Morgunblaðið - 22.10.2000, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 B SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000
- t ..'
Star Wars-þrfleikurinn. Luke Skywalker (Mark Hamill), Princess Leia (Carrie Fisher) og Han
Solo, en það hlutverk kom fótunum undir Harrison Ford fyrir alvöru í Hollywood.
Robcrt Zemerckis (t.v.) að leikstýra Michelle Pfeiffer og Harrison Ford í nýjustu mynd
Ford, What Lies Beneath, sem nú er sýnd hér í kvikmyndahúsum.
Fordinn í
fullu fj öri
Bandaríska kvikmyndastjarnan Harrison
Ford mun fara með aðalhlutverkið í nýrrí
mynd sem Sigurjón Sighvatsson tekur þátt
í að framleiða og heitir K-19: The Widow-
maker. Arnaldur Indriðason leit af því til-
efni yfír feríl Fords í kvikmyndunum.
VTHE Widowmaker verður tekin upp
að hluta hér á landi næsta sumar og
fjallar um slys sem varð í jómfrúar-
ferð sovésks kjarnorkukafbáts með
langdrægar kjamorkuflaugar árið
1961. Fer Ford með hlutverk skip-
stjórans um borð en leikstjóri er
Kathryn Bigelow, einn fremsti has-
arleikstjórinn í Hollywood úr röðum
kvenna.
Harrison hefur frá því um miðbik
áttunda áratugarins verið ein mest
áberandi og vin-
sæiasta kvik-
myndastjarna
draumaverk-
smiðjunnar
vestra og á að
{-.baki fjölda mynda
af öllum stærðum
og gerðum.
Þekktastur er
hann auðvitað
fyrir samstarf sitt
við gulldrengina
tvo í Hollywood,
George Lucas og
Steven Spielberg.
Hann lék Han
Solo í Stjömu-
stríðsbálknum
hinum íyrri og
var fornleifafræð-
ingurinn Indiana
Jones í þremur ævintýramyndum en
þar fyrir utan hefur hann leikið í
sakamálamyndum, hasarmyndum,
fjölskyldudrama og gamanmyndum.
Nýjasta mynd hans er spennuhroll-
urinn „What Lies Beneath" eftir
Robert Zemeckis, sem nú er sýnd í
fjórum kvikmyndahúsum hér á
landi.
Ný kafbátamynd
Tökur eiga að hefjast á The Wid-
owmaker í febrúarmánuði á næsta
ári og verður myndin tekin upp í
Rússlandi, á íslandi og Svalbarða en
öll inniatriði eru tekin upp í Mont-
real í Kanada. Kvikmyndahópurinn
Ipiun koma til íslands í eina eða tvær
vikur næsta vor en stefnt er að því
að myndin, sem kosta mun sjö til
átta milljarða ísl. króna, verði tilbúin
til sýninga vorið 2002.
Samkvæmt lýsingu á innihaldi
hennar er um kafbátamynd að ræða
en þær hafa verið nokkuð áberandi
og notið vinsælda, nú síðast „U-571“.
'Víún fylgir í kjölfar „Crimson Tide“
og „Leitarinnar að Rauðum októ-
ber“. Leikstjóri The Widowmaker,
Bigelow, er fædd árið 1951 og á að
baki prýðilegar hasarmyndir eins og
„Blue Steel“ frá 1989 og „Strange
Days“, sem hún gerði fyrir nokkrum
árum. Hún er ein fárra kvenna sem
fást við leikstjóm spennu- og hasar-
mynda í Hollywood en hún var eitt
sinn gift „konungi heimsins", James
Cameron (Tortímandinn, Titanic).
Það nýjasta af Harrison Ford er
það annars að frétta
að hann hætti á
dögunum við að
leika í nýrri mynd
Stevens Soder-
bergh, „Traffic",
vegna þess, að því
er sagt var, að hon-
um þótti persónan
sem hann átti að
leika “of grimm“.
Hann ber það til
baka í nýlegu viðtali
í breska kvik-
myndatímaritinu
Empire, sem fjallar
um leikarann í for-
síðugrein. „Það
snerist ekki um
neitt slíkt," segir
hann. „Þetta snýst
ekki um að reyna að
gera persónuna sem þú leikur já-
kvæðari í augum áhorfenda. Leikur
snýst ekki um það að búa til helgi-
myndir. Það að leika er að segja
sögu, taka þátt í að móta hana og
gefa henni merkingu og hrynjandi.“
Ástæðan fyrir því að hann hætti við
Traffic var einfaldlega sú að hann lék
nýlega í „Random Hearts" og honum
þóttu hlutverkin of keimlík. Eða eins
og hann segir sjálfur: „Áhorfendur
eiga það skilið að skemmta sér betur
með mér, við og við.“
Stjarna eftir Stjörnustríð
Það hafa þeir líka gert svo sannar-
lega, við og við. Ford er 58 ára gam-
all, fæddur í Chicago árið 1942, og
lék á tímabili í fjórum af tíu aðsókn-
armestu bíómyndum allra tíma,
Stjörnustríðsmyndunum þremur og
„Raiders of the Lost Ark“. Byrjun
leikferils hans var þymum stráð, svo
sem raunin er hjá mörgum ungum
leikurum, og á tímabili gafst Ford
upp á því að eltast við leiklistina og
gerðist smiður.
