Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
Dagur
án bila
Frá Else Williamson:
HÉR UM árið var maður drepinn
af bjarndýri í Finnlandi. Maður-
inn lenti milli birnu og húna og
brást móðirin við í samræmi við
eðli sitt. Högg af öflugum
hrammi varð til þess að
bjarndýrakló kom við hálsæð
mannsins. Atvikinu var veitt gíf-
urlegt rými í fjölmiðlum og
bjarndýrið, sem með þessum
hætti brást til varnar afkvæmi
sínu, átti stutt eftir ólifað.
Að náttúran sé óviðráðanleg
getum við ekki sætt okkur við. Að
menningin reynist okkur jafn
óviðráðanleg og þar að auki
mörgum sinnum hættulegri er
gefinn lítill gaumur. Rúmlega
einn maður á dag deyr í bílslysi í
Finnlandi og þá slösuðu má telja í
þúsundum. Á íslandi er hlutfall
slasaðra allt að tvöfalt hærri en
annars staðar á Norðurlöndumog
eftirtektarvert er hve margir
þeirra sem slasast í umferðinni
eru milli 15 og 20 ára.
Hugmyndin um bíl sem tákn
fyrir frelsi og lífsgæði er orðin
verulega úrelt. Þessi farartæki
hafa gert okkur að þrælum
hávaða og mengunar svo ekki sé
minnst á allsráðandi vegakerfi.
Sú trú að akandi maður andi að
sér minna magni eiturefna heldur
en gangandi eða hjólandi maður
er útbreidd en hefur þó verið af-
sönnuð. Niðurstöður rannsókna
sýna að akandi maður fær 30%
meira af því góða.
Talið er að um tvær til þrjár
vinnustundir á dag fari í að borga
og halda uppi bíl. Með því að
hjóla eða ganga í vinnuna væri
því ekki aðeins hægt að fá hreyf-
ingu og ferskt loft, heldur þar að
auki tíma til að sinna áhugamál-
um, vera með fjölskyldu eða bara
slappa af. Þegar betur er að gáð
getur það ekki annað en vakið
furðu hvað menn velja að veita
forgang í lífinu. Auðveldara er þó
að skilja þetta ef hafður er í huga
sá gífurlegi máttur sem auglýs-
ingar hafa yfir lífsstíl okkar. Bíll-
inn, tiltölulega skammlífur en
ótrúlega dýr, er óskabarn neysl-
unnar.
22. september gengur í borgum
víða um Evrópu undir heitinu
„evrópskur dagur án bíla“.
Tilgangurinn er að einn dag á ári
gefist mönnum kostur á að upp-
lifa borg sína frá sjónarhóli sem
þeim er annars aldrei kleift og
sýna fram á nýja valkosti. Snjall-
ir kaupmenn kunna að nýta sér
aðstæðurnar og koma með ýmis
tilboð til dæmis gegn framvísun
miða úr almenningsfarartæki.
Á vegum European Youth For
Action hefur þegar ellefu ár í röð
verið haldið átak fyrir bílalausum
borgum í formi hjólaferðar í
gegnum Evrópu, pólitísk stefnu-
yfirlýsing sem einnig hefur tákn-
rænt gildi. Hver og einn getur
tekið þátt í því eins og honum
hentar í sínu daglegu lífi og þá
ekki endilega með því að vera sí-
hjólandi í rigningu og roki. Aðal-
málið er að draga úr óþarfa notk-
un blikkdósarinnar sem er
hættuleg öllu því sem lifir.
Hver gangandi maður, hvert
hjól, hver farþegi í strætó þýðir
einum bíl minna. Pláss er fyrir
fleiri og margfalt fleiri í þessum
efnum, sama hvaðan menn koma
og hvert menn eru að fara. Hvar
stendur ísland? Sömu gömlu
vindar munu blása hér um ómuna
tíð en vonin er að nýir vindar
blási með jafnmiklum krafti á
komandi tímum. Seint mun undir-
rituð gleyma hljómnum í fimmtíu
hjólabjöllum frá fimmtán löndum
sem í síðsumarsrökkri hringja
inn framtíðina - tónlist okkar
tíma.
ELSE WILLIAMSON,
Hjarðarhaga 33, Reykjavík.
Alfreð kemur til
dyranna eins og
hann er klæddur
Frá Stefaníu Sigurðardóttur:
ÞAÐ ER alveg ótrúlegt hvað Al-
freð Þorsteinsson hefur verið yf-
irlýsingaglaður, hann talar úr sal
borgarstjórnar Reykjavíkur eins
og hann sé að flytja framboðs-
ræðu til Alþingis. Gæti verið að
Alfreð Þorsteinsson sé á leiðinni í
Samfylkinguna?
Hann sendir samstarfsflokki
Framsóknarflokksins í ríkisstjórn
kaldar kveðjur og telur allt vont
koma þaðan, meðal annars ráðn-
ingar í stöður á vegum hins opin-
bera. Hann segir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi raðað sínu fólki í
allar þær valdastöður sem flokk-
urinn eigi möguleika á.
