Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 28

Morgunblaðið - 05.11.2000, Side 28
28 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ifrœndsemd við firnindi Vilhjálmur með nýveiddan sei tlunin er að sýning- in um Vilhjálm Stefánsson fari til Reykjavíkur, en síðan áleiðis til Evrópu og eftir það vestur um haf. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Dartmouthháskóla í Hanover, New Hampshire, Bandaríkjunum. Sýningin er jafnframt liður í sam- starfsverkefnum Akureyrarbæjar og Reykjavíkur menningarborgar 2000. Sérstakur ráðgjafi við hönnun og uppsetningu er Þórunn S. Þor- grímsdóttir leikmyndahönnuður en frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur Jónas Gunnar Allansson bor- ið hita og þunga af hugmyndavinnu og framkvæmd. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun opna sýn- inguna en einnig verður viðstödd ekkja Vilhjálms, Evelyn Stefans- son-Nef. Sýningin verður opin á Akureyri til 17. desember. Heimur Vilhjálms Sýningunni er ætlað að veita inn- sýn í heim Vilhjálms, manneskjuna, vísindamanninn og spámanninn, en hvetja um leið til umhugsunar um ástand og framtíð norðursvæða. Uppistaðan í myndefni sýningar- innar er fengin úr Bókasafni Vil- hjálms Stefánssonar við Dart- mouthháskóla og er þar meðal annars fjöldi mynda sem ekki hafa sést hér á landi. Á sýningunni eru m.a. myndir gerðar eftir handmál- uðum glerskyggnum sem Vilhjálm- ur notaði við fyrirlestra. Fræði- menn hafa bent á hversú meðvitað hann nýtti sér myndefni úr ferðum sínum um norðurslóðir Kanada og Alaska í þeim tilgangi að skapa já- kvæðari sýn á þessi svæði og það fólk sem þar bjó (Woodward 1998). Á sýningunni gefur einnig að líta fjölda tilvitnana í dagbækur sem Vilhjálmur hélt á ferðum sínum í þau u.þ.b. tíu ár sem hann dvaldi við rannsóknir og landkönnun á norð- ursvæðum Ameríku. Dagbækurnar sýna okkur þankagang Vilhjálms við misauðveldar aðstæður, heim- spekilegar vangaveltur hans um tilgang ferða sinna, samskipti hans við inúíta og aðra samferðamenn og ekki síst vandamál tengd vett- vangsrannsókn mannfræðingsins. Sumt af því sem þar stendur er furðu nútímalegt og jafnvel póstmó- dernískt. Eftirfarandi er tilvitnun úr dagbók Vilhjálms frá 10. desem- ber 1909: „Oft hefur það hvarflað að mér þegar ég hef litið í ferðadagbækur mínar, að ég hafi fjölyrt á manna- mótum um staðreyndir sem ekki hafi verið til staðar á sínum tíma þegar viðkomandi atburðir áttu að / M- * helgi verð- | ; | urhleypt \ ^ / af stokkun- um sýningu í Listasafninu á Akureyri sem berheitiö Heim- skautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stef- ánssonar. Níels Einars- son segir hérfrá Vil- hjálmi, störfum hans og sýningunni en hún mun taka nokkrum breyting- um eftir því hvar hana ber niður og verða þann- ig mismunandi áherslur og efnistök eftir stöóum og löndum. gerast, staðreyndir sem síðar tengdust þessum atburðum svo sterkum böndum að þær urðu með einhverjum undarlegum hætti ljós- lifandi í hugskoti mínu, eins og þær væru veruleikanum samkvæmt. Stundum hafi þær jafnvel orðið veruleikanum yfirsterkari og þokað til hliðar raunverulegum atvikum. Þegar samtímalýsing dagbókanna er knöpp verða slík „ævintýri" óhjákvæmilega jafn raunveruleg, bæði fyrir mér og þeim sem taka mig trúanlegan, og hefðu þau í raun og veru átt sér stað.“ Wmm'" ,__________ Gamanmál við tjaldskörina. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur í samstarfi við Mannfræði- stofnun Háskóla Islands, með styrk frá Landafundanefnd, unnið að því að koma dagbókunum á stafrænt form og gera þær þannig aðgengi- legar almenningi og fræðimönnum. Verkið hefur verið undir stjórn prófessors Gísla Pálssonar, for- stöðumanns Mannfræðistofnunar HÍ, sem hefur haft með sér vaskt lið mannfræðistúdenta. Við þetta krefjandi starf hafa fengist þau Kri- stín Erla Harðardóttir, Baldur A. Sigurvinsson, Ásdís Jónsdóttir, Óð- inn Gunnar Óðinsson og Jónas Gunnar Allansson. Skrift Vilhjálms er á köflum harla torlæs og reyndar kemur fram að hann átti sjálfur í örðug- leikum með að lesa sumt af því sem hann skrifaði. Hver var Vilhjálmur Stefánsson? Um daginn spurði ég níu ára dóttur mína hvað hún vissi um Vil- hjálm Stefánsson. Hún hugsaði sig um og svarað því svo til að hann hefði verið voðalega frægur, og að hann hafði verið frekar gamall þeg- ar hann gifti sig. Hvort tveggja er rétt. En hversu mikið vita Islend- ingar um Vilhjálm eða er hann kannski flestum gleymdur? Undan- farin ár hefur áhugi fólks aukist mjög á Viihjálmi, æfi hans og verk- um. Sett hefur verið á fót Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, með aðset- ur á Akureyri, og er það íslensk norðurslóðastofnun sem hefur inn- lent og alþjóðlegt hlutverk í tengsl- um við rannsóknir, upplýsingamiðl- un, ráðgjöf og samvinnu sem lýtur að sjálfbærri þróun og umhverfís- málum á norðurhjara. Heimasíða stofnunarinnar, sem tilheyrir um- hverfisráðuneytinu, er www.svs.is. Þar verður einnig innan skamms að finna sérstakan vef um Vilhjálm sem byggir að miklu leyti á dagbók- um hans. Fyrir nokkrum árum gaf Hans Kristján Árnason út íslenska þýðingu á ævisögu Vilhjálms og gerði einnig um hann sjónvarps- mynd. Nokkrar myndir í viðbót um Vilhjálm, eða sem tengjast honum, munu vera í deiglunni. Talsvert hefur verið fjallað um ínúítafjölskyldu Vilhjálms í Kanada og hefur það mál vakið nokkra at- hygli. Vilhjálmur hefur verið sakað- ur um að hafa yfirgefið og afneitað konu og barni þegar hann sneri úr ferðum sínum. Athyglisverð er þó niðurstaða Gísla Pálssonar prófess- ors sem biður menn að fara varlega með siðferðisdóma yfir Vilhjálmi í þessum efnum og bendir á að af- neitun Vilhjálms hafi í raun verið að sumu leyti óhjákvæmileg. Vilhjálm- ur hafi aldrei ætlað sér að gerast veiðimaður og inúíti, sem hefði þýtt að hann hafði mátt rjúfa tengsl við heim hvítra manna og gefa upp á bátinn frama sem rithöfundur og vísindamaður (sjá grein í Morgun- blaðinu, B 8-12). Boðskapur Vilhjálms Þegar upp er staðið er það hins- vegar boðskapur og lífssýn Vil- hjálms Stefánssonar sem á enn er- indi við okkur í samtímanum. Nafn Vilhjálms er nátengt norðurslóðum, rannsókn þeirra og könnun. Það er einnig tengt fordómalausri heildar- sýn og þverfaglegri umfjöllun um þessi svæði. í ritum Vilhjálms og rannsóknararfleifð er að finna hug- myndasjóð sem byggir á einstakri reynsluþekkingu Vilhjálms sjálfs á málefnum norðurslóða. Þaðan er ljós og sterk tenging við þá brýnu umræðu sem á sér stað um þessar mundir um vanda og möguleika samfélaga manna á norðurslóðum til sjálfbærrar þróunar. I reynd snerist boðskapur mannfræðings- ins Vilhjálms Stefánssonar að veru- legu leyti um sjálfbæra þróun og samskipti manns og náttúru í við- f ! ; : | 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.