Morgunblaðið - 05.11.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 11
Morgunblaöið/Brynjar Gauti
Guðni segir að gæta verði þess að nota
hóflegt magn áburðar og einnig hvenær bor-
ið sé á. Útskolun ræðst miklu fremur af slík-
um þáttum en því hvort áburðurinn er á líf-
rænu eða ólífrænu formi „Það þarf að bera á
þegar plönturnar geta tekið við áburðinum,“
segir Guðni.
Náttúrulegar auðlindir varðveittar
Þriðji flokkurinn lýtur að varðveislu nátt-
úrulegra auðlinda. „Víða er vatnsskortur
vandamál og þar þarf sérstaklega að gæta að
vatnsnotkun, en þetta er ekki vandamál hér
á landi,“ segir Guðni.
„Við þurfum að stuðla að sem mestri
hringrás næringarefna, að þeim næringar-
efnum, sem numin eru burt, sé skilað til
baka.“ Guðni segir að sérstaklega þurfí að
huga að þessu þar sem stundaður er mjög
einhæfur búskapur. Þar sem er búfjárhald
koma 70-80% næringarefna aftur til baka í
formi búfjáráburðar. En til dæmis þar sem
einungis er stunduð kornrækt, en ekkert bú-
fjárhald, þá þarf að kaupa næringarefni sem
lífrænan eða tilbúinn áburð.
„Mikilvægur hlekkur í þessari hringrás er
að saman fari jarðrækt og búfjárhald í þeim
mæli sem því verður við komið. Ein ástæða
þess að við hvetjum til þess að stuðlað sé að
þessari hringrás er að það er dýrt að flytja
næringarefni um langan veg. Það er mjög
óæskilegt að búfé sé safnað saman í miklu
magni á einu svæði og svo séu önnur stór
svæði þar sem einungis er akuryrkja. Frá
þessu sjónarhorni er æskilegt að ekki verði
algjör sérhæfíng í búskap á stórum svæðum.
Þetta þýðir hins vegar ekki að hvert býli
verði að hafa búfé.“
Það er einnig keppikefli að stilla orkunotk-
un í hóf, hvort heldur olíu- eða rafmagns-
notkun. Landbúnaður sem er algjörlega háð-
ur aðfluttum aðföngum, svo sem fóðri eða
áburði, er orkufrekari en ella og flutnings-
kostnaður verður mikill.
Líffræðileg fjölbreytni
Lögð er áhersla á varðveislu líffræðilegrar
fjölbreytni. Guðni segir að umræðan um inn-
flutning norskra kúa sé gott dæmi um það.
„Það er töluverður breytileiki í búfé heims-
ins. Til þess að hann glatist ekki og við miss-
um ekki svo og svo mikið af erfðaefni þá
verðum við að varðveita það markvisst. Til
dæmis eru svartskjöldóttu kýrnar víða hafð-
ar til mjólkurframleiðslu í Ameríku og
Evrópu. Ef við gáum ekki að okkur gætu
þær orðið eina kúakynið. Hinum yrði út-
rýmt.“ Þess vegna hafa verið stofnaðir genb-
ankar bæði fyrir plöntur og búfé. Guðni seg-
ir að Islendingar séu aðilar að norrænum
genbönkum fyrir plöntur og búfé.
Hollusta og hreinleiki
Þessi flokkur snertir ekki bara bændur
heldur alla keðjuna frá bónda til verslunar.
Landbúnaðurinn verður ávallt að keppa að
því að viðhalda gæðum afurða og að fram-
leiða vörur sem innihalda nauðsynleg nær-
ingarefni. Guðni segir að ef ekki sé sífellt
höfð gát á þessum þáttum geti gæðin rýrnað.
Einnig sé hægt að bæta afurðir með kynbót-
um og erfðatækni. Það hafí til dæmis verið
gert með hrísgrjón sem voru bætt þannig að
þau innihéldu meira af A-vítamíni. Það skipti
miklu fyrir heilbrigði fólks í löndum þar sem
hrísgrjón eru uppistaða í daglegri fæðu.