En maðurinn gleymdi að telja
upp allar þær stöður sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur veitt
flokksmönnum sínum, bæði hæf-
um og óhæfum, meðal annars
hans eigin forstjórastöðu hjá Sölu
varnarliðseigna, veitingu Finns
Ingólfssonar í stöðu bankastjóra
Seðlabanka, forstjóra íbúðalána-
sjóðs, Guðmund Bjarnason, for-
mann stjórnar Ríkisspítala, Guð-
nýju Sverrisdóttur og veitingu
Ómars Kristjánssonar í stöðu for-
stjóra Flugstöðvar Leifs^ Eiríks-
sonar og hefur Halldór Ásgríms-
son fengið áfellisdóm frá
umboðsmanni alþingis fyrir það.
Þetta eru bara nokkur dæmi um
flokkshollustuna.
Sjónvarp, útvarp og dagblöð
hafa gefið þessum yfirlýsingum
Alfreðs Þorsteinssonar mikið og
gott rými, Rás 2 var með Alfreð í
nokkurs konar „maður er nefnd-
ur“-þætti í síðdegisútvarpinu sl.
föstudag, það má geta þess hér
að Ríkisútvarpið er eitt af þeim
fyrirtækjum þar sem hann telur
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rað-
að sínum mönnum í valdastöður
til áhrifa.
Þessum yfirlýsingum Alfreðs
hafa margir framsóknarmenn
svarað í sömu fjölmiðlum og er
nokkuð ljóst að þeir eru ekki allir
sáttir við þessar yflrlýsingar og
komið hefur fram ósk frá fpr-
manni flokksins, Halldóri Ás-
grímssyni, um að Alfreð haldi sig
við borgarmálin og láti sig um
landsmálin. Eru þetta skýr skila-
boð til Alfreðs um að hann hafi
gengið of langt í yfirlýsingum ,
sínum.
Það hefur ekki farið fram hjá
þeim sem fylgjast með íslenskri
pólitík að Framsóknarflokkur-
inn þarf að berjast fyrir lífi sínu
hér í Reykjavík, þetta hafa þær
kannanir sem gerðar hafa verið
sýnt okkur. Fylgi Framsóknar-
flokksins verður ekki aukið með
samfloti við R-listann í næstu
borgarstjórnarkosningum, því
að R-listinn er ekkert annað en
Samfylkingin og við hana keppir
Framsóknarflokkurinn um kjör-
fylgið. Fari Framsóknarflokkur- .
inn og R-listinn fram saman í
næstu borgarstjórnarkosning-
um, líkist það engu meir en að
flokkurinn sái í akur óvinar
síns.
STEFANÍA SIGURÐAR-
DÓTTIR,
Vindási 2, Reykjavík.
Ensk fjölskylda
þakkar aðstoð
Frá Anne, Ben, Claire og
Sam Harding:
LESENDUR blaðsins muna ef til
vill eftir frétt um enska fjölskyldu
sem féll í Skaftafellsá 29. ágúst. Kon-
an, Anne, hafði hætt að anda og var
flutt með sjúkrabíl og þyrlu á sjúkra-
hús í Reykjavík.
Við erum þessi fjölskylda.
Anne kom aftur til Englands sex
dögum eftir slysið og er nú komin
heim til sín. Hún er á góðum bata-
vegi og varð ekki fyrir varanlegu
heilsutjóni.
Án sérfræðiþekkingar, umönnun-
ar og dásamlegrar góðvildar ótrú-
legs fjölda manna gætum við ekki
verið í þeirri giftusamlegu stöðu sem
viðerumínú.
í öllu fríinu á íslandi og einkum
eftir slysið vorum við agndofa yflr
góðvild og göfuglyndi Islendinga
sem gerðu allt sem þeir gátu til að
hjálpa okkur.
Læknisaðhlynningin og önnur að-
stoð sem við fengum var frábær.
Einnig andlegi stuðningurinn við
hvert okkar fyrir sig og okkur öll
sem fjölskyldu.
Við stöndum í þakkarskuld við
marga og ef við minnumst ekki á ein-
hvern þeirra í þessu bréfl biðjumst
við velvirðingar á því. Við nefnum
hér nokkur nöfn sem við þekkjum.
Við vonum að allir aðrir sem hlut
áttu að máli viti við hverja er átt.
í Skaftafelli:
• Starfsmennirnir og börnin á tjald-
stæðinu og landverðirnir, einkum
„Brian“, og verðir tjaldstæðisins.
• Lögreglumaðurinn á staðnum.
• Mennirnir á sjúkrabílnum og lög-
reglumennirnir frá Höfn og
Kirkjubæjarklaustri.
• Þyrlusveitin.
í Reykjavík:
• Allt starfslið gjörgæsludeildarinn-
ar.
• Óskar Einarsson læknir og starfs-
félagar hans.
• Ættingjar annarra sjúklinga á
deildinni, einkum tveggja manna
sem slösuðust í flugslysi fyrir
mánuði.
• Allt starfslið deildar B7.
• Sjúkrahúspresturinn, Gunnar
Matthíasson.
