Morgunblaðið - 05.11.2000, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STJÓRNMÁLASAGAN
SAGNFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands efndi til fundar sl. þriðju-
dag, þar sem Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, svaraði frá sínu
sjónarhorni spurningu um það hvað
stjórnmálasaga sé. Hafa ummæli for-,
sætisráðherra um þetta efni vakið
verulega athygli.
Hann minnti á tilhneigingu manna
til þess að gera sinn hlut sem beztan í
frásögnum af liðnum atburðum og
jafnframt hvað minni manna getur
verið varhugavert, þegar fjallað er um
löngu liðna tíma. Hann lýsti þeirri
skoðun, að beinir vitnisburðir væru
mikilvægir fyrir sögulegar niður-
stöður. Dagbækur væru betri en síðari
tíma frásagnir, jafnvel þótt þær kynnu
að vera litaðar af sjónarmiðum skrifar-
ans og jafnvel beinlínis hugsaðar til að
réttlæta orð hans og gerðir síðar meir.
Forsætisráðherra sagði það sína
persónulegu skoðun, að ævisögur, sem
stjórnmálamenn skrifuðu sjálfir, væru
betri en þær sem skrifaðar væru af
öðrum en í nánu samstarfi við viðkom-
andi eða ættingja hans.
Þetta er áhugavert umfjöllunarefni.
Sumir sagnfræðingar telja, að lítið sé á
munnlegum heimildum að byggja og
telja, að fyrst og fremst eigi að skrifa
söguna út frá þeim skriflegum gögn-
um, sem fyrir hendi eru. Fyrir þá
sagnfræðinga eru þau ummæli Davíðs
Oddssonar umhugsunarefni, að nýju
upplýsingalögin hafi orðið til þess að
minna sé til af skriflegum heimildum
nú orðið. „Ekki er vafi á því, að lögin
geta hjálpað og hafa hjálpað umræð-
unni á líðandi stund en hætt er við, að
framtíðarheimildirnar verði fyrir vikið
rýrari,“ sagði forsætisráðherra.
Það er hins vegar áreiðanlega rétt,
sem Davíð Oddsson sagði í erindi sínu
hjá Sagnfræðingafélaginu, að hver og
einn þátttakandi í atburðarás samtím-
ans hefur tilhneigingu til þess að lita
frásögn sér í hag og hvað er þá á slík-
um frásögnum byggjandi?
Kannski er kjarni málsins sá, að les-
endur ævisagna eða sagnfræðirita
eiga ekki að líta svo á, að í þeim bókum
felist einhver algildur sannleikur um
þau málefni, sem um er fjallað. Sagan
er sjónarhorn eða sýn þess, sem skrif-
ar, á þá atburði.
Stríðssaga Churchills, sem forsæt-
isráðherra vék að í erindi sínu, er
merkileg lesning en hún lýsir fyrst og
fremst sjónarmiði Churchills. Það er
hægt að færa rök að því, að margir
þeirra Vesturlandabúa, sem hafa
skrifað um heimsstyrjöldina síðari
hafi gert of mikið úr hlut Vesturveld-
anna í að ráða niðurlögum Hitlers og
herja hans og of lítið úr hlut Sovétríkj-
anna. Því meir, sem skrifað er af sagn-
fræðiritum um heimsstyrjöldina síð-
ari, þeim mun sterkari verður sú
skoðun, að stríð Hitlers hafi tapazt á
austurvígstöðvunum. Rit Alan Clarks,
Barbarossa, sem út kom fyrir nokkr-
um áratugum er m.a. undirstrikun á
þessu sjónarmiði. Hið sama má segja
um rit brezka sagnfræðingsins
Richard Overy.
Það getur verið ákaflega fróðlegt
fyrir þátttakendur í sögulegum við-
burðum að kynnast því með lestri
sagnfræðirita hvernig ungir sagn-
fræðingar, sem byggja söguritun sína
fyrst og fremst á skriflegum heimild-
um, sjá þá atburði þegar horft er til
baka nokkrum áratugum síðar. Þeir
hinir sömu þurfa ekki að vera sammála
túlkun síðari tíma en hún getur engu
að síður verið forvitnileg.
