Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 6

Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 6
6 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yaxandi dvissa í banda- rísku efnahagslífi eftir Jeffrey Sachs ©Project Syndicate ÓVISSUTÍMABIL er I uppsiglingu í bandarísku efnahagslífi. Aðstæðurn- ar sem orsökuðu hið langa hagvaxt- arskeið eru að breytast. Það væri fífldirfska að reyna að spá um þróun almenningsálitsins, en traust rök- færsla getur engu að síður hjálpað okkur að sjá fyrir þær efahagsbreyt- ingar sem í vændum eru. Uppgangurinn í Bandaríkjunum hefur að hluta byggst á raunveruleg- um þáttum og að hluta á óskhyggju. Raunveruleikinn er sá að tækniþró- un, ásamt sveigjanleika og krafti á vinnu- og fjármagnsmarkaði, leiddi til mikillar framleiðniaukningar og útbreiðslu nýrrar tækniþekkingar. Lífskjör 1 Bandaríkjunum hafa batn- að með vexti þjónustugreina, til- komu nýrrar tækni í læknisfræði og auknu aðgengi að upplýsingum svo nokkuð sé nefnt. Óskhyggja umbreytti svo efna- hagsbata í draumsýnir um skjót- fenginn gróða. Hið nýja hagkerfi - sem er raunverulegt - varð að hinu „ósigrandi" hagkerfi, þar sem áhætta er hverfandi, hlutabréf hækka stöðugt í verði, efnahags- ástand á heimsvísu er ávallt hag- stætt og afgangur er á fjárlögum ár eftir ár. Þessi bjartsýni kom fram á tvo vegu. Annars vegar hljóp mikill vöxtur í bandaríska hlutabréfamark- aðinn, sem færði eigendum bréfa 688 milljarða ísl. kr. aukningu á hreinni eign á pappírnum á fimm ára tíma- bili. Hins vegar jókst eyðsla banda- rískra neytenda í kjölfarið á aukinni eign þeirra á pappírnum. Það varð til þess að draga úr spamaði, enda taldi almenningur að væntanlegur gróði af hlutabréfunum myndi gegna hlut- verki öryggisnets. Mikil fjárfesting í hátæknifyrir- tækjum ásamt aukinni einkaneyslu varð kveikjan að eyðslusprengingu. Fyrir hvem dollara í tekjur eyða neytendur, fyrirtæki og stjórnvöld nú 1,04 dolluram. Þessi fjögur cent sem af ganga em fjármögnuð með erlendum lántökum. Útlendingar hafa haft mikinn áhuga á að kaupa bandarísk hlutabréf og skuldabréf, á meðan bandarísk fyrirtæki og heim- ili hafa varið fjármagninu í fjárfest- ingar og neyslu. Þetta er svo sem í góðu lagi ef hin- ar hagstæðu aðstæður haldast óbreyttar. En því miður em ýmis Andvaraleysi hefur verið ríkjandi í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og nú er svartsýni tekið að gæta. teikn á lofti um að breytingar séu £ vændum í efnahagslífinu. Efasemdir hafa skyndilega vaknað og þær gætu smám saman orðið til þess að snúa uppgangi í samdrátt eða jafnvel lægð. I fyrsta lagi er ástæða til að hafa áhyggjur af hlutabréfamarkaðnum. Ofurbjartsýnir fjárfestar létu eins og hagnaður þeirra ætti eftir að halda áfram að aukast og aukast. Það hefur hins vegar ekki gengið eft- ir að undanförnu. Þegar spár vom gefnar út um minnkandi arðsemi hægðist um á hlutabréfamarkað- num. Hinn skjótfengni gróði er nú ekki lengur eins auðfenginn. Það er reyndar ekki farið að gæta neinnar örvæntingar, en ekki er hægt að úti- loka frekari samdrátt. í öðra lagi er ástæða til að hafa áhyggjur af efnahagsástandinu á heimsvísu. Hækkandi olíuverð mun leiða til þess að arður fyrirtækja lækkar og kaupmáttur heimilanna minnkar. Hugsanlegt er að vextir verði hækkaðir í