• Bára Jóhannsdóttir, hjá Arctic
Experience.
• Starfslið bílaleigunnar Terra Nova,
einkum Stefán og Guðbjartur.
• Starfsfólk Hótels Lindar.
• Starfsfólk Hótels Holts.
• Starfsfólk efnalaugarinnar við
Rauðarárstíg.
Við getum ekki fullþakkað öllu því
fólki sem hjálpaði okkur á erfiðasta
tíma í lífi okkar. Við viljum einnig
þakka íslensku þjóðinni fyrii’ að veita
svo frábæra læknis- og björgunar-
þjónustu.
ANNE, BEN, CLAIRE OG
SAM HARDING.
Ríkissj ónvarpið
Frá Sveini Þorsteinssyni:
ÉG ER hlynntur því að við íslend-
ingar rekum og eigum ríkissjónvarp
og ríkisútvai’p. En ég er ósáttur við
það að Sjónvarpið skuli ekki senda út
á tveimur rásum. Þá er ég að tala um
að senda út hefðbundna dagskrá á
annarri rásinni og síðan á hinni rás-
inni viðburði eins og Ólympíuleikana
og annað sem er að gerast í íþrótta-
heiminum hverju sinni. Einnig aðra
viðburði svo sem sinfóníutónleika,
popptónleika o.s.frv., en láta ekki
framantalda liði raska hefðbundinni
dagskrá.
Það eru sem betur fer ólíkar óskir
um dagskrána, en með svona fyrir-
komulagi myndu fleiri verða sáttir
með hana. Líka væri í lagi að bæta
við svo sem einni bíómynd um helg-
ar, t.d. á föstudögum og laugardög-
um, þannig að sjónvarpað væri til að
minnsta kosti klukkan eitt eftir mið-
nætti þessi kvöld.
Það eru ótrúlega margh’ sem
horfa mikið á sjónvai’p og á ég þar
við eldra fólk og sjúklinga og það má
ekki taka þetta kannski eina
skemmtiefni sem þetta fólk hefur, al-
gjörlega frá því, það er þannig að
mjög margir hafa takmarkaðan
áhuga á því að horfa á íþróttir. En
svo eru líka margir sem hafa gaman
af íþróttum og hugsanlega væri þá
hægt að sýna meira af því efni og
öðru sem ég áður taldi upp, á annarri
rás.
Svo er líka annað sem ég vildi
breyta og það er fyrirkomulagið á
gjaldheimtu Ríkissjónvarpsins og
Ríkisútvarpsins. Þar vildi ég að af-
notagjaldið yrði greitt með öðrum
sköttum, ákveðin upphæð á alla sem
eru skattskyldir nema ellilíf-
eyrisþega, þeir væru undanþegnir
þessum greiðslum. Með þessu fyrir-
komulagi væri jafnvel hægt að lækka
afnotagjöldin vegna betri skila og
svo legðist innheimtustofnunin nið-
ur, sem ábyggilega er rekin með
mai’gi’a milljóna kostnaði ár hvert.
Þar að auki myndi vera aflögð sú
njósnastarfsemi sem nú er í gangi
gagnvart fólki sem er með sjónvarp
en hefur ekki greitt afnotagjöld og
það fólk sem sinnir þeim störfum
fengi skemmtilegri störf í staðinn.
SVEINN ÞORSTEINSSON,
Hvanneyrarbraut 60, Siglufirði.
Cartíse
Úlpur, frakkar, dragtir o.fl.
Stærðir 36-52
Hamraborg 1 Garðarsbraut 15
sími 554 6996 Húsavík sími 464 2450
Benedikt
Jóhannesson
Glúmur Jón
Björnsson
Frjáls verslun og Fiskifélag íslands e&ia til opins fúndar á Grand hóteli
Eeykjavíkur mánudaginn 25. september kl. 15.00 - 17.00. Yfirskrift
fundarins er „heimsendir".
FJallað verður um bókina Hið sanna ástand heimsins eftir Danann
Bjpm Lomborg. Bjpm mætir á fundinn og heldur öamsögu
ásamt Tryggva Felixsyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra
Landvemdar. Fiskifélagsútgáfan gaf bókina út á dögunum.
Þrfr spyrlar verða á fúndinum, þeir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar
verslunar, Stefán Jón Hafstein, framkvæmdastjóri fjölmiðlafyriitækisins t-
íslands ehf., og Guðmundur Frímannsson, heimspekingur og deildarfoiseti
við Háskólann á Akureyri. Þá mimu Jón Bjamason, þingmaðm: Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs, Glúmur Jón Bjömsson efnafræðingur,
Ámi Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruvemdarsamtaka íslands, og Alda
Möller matvælafræðingur leggja orð í belg á fundinum.
Framkvæmdastjúrl Flskifélags íslands, Pétur Bjamason, setur fúndinn.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, sem gefur út
Frjálsa verslun, verður fúndarstjóri.
Fundurinn er öllum opinn.
Grand Hútel Reykjavík,
mánudaginn 25. september,
kl. 15.00 -17.00
Fiskifélag íslands
iMáaiK.