Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 4
í SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/10-4/11 ► Kjarasamningar um 25 þúsund iaunþega í BSRB og BHM runnu út á þriðjudaginn. Félag fram- haldsskólakennara hefur boðað verkfall nk. þriðju- dag, 7. nóvember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. ► Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, sagði á há- degisfundi Sagnfræðinga- félagsins að nýju upplýsingalögin hefðu orðið til þess að stjórn- málamenn skrásetji minna en áður. Samtöl þeirra hafi meira gildi fyrir niðurstöður þeirra en gögn. ► Guðni Agústsson, land- búnaðarráðherra, ákvað í vikunni að heimila tak- markaða tilraun með inn- flutning á fósturvisum úr NRF-kúastofninum norska. Jafnframt mun fara fram rannsókn á ævi- lengd og afurðarsemi ís- lenskra kúa. ► Seðlabankinn hækkaði í vikunni stýrivexti bank- ans um 0,8%. Birgir Isleif- ur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir þetta tilkomið m.a. vegna þess að ekki hafi dregið úr út- lánum í bankakerfinu. ► Sökum skekkju í upp- drætti stendur hús Nýherja við Borgartún 60 sentrimetrum út af af- mörkuðum byggingarreit. ► Samstarfshópur bfl- stjóra mótmælti verð- hækkunum á eldsneyti með því að teQa umferð og loka aðkomu að birgð- astöð olíufélaganna í Ör- firisey á miðvikudag. Kísilgúrvinnsla úr hluta Syðri-Flóa Mývatns Siv Friðleifsdóttir, umhveríisráðherra, staðfesti á miðvikudaginn úrskurð skipulagsstjóra um heimild til efnis- töku kísilgúrs á námusvæði 2 í Syðri- Flóa Mývatns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að vinnsludýpt verði tak- mörkuð við 6,5 metra. Um leið var felld- ur úr gildi úrskurður skipulagsstjóra um kísílgúrvinnslu á námasvæði 2. I úrskurði umhverfisráðuneytisins segir að ekki hafi verið sýnt fram á að kísil- gúrnám í Mývatni raski lífrfld vatnsins. Gísli Már Gíslason stjómarformaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði úrskurð umhverfisráð- hen-a fyrst og fremst pólitískan og í hrópandi mótsögn við rannsóknir og álitsgerðir sem settar hafa verið fram um áhrif kísilgúrvinnslu á Mývatn. Mikillflöldiá biðlista eftír húsnæði í Reykjavík Umsóknir frá 506 einstaklingum bíða nú afgreiðslu hjá félagslega íbúðakerf- inu í Reykjavík. Lára Bjömsdóttir, fé- lagsmálastjóri í Reykjavík, segir að breytingar á húsnæðiskerfinu samhliða hækkun á fasteignaverði séu megin- skýringamar á versnandi ástandi. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjóm lögðu fram tillögu á borgar- stjórnarfundi á fimmtudag um að borgin falli frá forkaupsrétti sínum á ölfum félagslegum eignaríbúðum í Reykjavík sem ekki lúta ákvæðum um kaupskyldu. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri sagðist vera efnis- Iega sammála tillögunni en lagði til að umræðu yrði frestað m.a. til þess að hægt yrði að ræða málið við félags- málaráðherra. Borgarstjóri sagði að nú biðu um 300 fjölskyldur, sem nánast væm á götunni, eftir íbúð. Rfld og borg yrðu að taka á þessu máli í sameiningu. Rugova sigraði í Kosovo FYRSTU frjálsu sveitarstjómarkosn- ingamar í sögu Kosovo-héraðs fóm íram um helgina og hlaut Lýðræðislegi demókrataflokkurinn, LDK, undir for- ystu Ibrahims Rugova, meira en helm- ing atkvæða. Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, ÖSE, sá um fram- kvæmd kosninganna og sagði talsmaður samtakanna að hvorki hefði komið til ofbeldis né kosningasvika og þar með hefðu tvö aðalatriði verið upp- fyllt. Flokkur Hashims Thacis, PDK, fékk um fjórðung atkvæða en Thaci sakaði liðsmenn LDK um að hafa stundað víðtæk kosningasvik. Thaci sagðist samt myndu virða úrslitin. Kjörsókn var um 80% en á kjörskrá vom um 900 þúsund manns, nær ein- göngu Albanar. Þótt aðeins væri kosið til sveitarstjóma var aðaláhugamál flestra kjósenda og frambjóðenda sjálf- stæði héraðsins. Nýr forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, hefur sagt að Kos- ovo skuli áfram vera hluti Júgóslavíu. Mannfall á sjálfs- stjórnarsvæðunum BLÓÐUG átök geisuðu milli ísraela og Palestínumanna á sjálfsstjómarsvæð- unum í vikunni og bílsprengja varð tveim ísraelum að bana í Jerúsalem á fimmtudag. Sprengjutilræðið olli því að ekkert varð úr vopnahléi sem Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna og Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráð- herra Israels, höfðu samið um að tæki gildi aðfaranótt fimmtudags. Palest- ínsku samtökin Jihad gáfú út yfirlýs- ingu í Líbanon og sögðust hafa staðið á bak við tilræðið. Á miðvikudag skutu ísraelar flug- skeytum að húsakynnum öryggissveita palestínsku heimastjómarinnar á Vest- urbakkanum en áður hafði komið til átaka sem kostuðu sex Palestínumenn ogsexísraelalífið. ► VLADÍMÍR Kramník frá Rússlandi sigraði á fimmtudag landa sinn Gam' Kasparov, í einvígi þeirra um heimsmeistara- titilinn f skák i London. 15. skákin af 16 alls endaði með jafntefli og var titill- inn þá í höfn hjá Kramník. ►SKOÐANAKANNANIR í Bandarfkjunum sýndu lft- inn mun á fylgi repúblik- anans George W. Bush og dcmókratans AI Gore, nokkrum dögum fyrir kjördag. Stuðningsmenn Gore reyndu ákaft að fá frambjóðanda græningja, Ralph Nader, til að draga sig í hlé í ríkjum þar sem talið er að Gore hefði möguleika á sigri ef liðs- menn Naders yrðu að kjósa á milli Gore og Bush. ► ANFINN Kallsberg, lög- maður Færeyja, sagði á þriðjudag að tekin yrði upp ný stefha í sjálfstæðis- málunum og yrðu fram- vegis gildandi heima- stjórnarlög höfð til grundvallar. Vill Kallsberg að lögin verði smám saman felld úr gildi og Danir dragi smám saman úr fjárstuðningi sfnum. Þjóð- aratkvæði verður um sjálf- stæðisáformin f aprfl á næsta ári. ► BOEING-breiðþotaí eigu Singapore Airlines fórst f flugtaki á Tafvan á þriðjudag og með henni 79 manns. Er talið að flug- stjórinn hafi notað ranga flugbraut en fyrst var talið að slæmt veður hefði vald- ið siysinu. FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg Kirkja böðuð ljósum SÓLRÍKUM sumardegi hefur verið varpað á veggi Hallgrímskirkju á ljósahátíðinni. Það er verk finnsku listakonunnar Kaisu Salmi, sem eru ljósmyndir af skýj- um yfir í Norður-Finnlandi og litríkar myndir, sem hún hefur sjálf málað. Myndunum verður varpað upp á veggi Hallgrímskirkju kl. 21 og á miðnætti í kvöld og annað kvöld.Kirkjan verður til skiptis böðuð finnskum skýjum og myndum Kaisu. Olía á fragtskip allt að 80% lægri í Rotterdam KAUPI útgerðir fiskiskipa eða flutn- ingaskipa olíuna á Rotterdam-mark- aði fæst hún á allt að 80% lægra verði en hjá olíufélögunum hér á landi. Mestur er verðmunurinn í svartol- íunni en mun minni í skipaolíunni, eða flotaolíu eins og félögin nefna hana. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni snerta verðhækkanir ís- lensku olíufélaganna skipafélögin hér á landi ekki jafn mikið og aðra kaup- endur eldsneytis á innanlandsmark- aði, þar sem félögin kaupa mestalla olíu á flutningaskipin á Rotterdam- markaði. Verðmunurinn er misjafn eftir því hvaða olíutegund er um að ræða. Sumar tegundir sem skipafélögin kaupa á Rotterdam-markaði fást ekki hér á landi, einkum þykkri olíur. Oh'a sambærileg við skipaohuna, sem seld er hér á landi, fékkst á um 28 krónur lítrinn á Rotterdam-markaði 31. október sl., sem er um 2 krónum minna en skipaolían fæst á hér, að frátöldum virðisaukaskatti. Verð- munurinn er um 7%, Rotterdam- markaði í hag. Svartolía, sambærileg þeirri sem seld er hér á landi, fékkst á um 