Bandaríkjunum til að draga úr verðbólguáhrifum af hækkandi olíuverði. Ölgan í Mið- Austurlöndum er ekki til að bæta horfurnar. I þriðja lagi er ástæða til að hafa áhyggjur af hagstjórninni í Banda- ríkjunum. Þótt enginn geti spáð um úrslit forsetakosninganna er ljóst að ný stjóm tekur við í janúar og hún er óskrifað blað. Tillögur George W. Bush um verulegar skattalækkanir em áhættusamar - þær standa og falla með því að talsverður afgangur verði af fjárlögum um ókomin ár, sem er alls ótryggt, og að þær leiði ekki til skyndilegrar vaxtahækkun- ar. Stjóm undir forystu Gores tryggði framhald á núverandi stefnu, en nýrri stjórn fylgja þó alltaf óvissa og uggur, auk þess sem sumar út- gjaldatillögur Gores vekja spuming- ar um þróun ríkisfjármála. Hinn merkilegi hagfræðingur John Maynard Keynes taldi að til- finning manna fyrir markaðnum lifði svo að segja sjálfstæðu lífi; að breyt- ingar á þessari tilfinningu gætu vald- ið umtalsverðum sveiflum í efna- hagslífinu. Bjartsýni verður að andvaraleysi, sem leiðir til svartsýni og loks örvæntingar. Andvaraleysi hefur verið ríkjandi í Bandaríkjun- um um nokkurt skeið og nú er svartsýni tekið að gæta. Það er alls ekki víst að hún leiði til örvæntingar, en ekki er hægt að útiloka það. Hvað gerist ef fleiri áföll grafa undan því hugarfari sem gat af sér uppgan- ginn? Gemm ráð fyrir því að olíuverð haldist hátt, arðsemisspár haldi áfram að Iækka og að hin nýja ríkis- stjórn komi markaðnum í uppnám. Verð hlutabréfa mun þá lækka, vext- ir munu hækka og gert verður ráð fyrir minni afgangi af fjárlögum. Milljarðar dollara af pappírseignum heimila, fyrirtækja og stjómvalda munu gufa upp. Þá mun draga úr einkaneyslu og fjárfestingum í Bandaríkjunum, en það yrði til þess að gengi dollarans lækkaði gagnvart evmnni og öðram gjaldmiðlum. Hitna myndi í kolunum í bandarísk- um stjórnmálum og hatrammar deil- ur myndu spinnast um forgangsröð- un. Það myndi síðan auka enn á hina efnahagslegu óvissu. Það færi eftir hraða og dýpt slfkr- ar sveiflu hvort bandarískt efna- hagslíf hægði einungis á sér (hin svokallaða „mjúka lending") eða yrði fyrir verulegum samdrætti (hin svokallaða „harða lending", sem menn óttast í auknum mæli). Minnk- andi bjartsýni hefur yfirleitt vaxta- lækkun í för með sér, sem hjálpar til við að viðhalda fjárfestingum og einkaneyslu. En hver veit hvað ger- ist nú? Bandaríski seðlabankinn mun hugsanlega halda vöxtum háum til að berjast gegn verðbólguáhrifum af háu olíuverði eða vegna aukinnar óv- issu um afgang af fjárlögum á kom- andi áram, ellegar vegna hættu á vemlegum skattalækkunum. Það myndi reynast erfitt íyrir önnur ríki að bregðast við. í mörgum löndum myndi útflutningur til Bandaríkjanna minnka og hagvöxtur myndi þar velta á því að nýir mark- aðir opnuðust (til dæmis í Evrópu eða Japan ef ástandið glæðist þai'), eða á því að neysla og fjárfestingar ykjust innan hagkerfisins. Ef fjár- festar draga eignir sínar frá Banda- ríkjunum og fjárfesta á öðmm mörk- uðum, munu þau hagkerfi njóta uppgangs. Þannig mun heimshag- kerfið án efa jafna sig en jafnframt er ljóst að erfitt yrði að koma slíkum breytingum í kring, ekki síst vegna þess að mörg ríki era enn í viðjum kreppuástands. Eg er ekki svartsýnn, hvað þá heimsendaspámaður. Það er afar erfitt að spá um