Morgunblaðið - 05.11.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Postmódern
allegoríur
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Ótta (efri myndin) frá 1986 og Haust frá 1998 eru dæmi um vegferð Tryggva siðustu 15 árin.
MYIVPLIST
Lislasafn Kópavogs
MÁLVERK TRYGGVI ÓLAFSSON
Til 26. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 11 - 17.
Fimmtudaga frá kl. 11 - 19.
MEÐAL þeirra sýninga sem Búnaðarbankinn
efnir til á sjötíu ára afmæli sínu og menningar-
borgarárinu tvö þúsund er yfirlitssýning á
verkum Tryggva Ólafssonar, í tilefni af sex-
tugsafmæli málarans. Sýningin tekur yfir báða
stóru salina í Listasafni Kópavogs og spannar
þróun liðlega þriggja áratuga. Tryggvi hefur
verið búsettur í Danmörku allan sinn starfsald-
ur en aldrei - frekar en Jón heitinn Helgason -
talið sig annað en íslenskan, enda sýnt hér
reglulega og oftar eftir því sem árin hafa liðið.
Frá því stíll Tryggva mótaðist, seint á
sjöunda áratugnum, hefur hann fylgt þeirri
meginreglu að afmarka myndmál sitt við tví-
víðar áherslur með því að afmarka skilmerki-
lega formteikningu sina - gjaman með jöfnum
útlínum - og gefa hverju formi sinn ákveðna,
eintóna lit. Sprottið upp úr jarðvegi popplistar-
innar er þetta myndmál - eftir því sem franski
heimspekingurinn Jacques Derrida les út úr
stílbrigðum ítalska málarans Valerio Adami -
dæmigert fyrir þá sem mótaðir eru af ljós-
myndum og kvikmyndum.
Þetta er ekki svo galin ályktun hjá Derrida
því það sem numið er með hjálp nútíma mynd-
miðla hefur tilhneigingu til að hverfa að hluta
eða blandast öðru að nokkru leyti. Við búum
ekki lengur í kyrrstæðum heimi þar sem hlut-
irnir eru grannskoðaðir í ró og næði, einangr-
aðir og frá öllum hliðum. Eins og Tryggvi setur
fram sinn heim, með hlutveruleik sem hverfur
úr einu í annað, erum við að horfa á atburðarás
þar sem eitt mótar annað og hverfist utan um
nágrenni sitt eins og hluti af því; eða sem við-
hengi, svo notað sé nútímalegt, tölvutækt fag-
mál til að lýsa samflæðinu eða symbíósunni
sem fram fer á striganum.
Og samt er þetta ekkert órafjarri þeim sam-
fléttaða heimi sem átti sér stað umhverfis upp-
hafsstafinn í íslenskum handritum Ámasafns
og annarra góðra bókasafna. Þéttingin sem fer
fram í myndum Tryggva og byggist á sam-
þjöppun fígúratífra eininga í eina kös er ekki
barasta sloppin út úr hvíta tjaldinu eða
myrkrakompunni - camera obscura - heldur
má finna hana í vínéttum bóka, korta og hvers
konar askna frá fyrri tíð. I þessum vínéttum
var að finna allegorískt - táknmótað - svið
framandi, eða ævintýralegra hugarheima sem
tengjast ýmsum vettvangi, hlutlægum eða
huglægum, svo sem heimsálfunum, listunum,
vísindunum eða öðrum tilteknum safnheimi
með tilheyrandi persónum, tækjum, hljóðfær-
um, byggingahlutum og náttúrufyrirbærum.
Allt þetta má finna í myndum Tryggva, sett
saman af mikilli tilfinningu fyrir hrynjandi línu
og lita. Ef trúa má orðum annars fransks heim-
spekings - Lyotard - er afturhvarf til fyrri
alda í þeim tilgangi að afla þar fanga til gagn-
rýni á nútímann, eða til andsvara við honum,
meðal algengustu birtingarmynda postmód-
ernismans. Bandaríski listfræðingurinn Craig
Owens hefur jafnframt bent á endurkomu alle-
goríunnar sem erkiteikn postmódernískrar
myndgerðar.
Sú ákvörðun Tryggva að varðveita hlut-
bundið myndmál í annars abstrakt myndskip-
an - nokkuð sem hann á sammerkt með Léger
og Stuart Davis - er heldur ekki svo órafjarri
þeim pól sem þýski nýmálarinn Markus Lup-
ertz tók þegar hann bræddi saman módemísk
stílbrigði Picassos og nýexpressjónisma átt-
unda og níunda áratugarins. Vissulega eru að-
ferðir hans, áherslur og litameðferð af allt öðr-
um meiði, en þó má víða sjá skylda afstöðu
hans og Tryggva til samtíðarinnar og nánustu
fortíðar.