Návígið á íslandi gerir sagnfræði-
ritun erfiðari en ella. Allir þekkja alla
eða hafa tengsl hingað og þangað.
Þetta kom skýrt í ljós, þegar umtalað
ritverk Kristjáns Albertssonar um
Hannes Hafstein kom út fyrir u.þ.b.
fjórum áratugum. Stjórnmáladeilur
aldamótanna voru endurvaktar með
eftirminnilegum hætti af afkomendum
þeirra, sem komu við sögu í ritinu um
Hannes Hafstein. Önnur og þriðja
kynslóð tók upp málsvörn fyrir forvera
sína. Það voru ævintýralegar umræð-
ur, sem þá fóru fram um pólitík alda-
mótaáranna.
Af þessum sökum m.a. getur verið
erfitt fyrir unga sagnfræðinga að fjalla
á hlutlægan hátt um atburði fyrri tíma.
Með umfjöllun sinni geta þeir komið
illa við ættingja og vini.
Ritun stjórnmálasögunnar er hins
vegar mikilvæg og umræður af því
tagi, sem Sagnfræðingafélagið og
Davíð Oddsson hafa efnt til, því mjög
gagnlegar og líklegar til að vekja um-
ræður um grundvallaratriði sagn-
fræðiritunar.
Forystugreinar Morgunblaðsins
4. nóvember 1990: „Núver-
andi fjármálaráðherra Breta,
John Major, hefur lagt fram
tillögur um evrópskan gjald-
miðil, sem eru frábrugðnar
þeim hugmyndum, sem nú
eru uppi innan framkvæmda-
stjórnarinnar og meðal ann-
arra áhrifamanna innan EB.
Tillögur Majors stefna að
því, að settur verði upp
evrópskur gjaldmiðill, sem
nota megi jafnhliða gjald-
miðlum einstakra aðildar-
ríkja bandalagsins en komi
ekki í staðinn fyrir þá. í þing-
ræðu sinni lýsti Thatcher
þeirri skoðun, að tillögur
Majors gætu leitt til sameig-
inlegs gjaldmiðils, þegar til
lengri tíma væri lítið, þ.e. á
æviskeiði nokkurra kynslóða,
en persónuleg skoðun henn-
ar var, að þessi gjaldmiðill
yrði ekki mikið notaður!
I kjölfar þessarar ræðu
Thatchers hafa stjórnmála-
menn og fréttaskýrendur í
Bretlandi rætt þann mögu-
leika, að brezki forsætis-
ráðherrann hyggist heyja
næstu kosningabaráttu sína
á þeim grundvelli, að hún
ætli að verja sjálfstæði Breta
og ef nauðsyn krefji á þeim
forsendum, að aðildarríki
Evrópubandalagsins þrói
samvinnu sína eftir tveimur
mismunandi leiðum, þar sem
einhver hópur aðildarrikj-
anna fari sér hægar en önnur
aðildarríki.“
5. nóvember 1985: „Sú
ákvörðun ríkissjóðs að
hækka ávöxtunarkjör á
spariskírteinum ríkissjóðs
með því að lækka sölugengi
þeirra hefur að vonum vakið
nokkra eftirtekt. Nokkrum
dögum áður höfðu þær
fregnir borizt af hinum al-
menna verðbréfamarkaði að
vextir færu lækkandi vegna
töluverðs framboðs af pen-
ingum. I kjölfar ákvörðunar
ríkissjóðs er hins vegar kom-
in hreyfing á lífeyrissjóði og
fjárfestingarsjóði að hækka
vexti á útlánum þessara að-
ila. Loks hefur orðið vart
hreyfingar hjá viðskipta-
bönkum og sparisjóðum að
hækka vexti, bæði vegna
vaxtahækkunar ríkissjóðs og
eins vegna þess að verðbólg-
an fer vaxandi og almennir
sparisjóðsvextir eru nú langt
fyrir neðan verðbólgustigið...
