu sér til gamans. Þau höfðu mjög gaman af að fara á málverkasýningar og eiga þau mikið og fallegt málverkasafn. Einnig eiga þau safn annara muna sem Gústa naut að hafa í kringum sig. Ekki má gleyma Balta og Papagenó eins og þau kölluðu hundana sína. Af þeim hafði hún ómælda ánægju. Gústa var mikil fjölskyldukona. Hún hafði það af að fara til Benidorm í sumar er leið með Júlla, Katrínu Gerði, Valgerði og krökkunum og naut hún þess í ríkum mæli. Viku eftir að þau komu heim veiktist Gústa mikið og var á gjör- gæslu þar til yfir lauk. Elsku Júlli, Sigrún, Katrin Gerður, Valgerður og fjölskylda, við hjónin biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ingibjörg og Sigurbergur. Það var fyrir rúmum tuttugu áram að elsti strákurinn minn kynntist komungri og fallegri menntaskóla- stúlku. FJjótlega kynntist ég foreldr- um hennar, þeim Gústu og Júlla, systrum hennar og fjölskyldum þeirra og hef síðan átt í góðum vin- skap við þá fjölskyldu. Við Gústa áttum saman sterk fjöl- skyldubönd. Fyrst brúðkaup bama okkar, fæðingar, skímir og ferming Viktoríu, ásamt ótal, ótal afmælum stóram og smáum og öðrum fjöl- skyldusamkvæmum. Hún mamma mín sagði alltaf: „Það er svo gaman að vera með fjölskyldunni hennar Völu. Ég nýt mín svo vel með þeim.“ Þetta tek ég heilshugar undir og það er eins og ég hafi alltaf þekkt þetta fólk. Hún Gústa var mikil fjölskyldumanneskja og vildi allt gott gera fyrir fjölskyld- una sína. Á gleðistundum var hún glöðust allra. Þegar sorg og mótlæti sóttu að var hún sá sterki og gaf öllum ráð og styrk. Hún var ein af þessum konum sem alltaf eiga nóg að gefa af sjálfum sér, öðram til hjálpar. Eitt er víst, að sonur minn hefði ekki getað eignast betri tengdaforeldra og fyrir það er ég þeim ævinlega þakklát. Hún Gústa átti um margra ára skeið í erfiðum veikindum, en þau bar hún af þvílíkum kjark og dugnaði að fátítt er. Þá reyndi mikið á hennar léttu og skemmtilegu lund, sem alltaf sá það besta hjá hveijum manni. Þeg- ar heilsan varð eitthvað betri drifu þau Júlli sig til Spánar og sóttu þang- að hvíld og nýjan þrótt til að berjast við veikindin. Hann Júlli minn var al- deilis einstakur að hjúkra konunni sinni og veita henni þá gleði sem hægt var. Þau vora einmitt nýkomin frá Benidorm, með þeim Gerðu, Völu, Gylfa og Jens og yngstu bömum þeirra. Þaðan eiga þau öll minningar sem nú era ómetanlegar. Mörg gaml- ársdagskvöldin áttum við saman hjá bömum okkar á Álftanesi. Það vora ógleymanleg kvöld. Fegurð og kyrrð Alftanessins, Ijós og góð birta sem fylgir gamlárskvöldinu, góður matur og gott samband okkar allra. Mættu sem flestir eiga slík gamlárskvöld í friði og ró. Júlli minn, dætur og aðrir ástvinir. Við Gunnar vottum ykkur öllum okk- ar dýpstu samúð. Þegar sorg og sökn- uður sældr að ykkur, kallið þá fram minningamar um Gústu og yíjið ykk- ur við þær. Blessuð sé minning henn- ar. Viktoría Skúladóttir. Fallin er frá Margrét Ágústa Krist- jánsdóttir, „Gústa amma“ hef ég stundum leyft mér að kalla hana. Frá fyrsta degi er ég sá þig, Gústa mín, hef ég elskað þig svo heitt og í raun og vera hef ég