Salirnir í Listasafni Kópavogs sýna þannig
ákveðna andlega nálgun Tryggva við vissa er-
lenda samferðarmenn sína þótt málverk hans
séu í einu orði sagt ólík öllu sem landar hans
hafa verið að mála hér heima.
Halldór Björn Runólfsson
*
Island
öðru vísi
MYJVDLIST
Lislasafn Reykja-
víkur, llafnarhúsi
BLÖNDUÐ TÆKNI
DOUWE JAN BAKKER;
JOHN BAINE; BIRGIR
ANDRÉSSON; W.G.
COLLINGWOOD;
EDWARD DAYES; RONI
HORN;HÖRÐUR
ÁGÚSTSSON; NICHOLAS
POCKOCK & ROMAN
SIGNER
Til 7. janúar. Opið daglega frá kl.
11-18. Fimmtudaga frá kl. 11-19.
HÉR á landi hafa tíðkast merkilegar
venjur í listheiminum sem ef til vill
eiga meira skylt við diplomatí en list.
Þetta er listin að sjá landið og fólkið
með framandi gleraugum, eða gegn-
um gleraugu listamanna sem tekið
hafa sérstöku ástfóstri við land og
þjóð. Nú mætti ætla að átt væri við
gleraugu í bókstaflegri merkingu
vegna þess að Roni Horn og Roman
Signer nota bæði slíka gripi, en því
fer fjarri. Vandi svona sýningar er að
hún opinberar svo vel okkar verstu
eiginleika; útlendingaduldina og eig-
in vandræðalegu vanmetakennd. Nú
er ekkert að því - nema síður sé - að
bregða ljósi á list þeirra íslandsvina
- er það ekki kallað svo ef einhver
frægur og virtur heiðrar okkur með
nærveru sinni? - sem tekið hafa ást-
fóstri við landið, en það þarf að vera
með öðrum hætti en einni svona loð-
inni samsýningu. Vandinn er sá að í
stað þess að vekja umræðu um þessa
erlendu listamenn og þau gildi sem
þeir telja markverð í umhverfi okkar
reynum við með þögninni að nýta list
þeirra sem teikn um óskorað ágæti
okkar og landsins. Það verður af
þessu einhver óskýranlegur áróðurs-
fnykur, svona eins og þegar austur-
evrópskir ráðamenn reyndu að
sanna ágæti sitt - og vísa á bug allri
réttmætri gagnrýni þegna sinna -
með því að vitna í jákvæðar ræður
heimsþekktra gesta sem sóttu al-
þýðulýðveldin svokölluðu heim og
báru þeim vel söguna.
Þessi gagnrýni hefur ekkert með
listina á sýningunni að gera. Það er
engin ástæða til að láta öll þau ágætu
verk sem prýða sýninguna ísland
öðrum augum litið fara fram hjá sér.
Ljósmyndir Birgis Andréssonar
hanga andspænis teikningum Harð-
ar Agústssonar, þessum ágætu lista-
mönnum til mikils sóma. Röð Birgis
af húsum á íslandi sem bera heiti er-
lendra borga og landa er frábært
innlegg í umræðu um rómantískar
og framandi nafngiftir á íslenskum
húsum. Teikningar Harðar af forn-
um kirkjum og bæjahúsum eru ein-
stakar og gefa góða mynd af fram-
lagi þessa mikilhæfa eldhuga til
byggingasögu okkar. Vissulega eiga
þessir tveir ágætu listamenn heima á
sýningu með bílætagerðarmönnum
fyrri alda, þeirra sem fylgdu land-
könnuðum á borð við Joseph Banks
og W.G. Collingwood hingað og
brugðu upp ómetanlegum myndum
af íslenskum staðháttum, húsum og
mannlífi.
En myndir Birgis, Harðar og
Bretanna fjögurra eiga sama og
enga samleið með verkum Douwe
Jan Bakker, Roni Horn og Roman
Signer. Þau þrjú eru að fást við nátt-
úru landsins en ekki menningu. Það
er því ekki hægt að sjá annað en
reynt sé að þræla saman tveim ólík-
um hugmyndum í einni og sömu sýn-
ingunni. Það er bagalegt því það
gengur ekki upp hugmyndlega. Hins
vegar er eins og áður sagði hægt að
njóta listarinnar án nokkurra vand-
ræða. Hún stendur í hvívetna fyrir
sínu sem betur fer, þrátt fyrir bág-
borna tengingu menningar og nátt-
úru.
HalldórBjörn Runólfsson
fyrir alia fjölskylduna á sunnudögum frá kl. 18:00
kr. 2290-
pr.mann, fríttfyrir börn yngri en 6 ára
og 50% afsl. fyrir börn 6-12 ára
----- S I N C E 1 9 6 6 -
SUÐURLANDSBRAUT 4
Simi: 553 9700