Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 18
 18 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ F" Ellen Gunnarsdóttir Fræðslu- og skemmti- dagskrá um Mexikö LISTAKLÚBBUR Leikhússkjall- arans verður með fræðslu- og skemmtidagskrá um Mexíkó annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Eins og margir vita er Dagur hinna dauðu eða Allrasálnamessa eins og hún er kölluð á íslensku haldin hátíðleg víða um heim þann 2. nóvem- ber ár hvert. Á þeim degi er framliðinna ætt- ingja og vina minnst á marg: víslegan máta. í Mexikó hefur skapast hefð til að halda „E1 día de los muertos" hátíðlegan og verður gestum klúbbsins gert kleift að færast nær þeim raun- veruleika. Meðal efnis á dagskrá kvöldsins er erindi Ellen- ar Gunnarsdóttur sagnfræðings sem ber titilinn „Konur og ka- þólskan í barokk Mexikó", flutt verður mexikönsk tónlist og með stuttu erindi mun Sigurður Hjart- arson útskýra menningarsögulegt gildi hátíðarhaldanna. I lok dag- skrár munu mexikanskar konur búsettar á íslandi bregða upp mynd af lautarferð út í kirkjugarð til fundar við ættingja og vini í til- efni dagsins. Húsið er opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 800 krónur, en námsfólki er boðið til dagskrár fyr- ir 500 krónur. Sigurður Hjartarson Frá afhendingu gjafarinnar í Ljósmyndasafni íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Gjöf til Ljósmyndasafnsins AFKOMENDUR Magnúsar Ólafs- sonar og Ólafs Magnússonar ljós- myndara afhentu á föstudag Ljós- myndasafni Reykjavíkur að gjöf um 5 milljónir króna. Með gjöfinni er ætlunin að standa annars vegar að útgáfu á veglegri bók um Magnús Ólafsson og störf hans og hins vegar að stofna sjóð í nafni Magnúsar, sem verja skal til eflingar á rannsóknum á Ijósmynd- um Magnúsar og/eða styrkveitinga til Ijósmyndara sem vinna í anda hans. Er þetta fyrsti sjóður sinnar tegundar hér á landi. í fréttatilkynningu segir: „Ljós- myndarinn Magnús Ólafsson (1862- 1937) nam undirstöðuatriði ljós- myndunar á stofu Sigfúsar Ey- mundssonar, en fór að því loknu til frekara náms í Kaupmannahöfn. Hann kom heim og opnaði sína eig- in stofu í Reykjavík árið 1901. Magnús Olafsson var í hópi þeirra ljósmyndara hér á landi sem brydduðu upp á ýmsum nýungum á sviði ljósmyndunar og vann hann við íjölbreytilegar myndatökur. Fyrir utan mannamyndatökur lagði hann stund á myndatökur utandyra og var hann m.a. fyrstur Islendinga til að taka loftmynd af Reykjavík. Magnús var mikilvirkur á sviði landslags- og mannlífsljósmyndun- ar. Af myndum Magnúsar má sjá að hann var afar fær ljósmyndari og góður myndsmiður, enda var hann mikill listamaður í sér. Magnús Ól- afsson ljósmyndari skildi eftir sig ómetanlegan arf mynda, sem fyrir utan fagurfræðilegt gildi gefa okk- ur einstaka sýn á samfélagið og tíðarandann. Þessar myndir Magn- úsar Ólafssonar eru varðveittar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur." Bresk kammersveit TÓNLEIKAR með bresku kamm- ersveitinni The London Mozart Players verða í Salnum í Kópavogi, á morgun, mánudag, kl. 20. í fréttatilkynningu segir: „Kammersveitin The London Mozart Players samanstendur af aðalmeðlimum í The London Moz- art Players, sem er elsta kammer- ♦ ♦ SOLUSYNING Jón Engilberts