Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 25
til þess að sýna fram á að sjúkdóm-
ar hafi erfðaþátt,“ segir Hreinn.
„Ein er sú að bera saman samleitni
eineggja og tvíeggja tvíbura. Ein-
eggja tvíburar hafa svo til ná-
kvæmlega eins erfðaefni. Ef ein-
eggja tvíburi greinist með
geðklofa, þá eru u.þ.b. 50% líkur á
því að hinn tvíburinn muni fá sjúk-
dóminn, samleitnin er 50%. Af
þessu sést að erfðaþátturinn dugar
ekki einn og sér, trúlega koma um-
hverfisþættir einnig við sögu við
framköllun sjúkdómsins. Helming-
ur erfðaefnis tvíeggja tvíbura er
eins, en samleitnin er u.þ.b. 17% í
geðklofa. Með þessu móti er hægt
að rökstyðja að umhverfisþættir
einir og sér valda ekki sjúkdómn-
um, framlag erfðaþáttanna virðist
ótvírætt þar sem samleitni ein-
eggja tvíbura er mun meiri en tví-
eggja. Þetta er ein af nokkrum
leiðum sem notaðar hafa verið til
að sýna fram á að erfðaþáttur er til
staðar í flestum sjúkdómum, jafnt
geðsjúkdómum sem öðrum sjúk-
dómum.“
Kenningar um
orsök geðklofa
Eins og þegar hefur komið fram
hefur þekking á verkun lyfja sem
eru gefin geðklofa sjúklingum orð-
ið til þess að fram hafa komið
kennisetningar um orsakaþætti
sjúkdómsins. Hreinn er beðinn að
útskýra þetta nánar. „Við lyfjaþró-
un hafa verið búin til efni sem geta
framkallað einkenni sem líkjast
sjúkdómseinkennum geðklofa svo
sem stjarfa, ofskynjunum og sjúk-
legri tortryggni,“ segir hann. „Það
eru margar kenningar um það
hvernig geðklofi er til kominn en
þær sem hafa mesta tiltrú byggjast
á því að einhver röskun sé á boð-
efnaflutningi í heilanum þá helst í
tengslum við dopamine eða
glutamate sem eru mikilvæg boð-
efni. Það var sem dæmi árið 1979
að vísindamenn áttuðu sig á því að
PCP (englaryk) hindrar ákveðinn
viðtaka í glutamate-boðefnaferlinu
og truflar þannig samskipti tauga-
frumna með ofangreindum ein-
kennum, þ.e. ofskynjunum og tor-
tryggni, svo eitthvað sé nefnt.“
Þrenging tengslasvæðis
og leit að setröðum
Hvaða aðferðum var beitt til að
einangra erfðavísinn?
„Við einangrun erfðavísisins var
beitt hefðbundinni tengslagrein-
ingu við að finna svæði á litningi
sem sýndi sterk tengsl við sjúk-
dóminn," segir Hreinn. „Tengsla-
greining byggist á því að skýra
samband svipgerðar og arfgerðar
eins og það birtist í ættartrjám
með því að setja fram tilgátur um
erfðir og prófa þær með tölfræði-
legum aðferðum. Með þessari að-
ferð gátum við staðsett meingenið
gróflega. Þetta var fyrsti áfanga-
sigurinn og stórt skref í rétta átt.
Tengslasvæðið þrengdum við
frekar með því að skoða fleiri sér-
kenni eða erfðamörk á tengsla-
svæðinu og leita uppi sameiginleg-
ar setraðir í fjarskyldum sjúkl-
ingum. Setraðir auðkenna svæði á
litningi sem sjúklingar hafa fengið
frá sameiginlegum forföður. Þessi
sameiginlegi forfaðir hefur hugs-
anlega borið stökkbreytinguna til
landsins og meingenið ætti þá að
vera á svæði sem setraðirnar af-
marka. Við fundum setraðir sem
eru mun algengari í sjúklingum
með geðklofa en í viðmiðunar-
hópnum. Setraðirnar þrengdu
þannig mögulega staðsetningu
erfðavísisins verulega þannig að
einungis einn erfðavísir var á því
svæði sem setraðirnar afmörkuðu.“
Er meingenið fundið?
„Setraðirnar sem við fundum eru
marktækt algengari í sjúklingum
og afmarka svæði sem hefur að
geyma einungis einn erfðavísi eins
og áður sagði. Við teljum að þessi
erfðavísir sé einn af þeim erfðavís-
um sem geti í stökkbreyttu formi
orsakað geðklofa.
Við höfum fundið breytingar í
þessum erfðavísi og erum að
rannska hvort einhverjir þeirra
geti útskýrt tilurð sjúkdómsins.