Auk þess að tryggja næringargildi mat-
væla þarf að gæta þess að þau mengist ekki,
hvorki úr jarðvegi, lofti eða við meðhöndlun
eftir uppskeru. Einnig að hreinlæti sé við-
haft á öllum stigum framleiðslunnar.
ímynd og siðfræði
Einn flokkurinn snýr að útliti sveita og
einstakra bændabýla. Lögð er áhersla á góða
umgengni og snyrtimennsku í stóru sem
smáu. „Þetta snýst um ímynd og fegurðar-
skyn. Flestir vilja hafa hreint og snyrtilegt í
kringum sig, ekkert drasl. Það er erfitt að
sannfæra neytendur um ágæti framleiðsl-
unnar, að varan sé holl og góð, ef umhverfi
framleiðslunnar segir allt annað,“ segir
Guðni.
Síðasti flokkurinn snýr að siðfræði. „Sið-
ferði er mjög mikilvægt að okkar mati, að
það gildi ákveðnar leikreglur á þessu sviði,
eins og öði-um í samfélaginu," segir Guðni.
Þessar leikreglur snúa m.a. að fólkinu sem
vinnur í greininni; að því séu búin mann-
sæmandi skilyrði til að lifa. Eins að um-
gengni við náttúruna sé til fyrirmyndar í víð-
asta skilningi. Að búfénaði sé vel sinnt og
hann búi við bestu skilyrði. Einnig að þeim
sem fást við landbúnað séu Ijósar þær skyld-
ur sem þeir hafa gagnvart umhverfinu. Þessi
siðvæðing á að tryggja að fólki sem vinnur
við landbúnað líði vel, að búfé líði vel og um-
hverfinu sé ekki misboðið og auðlindir ekki
skemmdar. Að menn beri bæði virðingu og
umhyggju fyrir þessum þáttum.
íslenskur landbúnaður
- Ef þessar mælistikur eru lagðar á ís-
lenskan landbúnað, hvar kreppir þá skórinn
helst?
„Fyrir nokkrum árum reyndi ég að gera
mér grein fyi-ir því hvar við þyrftum helst að
taka okkur á. Þá fannst mér það helst vera
varðandi beitar- og uppgræðslumál og losun
sorps og annars úrgangs á sveitabýlum.
Töluvert hefur verið unnið í þessu hvoru
tveggja á undanförnum árum. Uppblástur og
jarðvegseyðing hér er mikil, samanborið við
það sem gerist annars staðar. Þar spila sam-
an margir þættir, bæði sem snerta manninn
og náttúruöflin," segir Guðni.
- Eru bændafólki og búfé búin þau skil-
yrði sem æskilegt er?
„Þegar á heildina er litið tel ég að vel sé
búið að búpeningi þó undantekningar séu
vissulega til. Hér eru til dæmis forðagæslu-
menn á hverju svæði sem fylgjast með fóður-
öflun og fóðrun. Mér finnst hins vegar mikið
vinnuálag á bændum og tekjur þeirra of litl-
ar.“
Gæðamælir landbúnaðar
- Hvernig verður gæðastuðlunum komið í
framkvæmd?
„Draumur okkar hefur verið að búa til
kerfi, á grundvelli þessara gæðastuðla, til að
meta ástand landbúnaðar á einstökum býl-
um, landsvæðum eða á landsvísu,“ segir
Guðni. „Þá yrði gefin einkunn fyrir hvern
þessara stuðla og þannig hægt að meta
hvernig hver eining landbúnaðar, býli, land-
svæði eða land, stendur sig. Bæði heildar-
einkunn og einkunn á einstaka þætti. Ég tel
einnig æskilegt að gefa stuðlunum mismun-
andi vægi. Vægið gæti verið mismunandi
milli einstakra héraða eða landa. Sums stað-
ar er ofauðgun næringarefna stóra vanda-
málið og þá fengi sá þáttur aukið vægi þar.