litið á þig sem jafnaldra, þess vegna er það erfitt að setja sig inn í að þú ert fallin frá, jafnaldri sem alltaf hefur verið til staðar þegar ég hef þurft á að halda, gefið mér svo mikið af þér, þó að erfiðleikamir væra stórir og sársaukinn oft verið svo stór, þá hefur hún Gústa amma alltaf náð að fá mig til að hugsa jákvætt, það var bara ekki hægt annað, þannig mann- eskja var hún bara. Ég var svo hepp- inn að fá að kynnast henni Gústu ömmu þegar ég var sex eða sjö ára gamall, hún er nefnilega amma hanns Júlla æskuvinar míns. Ég verð ævin- lega þakklátur að hafa fengið að kynnast þér Gústa mín, það era nú ekki fá símtölin síðan ég fluttist til Danmerkur og vora þau öll á léttu nótunum, það var nefnilega hægt að tala við Gústu ömmu um allt milli him- ins og jarðar, alla brandarana sem maður sagði henni hefði maður ekki getað leyft sér að segja hveijum sem er, þar kemur aftur þetta með að maður leit á hana sem jafnaldra, hún átti svo létt með að setja sig inn í hvemig fólk á öllum mögulegum aldri hugsar, og hún var góð að hlusta, hún elskaði og lifði síðustu árin fyrir böm- in, bamabömin og bamabamaböm- in, hún var þeim svo góð. Ég mun allt- af sakna stundanna sem við áttum saman á mosabarðinu og símtalanna sem við áttum saman, það era hlutir sem era ómetanlegir, Gústa mín, hafðu það gott þar sem þú ert þangað til við sjáumst aftur. Júlli afi, Gíerða, Gylfi, Júlli og Kristjana og allir hinir. Guð gefi ykk- ur styrk í sorg ykkar. Hermann Ármannsson, Danmörku. Mig langar til að_ minnast frænku minnar, Margrétar Agústu Kristjáns- dóttur, en í fjölskyldu minni var hún ávallt kölluð „Gústa frænka“. Þar sem Gústa frænka og móðir mín vora systradætur og faðir minn og faðir Gústu vora systkinasynir var skyldleik- inn mikill. Vegna þessa skyldleika áttu þessar íjölskyldur margar ánægju- stundir saman á hátíðis- og afmælis- dögum á mínum yngri árum. Þegar ég læt hugann reika og hugsa til þess tíma þegar foreldrar mínir bjuggu í risíbúð á Norðurbraut 3 í Hafharfirði í húsi foreldra Gústu. Á neðri hæð hússins bjuggu foreldrar hennar, Sigrún og Krisfján, ásamt bræðram Gústu þeim Steingrími og Gissuri Vigni. Ég á mjög góðar minn- ingar frá þeim árum er við bjuggum á Norðurbrautinni og naut ég þess mjög vel að geta farið niður til fjölskyldunnar og geta fylgst með lífi systkinanna Kristján faðir Gústu var með vöra- bílarekstur og hafði bílsfjóra í vinnu og þar af leiðandi var oft miídð um að vera á heimifinu. Eftir hefðbundna skólagöngu giftist Gústa Júlíusi Hinrikssyni og eignuðust þau þijár dætur, Sigrúnu, Katrínu GerðiogValgerði. Um langt árabil starfaði Gústa frænka á skrifstofunni í Vélsmiðjunni Kletti í Hafharfirði sem Jóhann faðir minn rak ásamt bræðrunum Jóni og Gísla. Á milli foður míns og Gústu ríkti mikil frændsemi sem fjölskyldur okkar beggja hafa einnig fengið að njóta. Á síðustu árum hefur Gústa frænka átt við veikindi að stríða. Bar hún sig samt alltaf vel og góða skapið var ávallt til staðar þegar við hittumst. Fjölskylda mín sendir Júlíusi, dætr- um þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guðný