Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 68

Morgunblaðið - 22.09.2000, Side 68
68 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Loksins, loksins! LOKSINS sögöu ef- laust margírvið sjálfa sig þegar tónlist Bjarkar úr kvikmyndinni margumtöluðu Myrkradans- aranum kom í búð- ir i síðustu viku. Selmasongs, eins og breiðskífan kall- ast. hefur verið beöið meö viðlika eftir- væntingu og myndarinnar enda inniheldur hún sjö ný lög - eöa öllu heldur tónverk - eftir Björk en leikstjóri myndarinnar Lars von Trier og ' skáldið Sjón lögðu henni lið viö smíði söngtext- anna í flestum laganna. Mark Bell vinnur sem fyrr náió með Björk en að þessu sinni leitaði hún ennfremurtil Valgeirs Sigurðssonar en hljóðupptökur fóru að hluta til frant í hljóðveri hansGróðurhúsínu. Ekki bara nammi! ÍSLENSKI draumurinn er stútfullur af nýrri ís- lenskri tónlist með mörgum af vinsælustu poppurunum í dag. Myndin fjallar um Tóta, sem er hálfgerður brask- ari og á sér þann draum heitastan að komast í álnir á sem auöveld- astan ogjafnframt skjótastan hátt. Hestur- inn sem hann veöjar á eru ungversku sígarett- urnarOpal, sem hann reynir með sveittan skall- ann að koma inn á íslenska reykingamenn, með misjöfnum árangri. í bakgrunni braskar- ans ómar síðan safn íslenskra dægurlaga sem mörg hver eru sótt útfyrir landsteinana- lög sem löngu eru oröin sígild. Má þar nefna lögin „Can't Take My Eyes Off You" sem Sóldögg hefur snarað yfir í „Ég hef ekki augun af þér“ og Stevie Wonder-lagiö „Yester Me, Yester You“ sem orðið er að „Fyrrum ég, fyrrum þú“ í flutningi Védísar Árnadóttur. §Ip|Si§ : N. Nýliðinr Öiöldung warirm Hy I Nr. i var ;vikur; ’ i Diskur i Flytjandi i Útgefandi ; Nr. * l rTT; N; Selmasongs (Danter In The DarkjBjörk : Smekkleyso: 1. 2. i 2.! 17 : Marshall Mathers LP : Eminem : Universal : 2. 3. ; 1.i 23 i i Play |Moby jMute : 3. 4.; 5.; 18 : Oops 1 Did It Again j Britney Spears ; EMI ; 4. 5.; 6. ; 6 : Parachutes Koldploy ; emi ; 5. 6. 1 7.1 14 ; Pottþétt 20 jÝmsir ; Pottþétt ; 6. 7. \ 3.; 11 J Svona Er Sumarið 2000 í Ýmsir •SP0R ; 7. 8. i 4. i 67 Ö; Ágætis byrjun í Sigurrós iSmekkleysai 8. 9.; 57.; 2 H: Prime Direct í Dave Holland ÍECM i 9. 10.; u. i 6 ; Tourist :St. Germain i EMl : 10. »11.: 19. i 2 : islenski draumurinn : Úr kvikmynd : Kvikm. ísl. : 11. 12.: 3 : Born To Do It jCraig David j Edel ; 12.« 13.; 37.; i j Stóra bamoplatan 2 ; Ýmsir ;lsl. tónor ; 13. 14.1 14.1 4 j Can't Take Me Home i Pink ; bmg ; 14. i5.; ío.i i2 ; íslandslög S-í kirkjum lar ids í Ýmsir ÍSkífan i 15. i6.; i2.; 3 ; Sing When You Are Winn ing ; Robbie Williams ÍEMI h6. i7.; i5.; 57 i Significant Other ilimp Bizkit : Universal :17. i8.; i6.; 3 1 Ronnn : Ronan Keating lúniversal : 18. 19. i 26. i 9 J Riding With : E.CIapton+B.B.King : Warner 119. 20.i 27.i 35 j Best Of • Cesoria Evora ;bmg ;2o. 21.: 40.; i • Tarzan * Úr kvikmynd j Edel ;21.« 22.; -; i j Vertigo ; Chris Potter ; Naxos i 22. 23.; 9.; i7 j Mission Impossible 2 iÝmsir i Hollyw. Recj 23. 24.; 3i.; i6 ; Greatest Hits ; Whitney Housfon i BMG i 24. 25.; 20.; 16 ; Ultimate Collection ÍBarry White i Universal : 25. 26.; 22. r 20 :Jabdabadú : Ýmsir : Spor 126. 27.Í 39.; 3 1 Marc Anthony ! Marc Anthony 1 Sony 127. 