Ríkisstjórnin á að því leyti til
erfiðara um vik nú en fyrir
tveimur árum, að hún er búin
að missa töluvert af þeim
stuðningi, sem hún hafði í
upphafi við efnahagsaðgerðir
sínar. Hún hefur ekki jafn
sterka stöðu nú til þess að
leita stuðnings við nýjar og
harkalegar aðgerðir í efna-
hagsmálum.
UMRÆÐUR UM afstöðu
okkar fslendinga til
Evrópusambandsins hafa
fram að þessu fyrst og
fremst snúizt um það,
hvort það hentaði hags-
munum okkar vegna sjáv-
arútvegsins að sækja um
aðild að ESB. í nýlegri skýrslu Halldórs As-
grímssonar, utanríkisráðherra, um ísland og
ESB er ítarlegur kafli um sjávarútvegsmál. Hver
sá, sem les þann kafla getur ekki komizt að ann-
arri niðurstöðu en þeirri, að það sé óhugsandi fyr-
ir okkur íslendinga að óbreyttri sjávarútvegs-
stefnu Evrópusambandsins að sækja um aðild.
Talsmenn umsóknar hafa að vísu haldið því
fram, að það mundi ekki koma í ljós fyrr en á
reyndi í samningaviðræðum hvaða undanþágur
við gætum tryggt okkur frá gildandi sjávarút-
vegsstefnu. Veruleikinn er hins vegar sá, sem
kemur glögglega fram í skýrslu utanríkisráð-
herra, að við gætum aldrei samið okkur frá því, að
formleg yfirráð yfir fiskveiðilögsögu okkar færð-
ust til Brussel. Það eitt í sjálfu sér útilokar
aðildaramsókn. Samningaviðræður mundu engu
breyta um þetta grandvallaratriði.
Það er ekki óeðlilegt að umræður um þetta
málefni hafi fyrst og fremst tekið mið af hags-
munum höfuðatvinnugreinar okkar. Þegar upp
var lagt í samstarfi Evrópuríkja á þessum vett-
vangi var fyrst og fremst um að ræða samstarf á
sviði atvinnu- og efnahagsmála. Samstarfið sner-
ist um sameiginlega hagsmuni á þessum sviðum
og mótaðist af því í áratugi.
Með ákvörðun Evrópusambandsins um að taka
upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, má segja
að þetta samstarf á sviði efnahags- og atvinnu-
mála hafi veríð fullkomnað, ef hægt er að nota það
orð á annað borð. Sameiginlegur gjaldmiðill
Evrópuríkja mun augljóslega greiða mjög fyrir
allri atvinnu- og viðskiptastarfsemi í Evrópu,
auka samkeppni og gera allan samanburð á milli
einstakra ríkja auðveldari. Það verður erfiðara
fyrir bílaframleiðendur að selja bíla á hærra verði
í einu landi en öðra, svo að dæmi sé nefnt.
Hér á Islandi hafa líkað vaknað spurningar um
það, hvort tilkoma evrannar mundi einhverju
breyta um afstöðu okkar til Evrópusambandsins.
Gæti farið svo, að viðskiptalegir hagsmunir okkar
af því að komast inn á evrasvæðið yrðu svo miklir
að þeir mundu yfirgnæfa þá hagsmuni, sem við
hefðum af því að halda fiskveiðilögsögu olckar ut-
an lögsögu Evrópusambandsins? Núverandi rík-
isstjóm lét líka taka saman skýrslu um það efni.
Niðurstaða hennar var í stuttu máli sú, að ekki
væri tilefni til þess að óbreyttu. Öðra máli gegndi,
ef Danir, Svíar og Bretar gerðust aðilar að evra-
svæðinu. Þá gæti farið svo, að við yrðum að
endurmeta stöðu okkar.
Lengi var talið, að þessar þrjár þjóðir mundu
innan örfárra ára gerast aðilar að evrasvæðinu.