Jóhannsdóttir. GUÐJÓN SIGURÐUR JÓNA TANSSON + Guðjón Sigurður Jónatansson fæddist í Ólafsvík 29. október 1920. Hann lóst á hjartadeild Landspitala - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi 10. septem- w#ber siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjamarnes- kirkju 20. septem- ber. Guðjón Jónatansson vélvirkjameistari er fallinn í valinn eftir mánaðarsjúkdómslegu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Hann fæddist í Ólafsvík. Fór ungur suður. Lærði vélstjóm hjá Fiskifé- lagi íslands og síðar vélvirkjun hjá Jötni hf. í Reykjavík. Meistararétt- "Íftíi í iðn sinni fékk hann árið 1952. Á Seltjamamesi bjó hann mestan hluta ævinnar eða um það bil 60 ár. Þar stofnaði hann heimili með sinni ágætu konu Bára Vestmann Ottós- dóttur. Þau eignuðust fjögur böm, þijá drengi og eina stúlku. Hafa þau öll stofnað heimili og era nýtir og jjugandi þegnar í samfélaginu. tTI yngri áram stundaði Guðjón sjó- mennsku bæði á fiskiskipum og flutn- ingaskipum. Um árabO vann hann hjá Land- leiðum/Norðurleið og sá um viðhald á farar- tækjum þeirra en lengst starfaði hann hjá áhaldahúsi Seltjamar- nesbæjar eða í um það bO 30 ár. Þar annaðist hann um viðhald vinnu- véla og farartækja bæj- arins, einnig sá hann um tengingar og við- gerðir fyrir vatnsveitu bæjarins. Það var með eindæmum hversu vel Guðjóni gekk að halda tækjum bæjarins gangandi og afla varahluta í þau en mörg þeirra vora komin allnokkuð tO ára sinna. Ég kynntist Guðjóni árið 1971 þeg- ar við voram þátttakendur í stofnun Rótarýklúbbs Seltjamamess og lentum þar í nefnd saman á vegum klúbbsins og þurftum að vinna tölu- vert saman. Hann tók mjög virkan þátt í störfum Rótarý. Friðun Gróttu er að mestum hluta hans verk en eyj- an var friðlýst fyrir um 25 áram. Hann kom í veg fyrir að bátaskýli Al- berts í Gróttu væri rifið til granna og fékk Rótarýfélaga á Nesinu tO þess að endurreisa húsið. Heitir það nú ,Albertsbúð“ og er nokkurs konar fé- lagsheimili Rótarýfélaga í plássinu. Guðjón og Albert í Gróttu voru miklir vinir. Guðjón kom því til leiðar að Rótarýfélagar hér tóku Gróttu í nokkurs konar fóstur. Þeir hreinsuðu rasl á hverju vori og aðstoðuðu Guð- jón við að hlúa að æðarvarpi á vorin. Um 80 kollur urpu og komu upp ung- um þegar mest var en sl. sumar kom engin koOa upp ungum. Það fannst Guðjóni miður. Guðjón gegndi aðeins einu em- bætti þau 29 ár sem hann var í klúbbnum en „Gróttujarl" var hann í 25 ár og var óþreytandi að hlúa að fuglalífinu þar og gæta eyjarinnar á friðunartíma hennar. Guðjón var sæmdur æðsta heiðursmerki Rótarý- hreyfingarinnar „Paul Harris-orð- unni“ vorið 1992. í Slysavarnafélagi íslands starfaði hann af mOdum krafti í áratugi. Hann var stofnfélagi í slysavamadeildinni Bjama Pálssyni, sem var stofnuð á Seltjarnamesi á sínum tíma og var félagi í deildinni meðan hún var við lýði og var einn aðalhvatamaður að stofnun Björgunarsveitarinnar Al- berts á Seltjarnamesi og starfaði á vegum hennar meðan þrek entist. Um aUlangan tíma kenndi hann fé- lögum í unglingadeOdinni. Guðjón var sæmdur gullmerki