Einnig erum við að leita uppi fleiri
breytingar í þessum tiltekna erfða-
vísi. Erfðavísirinn kemur sterklega
til greina sem meingen í geðklofa
þar sem starfsemi hans hefur áhrif
á boðefnaflutning í taugum. En
truflun á boðefnaflutningi er ein-
mitt talin vera líklegasta skýringin
á orsökum geðklofa og því er þessi
erfðavísir mjög álitlegur," segir
Hreinn.
Lyf þróad á grundveili
stökkbreytts erfðavísis
Það koma fram á blaðamanna-
fundi sem boðað var til, þegar til-
kynnt var að tekist hefði að ein-
angra erfðavísinn að þegar væri
farið að þróa lyf á grundvelli þess-
arar uppgötvunar af samstarfsaðila
ÍE, svissneska lyfjafyrirtækinu
Roche. Á hvaða forsendu er lyfið
þróað?
„Þegar erfðavísir finnst sem hef-
ur sterk tengsl við sjúkdóm þá er
hægt að hefja lyfjaþróun. Með því
að hvetja eða letja afurð erfðavísis-
ins sem við einangruðum, þ.e. prót-
einið, má hugsanlega hafa áhrif á
framgang sjúkdómsins. Einnig má
reyna að hafa áhrif á það hve mikið
líkaminn framleiðir af þessu til-
tekna próteini. Sama má gera við
önnur prótein í sama efnaferli. Það
er þó vænlegast til árangurs að
hafa fullan skilning á því hvernig
erfðavísirinn í stökkbreyttu formi
veldur sjúkdómnum. Slík þekking
er þó ekki trygging fyrir því að
hægt sé að þróa lyf en lyfjaþróunin
verður markvissari."
Míkii vinna framundan
Hvernig var stemmningin hjá
ykkur þegar þið voruð komin á
leiðarenda og höfðuð fundið fyrsta
erfðavísinn sem hugsanlega getur
orsakað geðklofa?
„Þegar við fundum tengslin við
litningasvæðið og í framhaldi af því
setraðirnar og loks erfðavísinn
sjálfan vorum við sem höfum verið
að vinna að rannsóknunum innan
IE búin að vinna að þeim í þrjú til
fjögur ár. Það má því segja að við
höfum upplifað nokkra áfangasigra
og erum því ánægð og bjartsýn á
framhaldið," segir Hreinn.
„Eg og mínir samstarfsmenn
vorum að vonum ánægð,“ segir
Hannes. „Við teljum að hér sé um
markverðan áfanga að ræða, en
framundan er mikið starf.“
Það kemur fram í máli þeirra
Hannesar og Hreins að þó að ein-
angrun einstakra erfðavísa kunni
að hjálpa til við greiningu sjúk-
dómsins á komandi árum þá sé
mikil vinna eftir við að rannsaka
betur byggingu og starfsemi þessa
erfðavisis. „Við gerum ráð fyrir að
hafa fínkembt erfðavísinn á þrem-
ur til sex mánuðum og leitað uppi
þær stökkbreytingar sem lagt geta
sitt af mörkum við að framkalla
sjúkdóminn," segir Hreinn.
„Geðklofi er að öllum líkindum
fjölgena sjúkdómur og því koma án
efa fleiri en einn erfðavísir til
greina. Flókið samspil erfða og
umhverfis og hugsanleg samverk-
un fleiri erfðavísa gera það að
verkum að leita þarf eftir þátttöku
fleiri einstaklinga í rannsóknar-
verkefninu, en þátttaka sjúklinga
og ættingja þeirra hefur verið al-
gjör forsenda þess að þessum
áfanga er náð,“ segir Hannes.
„f þessum vísindum er björninn
ekki unninn fyrr en búið er að sýna
fram á hvernig meingenið veldur
sjúkdómnum. Við höfum vissar
kenningar um hvernig það getur
gengið til en þurfum að staðfesta
það,“ segir Hreinn.
Húsbyggjendur - Lækklð bygglngarkostnaðlnn
Bygglð húsið úr límtrésbjálkum
Viö bjóðum hús á afar hagstæðu verði
úr límtrésbjálkum, þar sem samsetn-
ing er sérhönnuö fyrir íslenskar að-
stæður. Límtréð tryggir varan-
leika og litlar breytingar í viðn-
um. Fæst á mismunandi
byggingarstigum.
Verð á uppsettu einlyftu
húsi u.þ.b. kr. 6.500 fm2.
Gerum einnig tilboð í
stærri límtréshús og
glugga með tvöföldu
eða þreföldu gleri.
Frekari upplýsingar á heimasíðu okkar:
www.simnet.is/casanova