13.800 krónur tonnið á Rotterdam-markaði í lok október. Með hækkuninni hjá ol- íufélögunum hér heima um mánaða- mótin fór tonnið af svartolíunni í um 30 þúsund krónur, með virðisauka- skatti, en þar sem útgerðir skipa fá skattinn endurgreiddan er verðið á hvert tonn hér um 25 þúsund krónur. Verðmunurinn á þessum tegundum svartohu er um 80%. Að sögn Kristjáns Ólafssonar hjá Samskipum taka flutningaskip fé- lagsins olíu á Rotterdam-markaði í annarri eða þriðju hverri ferð þannig að áfylhngin dugar til íslands og til Evrópu aftur - og vel það. Á hinn bóginn kaupir Samskip oftast skipa- olíu hér á landi fyrir sldp sem sigla til Bandaríkjanna, þar sem ohuverð vestanhafs er mun hæn-a en á Rott- erdam-markaði. Félög í innanlandsflugi Frekari hækkun ekki útilokuð FARGJALDAHÆKKANIR í inn- anlandsflugi hafa verið nokkrar vegna hækkandi eldsneytisverðs og gengisfalls krónunnar. í ljósi síðustu breytinga á verði eldsneytis og geng- is voru talsmenn flugfélaganna innt- ir eftir því hvort enn frekari hækk- ana væri að vænta. Talsmenn íslandsflugs og Flugfé- lags íslands segja að ekki séu ráð- gerðar hækkanir á flugfargjöldum alveg á næstunni þó líklegt verði að teljast að aðgerða sé þörf að öllu óbreyttu. Þeir segja verið að skoða stöðuna og að ætlunin sé að meta þörfina á frekari hækkunum þegar línur taka að skýrast í gengisþróun og þróun verðlags á eldsneyti. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir frekari fargjaldahækkanir ekki ráð- gerðar á næstunni. Þó segir hann lík- ELDUR kom upp í vinnuskúr í Kópavogi í fyrrinótt en slökkvihð fékk tilkynningu um eldinn um kl. hálfþrjú í nótt. Skúrinn, sem stendur á byggingasvæði í Salahverfi, var al- elda þegar slökkvihð kom á staðinn. legt að um hækkanir geti orðið að ræða verði áframhald á gengis- og bensínhækkunum en ekki hafi verið tekin um það ákvörðun enn. „Þetta virðist vera merkilega samhliða," segir Ómar, „hækki olía styrkist dollar að sama skapi. Við ætlum að- eins að bíða og sjá hver þróunin verður og taka svo í framhaldinu ákvörðun um næstu skref.“ Hjá Flugfélagi íslands fengust þau svör að ekki væri búið að taka ákvörðun um hækkanir að svo stöddu en ljóst að bregðast yrði með einhveijum hætti við hækkunum á gengi dollars og á eldsneytisverði. Ami Gunnarsson, sölu- og markað- sstjóri, segir að enn sé vonast til að starfsumhverfið muni lagast en þó sé „ekki ólíklegt að við þurfum að fara að huga að hækkunum ef heldur áfram sem horfir.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn en að sögn lögreglunnar í Kópavogi er talið víst að kveikt hafi verið í skúrnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Kópa- vogi. Morgunbiaðið Atvinnu- auglýsing- ar á Netinu ATVINNUAUGLÝSINGAR sem birtast í Morgunblaðinu verða frá og með deginum í dag, sunnudag, einnig birtar á Net- inu. Er með þessu verið að auka þjónustu við viðskiptavini og lesendin- Morgunblaðsins, að sögn Önnu Elínborgar Gunn- arsdóttur, rekstrarstjóra aug- lýsingadeildar Morgunblaðsins. Hægt er að nálgast auglýs- ingamar á Netinu með því að smella á hnapp hægra megin á forsíðu fréttavefjar Morgun- blaðsins, mbl.is, sem á stendur: Vinnuvefur mbl.is. Á vinnuvefnum er hægt að leita að starfi eftir starfsheiti, nafni fyrirtækis og vinnusvæði. Einnig er hægt að láta senda til sín atvinnuauglýsingar í tölvu- pósti sem uppfylla þarfir við- komandi. Óski notandi til dæm- is eftir sölustarfi getur hann látið senda til sín allar þær at- vinnuauglýsingar sem óska eft- ir slíkum starfskröftum. Að sögn Önnu Ehnborgar verður hver atvinnuauglýsing tíu daga á Netinu nema óskað sé eftir því að hún verði þar lengur. Vinnuskúr brann í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.