Slysavarnafé- lagsins fyrir mörgum áram. Árið 1979 kom hingað hópur manna á veg- um flugvélaminjasafns í Bandaríkj- unum í þeim tilgangi að bjarga leifum Northrop-flugvélar sem nauðlenti í Þjórsá á strísðárunum. Talið var að þetta flak væri e.t.v. eina eintakið, sem til væri í heiminum og var mikið í húfi að björgunin tækist. Guðjón og Bára ásamt eldri bömum sínum tóku þátt í leiðangrinum og var það ekki síst ráðleggingum og þekkingu Guð- jóns að þakka að vel tókst tO. í þakk- lætis- og virðingarskyni við þau hjón bauð flugvélamyndasafnið þeim til Bandaríkjanna árið 1980. Veigamikill þáttur í félagsstarf- semi Guðjóns var stofnun Leikfélags Seltjamarness árið 1971 þar sem hann var einn af stofnendum. Hann var í fyrstu stjóm félgasins og ávallt síðan og var potturinn og pannan í öllu, sem þurfti að gera í félaginu. Hann lék, málaði, smíðaði og söng og margir muna enn er hann lék Gísla gamla, leikfangasmiðinn í „Gosa“ eft- ir Jóhann Steinsson í Vík og Gúsý frænku í „Hlauptu af þér homin" eft- ir Neil Simon, einnig má geta þess að hann lék aðalhlutverk í sjónleik, sem Leikfélagið sendi á mót norrænna áhugaleikfélaga, sem haldið var á Álandseyjum árið 1976. Mér er minnisstætt er við, undir- ritaður og Guðjón, komum fram ein- hvern 17. júní og lékum í spuna ein- hverja vitleysu, sem við kölluðum „Yngingarvélina" að lítill drengur gekk upp að pallinum, sm við lékum á, eftir leikinn, og spurði Guðjón hvort hann gæti ekki gert hann dálít- ið eldri svo hann gæti lamið eldri strákana, sem alltaf væri að hrekkja hann. Svona var leikur Guðjóns trú- verðugur. Guðjón var einstakur völundur, einkum á jám og allt sem snerti vél- ar. Það var alveg sama á hverju gekk ef vél fór ekki í gang eða eitthvað var í ólagi þá var það segin saga að Guð- jón gat komið því í lag. í nokkur ár kom hann fram í þætti í Rfldsútvarp- inu, sem var fluttur alla laugardags- morgna og veitti fólki, sem hringdi í þáttinn, ráðleggingar um sitthvað, sem var í ólagi í bifreiðum þess. Mikið náttúrubam var Guðjón. Hann unni íslenskri náttúra og dýra- lífi. Hann þekkti flesta ef ekki alla ís- lenska fugla og jurtir. Útivistar naut hann og ferðaðist mikið um landið og naut þess í ríkum mæli. Einhveiju sinni vorum við á rölti niðri á Snoppu og þá segir hann aflt í einu „þama er sandlóa" nú hvar segi ég og sé ekki neitt. Nú þama, og rétt á eftir flaug lítfll fugl upp af hreiðri fyrir framan okkur. Þetta kallar maður að hafa tOfinningu fyrir náttúrunni. Þetta er í blóðinu. Guðjón var mikfll vinur vina sinna og hjálpsemi hans var einstök. HeimO- isfaðir var hann einstakur og mOdll afi. Það verður tómlegra í plássinu okk- ar, hann setti svip á samfélag okkar. Árið 1998 var Guðjón sæmdur nafn- bótinni „maður ársins“ á Seltjamar- nesi. Kæri gamli vinur, ég óska þér góðr- ar ferðar og ég sé þig, í huganum, sigla fleyi þínu fullum seglum, glað- beittan með bros á vör, inn í eilífðina. Minningin lifir, hún ryðgar ekki. Bára og bömum ykkar votta ég dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Jón Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.