Annars staðar er ofauðgun lítið vandamál og
þá yrði vægi þess þáttar minna.“
Lífrænn landbúnaður
Ýmsar þjóðir hafa litið á lífrænan landbún-
að sem ákveðna lausn, en þeir Guðni og
Holger Kirchmann telja að lífrænn landbún-
aður leysi ekki allan vanda nútíma landbún-
aðar. Hvers vegna ekki?
„Mörg þau vandamál sem við er að glíma í
hefðbundnum landbúnaði eru líka til staðar í
lífrænum iandbúnaði." segir Guðni.
- Hvaða vandamál eru það?
„Raunar eru það flest vandamál landbún-
aðar, nema að í lífrænum landbúnaði eru
ekki notuð hefðbundin varnarefni gegn ill-
gresi, sjúkdómum eða meindýrum."
Guðni segir að í lífrænum landbúnaði sé
leyft að nota ýmis varnarefni, en þau séu af
öðrum toga en þau sem notuð eru í hefð-
bundnum landbúnaði. Þar sé um að ræða
náttúruleg efni, sem líka geti verið skaðleg.
Þá ber að hafa í huga að plöntur framleiða
sjálfar eiturefni til að verja sig gegn sjúk-
dómum og meindýrum. Vegna meiri tak-
markana á varnarefnanotkun í lífrænum
landbúnaði skapar hann þó mun minni hættu
á þessu sviði. í staðinn geta þó skapast
vandamál af öðrum toga t.d. vegna meiri um-
ferðar þar sem illgresi er eytt með verkfær-
um „Annars er mjög lítið notað af vamarefn-
um yfirleitt í landbúnaði hér. Venjulegur
íslenskur bóndi notar nánast ekkert, nema
kannski á kartöflumar sínar.“
Lífrænn eða ólífrænn áburður
Guðni gerir ekki greinarmun á því hvort
næringarefnin eru framleidd í verksmiðju
eða era lífræn að uppruna, til dæmis hús-
dýraáburður. „Plöntur taka næringarefnin
upp á ólífrænu formi að langmestu leyti, -
ekki lífrænu. Næringarefni sem bundin eru,
til dæmis í búfjáráburði, brotna fyrst niður í
ólífrænt form áður en plantan tekur þau upp.
Lífrænn áburður getur hins vegar verið
mjög góður fyrir jarðvegsbygginguna. Fram-
leiðsla tilbúins áburðar felst í því að safna
saman næringarefnum, ýmist úr andrúms-
lofti eða jarðefnum og koma þeim á meðfæri-
legt fonn.“
- Gera plöntur þá engan greinarmun á þvi
hvort næringarefnin era úr lífrænum áburði
eða verksmiðjuframleiddum?
„Nei, planta tekur nitur yfirleitt upp sem
ammóníumjón eða nítratjón og þær geta
komið hvort sem er úr tilbúnum áburði eða
búfjáráburði. Hins vegar er tilbúni áburður-
inn oftast auðleystari en sá lífræni, svo
áburðarefnin koma í stærri skömmtum. Því
er hægt að stjórna og það er til tilbúinn
áburður sem er torleystur svo að efnin losni
hægt.“
Guðni segir að það hafi aldrei verið sýnt
fram á kosti næringarefna úr lífrænum
áburði umfram næringarefni úr tilbúnum
áburði. „Ég er mjög hlynntur því að við not-
um vel allan þann lífræna áburð sem við höf-
um, en ég tek ekki undir það að ekki megi
líka nota unninn ólífrænan áburð. Það era
engin vísindaleg rök fyrir því. Önnur upp-
spretta niturs eru belgjurtir og þær nýtast
bæði í lífrænum og hefðbundnum landbún-
aði. Notkun þeirra er að aukast hér á landi.
Það hvort landbúnaður er rekinn í sátt við
umhverfið felst í öðrum hlutum en þeim
grundvallarmun sem er á þessum tveimur
formum landbúnaðar."