þróun heimshag- kerfisins. Efnahagslífið í Bandaríkj- unum gæti haldið áfram að vaxa en meiri líkur era á að blandan af ; bjartsýni og framleiðniaukningu, f sem leiddi til uppgangsins, verði kraftminni á komandi ári. Jcffrey D. SacJis er Galen L. Stone- prófessor í hagfræði og yfirmaður Alþjóðaþróunarmiðstöðvarinnar við Harvard-háskóla. Vanmetin evra? Reuters Wim Duisenberg, bankastjóri Evrópska seðlabankans, ECB, stillir sér upp við „evru-listaverk“ fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt. eftir Rudi Dornbusch © The Project Syndicate CAMBRIDGE: Verðbólga hefur aukist vegna hækkandi olíuverðs og hækkunar á Bandaríkjadal sem hef- ur orðið þess valdandi að Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur hækkað vexti um enn eitt stig. Ekki verður við það látið sitja. Vöxtur er frábær; verðbólga er hræðileg; seðlabanki kemst ekki hjá því að velja þar á milli: Hann verður að koma aftur á stöðugleika jafnvel þótt það þýði að fórna verði vexti. Og það mun ger- ast, nema því aðeins að snögg hækkun evrunnar bjargi málunum. En.er raunhæft að búast við bata gjaldmiðils sem hefur verið umset- inn síðan hann varð til? Þegar evran var kynnt til sög- unnar náði hún eftirtektarverðum hátindi, í líkingu við hátæknifyrir- tæki sem sett er á markað. En „út- boðsgengi" evrannar féll fljótt skelfilega. AUt frá því að evran var tekin upp hefur hún fallið lengra frá toppnum en verðbréf í hátæknifyr- irtækjum á Nasdaq-markaðnum á útsölutímanum fyrr á þessu ári gerðu. Eins og hvað varðar fyrir- tækin sem náð hafa hæstu hæðum á Nasdaq, þá hafa menn miklar efa- semdir um evruna, t.d.: Hvert er raungildi hennar? Er raungildi evr- unnar rangfært gagnvart öðrum gjaldmiðlum (einkanlega Banda- ríkjadal) og hve lengi verður það svo? Venjulega er gert ráð fyrir því (þótt enginn þori að veðja á það) að ennþá sé mikil hætta á verðfalli á Nasdaq á meðan evran hlýtur, fyrr eða síðar, að ná aftur jafnvægi, hvað sem það þýðir. Gæti hið gagnstæða gerst? í nýlegri rannsókn á vegum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hef- ur verið settur fram jafnvægisstuð- ull £ gjaldeyrisviðskiptum sem byggður er á likönum um langt£ma- þætti í mati á gjaldmiðlum. Jafn- vægisstuðlarnir eru birtir í með- fylgjandi töflu og ennfremur núverandi raungengi. Samkvæmt þessum fræðilegu stuðlum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er evran gróflega vanmetin: 30% of lágt gagnvart dollaranum, 18% gagnvart jeninu! Til þess að geta dæmt um hvort þessir fræðilegu útreikningar viti á róttækt endurmat á evrunni er rétt að athuga hvað liggur þeim að baki. í fyrsta lagi eru þessir jafnvægis- stuðlar byggðir á fræðilegu líkani þar sem langtima-viðskiptajöfnuður stefnir að núlli. Miðað við þessar að- stæður hlýtur hvert það land sem býr við langvarandi neikvæðan við- skiptajöfnuð að gera ráð fyrir harðri lendingu og leiðréttingu á verðgildi gjaldmiðils síns. Ekkert land getur tekið lán endalaust, eða að minnsta kosti með mjög háum vöxtum. En eiga þessar reglur við um stór lönd sem búa við efnahags- legan stöðugleika? Kanada hefur búið við viðskiptahalla siðustu 50 árin, að þremur árum undanskild- um; Bandaríkin sömuleiðis sfðustu 30 árin. Svo fremi að efnahagur lántöku- lands sé stöðugur og álitlegur mun markaðurinn ekki