sunnudaginn 5. nóvember kl. 16.00. Opnum við sýningu á verkum Jóns Engilberts frá árunum 1922-1968. Erum að leita eftir verkum gömlu meistaranna fyrir jólasýningu okkar Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga kl. 12-16 SMIÐJAN Innrömmun - Art Gallerý Ármúla 36, sími 568 3890. Opið í dag, sunnudag, kl. 16-19 Hágœða innrömmun laÉHte sveit Bretlands. Kammersveitin kom fyrst fram sem sérstök sveit árið 1985 í Queen Elizabeth Hall í Lundúnum verið hljóðrituð með góðum árangri. Þeir sem koma fram á tónleikun- um í Salnum eru David Juritz, 1. fiðla, Maya Magub, 2. fiðla, Judith Busbridge, 1. víóla, Julia Knight, 2. víóla, Sebastian Comberti, 1. selló, Julia Desbrulais, 2. selló. Joseph Ognibene, fyrsti hornleikari Sin- fóníuhljómsveitar íslands, mun einnig leika með kammersveitinni. Tónlistin á tónleikum The Lond- on Mozart Players er frá seinni hluta átjándu aldar fram á miðja tuttugustu öld. Hinn stórkostlegi B flat major Sextet Brahms er yndis- lega skrifaður fyrir strengjasveit, ljóðrænn og hlýr. Hægt er að flytja Simple Symphony eftir Britten með fullskipaðri strengjasveit eða minni sveit eins og gert verður á þessum tónleikum. Simple Symph- ony er byggð á verki sem Britten skrifaði meðan hann var enn við nám. Verkið er glettið og líflegt í fjórum þáttum. The Interlude fyrir strengjasextett úr óperunni Capr- iccio eftir Richard Strauss er orðið vinsælt sem sérstakt verk og oft flutt án óperunnar eins og hér verður gert. Tónleikarnir eru á vegum breska sendiráðsins og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Trompet- og orgel í Dóm- kirkjunni Á TÓNLISTARDÖGUM Dóm- kirkjunnar sem nú standa yfir munu þau Deborah Calland og Barry Millington leika verk fyrir orgel og trompet á tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, sunnudag, 5. nóvember, kl. 17. í fréttatilkynn- ingu segir: „Hjónin Barry Millington og Deborah Calland eru búsett í Bretlandi. Þau hafa haldið fjölda tónleika. Barry Millington mun halda erindi á vegum Richard Wagner félags- ins á meðan hann er hér á landi. Efnisskrá tón- leikanna er fjöl- breytt. Leikin verða orgelverk eftir Th. Arne og F. Bridge og tónlist fyrir trompet og orgel eftir H. Purcell, J. Clarke, A. Copland og P. Eben.“ Barry Millington. Sýning á verkum Jóns Engilberts SÝNING á verkum Jóns Engilberts verður opnuð í Smiðjunni art gall- erí, Ármúla 36, í dag, sunnudag, kl. 16. Sýnd verða um 40 verk frá ár- unum 1922-1968. Opið alla virka daga kl. 10-18 og 12-16 á laugardög- um. Sýningin stendur til 20. nóvem- ber. Þrekvirki TÖNLIST S a I u r i n n PÍANÓTÓNLEIKAR Nína Margrét Grímsdóttir lék píanóverk Páls ísólfssonar. Miðvikudag kl. 20. EINSTAKT tækifæri gafst til að heyra öll píanóverk Páls Isólfssonar á einum tónleikum á miðvikudag- skvöldið. Nína Margrét Grímsdóttir lék. Oft hefur undirrituð drepið á það hve nauðsynlegt er að fá að heyra tónlist í fjölbreyttu samhengi, - það er mikilvægt að geta borið saman verk tónskálda, en einstakt að fá að heyra öll verk eins þeirra í einu. Hvað píanótónlist Páls Isólfssonar varðar kemur í ljós að verkin eru mjög fjöl- breytt og spanna vítt svið í tíma og tilfinningu. Píanóstykkin hans þrjú op. 5 þekkir hvert mannsbam á Is- landi sem á annað borð