28.i 18.: 7 : Pottþétt Diskó II jÝmsir j Pottþétt ; 28. 29.: 13.; 10 1 Lifað og leikið j KK og Magnús Eiríkss. j ísl. Tónar 129. 30.; -; i ; Verdi ■ Andrea Bocelli ; Universol j 30. k Tónlistunum etu plötvr yngti en tveggjo óro og eru í veröflokknum „fulll verö". Tónlistinn er unninn of PricewoterhouseCoopers fyrir Sombond hljómplötufromleiðondo og Morgunbloöið í somvinnu viö eftirtoldor verslonit: Bókvol Akureyri, Bónos, Hogkoup, iopis Biootorholti, Jopís Kringlonni, lopís Loogovegi. Mósrk og Myndir Austurstræri, Músík og Myndii Mjódd, Somtónlist Ktinglunni, Skífon Kringhrnni, Skífnn lotrgovegi 26. Apabróðir! NÝJASTA Walt Disney-teiknimynd- in um Tarzan apa- bróður kom hýverið út á sölu- og leigu- myndbandi og það ereins og við manninn mælt- æska landsins fer að raula fyrirmunni sérlögin í myndinni í tima og ótíma, misrétt, mishátt og misfalskt. Áður en slíkt endar nteð ósköpum taka for- eldrarnir sig því til og festa kaup á hljómskíf- unni meó tónlistinni í myndinni sern þeir meta sem svo að hljóti að vera illskárri kosturinn. Ekki skemmir síðan fyrir að Phil Collins á heið- urinn af lögunum - sem ætti í einhverjum tilfell- unt að brúa kynslóðabilið en þess má geta að gamli skallapopparinn hlaut fyrr á árinu Ósk- arsverðlaun fyrir aðallag myndarinnar „You'll Be In My Heart". Sálartjalli! CRAIG Ðavíd:ér ein skæ fa stá stj a rnan í bresku tónlistar- lífi þessa dagana. Þessi 19 ára gamli þeldökki sálar- söngvari frá South- ampton í Englandi skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrr á þessu ári þegar hann kom klúbbasmellinum „Rewind" átoppinn ásamt hljóðversgúrúunum í Artful Dodger. í kjöifar þess gaf hann út sína fyrstu sólósntá- skífu „Fill Me ln“ sent fór sömu leió - beint á toppinn -sem gerði David aó yngsta karlsöngv- aranum sem kemur lagi beint á toppinn einn síns liðs í Englandi. Síóan þá hefur hann gefió út lagið „7 Days'' sem heyrist ótt þessa dag- ana og breiöskífuna Born To Do It sem hefur ailt frá útgáfu verið að sniglast í kringum topp- sæti breska breiðskífulistans. allavega ekki að reyna að finna upp hjólið - reyna bara að höfða til þeirra sem fíla gott R’n’B. Ég hef samt ekki mikla trú á því að mörg laganna eigi eftir að heyrast í ís- lensku útvarpi. Þau er ekki alveg nógu vinsældavænt fyrir íslenska útvarpsplötusnúða. Aðalsöngvarinn Robert Lavell eða R.L. eins og hann kallar sig er bara nokkuð traustur í sínu hlut- verki, kann alla þessa helstu R’n’B takta. Bræðurnir Raphael og Terrance eru einnig á réttri braut. Ef við kíkjum á lögin á plötunni þá byrjar hún á flottu lagi „What U Want“, þetta er ekta R’n’B með smá Hip Hop „fflíng“ og án efa með betri lögum plötunnar og því líklegt til vinsælda. Annað lagið „Wifey“ er ekki síðra en það er að- alsöngvarinn R.L. sem er skrifaður fyrir því ásamt fleirum en R.L. tek- ur þátt í að semja flest lög plötunn- ar og er hann eini þeirra þriggja sem virðist geta samið eitthvað. Næstu lög eru í rólegri kantinum en alls ekkert slæm fyrir það þótt ég fíli nú frekar taktinn í tveimur fyrstu lögunum. Versta lag plöt- unnar er án efa lagið „Oh No No“ en þar njóta þeir aðstoðar Red Rat og Renee Neufville. Lagið er kryddað með reggae takti sem mér fmnst algjör hörmung og þeir Red og Renee eru að „rastast" eitthvað út í loftið