Fyrr á þessu ári var Kenneth Clark, fyrrverandi
fjármálaráðherra Breta og einn af helztu forystu-
mönnum brezkra íhaldsmanna í heimsókn hér á
landi. Hann lýsti þeirri skoðun, að þjóðar-
atkvæðagreiðsla mundi fara fram í Bretlandi á
næsta ári, bandalag evrasinna úr Verkamanna-
flokki og íhaldsflokki mundi sigra í þeirri at-
kvæðagreiðslu og Bretar gerast aðilar að evra-
svæðinu innan nokkurra ára.
En skjótt skipast veður í lofti. Danir felldu í
þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast aðilar að evr-
unni. Ritstjóri eins virtasta dagblaðs á Bretlandi
sagði í samtali við viðmælanda sinn fyrir nokkr-
um dögum, að þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna
mundi ekki fara fram í Bretlandi næstu fimm ár-
in. Að sjálfsögðu getur enginn fullyrt neitt um
hversu sannspár ritstjórinn verður en ummæli
hans endurspegla afstöðu manna í Bretlandi um
þessar mundir.
Líkurnar á því, að við Islendingar stöndum
frammi fyrir því álitamáli á næstu misserum,
hvort við þurfum að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu vegna viðskiptahagsmuna okkar og
áhrifa evrunnar eru því um þessar mundir sára-
litþar.
í Evrópu er nú mikil gerjun um framtíð sam-
starfs Evrópuríkja innan Evrópusambandsins.
Umræður um þau málefni era komnar langt út
fyrir hugleiðingar um viðskiptahagsmuni eða
sameiginlegan gjaldmiðil. Það er augljóst, að um-
ræður um samstarf Evrópuríkja á breiðum
grandvelli, þ.e. núverandi aðildarríkja ESB og
þeirra fjölmörgu ríkja, sem sækja á um aðild
snúast nú fyrst og fremst um pólitík. Það er hinn
pólitíski þáttur í þessu samstarfi, sem er að verða
yfirgnæfandi í öllum umræðum á meginlandi
Evrópu.
Hér hafa verið færð rök að því, að frá sjónar-
hóli okkar íslendinga sé aðild að Evrópusam-
bandinu óhugsandi, þegar horft er til málefna
sjávarútvegsins og fiskveiðilögsögunnar. Enn-
fremur að vangaveltur um nauðsyn aðildar vegna
áhrifa evrannar séu ótímabærar með öllu og líkur
á því, að þær komist á dagskrá á næstu áram
mjöglitlar.
En hvemig horfir afstaða okkar til samstarfs
Evrópurílqa við, ef við metum það út frá pólitísk-
um hagsmunum okkar íslendinga?
í miðju
Atiantshafi
Utanríkisstefna okkar
Islendinga frá lýðveldis-
stofnun hefur óhjá-
kvæmilega mótast af legu
lands okkar. Við erum ekkert sérfyrirbæri í þeim
efnum. Það á við um allar þjóðir. Utanríkisstefna
Þjóðveija markast af því, að land þeirra er á eins
konar krossgötum á milli ríkja í Vestur-Evrópu
og Mið- og Austur-Evrópu. Og þannig mætti
lengi telja.
Við höfum byggt upp nokkra trausta hom-
steina í utanríkispólitík okkar. Einn þeirra er
samstarf okkar við Bandaríkjamenn. Það hefur
byggzt á tvennu. í fyrsta lagi því að Bandaríkin
voru fyrsta þjóðin til þess að veita íslenzka lýð-
veldinu viðurkenningu. Og í öðru lagi á vamar-
samstarfi okkar við Bandaríkin. Bandaríkjamenn
hafa tekið að sér samkvæmt sérstökum samningi,
sem hefur verið báðum þjóðum til hagsbóta að
tryggja öryggi Islands. Fyrstu áratugina eftir
lýðveldisstofnun og á meðan Evrópa var að rétta
úr kútnum eftir heimsstyrjöldina síðari var
Bandaríkjamarkaður mikilvægasti útflutnings-
markaður okkar íslendinga. Það hefur breytzt.