hefur hlustað á Útvarpið og sömuleiðis Glettumar. Þessi verk hafa oft heyrst, og í túlkun ýmissa píanóleikara. Svipmyndir, safn smáverka frá ýmsum tímum í lífi tónskáldsins, lágu lengi í láginni og heyrðust sjaldan, þar til þær voru hljóðritaðar og gefnar út fyrir nokkr- um árum. í því safni eru margar perl- ur sem verðskulda ekki síður viður- kenningu en smáverkin sem fyrr voru talin. Svipmyndinar eru tæki- færisverk, sálmar og tileinkanir af ýmsu tagi. Þar gætir áhrifa frá mörg- um meisturum tónlistarsögunnar; bæði frá Bach, Grieg og Schumann. Þessi áhrif koma þó fyrst og fremst fram sem viðurkenning og lotning Páls gagnvart gengnum meisturum. Það sem kom á óvart á tónleikunum var lokaverkið, Tilbrigði um sönglag, eftir ísólf Pálsson. Þai-na kemur enn nýr Páll fram á sjónarsviðið. Þetta stórbrotna verk er gríðarmikil tón- smíð, samið um lagið Kveðja eftir föð- ur Páls, ísólf Pálsson. Séu Svipmynd- irnar að einhverju leyti lofgjörð til eldri meistaranna er þetta verk sann- arlega lofgjörð til þess tónskálds sem næst Páli stóð, föður hans, ísólfs Pálssonar. Verkið er mikil drápa í til- brigðaformi þar sem hið litla lag ís- ólfs tekur á sig margs konar myndir. Tilbrigðin eru ákaflega píanistísk en níðþung fyrir píanóleikarann. Þetta er glæsileg tónsmíð og mörg tilbrigð- anna toga sterkt í eyrað, eins og sjöunda tilbrigðið, Allegro e brill- ante, fullt af birtu og léttleika, og þrettánda tilbrigðið, Tranquillo, sem var dulúðugt og afar stemmnings- fullt. Tilbrigðin hljóta að teljast með mestu píanóverkum í íslenskri tón- listarsögu. Þegar upp er staðið er persónulegur stíll Páls bæði svip- sterkur og heilsteyptur. Húmor og gleði einkenna mörg verka hans, en umfram allt mikOl og energískur kraftur. Nína Margrét Grímsdóttir færðist mikið í fang að takast á við allan píanóópus Páls ísólfssonar. Þótt hún hafi stundað rannsóknir á verkum Páls og þekki hann vel sem tónskáld er þetta ekkert minna en þrekvirki. I fyrstu verkunum, píanóstykkjunum ópus 5, var hún ekki alveg komin í samband við tónlistina; itempóið var fremur hratt og það vantaði meira jafnvægi og yfirvegun í leik hennar. í Glettunum komst Nína Mai-grét á réttan kjöl og spilamennskan var vúkilega góð. I seinni glettunni var gaman að heyra hvað áherslur í verk- in voru skýrt dregnar fram úr tón- vefnum. Svipmyndirnar voru í heild listavel spOaðar, og sumar þeirra frá- bærlega vel eins og Ösku-menúettinn þar sem andstæður menúettformsins voru skarplega sniðnar; í Einu sinni var með schumanneskri lýrík sem umhverfist í sterkan og þróttmikinn millikafla; í Impromptu í h-moll sem var snilldarvel leikið; í Invention, þar sem raddfærslan var skýr og stefið skein ætíð fallega í gegn, og í Saknað- arstefinu sem er óhemju fallegt og var afar fallega leikið. I Tilbrigðum um sönglag eftir ísólf Pálsson fór Nína Mai-gi-ét á kostum í tæknilegum brilljans og músíkölsku innsæi. Það var óskaplega gaman að hlýða á glæsilegan flutning hennar á þessu mikla verki Páls. Þetta voru ánægju- legir tónleikar, bæði vegna þess að þeir gáfu góða sýn á píanótónskáldið Pál Isólfsson, og einnig fyrir það þrekvh-ki Nínu Margrétar að kynna okkur það af þvílíku listfengi. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.