og hlýtur lagið því titilinn versta lag plötunnar. Það fer ekki á milli mála að plat- an er almennt góð eign fyrir þá sem kunna að meta rólegt Hip Hop skotið R’n’B. ERLENDAR Nökkvi Svavarsson skemmtanastjóri og plötu- snúður á Skuggabar fjallar um Welcome To Nextasymeð tríóinu Next. Róleg blanda sem gengur upp ÉG HEF hlustað á R’n’B og Hip ÍIop síðan ég var 13 ára gamall og tel mig því geta dæmt um hvað er gott og hvað er ekki jafn gott í þeim efnum. Ég er núna búinn að hlusta á Welcome to Nextasy í eina og hálfa viku, bæði í bílnum, við tölvuna og í rólegheitunum heim og þykir hún bara alveg ágæt og ætli hún verði ekki bara betri með tím- anum. Next eru þrír strákar á aldrinum 23-26 ára. Tveir þeirra eru bræður, þeir Raphael Shawn Brown og Terrance Brown, og kynntust þeir Æobert Lavell Huggar í gegnum frænda sinn. Allir eru þeir frá Minneapolis í Bandaríkjunum og það er sennilega út af því sem þeir fóru út í R’n’B tónlistina. En eins og einhverjir kannski vita þá eru höfuðstöðvar Prince einmitt í Minneapolis og mætti einnig nefna til leiks hljómsveitina Time sem lék jtjfcórt hlutverk í myndinni Purple Rain. Margir helstu R’n’B tónlist- armenn dagsins í dag eru einmitt undir áhrifum þeirra tóna sem hafa komið frá Minneapolis í gegnum árin. Fyrsta plata NEXT kom út í september árið 1997 og aðeins sex mánuðum síðar komst smáskífan „Too Close“ á topp bandaríska list- ans og það var einmitt fyrsta lagið sem ég heyrði með NEXT. Ég komst yfir þetta lag í maí 1998 og hóf strax að spila það á Skugganum og virkaði það þrælvel á dansgólf- inu enda er þetta mjög gott R’n’B lag, hefur að geyma góðan takt og góða melódíu. Snúum okkur þá að nýjustu plötu NEXT - Welcome to Nextasy. Hún er nokkuð rólegri en fyrri platan, töluvert betur unnin og greinilega hefur verið lagt mikið í útsetningar og „prógrammeringar“. Allir nýj- ustu og vinsælustu hljómarnir eru notuð á réttum stöðum og kannast maður við töluvert af því sem notað er til að búa til taktana. Þeir eru Vinsældalistar Rappið ríkir LL COOL J fer beina leið á topp bandariska Billboard-breiðskífu- listans með nýju plötu sína G.O.A.T. Featuring James T. Smith. The Greatest Of All Time. Þar með tókst honum að binda enda á flmm vikna drottnun Nellys, sem fellur niður í annað sæti. í þriðja sæti er síðan Eminem Sá svalastí er mættur á svæðið. ograpp- arar því þar með íþremur efstu sætunum og virðast gjörsamlega búnir að taka völdin í bandarfsku tónlistarlífi. Á smáskifulistanum er Madonna enn á toppnum. Því má þó siá föstu að hún þurfí að víkja fyrir 98 Degrees því lag þeirra „Give Me Just One Night (Una Noche)“ stekkur hvorki meira né minna en úr 19. sæti íþað annað. Kylie Minogoue afrekaði ekki að koma nýja laginu „On A Night Like This“ á topp breska smáskífulistans eins og spáð var. Sökudólgurinn er þrautseigja danssmellsins „Lady (Hear Me Tonight)“ með Modjo sem vermir toppinn í annað sinnið, af- rek sem verður æ sjaldgæfara. Krakkabandið S Club 7 kom sér síð- an fyrir rétt á hæla Kylie með Iag- inu „Nature“. Á breiðskífulistanum stendur Robbie af sér alla sam- keppni og hefur plata hans Sing Wlien You’re Winning nú selst í einni milljón eintaka á aðeins þrem- ur vikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.