Viðskiptahagsmunir okkar vestan hafs era miklir
en ekki jafn miklir og áðm\
Annar hornsteinn utanríkisstefnu okkar er ná-
ið samstarf við Norðurlöndin. Við eigum meira
sameiginlegt með þeim þjóðum en nokkram öðr-
um. Þar koma til sameiginlegar rætur og menn-
ingararfleið, skyld tungumál og áþekk lífsviðhorf.
í meginatriðum höfum við byggt þjóðfélag okkar
upp með svipuðum hætti og aðrar Norðurlanda-
þjóðir hafa gert og t.d. er fyrirmynd að nútíma
löggjöf okkar að veralegu leyti sótt til Norður-
landanna.
Þriðji homsteinn utanríkisstefnu okkar er náið
samstarf við önnur Evrópuríki. Það byggist í
stórum dráttum á þremur meginstoðum. I fyrsta
lagi lítum við svo á, að vegna uppruna okkar og
sögulegrar arfleifðar séum við Evrópuþjóð, þótt
við búum í útjaðri Evrópu. Við eigum að því leyti
til meira sameiginlegt með Evrópuþjóðum en t.d.
þjóðum Norður-Ameríku, þótt hvergi búi fleira
fólk af íslenzku bergi brotið utan íslands en ein-
mitt í Norður-Ameríku.
í öðru lagi höfum við átt mjög náið samstarf við
Vestur-Evrópuþjóðir í rámlega hálfa öld. Það
samstarf hefur farið fram á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins en einnig á fjölmörgum öðrum
sviðum. Við eram þátttakendur í öllum helztu
sameiginlegu stofnunum Evrópuríkjanna. Við
gerðumst aðilar að EFTA fyrir 30 árum og höfum
gert sem aðilar að EFTA samning við Evrópu-
sambandið, sem tengir okkur mjög sterkum
böndum við það samstarf, sem fram fer innan
þess. Sumir segja, að aðild okkar að Evrópska
efnahagssvæðinu þýði í raun að um 90% alls sam-
starfs innan ESB nái til okkar. Aðrir ganga ekki
lengra en svo, að það nái tU um 70% þess sam-
starfs.
í þriðja lagi er hér um að ræða helztu við-
skiptaþjóðir okkar.
Af þessu er ljóst, að utanríkisstefna okkar mót-
ast mjög af því, að við búum miðja vegu á milli
Evrópu og Ameríku hér norður í Atlantshafi.
Á liðnum árum og áratugum hefur ekkert
gerzt, sem hefur breytt þessum grundvallaratrið-
um í utanríkispólitík okkar íslendinga. Hún er á
traustum granni byggð. Lok kalda stríðsins hafa
að sjálfsögðu dregið úr þeim umsvifum, sem voru
á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma en þau tímamót
hafa engu breytt um þá höfuðnauðsyn að sjálf-
stætt ríki tryggi öryggi sitt með einhverjum
hætti. Þótt breytingar hafi orðið á framkvæmd
varnarsamningsins og Bandaríkjamönnum hafi
fækkað á Keflavíkurflugvelli eins og eðlilegt er,
breytir það engu um mikilvægi vamarsamnings-
ins sem slíks fyrir okkur íslendinga.
Hins vegar er ljóst eins og áður sagði, að mikil
gerjun er í umræðum um samstarf ESB-ríkj-
anna. Þau stefna að æ nánara samstarfi á hinu
pólitíska sviði. í því felst m.a. að þau stefna að
nánari samvinnu í varnar- og öryggismálum.
Hvaða áhrif hefur það á samstarfið innan Atlants-
hafsbandalagsins? Flest bendir til að forystuþjóð-
ir Evrópu, a.m.k. Þjóðverjar og Frakkar, stefni á
að byggja upp eins konar bandaríki Evrópu. Ný
réttindaskrá fyrir borgara í aðildarríkjum
Evrópusambandsins er af mörgum talin vísir að
stjórnarskrá fyrir hin nýju bandaríki Evrópu.
Breytir þessi þróun innan Evrópusambandsins