Kathryn Bigelow, ein af ör-
fáum konum sem lagt hafa
fyrir sig hasarmyndagerð.
„Witness" eftir
Peter Weir,
„Frantic" eftir
Roman Polanski,
„Presumed Inn-
ocent“ eftir Alan J.
Pakula, og hasar-
myndirnar um
Jack Ryan gerðar
eftir sögum Toms
Clancy, „Patriot
Games“ og „Clear
and Present Dang-
er“ auk þess sem
What Lies Be-
neath er glettilega
góð, en hann er
þar eiginlega í
aukahlutverki.
Indiana á ný
Harrison Ford í frægasta hlutverki
Hann hætti í háskóla um tvítugt
og fór til Hollywood þar sem hann
náði að komast á samning hjá Col-
umbia-kvikmyndaverinu um miðbik
sjöunda áratugarins. Hann fór með
lítil og ómerkileg hlutverk framan
af, fyrst í „Dead Heat on a Merry-
Go-Round“ árið 1966 og þótti tilval-
inn í vestra, sem þá voru enn við lýði,
hann fór með gestahlutverk í vestra-
þáttum eins og „Gunsmoke“ og „The
Virginian". Ford hafði því sem næst
gefist upp á leiklistinni um 1970 og
tók að vinna fyrir sér sem trésmiður.
Hann virtist njóta sín vel í hinu nýja
starfl þegar ungur og óþekktur leik-
stjóri að nafni George Lucas hafði
samband við hann og spurði hvort
hann vildi fara með hlutverk í mynd
sem hann hafði í smíðum og hét
„American Graffiti".
Myndin sú naut gríðarlegra vin-
sælda og annar af ungum og upp-
rennandi leikstjórum á þessum
tíma, Francis Ford Coppola, setti
Ford í aukahlutverk í „The Convers-
ation“ ári seinna. Myndirnar vöktu
sínu sem forleifafræðingurinn og ævintýramaðurinn
Indiana Jones.
athygli á hinum unga leikara en
hlutverkunum fjölgaði ekki og enn
tók Ford til við smíðarnar. Hann
sagaði og negldi fram til ársins 1977
þegar hann fékk aðra upphringingu
frá Lucas sem í þetta sinn bað hann
um að leika fyrir sig flugkappa í lít-
illi B-mynd er hann hafði í smíðum,
gerðist í stjörnukerfi, langt, langt í
burtu og hann kallaði „Stjörnu-
stríð“.
Ford er eini leikarinn í mynda-
bálknum sem varð stórstjarna enda
átti hann vel heima í hlutverki ævin-
týrahetjunnar Han Solo. Að vísu lék
hann í nokkrum hörmulegum mynd-
um strax eftir Stjömustríð, „Force
10 from Navarone" var ein, „Hanov-
er Street“ önnur, að ekki sé minnst á
„More American Graffiti", en þegar
þeir Steven Spielberg og George
Lucas ákváðu að ráða Ford í hlut-
verk Indiana Jones í Raiders of the
Lost Ark voru örlög hans ráðin.
Bestu myndir hans síðan eru
„Blade Runner", sem hann var
reyndar sjálfur ekki ánægður með,
Nokkuð hefur
verið talað um
fjórðu myndina um
Indiana Jones og
hvenær hennar sé
að vænta og segir
Ford í Empire að
hann sé reiðu-
búinn að takast á
við fornleifafræð-
inginn eina ferðina
enn. „Við erum að
bíða eftir handriti
sem kveikir áhuga
okkar,“ segir
hann, „og við erum
að bíða eftir friði
til að vinna saman,
við Spielberg. Ég
hef mikinn áhuga á
að leika Indiana
Jones aftur og
Spielberg er
áhugasamur um að
gera fjórðu mynd-
ina. Meira að segja
George Lucas er
spenntur fyrir
henni. M. Night
Shyamalan (Sjötta
skilningarvitið) vill
skrifa handritið og
ég vona bara að
samningar náist
og við getum gert
hana á næstu
tveimur árum.“
Ford segist ekki
vera orðinn of
gamall til þess að
leika fornleifafræðinginn. „Það er
ekkert sem segir að Indiana Jones
geti ekki verið á mínum aldri.“
Aðspurður segist hann ekki hafa
verið hrifinn af Blade Runner vegna
þess að hann lék spæjara sem aldrei
spæjaði neitt: „Ég opna fjórar skúff-
ur og kíki ofan í þær.“ Hann segir
myndina fyrst og fremst æfingu í
leikmyndahönnun og að hún hafi
ekki snert við sér.
Þegar hann er spurður um nýj-
ustu mynd vinar síns, Georges
Lucas, „Stjörnustríð: Fyrsti kafli,
Ógnvaldurinn", gerist Harrison
Ford diplómatískur mjög. „Hún er
mjög ólík þeim myndum sem við
gerðum, en þær byggðust á sam-
bandinu milli þriggja eða fjögurra
persóna. Ég lít á hana fyrst og
fremst sem grunninn að því sem
koma skal og George er að framleiða
núna.“
Segja má að The Widowmaker sé
forvitnileg viðbót í safn mynda
Fords sem stendur nú á hátindi fer-
ils síns.