krefjast meiri háttar gagngerra breytinga sökum viðskiptahalla. Þetta er saga Amer- iku: Þrátt fyrir langvarandi við- skiptahalla eru fjárfestingar mikl- ar, fjármagnaðar af ákafa af öllum heiminum; opinber fjármálastjórn er framúrskarandi og verðbólga óveruleg; nýir möguleikar i fjár- málaheiminum era ótakmarkaðir og fjármálamarkaðir sýna að jafnvel þótt fyrir hendi sé „bandarísk loft- bóla“, þá er ekki liklegt að hún springi með eins miklum hvelli og i Japan fyrir um áratug. í slíku um- hverfi eru líkön langtíma-jafnvæg- isstuðla algerlega gagnslaus sem leiðarvísir til skammtíma - eða jafn- vel meðaltíma - þróunar gjaldeyris- viðskipta. Önnur takmörkun á langtímalík- önum er eftirfarandi: Þau eru gerð út frá sögulegum forsendum og taka því ekkert tillit til áhrifamikilla breytinga á framboði eða efnahags- legu umhverfi. Japan er t.a.m. í greipum vaxtarkreppu og opinbers efnahagshruns - sem er ekki venju- legur fylgifiskur verðmæts gjald- miðils. Á svæði dollarans/evrannar hefur skeið mikillar framleiðslu- aukningar hafist í Bandaríkjunum, sem á sér enga hliðstæðu; hvað sem viðskiptajöfnuði líður er uppsveifla í bandarískri framleiðslu (ásamt efnahagslegum stöðugleika) ríkj- andi einkenni. Gagnstætt þessu verður áframhaldandi afleit fram- leiðni í Evrópu og viðvarandi erfið- leikar sem gegnumsýra japanskt efnahagslíf, vegna þess að gengi gjaldmiðla miða alltaf við mismun- andi afköst. Þriðja ástæðan er til fyrir því að mat á langtímajafnvægi í viðskipt- um hefur lítið spádómsgildi. Vilja Japan og Evrópa raunverulega að Bandaríkin nái greiðslujöfnuði við útlönd? Evrópa og Japan, reyndar Evrópa og Japan, reyndar allur hinn vaxandi efnahags- heimur, lifa á viðskiptahalla Bandaríkjanna. allur hinn vaxandi efnahagsheimur, lifa á viðskiptahalla Bandaríkjanna. Hann viðheldur hagvexti í heimin- um! Væri áframhaldandi fjármögn- un þessa halla af einkageiranum í hættu, myndu Evrópski seðlabank- inn og Japansbanki skerast í leikinn og kaupa alla þá dollara sem einka- geirinn hefur ekki viljað. Það er for- dæmi fyrir þessu; Ávallt þegar dollarinn veikist eru erlendir seðla- bankar ákafir í að koma til hjálpar. Eins og John Connally, fjármálar- áðherra Nixons fyrir 30 árum, sagði: „dollarinn er gjaldmiðill okk- ar en vandamál þeirra.“ Mjög litlir möguleikar eru á þvi að sjá gengið nálgast gildi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í bráð! Já, evran getur jafnað gengi dollarans. En það er einnig hugsanlegt að skortur á stuðningi við evruna og áfram- haldandi ofurvöxtur í Bandarikjun- um muni verða þess valdandi að evran falli ótrúlega mikið, nálægt .80 eða þaðan af lægra. Fjárfestar munu halda áfram að líta á evruna sem vandamál, rétt eins og evrópski seðlabankinn gerir. Útboðsgengi evrunnar hrundi vegna þess að hún kom á tíma þegar efnahagur Banda- ríkjanna var á flugskriði. Evrópsk framleiðsla á eftir að standa sig; hennar tími á eftir að koma. En nú um stundir á hún enga möguleika. Rudi Dornbusch er Ford-prófessor í hagfræði við MIT og fyrrverandi að- alráðgjafi á sviði efnahagsmála við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyr- [ issjóðinn. Raungengi Jafnvægisstuðull IMF Dollari/Evran ($/E) 0.88 1.26 Jen/Evran (Y/E) 93.1 113.3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.