Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 10

Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 10
10 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDBÚNAÐUR IVOR birtist grein eftir dr. Guðna Þor- valdsson og kollega hans, Holger Kirchmann, sem starfar við sænska landbúnaðarháskólann, í alþjóðlegu fræðiriti, Europenn Journal of Agron- omy. Greinin, sem heitir Challenging Targ- ets for Future Agriculture, fjallar um ýmis vandamál nútíma landbúnaðar. Einnig hvernig unnt verði að mæta síaukinni fæðu- þörf mannkyns með framleiðslu heilsusam- legra matvæla, án þess að valda umhveriis- spjöllum og með því að fylgja ákveðnum siðareglum. „Eg hef komið að landbúnaði frá ýmsum hliðum og haft áhuga á að hann sé stundaður í sátt við umhverfið, um leið og við reynum að hafa hann hagkvæman," sagði Guðni. „Það eru ákveðin vandamál sem landbúnaður á við að stríða, bæði hér og í öðrum löndum. Vandamálin eru þó mismunandi eftir því hvert landið er.“ Gæðastuðlar fyrir landbúnað í greininni setja Guðni og Holger Kirch- mann fram ákveðna gæðastuðla sem viðmið fyrir landbúnað framtíðarinnar. Á grunni gæðastuðlanna á að vera hægt að mæla stöðu landbúnaðar, með tilliti til umhverfis- vænleika, hollustu og hreinleika matvæla og siðfræði. „Ef við viljum hafa áhrif á þróunina, þá verðum við að skilgreina markmið til að stefna að,“ sagði Guðni. „Þarna höfum við skilgreint ákveðnar vörður til að feta okkur eftir þannig að landbúnaður verði stundaður í sátt við umhverfið, holl matvæli framleidd og jafnframt farið eftir ákveðinni siðfræði gagnvart landinu, fólkinu og búsmalanum. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að standa á ákveðnum siðferðisgrundvelli í öll- um þessum málum.“ Guðni segir að gæðastuðlamir eigi að geta gilt fyrir landbúnað hvar sem er í heiminum. Þess vegna eru sumir þættir nokkuð fram- andi íslenskum búskap. „Margt af því sem við bendum á er þegar haft í heiðri. Við er- um ekki endilega að finna upp eitthvað nýtt, heldur drögum saman þá þætti sem við telj- um að standa þurfi vörð um.“ Gæðastuðlarn- ir eru nítján talsins og skiptast í sex flokka. Varðveisla jarðvegs Fyrsti flokkurinn lýtur að varðveislu jarð- vegs. Undir hann fellur uppblástur og upp- söfnun salts í jarðvegi, frjósemi jarðvegs, þjöppun jarðvegs og jarðvegsmengun. Guðni segir að neikvæð áhrif íslensks landbúnaðar á umhverfið hafi fyrst og fremst verið á sviði uppblásturs og gróðureyðingar. Beitarstjómun og nýting beitilanda hljóti því að vera ofarlega á baugi hjá okkur. Erlendis standa bændur einnig frammi fyrir vanda vegna uppblásturs, einkum upp- blæstri akurlendis. Þegar akramir em opnir, t.d. eftir uppskem á haustin, tapast jarð- vegur við fok. Guðni bendir á að sumt af jarðvegsfokinu endi á gróðurlendi eða ógrón- um holtum en sumt fari á haf út. Á sama tíma og jarðvegur eyðist er jarðvegur að myndast, til dæmis við niðurbrot bergs. Það ferli tekur þó langan tíma. Uppsöfnun salts er ekki vandamál hér á landi, en þar sem ríkir hlýtt loftslag og úr- koma er lítil flytur uppstreymi grunnvatns með sér ýmis efni, þar með talin sölt, upp í yfirborðslag jarðvegsins. Vatnið gufar síðan upp og saltið verður eftir. Það er mikilvægt að varðveita jarðveginn og heilbrigði hans, því hann er undirstöðuþáttur landbúnaðar. „Jarðvegur er lengi að myndast, hann er auðlind í sjálfu sér og hana bera að varð- veita," segir Guðni. Það er ekki nóg að varðveita jarðveginn sjálfan heldur verður að viðhalda frjósemi hans. „Það verður að sjá til þess að í stað þeirra næringarefna sem fara burt með af- urðunum komi sömu efni aftur í jarðveginn. Það getur verið með lífrænum áburði, tilbún- um áburði eða jafnvel áveitu. Það verður bara að sjá til þess að frjósemi eða landgæði rýrni ekki stórlega." Þungar landbúnaðarvélar geta valdið þjöppun jarðvegs sem hindrar eðlilegt streymi vatns og lofts og getur varnað því að rætur nái nógu langt niður. Efsta lagið er hægt að plægja, en meira mál er að eiga við dýpri lög jarðvegsins. Þar sem frost gengur í jörðu hjálpar það til. Einnig verður að gæta þess að jarðvegur mengist ekki. Guðni segir að varnarefni, t.d. gegn meindýrum og illgresi, geti safnast fyr- ir í jarðvegi. Þótt sífellt sé verið að leita að umhverfisvænni varnarefnum, þá sé best að vera laus við þau. Þegar notaður sé lífrænn úrgangur til áburðar þá verði einnig að gæta þess að hann sé ekki mengaður. Erlendis er til dæmis notað botnfall úr skólpi til áburðar. í því geta leynst þungmálmar og önnur mengandi efni. Þá þarf að gæta að kadmíum í fosfóráburði, að það sé eins lítið og kostur er. Önnur lífhvolf Auk varðveislu jarðvegs þarf að gæta þess að landbúnaður spilli hvorki andrúmslofti né grunnvatni. Til dæmis þarf að gæta þess að varnarefni eða plöntunæringarefni berist hvorki út í andrúmsloft né grunnvatn. „Tap næringarefna út í umhverfið getur verið vandamál, hvort sem er í hefðbundum eða lífrænum landbúnaði. Nitur getur til dæmis borist með jarðvatni í ár og læki, en Gæðastuðlar fyrir landbúnað Varðveisla jarðvegs Uppblástur og saltmyndun Frjósemi Þjöppun Mengun Varðveisla annarra lífhvolfa - andrúmslofts og grunnvatns Notkun varnarefna Losun næringarefna Losun gróðurhúsalofttegunda Varðveisla auðlinda Vatnsnotkun Hringrás plöntunæringarefna Orkunotkun Líffræðileg fjölbreytni Gæði landbúnaðarafurða Næringargildi Mengun Hreinlæti Ásýnd sveitanna Landslag Sveitabæirnir Siðfræði Fólkið Búsmalinn Umhverfið það tapast einnig í formi lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Metan er önnur lofttegund sem til dæmis kemur úr búfjár- áburði og frá kúm. Ofauðgun næringarefna, sem verður þegar næringarefni skolast úr jarðvegi og safnast í vötn og ár, hefur víða verið vandi. Þessi of- gnótt næringarefna getur valdið þörunga- blóma og öðrum vanda. Einhver útskolun næringarefna á sér einnig stað í náttúrulegu gróðurlendi og getur verið jákvæð upp að vissu marki, hún eykur frjósemi í ám og vötnum. Guðni segir að vandi af þessum toga sé ekki áberandi hér, ef um slíkt sé að ræða þá sé vandinn mjög staðbundinn. „Hér eru túnin svo dreifð, langt á milli bæja og túnin smáskikar þar í kring og svo eru víðáttu- miklir úthagar. Miklu minna tapast af nær- ingarefnum úr túnum, sem eru hulin gróður- þekju allt árið, en þar sem eru opnir akrar hluta ársins." Ör mannfjölgun kallar á aukna framleiðslu matvæla. Land- búnaöur gegnir þar stóru hlut- verki. Nýlega settu vísinda- mennirnir dr. Guðni Þorvaldsson og dr. Holger Kirchmann fram hugmyndir um gæðastuðla fyrir landbún- að framtíðarinnar. Guðni Ein- arsson hitti dr. Guðna Þor- valdsson ogfræddist um hvernigtryggja megi aö bú- skapurverói í sátt við umhverf- ið og hagkvæmur bæði bænd- um og búsmala. Morgunblaöið/Kristinn Dr. Guðni Þorvaldsson er sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.